Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 55 (
í DAG
Í7A ÁRA afmæli. í dag,
I V/ miðvikudaginn 1.
september, verður sjötug-
ur Bragi Melax, fyrrver-
andi kennari. Hann verður
á afmælisdegi á heimili
Hauks, bróður síns, í Cal-
gary í Kanada.
BRIDS
IJmxjon (iuðniuiiilur
l'áll Arnarson
LESANDINN er í suður,
sagnhafi í fímm tíglum.
Norður gefur; AV á
hættu.
Noröur
AÁD2
¥ K
♦ K1076
* ÁKDGIO
Suöur
«543
V Á97
♦ D9843
«42
Vestur Norður Austur Suður
- llauf Pass ltígull
Pass 2spaðar Pass 2grönd
Pass 5%lar Ailirpass
Útspil í spaða væri
óþægilegt, en vestur er
ekki svo hittinn og byrjar
á hjartadrottningu.
Hvernig er best að spila?
Það væri einstök
óheppni að tapa þessum
samningi, en það er þó viss
hætta á ferðum ef vestur á
tígulásinn. Segjum að
trompi sé spilað á drottn-
ingu í öðrum slag. Vestur
drepur og skiptir yfir í
spaðagosa. Hvað á nú að
gera? Svína, eða taka á ás-
inn og trompkóng, og
i'eyna svo að henda niður
tveimur spöðum í lauf?
Norður
« ÁD2
¥ K
♦ K1076
* ÁKDGIO
Vestur Austur
« G108 « K976
V DG1086 ¥ 5432
♦ ÁG2 ♦ 5
«53 «9876
Suður
A 543
¥ Á97
♦ D9843
«42
í legu af þessu tagi
skiptir ekki máli hvað gert
er, þvi austur á spaðakóng
og vestur aðeins tvílit í
laufi, svo hann getur
trompað tímanlega til að
taka spaðaslaginn.
Það er hjartakóngurinn
sem villir sagnhafa sýn.
Sagnhafi má gefa tvo slagi
á tromp, svo framarlega
sem vörnin getur ekki sótt
að spaðanum. Því er best
að spila tíglinum heiman-
frá fyrst og svína fyrir
gosann, og eina leiðin heim
er að yfirdrepa þarflausan
hjartakónginn í fyrsta
slag.
Árnað heilla
f* A ÁRA afmæli. í dag,
ÖU miðvikudaginn 1.
september, verður sextug
Hrönn Jóhannsdóttir,
Lækjarsmára 4, Kópavogi.
í tilefni dagsins taka hún
og eiginmaður hennar,
Ingiberg Egilsson, á móti
ættingjum og vinum á
heimili sínu á milli kl. 14-18
ídag.
fTÁRA afmæli. í dag,
*J U miðvikudaginn 1.
september, verður fimmtug
Inga Lára Þórhallsdóttir,
Hrannargötu 4, ísafirði.
Eiginmaður hennar er
Elvar Bæringsson. Þau
hjónin taka á móti ættingj-
um og vinum í Oddfellow-
salnum, ísafirði, laugardag-
inn 4. september kl. 20.30.
Hlutavelta
Þessar stúlkur héldu tombólu í Mosfellsbæ til styrktar
börnum með krabbamein. Þær heita Hrefna Jónsdóttir,
Sandra Dröfn Jóhannesdóttir og Elsa Rún Árnadóttir.
Þessar stúlkur héldu minimarkað og söfnuðu kr. 4.900 til
styrktar börnum með krabbamein. Þær heita Ásta Berg-
lind Willemsdóttir og Siranoush María Torossian.
Með morgunkaffinu
Ast er...
... að gera allt til að
halda sjálfstæði sínu.
TM Reg. U.S. P«L OIT. — all right* raMivad
(c) 1900 Lm AngclM Thtim Syndicat*
Hann vill gjarnan fá að
bjóða þér í glas.
GUÐS HÖND
Haligrímur
Pétursson
(1614/1674)
Láttu guðs hönd þig leiða hér,
lífsreglu halt þá beztu:
blessað hans orð, sem boðast þér,
í brjósti og hjarta festu.
Vertu, guð faðir, faðir minn ,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
Brot úr Ijóðinu
Guðs hönd
STJÖRNUSPA
eflir Frances llrake
MEYJAN
Afmælisbarn dagsins: Þú ert
nærgætinn og nlúir að öllu
sem andann dregur. Vinir
þínir treysta þér fyrir sjálf-
um sér.'
Hrútur (21. mars -19. apríl) Gefðu þér tíma til að spjalla við vinnufélagana því þú víkk- ar um leið út sjóndeildarhring- inn og ýmislegt sem rætt er gæti vakið áhuga þinn.
Naut (20. apríl - 20. maí) Nú skiptir öllu máli að þú styrkir þig andlega og líkam- lega fyrir veturinn því með því tryggir þú það að úthaldið bresti ekki í miðjum spretti.
Tvíburar _ (21. maí - 20. júní) W Fáðu ekki sektarkennd vegna þess sem þú gerir fyrir sjálfan þig því góð heiisa og andleg ró er undirstaða velgengni á öll- um sviðum. Einhvem mis- skilning þarf að leiðrétta strax svo ekki hljótist af skaði.
Kmbbi u*. (21. júní - 22. júlí) Það er oft viðeigandi að segja hlutina með blómum en alltaf er nú skemmtilegra að láta nokkur orð fylgja hvort sem þau em skrifuð á blað eða mæit af munni fram.
Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Erfiðleikamir em bara til að sigrast á þeim og þú ert nú betur í stakk búinn en oft áður. Leggðu því til atlögu og fram- tíðin er þín.
Meyja (23. ágúst - 22. september) (CÍL Einhverjar breytingar em yf- irvofandi svo láttu hendur standa fram úr ermum í stað þess að leggjast í kör. Allt er breytingum undirorpið.
V°S m (23. sept. - 22. október) Einhvem misskilning þarf að leiðrétta strax svo ekki hljótist af skaði. Vendu þig af því að keyra skoðanir þínar ofan í aðra.
Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Ef þú vilt vinna aðra til fylgis við þigskaltu tileinka þér hóg- værð og festu því fyrirferð og frekja vekja bara upp and- stöðu og sundmng.
Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) at.) Þegar taka þarf mikilvægar ákvarðanir þarftu að vera ákveðinn og sterkur. Margir möguleikar em í stöðunni en aðeins fáir þeirra raunhæfir.
Steingeit (22. des. -19. janúar) éSfr Reyndu að sjá það jákvæða í lífinu fremur en það neikvæða. Viljirðu ná málum fram af ein- hverju viti þarftu að vera þol- inmóður.
Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) G&t) Félagar þínir em tilbúnir til að vaða eld og brennistein með þér en átök eru enginn kostur því þú getur haft þitt fram í ró- legheitunum.
Fiskar ftl (19. febrúar - 20. mars) >¥*» Þú getur mætt hvaða áskoran sem er ef þú nýtir hæfileika þína til fulls. Láttu ekkert koma þér á óvart þegar leitað verður eftir stuðningi þínum við ákveðið mál.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi eru
ekki byggðar á traustum grunni
visindalegra staðreynda.
HYGEA snyrtivöruverslun,
Austurstræti 16, er hætt rekstri
Við þökkum öllum viðskiptavinum okkar tryggð og
ánægjuleg samskipti allt frá því að verslunin var stofnuð
og opnuð í Austurstræti 16 árið 1953.
Bjóðum alla okkar viðskiptavini velkomna í verslanir okkar
í Kringlunni og Laugavegi 23.
CT^O
H Y G E A
jnyrlivöruverjlun
KRINGLUNNÍ, éCmi 333 4533
H Y G E A
snyrti vöruvcrjlun
LA UGA VEGI23, öCmi5JJ 4533.
Nýjar vörur
Pelsjakkar
Kápur
Úlpur
Ullarjakkar — stórar stærðir
Hattar og hú£ur
Á#ttU5ID
Mörkinni 6
Sími 588 5518
TILBOÐ
Bamamyndatökur
Aðeins góðar
fullunnar myndir
12 myndimar fuilunnar og
stækkaðar í stærðinni 13x18
cm (engar smáprufur sem
iú getur ekki notað) að auki
ærðu tvær myndir stækkað í
20 x 25 cm fyrir afa og
ömmur og síðan eina í
stærðinni 30 x 40 cm
í ramma fyrir sjálfa þig.
Ljósmyndararnir eru meölimir í FÍFL.
félagi íslenzkra fag ljósmyndara
Ljósmyndastofa Kópavogs Ljósmyndastofan Mynd
sími: 554 30 20 sími:565 42 07
£
TRYGGINGASTOFNUN
Kjp RÍKISINS
Styrkir til
bifreiðakaupa
Tryggingastofnun ríkisins veitir viðtöku umsóknum
vegna styrkja, sem veittir eru hreyfihömluðum tii bif-
reiðakaupa. Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar
skal vera ótvíræð.
Umsóknareyðublöð vegna úthlutunar árið 2000 fást hjá
þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar ríkisins, Tryggva-
götu 28, og hjá umboðsmönnum hennar um land alit.
Umsóknarfrestur er til 1. október
Tryggingastofnun ríkisins.