Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Hjartkær eiginkona min, móðir okkar og dóttir, INGILEIF ÓLAFSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur og fræðslufulltrúi, Álfalandi 9, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstu- daginn 3. september kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hennar, láti Krabba- meinsfélagið njóta þess. Ágúst Ingi Jónsson, Ólafur Bjarki Ágústsson, Anna Dröfn Ágústsdóttir, Ása Friðriksdóttir. t Fósturmóðir okkar, HULDA VALDIMARSDÓTTIR, Hjallabraut 19, Hafnarfirði, sem lést á Sólvangi sunnudaginn 29. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstu- daginn 3. september kl. 13.30. Valdimar Ingi Sigurjónsson, Sigríður Fanney Guðmundsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og tengdasystir, KATRÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, Vallarbraut 2, Njarðvík, áður Hringbraut 52, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 3. september kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast Katrínar, er bent á Rannsóknarsjóð Gigtarfélags íslands. Björn Kjartansson, Jóhanna Young, Alan Young, Kristján og Kaylene, Katrín Farren, William Farren, Katrín, Jóhanna og Sumarrós, Guðbjörg Houser, Richard Houser, Ásgeir Sigurðsson, Fríða Jónsdóttir, Þorvaldur Kristjánsson, Ásta Siegfriedsdóttir, Halldóra Bjarnadóttir, Guðleifur Axelsson, Rósa Kristjánsdóttir, Sveinn Eggertsson. t Innilegustu þakkir til ykkar allra sem auðsýnd- uð okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐLAUGAR RAGNARSDÓTTUR, Safamýri 77. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins fyrir einstaka umönnun og hlýju. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, Lárus S. Marinusson, Steinunn Ásgeirsdóttir, Tommy Hákansson, Ragnhildur Ásgeirsdóttir, Andrés Jónsson, Reynir H. Jónsson og barnabörn. t Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, sonar, föður okkar, tengda- föður og afa, FRIÐRIKS INGVARSSONAR, Búhamri 76, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 1'2-G á Landspítalanum og starfsfólki B-deildar á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Hólmfríður Júlíusdóttir, Soffía Axelsdóttir, Júlía Elsa Friðriksdóttir, Jón Steinar Adólfsson, María Rós Friðriksdóttir, Steinn Þórhallsson, Sigurður Oddur Friðriksson, Aníta Ársælsdóttir, Birgir Már Friðríksson, fris Eir, Friðrik Hólm. KATRÍN JÓNA LÍKAFRÓNSDÓTTIR HRAFNFJÖRÐ tKatrín Jóna Líkafrónsdóttir Hrafnfjörð fæddist á Hrafnfjarðareyri í Jökulfjörðum 29. september 1932. Foreldrar hennar voru hjónin Bjarney Sólveig Guðmunds- dóttir, f. 25.3. 1893, d. 12.5. 1974, og Líkafrón Sigur- garðsson, f. 12.7. 1882, d. 4.5. 1968. Katrín var næstyngst af fjórt- án systkinum, þau eru eftirtalin: Þorbjörg, f. 31.8. 1908, d. 27.9. 1995; Sigurður, f. 27.2.1912, d. 26.10.1989; Sigur- laug, f. 9.9. 1913, d. 25.12. 1963; Einar, f. 22.12. 1914; Friðrika Beta, f. 27.7. 1917; Guðbjörg, f. 6.1. 1920, d. 1.3. 1978; Sigurrós, f. 23.6. 1921; Aðalheiður, f. 9.8. 1922, d. 12.1. 1987, Sigurgeir, f. 3.11. 1923; Jóhanna, f. 29.11. 1925; Kristín, f. 20.11. 1927; Hrefna, f. 16.8. 1930; Gunnar, f. 28.9.1933. Katrín ólst upp á Hrafnfjarð- areyri fram að fermingaraldri. Þá brugðu foreldrar hennar búi og fluttu til Isafjarðar. Þar stundaði hún hefðbundna skólagöngu. Þegar hún var 17 ára flutti hún til Reykjavíkur og hóf störf á Kleppsspít- alanum og vann þar í áraraðir. Hinn 1. janúar 1955 giftist Katrín Haraldi Péturssyni bryta, f. 10. febrúar 1922, d. 19. ágúst 1985. Hann var um 30 ára skeið bryti hjá Eimskipafélagi Islands. Þau hjónin ráku einnig hótelið í Borgarnesi um nokkurra ára skeið. Foreldrar Haralds voru Pétur Sigurðsson tónskáld frá Geirmundarstöðum í Skagafirði og Kristjana Sigfúsdóttir. Har- aldur átti þrjú systkini, þau voru: Sigurður, sem er látinn, Sigrún og Halldór. Katrín og Haraldur eignuðust tvo syni, þeir eru Ægir, sem er ókvænt- ur, og Sigurður Hlíðdal, sem er kvæntur Helenu Svavarsdóttur og eiga þau þrjár dætur, þær eru Katrín Hildur, Tinna og Alda Björk. Utför Katrínar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú, þegar daginn tekur að stytta og sumarið senn á enda, berst mér sú harmafregn að Katrín Jóna Líka- frónsdóttir sé látin. Erfítt er að koma orðum að þeirri sorg sem ríkir í hjarta mínu við fráfall Kæju eins og hún var ávallt nefnd hjá mér og fjölskyldu minni. Kæja fluttist ung að árum til Reykjavíkur, kynntist þar foreldrum mínum. Ég varð svo seinna aðnjótandi að kynnast Kæju og hélst sú vinátta meðal okkar all- ar stundir síðan. Margar minningar koma upp í hugann um yndislega konu sem var einstök kona og félagi, dugleg og hjálpsöm með afbrigðum, ávallt boðin og búin til alls og var góðum kostum gædd. Þær voru ekki fáar hinar yndislegu stundir sem við áttum saman, ég man líka hvað þú t Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir og systir, STEFANÍA ÓSK SIGURÐARDÓTTIR, sem lést laugardaginn 28. ágúst, verður jarð- sungin frá Bessastaðakirkju laugardaginn 4. september kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar, er bent á að styrkja blóðsjúkdómadeild Landspítalans, deild 11-E. Jóhann Rúnar ívarsson, Sigurdís Sandra Jóhannsdóttir, ívar Anton Jóhannsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Steinhildur Sigurðardóttir, Kristín G. Sigurðardóttir, Jóanna H. Sigurðardóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, STÍGHEIÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR, Reynihvammi 12, Kópavogi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð aðfaranótt mánudagsins 30. ágúst. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtu- daginn 9. september kl. 15.00. Sigurbjörg Einarsdóttir, Olaf Forberg, Elsa D. Einarsdóttir, Þorsteinn E. Einarsson, Eygló Bogadóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. t Bestu þakkir fyrir samúð og auðsýnda vináttu vegna fráfalls ANDRÉSAR PÁLSSONAR á Hjálmsstöðum. Fyrir hönd vandamanna, systkini hins látna. áttir gott með að koma öðrum í gott skap og þá var stutt í hláturinn enda hlegið mikið á góðra vina fundum sem og annars staðar. Margra fleiri stunda er að minnast og við gerðum svo margt skemmtilegt sem ég mun geyma í minningu minni um þig. Elsku Kæja, með þessum örfáu orðum langar mig og fjölskyldu mína að þakka fyrir að þú komst inn í líf okkar. Þar verður þú ávallt, þökkum þér fyrir allar stundirnar og kveðjum þig með djúpum söknuði. Ég sendi Ægi, Sigurði og fjöl- skyldu mínar innilegustu samúðar- kveðjur, megi guð styrkja ykkur á erfiðri stund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Guðrún Magnúsdóttir. Katrín Jóna Líkafrónsdóttir hefur kvatt okkur. Vegferð hennar í þess- ari tilveru lauk á líknardeild Lands- spítalans 22. ágúst sl. Hún varð tæp- lega 67 ára. Mig langar í fáum orðum að minn- ast hennar, sem um leið eru þakkir fyrir notalegt samstarf og góð kynni til margra ára. Ég kann ekki nægi- leg skil á ættum Katrínar til að geta þeirra svo gagn sé að. Kynni okkar hófust haustið 1975, er hún starfaði sem gangavörður við Kópavogsskóla. Því starfi, sem mjög er krefjandi, gegndi hún ein í þess- um fjölmenna skóla. Segir það því eitt nokkuð um persónuna. Dáðist ég oft að því hve góð samskipti hennar voru við börnin. Oft þurfti mikið lag til að lægja öldur þegar mikið gekk á, og aðgát þurfti í nær- veru sálna. Við þannig aðstæður tók hún börnin inn til sín í litlu kompuna sem hún hafði sem bækistöð. Þar vafði hún þau hlýjum örmum og plástraði skrámur á skinni þeirra og sinni. Samskipti við gamalt fólk voru Katrínu auðveld, ekki síður en við börn. Kom sér því vel að geta leitað til hennar þegar þörf var á afleys- ingum á sumarleyfum og á hátíðis- dögum við umönnun vistmanna á Hi-afnistu í Reykjavík. Til þess var hún ætíð boðin og búin. Á góðri stundu hafði Katrín gam- an af að gleðjast í góðra vina hópi. Hún var þá oft með afbrigðum orð- heppin, svo allir ætluðu að rifna af hlátri. Enda var hún kjarnyrt - orðaforðinn ættaður af Jökulfjörð- um. Hún var skjót að taka ákvarð- anir, sem fast var síðan staðið á. Katrín var þannig farin skapi, að þætti henni gengið á hlut sinn eða skjólstæðinga sinna var svarað fyrir sig svo munað var. Hún átti í hörpu sinni strengi sem spönnuðu allt tónsvið sálarinnar. Ævisól Katrínar er nú sigin undir sjóndeildarhring okkar. Vafalaust er hún aftur risin handan sjóndeildar- hrings annarrar víddar. Þar mun hún áfram skína, því það sem við köllum dauða er umbreyting lífsins yfir á annað bylgjusvið. Öllum aðstandendum Katrínar votta ég samúð mína. Megi hún njóta vel nýrra heim- kynna. Jónína Nielsen, hjúkrunarfræðingur. Fagra haust, þá fold ég kveð, faðmivefmigþínum, bleikra laufa láttu beð að legstað verða mínum. (Steingr. Th.) Þetta erindi er úr kvæðinu Haust- kvöld sem skráð er við dánardag Katrínar Líkafrónsdóttur, 22. ágúst, í bókinni Ljóð dagsins. Katrín, sem kölluð var Kata, starfaði í Kópa- vogsskóla sem gangavörður í 17 ár og er þekkt hér meðal stai'fsmanna og nemenda sem Kata gangavörður. „Okkur þótti vænt um Kötu,“ sagði fyrrverandi nemandi skólans þegar lát hennar spurðist út. Við starfs- mennii-nir getum tekið undir það. Kata var sérstakur og skemmtilegur persónuleiki og hörkuduglegur starfsmaður. Henni þótti vænt um nemendur og bar hag þeirra fyrir brjósti. Hún gætti þess að enginn færi illa klæddur út í frímínútur, hún huggaði og plástraði en hún passaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.