Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 47
i
líka að allir færu eftir settum reglum
og lét í sér heyra ef einhver brá út af
því. Sama gilti um okkur fullorðna
fólkið, starfsfélaga hennar. Hún var
oftast allra manna hressust, hló mik-
ið, söng og trallaði en var líka bein-
skeytt í athugasemdum. Það var eng-
in hálfvelgja í neinu hjá Kötu. Hún
var sannur Vestfirðingur og bar ef til
vill merki vestfirskrar náttúru, oftast
mild en stundum hvöss.
Þegar Kata hóf störf hér bjó hún
á Digranesvegi skammt frá skólan-
um ásamt manni sínum Haraldi Pét-
urssyni og sonunum tveimur. Halli
var oftast á sjó svo daglegt umstang
heimilisins lenti mikið til á Kötu.
Hún hafði alltaf nóg að gera og allt
þurfti að drífa af. Hún vildi hvers
manns vanda leysa og var afskap-
lega örlát. Það var mjög gaman að
koma til þeirra hjóna. Þau áttu
margt muna sem Halli hafði keypt
erlendis og sem gaman var að skoða.
Þau voru höfðingjar heim að sækja
og þótt tæp sautján ár séu liðin frá
fimmtugsafmæli Kötu er oft í okkar
hópi minnst á það heimboð og
myndir teknar í afmælinu sýna að
við skemmtum okkur konunglega.
Á fyrstu árum Kötu í skólanum
hafa trúlega verið fleiri klukkutímar
í sólarhringnum en eru í dag því
menn gáfu sér tíma eftir vinnu til að
taka í spil. Kata var liðtækur
bridgespilari og tók það spil alvar-
lega. Hún hafði á takteinum ýmis
orðatiltæki við spilamennskuna og
fagnaði á sinn hátt þegar vel gekk.
Það er eitthvað sem maður sér og
heyrir fyrir sér áfram. Kata kunni
ógrynni af söngtextum og marga
texta sem öðrum hér voru óþekktir.
Einn þeirra höfum við sérstaklega
tekið ástfóstri við og syngjum við
skemmtileg tækifæri.
Kata hætti störfum hér fyrir tæp-
um fjórum árum vegna heilsubrests.
Hún bjó hin síðari ár í Hamraborg-
inni rétt við skólann og leit inn til
okkar öðru hverju. Síðast kom hún í
Kópavogsskóla þegar haldið var
uppá fimmtugsafmæli skólans í jan-
úar sl. Hún var þá hress og kát en
skömmu síðar fréttum við að hún
hefði greinst með krabbamein.
Næstu fréttir voru að hún hefði selt
íbúðina og væri að ganga frá sínum
málum eins og kostur var. Hún lét
veikindin ekki hindra sig í að drífa í
hlutunum og gaf sig ekki fyrr en
hún mátti til.
í bókinni sem vitnað var í í upp-
hafi þessarar greinar er ljóð dagsins
í dag, 1. september, ljóðið Trú-
aiTaun eftir Matthías Jochumsson.
Síðasta erindið hljóðar svo:
Vér sjáum, hvar sumar rennur
með sól yfir dauðans haf,
og lyftir í eilífan aldingarð
þvi öllu, sem Drottinn gaf.
Sonum Kötu og fjölskyldu allri
sendum við samúðarkveðjur.
Við minnumst Kötu með hlýhug.
Með kveðju frá Kópavogsskóla.
Jóna Möller.
t
Ástkær móðir okkar,
ANNA ÓLAFSDÓTTIR,
áður til heimilis á Kleppsvegi 134,
lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn
29. ágúst.
Jarðarförin auglýst síðar.
Jóhanna Bjarnadóttir,
Steinunn Bjarnadóttir,
Bergmann Bjarnason,
Valdís Bjarnadóttir,
Bjarni Bærings Bjarnason.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR,
Silfurteigi 3,
Reykjavík,
lést á Landakoti mánudaginn 30. ágúst.
Guðmundur Guðmundsson,
Sigurður Guðmundsson, Steinunn K. Árnadóttir,
Guðmundur Guðmundsson, Þórey K. Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN H. GISSURARDÓTTIR,
Mávahlíð 21,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju fimmtu-
daginn 2. september kl. 13.30.
Erla Ófeigsdóttir, Ingvar Pálsson,
Ólafur Ófeigsson, Ragnhildur Björnsdóttir,
Gísli Ófeigsson, Guðrún Bjarnadóttir
og fjölskyldur.
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og
ömmu,
GERÐAR SIGURÐARDÓTTUR,
Mýrarvegi 116,
Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri.
Guð blessi ykkur öll.
Ég var nýkomin til íslands þegar
ég hitti Katrínu fyrst. Ég var að
leita að húsnæði og hún hafði aug-
lýst herbergi til leigu. Þegar hún
opnaði dymar sá ég strax að hún
var auðmjúk. Hún brosti mikið. Ég
var ekki lengi að hugsa mig um og
ég vildi vera hjá henni.
Skoðun mín var ekki röng. Hún
var aldrei annað en góð við mig í
þetta eina og hálfa ár, sem ég bjó
hjá henni. Ég, sem er útlendingur,
hefði getað verið einmana og liðið
illa á meðan ég var að reyna að að-
lagast íslandi, en alltaf fann ég að
ég var velkomin á hennar heimili.
Þegar ég kom heim að kvöldi tók
hún á móti mér með gleðibrosi. Hún
sýndi svo mikinn áhuga á hvernig
mér liði, að mér fannst ég vera
heima. Hún veitti mér mikla hlýju á
þeim tíma sem var erfiður fyrir mig.
Ég trúi því að hún hvíli nú í faðmi
föðurins. Hún hafði mjúkt hjarta
gagnvart Jesú og elskaði hann. Nú
fær hún að uppskera fyrir þann
kærleika og gleði sem hún gaf öllum
sem hún þekkti hér. Ég hlakka til að
sjá hana aftur, þegar Jesús kemur
að sækja alla sem elska hann og
velja að ganga á hans vegi.
Vinkona hennar,
Melissa Lyle.
Svavar Guðni Gunnarsson,
Sigurður Svavarsson, Peggy Lynn Berry,
Gunnar Þór Svavarsson, Steinunn Ásta Zebitz,
Kristlaug Þórhildur Svavarsdóttir, Bernard Zuidema,
Ari Svavarsson, Ágústa Gullý Malmquist
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem heiðruðu
minningu okkar ástkæra
EÐVARÐS SIGURGEIRSSONAR
Ijósmyndara,
Möðruvallastræti 4,
Akureyri,
og sýndu okkur ástvinum hans samúð og
vinarhug.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahjúkrunar og Heimilisaðstoðar á
Akureyri sem aðstoðaði við umönnun Eðvarðs.
Marta Jónsdóttir,
Egill Eðvarðsson, Sigríður Guðiaugsdóttir,
Elsa Friðrika Eðvarðsdóttir, Bjarni Torfason,
Anna Dóra Harðardóttir, Hjörleifur Einarsson,
Kristín Huld Harðardóttir,
Jón Guðlaugsson, Hanna Stefánsdóttir
og barnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
iangamma,
ELÍN HELGA HELGADÓTTIR
frá Núpum, Fljótshverfi,
til heimilis í Bogahlíð 14,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum
laugardaginn 26. ágúst.
Agnes H. Vigfúsdóttir,
Baldur J. Vigfússon,
Guðmundur H. Vigfússon,
Hörður B. Vigfússon,
Þórhildur Vigfúsdóttir, Kristján Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar og
fósturfaðir,
JÓHANN B. VALDIMARSSON,
Kársnesbraut 29,
Kópavogi,
lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur
fimmtudaginn 19. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Lára Pálmarsdóttir og fjölskylda,
Klara Jóhannsdóttir og fjölskylda,
Heiðrún Jóhannsdóttir og fjölskylda,
Svava Jóhannsdóttir og fjölskylda,
Indíana Höskuldsdóttir og fjölskylda.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR HANSÍNA SIGFÚSDÓTTIR
frá.Hörgshóli
í Vesturhópi,
sem andaðist á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga
að morgni sunnudagsins 29. ágúst, verður
jarðsungin frá Breiðabólsstaðarkirkju í Vestur-
hópi föstudaginn 3. september kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Sjúkrahúsið á Hvamms-
tanga.
Björn Traustason, Sigríður Kerúlf Frímannsdóttir,
Þorkell Traustason, Halldóra Kristinsdóttir,
Agnar Traustason,
Þráinn Traustason, Ása Ólafsdóttir,
Guðbjörg Stella Traustadóttir,
Sigfús Traustason, Sigurveig Guðjónsdóttir,
Hörður Traustason,
Sigurður Rósberg Traustason,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hiýhug við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður,
ömmu, iangömmu og langalangömmu,
ÞÓRUNNAR SVEINSDÓTTUR,
Grandavegi 47.
Björn Stefánsson,
Stefán Björnsson, Gyða Guðbjörnsdóttir,
Helga Björnsdóttir, Stefán Ágústsson,
Sveinn Björnsson,
Örn Björnsson, Þórdís Vilhjálmsdóttir,
Jón Björnsson, Svana Júlíusdóttir,
Þórdís Björnsdóttir, Stefán Sæmundsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og langalangömmubarn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu, samúð
og hlýhug við andiát og útför ástkærs eigin-
manns míns,
EYÞÓRS FANNBERGS,
Aðallandi 7,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki
hjúkrunarþjónustunnar Karitas.
Fyrir hönd aðstandenda,
X
Þóra Kristinsdóttir.
*