Morgunblaðið - 01.09.1999, Side 6

Morgunblaðið - 01.09.1999, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Heimilt að skrá hverjir kjósa TOLVUNEFND telur að umboðs- mönnum framboðslista sé heimilt að vera viðstaddir kosningu í kjör- deildum og skrá upplýsingar um það hverjir mæta til kjörstaðar og eftir atvikum senda þær á skrifstofu viðkomandi lista. Nefndin getur þess þó að hún hafí talið þennan víð- tæka rétt lítt samrýmanlegan grundvallarsjónarmiðum laga um einkalífsvemd. Tölvunefnd fjallaði um bréf Kjartans Valgarðssonar þar sem kvartað var undan viðveru fulltrúa stjómmálaflokkanna við kosningar á hinum einstöku kjörstöðum og skráningu þeirra á upplýsingum um hverjir neyta kosningaréttar. Fram kemur í svarbréfí Tölvu- nefndar það álit að upplýsingar um það hvort maður mæti til kjörfund- ar séu persónuupplýsingar í skiln- ingi laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, sem sanngjamt sé og eðlilegt að leynt fari. Slík skráning sé ótvírætt kerfisbundin í skilningi laganna. I áliti Tölvunefndar er vísað til þess að í lögum um kosningar til Al- þingis sé umboðsmönnum fram- boðslista heimilað að vera viðstadd- ir á kjörstöðum og þeir hafi öðlast á nýjan leik heimild til að skrá nöfn þeirra sem neyta kosningaréttar með gildistöku laga sem fólu í sér afnám banns við því. Notaður BMW til sölu á rúmlega tíu milljónir Langfjölmennasta námskeið við Háskóla Islands frá upphafí Morgunblaðið/Kristinn Tæplega 600 nemendur sátu á skólabekk í aðalsal Háskölabíós í fyrsta tíma í rekstrarhagfræði síðdegis í gær. 600 manna „bekkur“ í rekstrarhagfræði Morgunblaðið/Árni Sæberg Með dýrari bílum á landinu FLAGGSKIP Bflasölunnar, Skeif- unni 5, sem opnar sal í húsakynn- um sínum á iaugardag, er bifreið af tegundinni BMW 740 IAL. Bifreiðin var flutt ný til landsins í fyrra og kostaði þá 11,8 milljón- ir króna en er nú verðlögð á 10,2 milljónir króna. Að sögn Tryggva Rúnars Guðjónssonar, eiganda Bflasölunnar, heyrir til undantekninga að svo dýrir bflar séu keyptir hingað. Bfllinn er langur, sjálfskiptur og með beinni innspýtingu. Vél bifreiðarinnar er 286 hestöfl og bfllinn er ekinn 9 þúsund kfló- metra. Tveir umgangar af felg- um fylgja bifreiðinni og í henni FISKISTOFA hefur úthlutað afla- heimildum iyrir nýtt fískveiðiár sem hefst í dag. Samtals gefur Fiskistofa út 897 leyfí til veiða í atvinnuskyni í aflamarkskerfí en þar af er úthlutað aflamarki á grundvelli aflahlutdeilda til 763 skipa. Skipum í aflamarks- kerfí hefur fjölgað um 10 frá síðasta fiskveiðiári. Af einstökum skipum fær frystitogari Skagstrendings hf., Amar HU, úthlutað mestum kvóta, samtals 6.269 þorskígildistonnum eða 1,73% af heildarkvótanum. Par á eftir koma Sléttbakur EA með 4.538 tonn og Baldvin Þorsteinsson EA með 4.383 tonn. Samkvæmt ákvörðun sjávarút- vegsráðherra hafa veiðar á þykkva- lúru nú verið bundnar aflamarki. Út- hlutaðar aflaheimildir einstakra fískiskipa ráðast af aflareynslu þeirra á tímabilinu 1. júní 1996 til 31. maí 1999. Alls fá 399 skip úthlutað einhverri aflahlutdeild og aflamarki. er nær allur fáanlegur aukabún- aður. Topplúga er á bflnum, raf- magn er í stýri, sæti eru raf- magnsstýrð og búin minni, inn- byggður farsími er í bflnum og tólf hátalara hUómtæki svo fátt eitt sé nefnt. Bfllinn var fluttur inn af Bifreiðum og Iandbúnaðarvélum og var í eigu Gísla Guðmunds- sonar forstjóra fyrirtækisins þar til Bflasalan festi kaup á honum. Tryggvi Rúnar segir þrjá aðila þegar hafa sýnt því áhuga að kaupa bifreiðina. Sölumaður á Bflasölunni benti á að skipti eru möguleg á ódýrari eða dýrari bfl. Þá hefur samtals verið úthlutað aflamarki sem nemur 2.071 þorsk- ígildistonni til 45 innfjarðarrækju- báta vegna skerðinga sem urðu á leyfilegum heildarafla í rækju á inn- fjarðarsvæðum, þ.m.t. Eldeyjar- svæði, á fískiveiðiárinu 1998/1999. Ennfremur úthlutar Fiskistofa 3.000 tonnum í þorski til 411 báta sem höfðu einhverja aflahlutdeild 1. des- ember 1998 og voru þann dag minni en 200 brúttótonn. í upphafi fískveiðiársins 1999/ 2000 fá alls 809 bátar leyfi til veiða í atvinnuskyni í veiðikerfum króka- báta. Þar af fá 502 bátar veiðileyfi með þorskaflahámarki, 81 bátur veiðileyfi á sóknardögum með hand- færum eingöngu og 30 tonna þorsk- aflaþaki, 7 bátar fá veiðileyfí á sókn- ardögum með handfæri og línu og 30 tonna þorskaflamarki og 219 bátar fá leyfi til veiða á sóknardögum með handfærum eingöngu. TÆPLEGA sex hundruð manns sátu íyrsta tímann á fyrsta ári í rekstrarhagfræði hjá Agústi Ein- arssyni, prófessor við viðskipta- deild Háskóla íslands, síðdegis í gær. Að sögn Agústs er námskeið- ið, sem haldið var í aðalsal Há- skólabíós, það lang fjölmennasta sem haldið hefur verið við Háskól- ann frá upphafi. „Námskeiðið er tvisvar sinnum fjölmennara en við höfum nokkru sinni haft áður. I fyrra vorum við með um þrjúhundruð nemendur. Það er mjög spennandi að kenna svona fjölda og óneitanlega sérstök tilfinning að horfa yfir meira en hálffullt bíóið en salurinn tekur 1.000 manns í sæti,“ segir Ágúst. Stærsta kennslu- stofa landsins Skýringin á aðsókninni er vita- skuld mikil fjölgun í deildinni, að sögn Ágústs, en hátt í sex hundruð eru nú skráðir á fyrsta ári, eða ná- lega helmingi fleiri en í fyrra. „Við bætast nemendur á svokölluðum styttri námsleiðum, sem eru að vísu skráðir í viðskiptafræði, en að auki eru nokkrir tugir sem eru skráðir í aðrar deildir. Þetta kemur allt saman þarna í stærstu kennslustofu landsins, í aðalsal Há- skólabíós. Við urðum að kaupa upp fimm-sýninguna til að geta komið öllum fyrir,“ segir Ágúst. Persónuleg samskipti minnka óumflýjanlega þegar fjöldinn er orðinn svo mikill, að sögn Ágústs. „Þetta verður öðru vísi. Maður náttúrlega þekkir ekki alla. Við höfum þó reynt að setja upp dæmatíma til að búa til persónu- legri kynni. En þetta er auðvitað það mikið að maður verður að hafa sig allan við til að gera þetta vel.“ Netið auðveldar kennsluna að sögn Ágústs. „Við notuðum Netið mikið til að dreifa kennsluefni og gögnum. Ein kennslubókin kemur beinlínis út á Netinu. Þetta eru verkfæri sem nemendur verða að tileinka sér og er raunverulega ekki hægt að kenna svo vel sé svona stórum hópi öðru vísi en að taka svona hjálpartæki í þjónustu sína.“ Tveir aðrir kúrsar á fyrsta ári í viðskiptafræði verða álíka fjöl- mennir; í þjóðhagfræði og reikn- ingshaldi. Ágúst segir kennara síð- ur en svo óttast það. „Salurinn er vel búinn tæknilega sem kennslu- salur og þetta gekk mjög vel í dag. Það var feikilega gaman að tala yf- ir svona stórum bekk,“ segir Ágúst. Gliðnunin á Atlants- hafshryggnum Mjög dregið úr skjálfta- virkni MJÖG dró úr skjálftavirkni á Atl- antshafshrygg, um 100 km norður af Kolbeinsey, síðdegis í fyrradag og fram til miðnættis. Að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálfta- fræðings varð vart við skjálfta í gærnótt en þeir voru strjálir og mun kraftminni en áður, eða um 3,5 til 4,0 á Richter. „Þessi virkni virðist búin í bili. Við reyndum að láta vita víða af þessari hreyfingu en fengum ekki fregnir af því að skip eða flugvélar hefðu orðið vör við skjálftahrinuna, sem bendir til þess að hafí gosið þarna neðansjávar gæti þess ekki mikið á yfirborði sjávar," segir Ragnar. Má bera saman við Kröfluelda „Gliðnun á hryggnum í miklum mæli er stöðug en það gerist öðru hverju á hryggnum að innskot myndast og um leið gliðnun í smærri útgáfu. Þetta gerist á nokk- urra áratuga fresti eða svo og alveg til þess að vera á hundrað ára fresti. Eitt sambærilegt dæmi, sem var stórkostlegur atburður, er til dæmis Kröflueldar og gliðnunin á Kröflu- sprungukerfinu, frá Kröflu norður í Öxarfjörð, sem byrjaði 1975. Þar var mikið um kvikuinnskot og jarð- skjálfta á stuttum tíma. í þessu til- viki gerist þetta hins vegar neðan- sjávar og er væntanlega minni at- burður en Kröflueldar, en þó að mörgu leyti sambærilegur atburð- ur,“ segir Ragnar. Fiskistofa úthlutar aflamarki til 763 skipa við upphaf nýs kvótaárs Arnar HU fær langmestan kvóta Kvótahæstu skipin 1. flrnar HU1 2. Siéttbakur EA 304 3. Baldvin Þorsteins. Efl 10 4. Kaldbakur EA1 5. Hringur SH 535 6. AkureyrinEAHO 7. Páll Pálsson ÍS102 8. Haraldur Böðvars. AK12 9. Málmey SK1 10. Harðbakur EA 303 11. Björgvin EA311 12. Gnúpur GK11 13. Hrafn Sveinbj. GK 255 14. Vigrl RE 71 15. Víðir EA 910 16. Árbakur EA 308 1 17. Ásbjörn RE 50 18. Orri ÍS20 19. OttóN. Þorláks. RE 203 20. Ljósafell SU 70 1999-2000 Heildarkvóti, Hlutfall af þorskígildi, heildarkvóta, Eigandi skips tonn 1999-2000 Skagstrendingur hf 6.269 1,73% ÚAhf 4.538 1,25% Samherjihf 4.383 1,21% ÚAhf 4.366 1,20% Guðm. Runóifs. hf 4.353 1,20% Samherji hf 3.992 1,10% Hraöfrystihúsið hf 3.812 1,05% Har. Böðvarsson hf 3.646 1,01% Fiskiðjan Skagf. hf. 3.633 1,00% ÚAhf 3.589 0,99% Snæfellhf 3.502 0,97% Þorbjörn hf 3.497 0,97% Þorbjörn hf 3.339 0,92% Ögurvíkhf 3.275 0,90% Samherjihf 3.266 0,90% ÚAhf 3.039 0,84% Grandihf * 3.012 0,83% Básafell hf J f j 2.908 0,80% Grandihf 2.885 0,80% Kaupf. Fáskrúðsf. 2.849 0,79% Samanlagt Heildarkvóti 74.153 362.317 20,47% 100,00%

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.