Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ
58 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999
».________________________________
FÓLK í FRÉTTUM
Forvitnilegar bækur
NÝ ÓVENJULEG KORTABÓK Á MARKAÐNUM
Forvitnilegar bækur
Dæmisaga
um þröngsýni
og heimsku
Dealers of Lighting - Xeros PARC
and the Dawn of the Computer Age
eftir Michael Hiltzik. Gefin út af
Harper Business, 1. útgáfa 1999.
448 bls. með registri, innb. Keypt
hjá Amazon.com á um 1.200 kr.
ALLIR þeir sem þekkja eitthvað
til sögu einkatölvunnar kannast við
ævintýrið um rannsóknasetur Xerox
vestur í Kaliforníu. Þar setti Xerox,
sem var þá eitt öflugasta iyrirtæki
heims, upp rannsóknasetur í jtölvu-
tækni og eyddi verulegu fé til. I setr-
inu, sem kallaðist PARC, fundu
menn svo upp einkatölvuna, lófatölv-
una, Ethernet netsamskipti, leysi-
prentarann, pakkasamskipti yflr
net, hlutbundin forritunarmál, graf-
íska skjái, tölvumúsina, umbrotsfor-
rit, PostScript, teikniforrit og svo
má telja. Merkilegast af öllu var þó
að Xerox tókst ekki að gera sér mat
úr nema einni af þessum uppfinning-
um, en aðrir gripu hinar á lofti og
urðu milljarðamæringar af.
Árið 1969 var farið að harðna á
dalnum hjá Xerox, en fram að því
hafði fyrirtækið hagnast gríðarlega
vegna ijósritunarvélarinnar, en
Xerox var íyrst fyrirtækja til að
setja slíka vél á markað og sat að
fjölda einkaleyfa á því sviði. Smám
smaan höfðu þó aðrir brotist inn á
markaðinn, meðal annars með því
að bjóða betri vöru á lægra verði.
Þá ákváðu menn innan Xerox að
setja á stofn rannsóknastofu til að
leita að nýrri tækni sem treyst gæti
veldi fyrirtækisins. Stofan var sett
á laggirnar í Palo Alto í Kaliforníu
og fékk heitið PARC, sem er reynd-
ar skammstöfun. Til þessarar rann-
sóknastofu réðust síðan margir
frumlegustu vísindamenn Banda-
ríkjanna á þeim tíma eins og rakið
er í ofangreindri bók.
PARC er enn starfandi og enn að
fmna upp merkilega hluti, en ekk-
ert jafnast á við árin fimmtán frá
1969 þegar þar voru innan borðs
merkilegir hugsuðir og uppfinn-
ingamenn. Þeir glímdu þó alltaf við
risann sem átti stofnunina, Xerox,
þar sem stjórnendum Xerox var
fyrirmunað að skilja hvað þeir voru
með í höndunum, til að mynda þeg-
ar þeim var sýnd fyrsta einkatölvan
mörgum árum áður en IBM setti
sína tölvu á markað, sem var að
auki með grafískum skjá, músar-
stýrð og stýrikerfíð skrifað í hlut-
bundnu forritunarmáli.
Af bók Hiltziks má reyndar ráða
að ekki er bara um að kenna þröng-
sýni og heimsku stjómenda Xerox,
sem sumir fá reyndar óþyrmilega
fyrir ferðina, heldur hafði og sitt að
segja að innan Xerox PARC var víða
pottur brotinn og árekstrar milli
deilda urðu sífellt alvarlegri. Xerox
fékk þó nokkuð fyrir sinn snúð þeg-
ar upp var staðið, því tekjur fyrir-
tækisins af leysiprentaranum, sem
stjórar þess höfðu reyndar reynt að
stöðva þróun á, urðu gríðarlegar. Ef
framsýnir menn hefðu aftur á móti
verið við stjómvölinn væri Xerox
væntanlega fyrirtæki á við IBM og
Microsoft samanlagt í dag.
Árni Matthíasson
Kort skáldskaparins
ÞEIR sem hafa velkst í vafa
um hvar nákvæmlega James
Bond hitti straumlaga ljóskuna
með kampavínsflöskuna í
hendinni geta nú andað léttar
og fengið sér bókina Tungu-
mál landsins eða „Language of
the Land“ sem var nýlega gef-
in út af Library of Congress og
inniheldur kort af frægum
stöðum úr skáldverkum.
I bókinni er frægum stöðum
úr skáldverkum gerð góð skil
og geta menn fundið kort yfír
helstu dvalarstaði sinna uppá-
haldspersóna úr skáldsagna-
heiminum. Eitt kortið sýnir
hvar Tom Sawyer skrúbbaði
víðfrægt grindverk og enn
annað hvar uxinn Babe úr
verki um Paul Bunyan gróf
Mammoth-hellinn af algjörri
tilviljun þegar hann var að
reyna að ná músartítlu. Ná-
kvæmt kort er af liinni „Dá-
samlegu veröld, Oz“ úr smiðju
höfundarins L. Frank Raum og
einnig er hægt að finna Gula
múrsteinsveginn úr þekktu
lagi Eltons John.
I sporum njósnarans
„Staðir úr skáldverkum sem
festir hafa verið á kort eru út-
listing á hugmyndum ekki síður
en raunverulegum stöðum,“
segir annar höfundur bókarinn-
ar, Martha Hopkins, í formála
að bókinni. Hún bætir við að
flest kortin í bókinni séu ekki í
réttum hlutföllum og í þeim séu
litlar upplýsingar um landslag,
nærliggjandi bæi, ár eða vegi.
„Kortin sýna veröld þar sem
höfundar og bækur eru í aðal-
hlutverki," segir Hopkins í
frekari útskýringu á bókinni.
En þeir sem vilja tengja
skáldskapinn frekar við raun-
veruleikann fá þó eitthvað við
sitt hæfí. Sumir staðirnir eru
nefnilega mjög raunverulegir
og sem dæmi um það má nefna
að Ian Fleming, skapari of-
urnjósnarans snjalla James
Bond, lagði sig sérstaklega eft-
ir því í verkum sínum að njósn-
arinn sýndi snilldartakta sína á
þekktum og raunverulegum
stöðum. Það er því aðeins
njósnarinn sjálfur
númer 007 og
sögufléttan
sem eru
spunnin
upp í huga höf-
undarins, en
dauðlegir
menn sem vilja
feta í fótspor
njósnarans
geta því mátað
sig í hlutverkið
á sömu stöðum
og Bond sjálf-
ur.
Fyrir þá sem
kjósa landslag
skáldskaparins
fram yfír
þekktar götur
og stræti er
ýmislegt í boði.
Til dæmis eru
þijú nákvæm
kort yfír lands-
lag og staði úr
bókum J.R.R.
Tolkien og er
öll „Middle
Earth“ þar
endursköpuð af
mikilli ná-
kvæmni.
Síðan eru
staðir sem falla
undir skilgrein-
inguna að vera
einhvers staðar
mitt á milli ímyndunar og
veruleika. Sánkti Pétursborg
höfundarins Mark Twain, þar
sem sögupersónan Tom
Sawyer elur manninn, er
byggð á bænum Hannibal í
Missouri, en þar bjó hinn ungi
Sam Clemens áður en hann fór
í ferðalag sitt um Mississippi
og tók upp höfundarnafn sitt.
„Það er ekki jafnáhugavert að
horfa á neitt og staði sem mað-
ur hefur lesið um í bókum,“
lætur Twain Tom Sawyer
segja á efri árum.
Skáldskapur enskunnar
kortlagður
Hægt er að feta í fótspor njósnarans James Bond
með því að heimsækja staðina sem hann var á.
Hér er það Sean Connery sem leikur njósnarann
snjalla númer 007.
verkum enskumælandi landa,
og eiga bæði Kanada og
Astralía sína fulltrúa í bókinni.
Einnig er kort af Parísarborg
þar sem ferðum enska rithöf-
undarins Oscar Wilde og
bandarísku skáldkonunnar
Gertrude Stein, sem Frakkar
sjá ekki sem mikilvæga full-
trúa eigin bókmenntaarfs
þrátt fyrir að bæði hafi dvalið
langdvölum í borginni. Litríkt
kort í líki páfagauks er einnig
tileinkað suður-amerískum
höfundum en staðsetningar
eru þó allar ritaðar á ensku.
Ferðir Ódysseifs
„Language of the Land“ lýs-
ir og endurskapar sögusvið
fjölmargra skáldsagna og var
unnin af Martha Hopkins og
Michael Buscher kortafræð-
ingi. Áherslan í bókinni er á
staði sem talað er um í skáld-
Kort frá tímum klassísku rit-
höfundanna fá meira pláss á
síðum bókarinnar og eru kort
sem sýna nákvæmt yfirlit yfir
ferðir Ódysseifs og Aeneas.
Jafnvel Balkan-skaginn fær
umfjöllun og stjórnmálaástand-
ið sem hefur sett mark sitt á
það svæði hnattarins kemst í
sviðsljósið þótt það hafí ekki
verið ætlunin. Kort sem sýn-
ir fræga staði úr ung-
verskum bókmenntum
sýnir hluta af Rúmen-
íu sem á sínum tíma
var hluti Ungveija-
Iands, bluti lands-
ins sem margir
Ungverjar
myndu gjarnan
vilja sjá til-
heyra landinu
aftur.
Hægt er að
nálgast bók-
ina um kort
skáldskapar-
ins, „Langu-
age of the
Land: The Li-
brary of Con-
gress Book of
Literary Maps“ í
gegnum póstkröfu
stflaða á Superin-
tendent of
Documents, P.O. Box
371954, Pittsburgh, Pa.
og kostar eintakið um 50
dollara eða tæp fjögur þúsund
íslenskar krónur.
Ævintýraheimur Oz er kortlagður í bókinni, en hér er það Judy Garland í hlutverki Dóróteu með
hundinn Toto, en fræg var túlkun Garland á laginu „Over the Rainbow”.
Þankabrot
í núinu
Life. Gefin út af Running Press í
Ffladelfíu árið 1997. Kostar um 500
krónur í bókabúð í fríhöfninni í
Danmörku.
TÍMARIT - það felst í orðinu
hvers konar bleðlar það eru.
Þegar farið er að rýna í þau má
finna margs konar þankabrot
sem eru vísir að tíðaranda hverr-
ar kynslóðar. Vasabrotsútgáfan
Lífíð er í þeim anda, lífleg og
skemmtilega upp sett, með safni
tilvitnana í tónlistarritið Rolling
Stone.
„Er nú eitthvert vit í þessari
unglingamenningu?“ gæti ein-
hver menningarvitinn spurt sig
sem teldi sig yfir þvílíkt og annað
eins dægurhjóm hafinn. Jú, jæja,
það má finna ýmis vísdómsorð i
bókinni enda alla jafna nokkuð
lagt upp úr sniðugheitum í blað-
inu sjálfu. Maður gæti líka spurt
sig eins og Peter Gabriel hvort
það þyrfti ekki dálítið frumkvæði
til að skara fram úr jafnt í þess-
um geira sem annars staðar og
því líklegt að nokkuð væri í við-
mælendurna spunnið.
Hverjar eru svo þessar fyrir-
myndir sem komast svo spaklega
að orði að það þykir taka því að
sverta þær á pappír? Popparar
og kvikmyndastjörnur eru mest
áberandi og inn á milli slæðist
forsetafrúin Nancy Reagan, sem
segist hlynnt dauðarefsingum af
því það bjargi mannslífum, og rit-
höfundurinn William Burroughs
sem kemst svo að orði: „Ég
hugsa ... að listamennirnir séu
best til þess fallnir að ráða
plánetunni vegna þess að þeir
eru þeir einu sem geta fengið
nokkru áorkað.“
Bókin er einmitt óður til lista-
manna; ef menn á annað borð
fallast á að dægrið sé list. Eru
dægurlagahöfundar skáld?
„Hlustum á okkur sjálf slá,“ segir
í línum Sigur Rósar sem daðra
við ljóðið. „Ég held að hamingjan
sé ekki endilega ástæðan fyrir
veru okkar hér,“ er haft eftir öðr-
um daðrara, Sting, í Lífínu. „Ég
held við séum hérna til að læra
og þroskast og leitin að þekking-
unni er það sem léttir þjáninguna
sem fylgir því að vera mennskur.
Allir þjást en ef maður lærir er
maður með hugann bundinn við
annað.“
Leikstjórinn John Waters gef-
ur Sting ekkert eftir með orðum
sem eiga erindi: „Ef ég hef
pólítíska sannfæringu er hún um-
fram allt að láta ekki miðjuna
gera upp hugann fyrir mig.
Miðjusjónarmiðið. Miðju hvað
sem er. Ekki láta það ná tökum á
þér. Ekki láta það breyta því sem
þú fæst við í lífinu.“ Lífíð er eng-
inn allsherjar sannleikur, fremur
en Biblían eða Njála, en það gæti
átt erindi við þá sem vilja halda
sér ferskum með tilvitnunum í
dægurhetjur í núinu.
Pétur Blöndal