Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 29 ERLENT Fargjöld hærri frá Bret- landi en meginlandinu Lundúnum. The Daily Telegraph. EUROSTAR, samgöngufyrirtækið sem heldur uppi lestarferðum milli Bretlands og meginlands Evrópu um Ermarsundsgöngin, viðurkenndi á mánudag að fólk sem ferðast frá Bretlandi til meginlandsins þarf að greiða allt að 20% hærra verð fyrir farmiða heldur en fólk sem kaupir miða sína á meginlandinu. Komu fréttir þessa efnis degi eftir að upp- lýst var að farþegar breska flugfé- lagsins British Airways verði að greiða allt að 190% meira fyrir flug- miða á lengri leiðum félagsins en far- þegar sem kaupa miða sína á megin- landinu. Hafa mál þessi valdið miklu fjaðrafoki í Bretlandi og hafa neyt- endasamtök brugðist ókvæða við. Hvað Eurostar varðar hafa dæmi verið nefnd af því að farmiði frá Wa- terloo-lestarstöðinni í Lundúnum til Brussel eða Parísar og til baka aftur á almennu farrými kostar 129 sterl- ingspund, andvirði rétt tæpra fímmt- án þúsund króna, á meðan sami miði sem keyptur er í Belgíu, öfuga leið, kostar 108 pund. I París greiðir far- þegi 115 pund fyrir ferðina. Talsmenn Eurostar segja að fyrir- tækið fylgi í hvívetna verðstefnu flugfélaga sem hafi á síðustu misser- um lagt áherslu á að bjóða almenn- ingi á meginlandinu ódýrari fargjöld en Bretum. „Við erum í samkeppni við flugfélögin og það ákvarðar verð- ið á farmiðum. Farmiðarnir eru verðlagðir í samræmi við hvað kost- ar að fljúga til þeirra borga sem við höldum uppi samgöngum til. Þetta er því algerlega á valdi markaðar- ins,“ sagði talsmaður Eurostar í við- tali við BBC á mánudag. Phil Evans, verðlagssérfræðingur bresku neytendasamtakanna, sagði í viðtali við Daily Telegraph að Eurostar-fyrirtækið væri að „skera sjálft sig á háls“ með stefnu sinni: „Þetta er óréttlátt, og jafnframt heimskulegt. Það eru svo mörg flug- félög er bjóða ódýr fargjöld að Eurostar er á góðri leið með að verð- leggja sig út af markaðnum. Ef mað- ur ætlar sér að ferðast til megin- landsins er besti kosturinn að kaupa flugmiða í stað þess að ferðast með Eurostar.“ Sláandi dæmi um verðmun Lundúnablaðið Sunday Times greindi frá því um síðustu helgi að farþegar British Airways þyrftu að greiða allt að 190% hærra verð fyrir flugmiða til nokkurra áfangastaða flugfélagsins en viðskiptavinir þess á meginlandinu. Er greint frá því að farþegar er búi í Danmörku, Þýska- landi, Frakklandi, Hollandi, Sviss, Sviþjóð og Belgíu, og ferðist til New York, Sydney eða Rio de Janeiro, geti keypt flugmiða á hálfvirði miðað við það sem breskir farþegar þurfa að reiða fram. Martin O’Neill, formaður iðnaðar- og viðskiptanefndar breska þingsins, sagði í viðtali við blaðið að málið sé „annað dæmi um breskan þjófnað". „Það sem British Airways er að gera er að bjóða erlendum farþegum sín- um lengri ferðir á mun lægra verði en Bretum stendur til boða,“ sagði O’Neill. í netútgáfu BBC eru tekin sláandi dæmi úr verðskrá British Airways um mismun þennan. Þar kemur m.a. fram að hollenskur farþegi er kaupir sér flugmiða frá Amsterdam til Sydney, með millilendingu í Lundún- um, og til baka aftur, 20. desember nk., þarf aðeins að greiða 789 pund (rúmar 91.000 ísl. krónur) á meðan sami miði, keyptur í Bretlandi, kost- ar eitt þúsund pundum meira. Nem- ur mismunurinn 126% þrátt fyrir að flugið frá Lundúnum sé styttra. Þá geti svissneskir farþegar fé- lagsins keypt miða á viðskiptafar- rými til Los Angeles, og heim aftur, ffyrir 1.722 pund, eða andvirði rétt um tvö hundruð þúsunda ísl. króna, en sami miði, keyptur í Bretlandi, kostar 4.988 pund. Er mismunurinn 189%. Ef flogið er á fyrsta farrými frá Þýskalandi til New York þurfa far- þegar að reiða fram 2.374 pund. En ef þeir hyggjast fara í sömu ferð frá Bretlandi hækkar verðið um 133%; 5.538 pund. Samkvæmt Sunday Times hefur það farið sérstaklega fyrir brjóstið á breskum neytendum að British Airways flytur farþega ókeypis til Lundúna og selur þeim síðan flug- miða til áfangastaða sinna á mun lægra verði en Bretar njóta. Segir blaðið að sérfræðingar í flugmálum skýri verðmuninn með því að sam- keppni í greininni sé mun meiri á meginlandinu en í Bretlandi. Talsmenn British Airways beita gamalkunnum rökum sér til varnar og segja að farþegum frá meginland- inu séu boðin ódýr fargjöld í því skyni að fylla vélarnar. Þá sé enn- fremur ekki um mörg sæti að ræða. Mönnum kann að verða meinaður aðgangur BBC segir í frétt sinni að breskir flugfarþegar geti einnig orðið sér úti um ódýr fargjöld, svo fremi sem þeir skipti ekki beint við British Airways. Þeir geti grennslast fyrir um tilboðs- fargjöld, en framboð á þeim ráðist hins vegar af markaðsskilyrðum hverju sinni. Beinast liggi við að kaupa flug- miða á meginlandinu en stíga ekki um borð fyrr en í Lundúnum. Hafa stjórnarmenn British Airways þó séð við þessu og eiga menn því á hættu að verða meinaður aðgangur að fluginu í innritun ef upp kemst að flugið frá meginlandinu til Lundúna hafi ekki verið nýtt. Martin O’Neill sagði tíma kominn til að stjórnvöld kanni verðlag í ferðamannaþjónustu. TEGUND: VERÐ: GLS 3d 980.000 KR. GLX5d 1.020.000 KR. TEGUND: VERÐ: Beinskiptur 1.399.000 KR. Sjálfekiptur 1.519.000 KR. SUZUKIBILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, slmi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Ellasson, Grænukinn 20, slmi 555 15 50. Hvammstangi: Bfla- og búvélasalan, Melavegi 17, slmi 451 26 17. isafjörður: Bllagarður ehf.,Grænagarði, sfmi 456 30 95. Keflavík: BG bllakringlan, Grófinni 8, slmi 421 12 00. Setfoss: Bllasala Suðurlands, Hrlsmýri 5, slmi 482 37 00. Rými? Þægindi? Öryggi? Sparneytni? Fjórhjóladrif? Gott endur- söluverð? Óttastu bensínhækkanir? Suzuki bílar eru alltaf á meðal þeirra sparneytnustu WAGON R+ BALENO TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: WAGONR+ 1.099.000 KR. 1,3 GL3d 1.195.000 KR. WAGONR+4X4 1.299.000 KR. 1,3 GL 4d 1.295.000 KR. 1,6 GLX4d 1.445.000 KR. 1 ÓDÝRASTI 4X4 BÍLLINN 1 1,6 GLX 4x4 4d 1.575.000 KR. AMARKAÐNUM 1,6 GLXWAGON 1.495.000 KR. 1,6 GLXWAGON 4x4 1.675.000 KR. VITARA GRAND VITARA TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: JLX SE 5d 1.830.000 KR. GR. VITARA 2,0 L 2.179.000 KR. DIESEL 5d 2.180.000 KR. GR.VTTARA2,5LV6 2.429.000 KR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.