Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Járnblendifélagið gefur út ársskýrslu umhverfísmála
Slysum fækkaði
úr sautján í tíu
Málefni
Skagstrendings
Afstaða VÞÍ
óhlutdræg
VERÐBRÉFAÞING íslands fjall-
aði á óhlutdrægan hátt um málefni
Skagstrendings, að sögn Tryggva
Pálssonar, stjórnarformanns VÞI,
en Þorsteinn Már Baldvinsson,
framkvæmdastjóri Samherja, gagn-
rýndi þátt VÞI í málinu í Morgun-
blaðinu í gær.
„Þegar stjóm Verðbréfaþings Is-
lands hf. tók þetta mál til umfjöllun-
ar 12. ágúst síðastliðinn var ákveðið
að skoða samþykktir fleiri skráðra
fyrirtækja eða félaga og leita álits
virts prófessors við lagadeild Há-
skóla íslands," sagði Tryggvi.
„Hann skilaði niðurstöðu með vand-
aðri greinargerð 31. ágúst og þegar
stjórnin tók afstöðu á fundi sínum 2.
september hafði hún álitið til hlið-
sjónar, féllst í einu og öllu á niður-
stöðu þess og var einhuga í afstöðu
sinni. Þorkell Sigurlaugsson (fram-
kvæmdastjóri hjá Eimskipafélag-
inu) tók ekki þátt í umræðu og af;
greiðslu málsins. Stjórnarseta á VÞÍ
er trúnaðarstarf og mikilvægt að
stjómarmenn séu ekki hlutdrægir."
SLYSUM sem leiddu til fjarveru
starfsmanna í Jámblendiverksmiðj-
unni á Grundartanga fækkaði á síð-
asta ári í 10 en þau höfðu verið 17
árið áður. Em það færri slys en áð-
ur hafa orðið á einu ári hjá fyrirtæk-
inu. Reyklosun um skorsteina verk-
smiðjunnar í reglulegum rekstri var
lítil og náðist einn besti árangur
verksmiðjunnar frá upphafi.
Islenska jámblendifélagið hf. hef-
ur gefið út ársskýrslu umhverfis-
mála í annað sinn og koma ofan-
greindar upplýsingar þar fram.
Einnig kemur fram að fjöldi slysa á
hverja milljón vinnustunda nam lið-
lega 30 á síðasta ári á móti hátt í 50
á árinu á undan. Fjöldi vinnuslysa á
hverja milljón vinnustunda fór upp í
tæplega 80 á árinu 1990.
Bjarni Bjarnason framkvæmda-
stjóri segir að skipulega hafi verið
unnið að fækkun vinnuslysa. Hann
segir ekki hægt að útiloka alveg að
slys verði en alvarleg slys séu það
versta sem stjómendur standi
frammi fyrir í störfum sínum. Það
sé hins vegar í höndum þeirra og
starfsmannanna að draga sem mest
úr líkunum á að slysin verði. Segir
Bjami að mikið hafi verið unnið að
því að breyta viðhorfi manna til ör-
yggismála, með því að setja þau í
forgang.
Lítil reyklosun
Reyklosun er mæld sem hund-
raðshluti af rekstrartíma ofnanna.
„Rekstur reykhreinsibúnaðar árið
1998 var mjög góður og nam
reyklosun innan við 0,05% af rekstr-
artíma ofnanna. Að auki þurfti að
skerða rekstur á reykhreinsivirki
fyrir ofn 2 þegar hann var tekinn úr
rekstri í október,“ segir meðal ann-
ars í ársskýrslunni. Bjarni segii- að
eftir bilanir og viðhald á árinu 1996
sem leiddi til þess að reyklosun
margfaldaðist, hafi stjórnendur fyr-
irtækisins ákveðið á árinu 1997 að
koma í veg fyrir losun reyks út í
umhverfið. Kveðst hann ánægður
með þann árangur sem náðst hafi.
Fram kemur í skýrslunni að los-
un koltvísýrings er mun minni en
undanfarin ár, en heldur meiri en á
árinu 1992. Losun brennisteinství-
sýrings var hins vegar mun minni
en verið hefur nokkurt ár á þessum
áratug.
Morgunblaðið/Kristinn
ú«-‘iivj«'•* ' ’ ■* • jferf' 1É i|ÉÉg wl
■ 1
Táknræn
mótmæli
gegn Fljóts-
dalsvirkjun
UM klukkustundarlangur gjörning-
ur fór fram við Eyjabakka í gær við
fyrirhugað stíflustæði Fljótsdals-
virkjunar. Um eitt hundrað um-
hverfis- og náttúruverndarsinnar
komu frá Reykjavík, Akureyri, af
Austurlandi og víðar, til þess að
taka þátt í gjömingnum.
„Gjömingurinn er táknræn mót-
mæli og stærsta og kannski um
leiðósýnilegasta umhverfislistaverk
á landinu, eða um þrír kílómetrar,"
sagði Andri Snær Magnason, einn
þátttakandi í gjömingnum. Þátttak-
endur röðuðu steinum og mynduðu
með þeim 68 orðin í fyrsta versi
þjóðsöngs íslendinga. Var þeim
raðað í fyrirhugað stíflustæði milli
Snæfells og Jökulsár.
Utiguðsþj ónusta
í Gufunesi
Ferðamálasetur Islands stofnsett
Frjór jarðvegur fyr-
ÚTIGUÐSÞJÓNUSTA var haldin
við altari gömlu kirkjunnar í
Gufunesi í gær, en það var séra
Vigfús Þór Árnason sóknarprest-
ur sem prédikaði og þjónaði fyrir
altari. Guðsþjónustan var haldin í
tengslum við Grafarvogsdaginn
sem haldinn var í annað skiptið
með Qölbreyttri dagskrá í hverf-
inu.
Hópur íbúa gekk frá Grafar-
vogskirkju að gamla kirkjustæð-
inu í Gufunesi, þar sem messað
MEÐ Morgunblaðinu í dag er dreift
blaði frá Hreyfingu, „Frábær hreyf-
ing“. Blaðinu er dreift í Reykjavík,
Kópavogi og Garðabæ.
var, en gengið var í fylgd leið-
sögumanns. Veður var ekki eins
og best verður á kosið en mæt-
ingin þokkaleg þrátt fyrir það.
Gufunes á sér ríka sögu og
kemur jörðin meðal annars við
sögu í Sturlungu. Kirkjan í Gufu-
nesi var aflögð árið 1886, en
beinin úr kirkjugarðinum voru
tekin upp árið 1978 og flutt í nýj-
an grafreit, sunnar í túninu,
vegna byggingarframkvæmda
áburðarverksmiðjunnar.
Úrslita-
þjónusta
mbl.is
Á FRÉTTAVEF Morgunblaðs-
ins, mbl.is, hefur verið sett upp
úrslitaþjónusta í samvinnu
mbl.is og íslenskra getrauna.
Sé smellt á sérstakan hnapp á
forsíðu Fréttavefjarins,
www.mbl.is, kemur upp gluggi
með helstu boltaleikjum sem
eru í gangi eða framundan
þann daginn og stöðu í þeim
eftir því sem verkast vill. Hægt
er að fá frekari upplýsingar um
atburði leikja með því að smella
á heiti liðanna, en glugginn
uppfærist á mínútu fresti.
ir ferðamálafræði
PÁLL Skúlason, rektor Háskóla ís-
lands, og Þorsteinn Gunnarsson,
rektor Háskólans á Akureyri, und-
irrituðu í gær, í upphafi málþings
um skipulag ferðamannastaða, sam-
starfssamning háskólanna um
Ferðamálasetur Islands sem verður
á Akureyri.
Fram kom í máli Páls Skúlasonar
að markmiðið væri að efla rann-
sóknir og menntun á sviði ferða-
mála, styrkja tengsl háskólastarfs
og atvinnulífs og auka þekkingu í
greinum tengdum ferðamálum.
Ferðamálasetur íslands verður
rekið með ofangreind markmið að
leiðarljósi og verður setrið miðstöð
rannsókna, fræðslu og samstarfs í
ferðamálafræðum. Helstu verkefni
munu lúta að rannsóknum í faginu,
samstarfi við innlenda og erlenda
rannsóknaraðila, útgáfu fræðirita
og kynningarbæklinga, upplýsinga-
miðlun og ráðgjöf, og fyrirlestrum,
námskeiða- og ráðstefnuhaldi í
ferðamálafræðum.
Mesti vaxtarbroddur
í íslensku atvinnulífí
Þorsteinn Gunnarson benti á að
ferðaþjónusta væri mesti vaxtar-
broddur í íslensku atvinnulífi en
hefði lítið verið sinnt fram til þessa.
Nú væri brotið blað í þeim efnum og
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Þorsteinn Gunnarsson, rektor
Háskólans á Akureyri, og Páll
Skúlason, rektor Háskóla ís-
lands, undirrita samstarfssamn-
ing um Ferðamálasetur Islands.
Ferðamálasetrið og samvinna há-
skólanna gætu myndað frjóan jarð-
veg fyrir ferðamálafræði.
Rektorar háskólanna tilnefna
hvor um sig tvo menn í stjórn en
óska auk þess eftir því að Ferða-
málaráð, Samtök ferðaþjónustunn-
ar og Hólaskóli tilnefni hver sinn
fulltrúa í stjórnina.
Ódýrt en krefst
sjálfsaga
► Fjarnám er í mikilli sókn hér
heima og erlendis og ailmargir ís-
lendingar stunda nú slíkt nám. /10
Heiðagæsin - umtalað-
asti fugl landsins
► Heiðagæsin virðist jafnan koma
við sögu þegar mikil virkjunar-
áform á hálendinu eru annars
vegar. /24
Mikilvægi litlu orðanna
► Rætt við Gunnar Skirbekk,
annan höfunda Heimspeki-
sögunnar. /26
Kuldaboli kominn á
kreik í Þorlákshöfn
►Viðskiptaviðtalið er við Hafstein
Ásgeirsson, Gest Ámundason og
Pétur Björnsson hjá ísfélagi
Þorlákshafnar. /30
► 1-32
Líf f skugga Kötlu
► Hjörleifshöfði á sér merka sögu
sem er samtvinnuð sögu mesta
örlagavalds svæðisins,
Kötlu gömlu. /1&15-17
Stórmeistarinn
► Lokamynd kvikmyndahátíðar-
innar er síðasta mynd Kubricks,
„Eyes Wide Shut“, og af því tilefni
er skoðað hvað það er sem gerir
hann einstakan í sinni röð. /2
Áströlsk sveitasæla
►Á liðnu ári starfaði Ketill Sigur-
jónsson lögfræðingur í Ástralíu
við framíylgd á löggjöf um gróð-
ur- og jarðvegsvernd og ferðaðist
um afskekktar sveitir þessa
fjarlæga lands. /6
FERÐALÖG
► l-4
Merktar gönguleiðir
á Austurlandi
►Tugir leiða fyrir vana og
nýliða. /2
Kampavín og „koníak“
með kornflögunum
► Uppáhalds hótel Ernu A.
Hansen er Costa Canaria
á Kanaríeyjum. /3
Ds/lar
► l-4
Með Ford og Þjóðverj-
um á fjallvegum
► Af Islandsferð Fords í Þýska-
landi á Explorer. /2
Reynsluakstur
►Vel búinn og þægilegur Land
Cruiser VX. /4
Eatvinna/
RAÐ/SMÁ
► l-24
Snæfellsnes og
Hvalfjarðargöngin
►Aukinn ferðamannastraumur
vestur. /1
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir WWbak Brids 50
Leiðari 32 Stjörnuspá 50
Helgispjall 32 Skák 50
Reykjavíkurbréf 32 Fólk í fréttum 54
Skodun 34 Útv/sjónv. 52,62
Minningar 38 Dagbók/veður 63
Myndasögur 48 Mannl.str. 24b
Bréf til blaðsins 48 Dægurtónl. 30b
ídag 50
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6