Morgunblaðið - 05.09.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 05.09.1999, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT eftir Jeffrey Sachs The Project Syndicate. RÚSSLAND heldur áfram að vekja furðu og undrun. Tíu árum eftir fall Berlínarmúrsins og nærri átta árum eftir að Sovétrík- in liðu undir lok hefur Rússland ekki ennþá skilgreint stöðu sína á alþjóðavettvangi. Efnahagur landsins er hruninn og fátt bendir til þess að hann komist á réttan kjöl í bráð. Spilling er landlæg. Hver stjórnarkreppan tekur við af annarri og stjórnmálaleiðtogar virðast í litlum tengslum við rúss- neskt samfélag. Jeltsín forseti er sjúkur og hvikull. Rússland á enga fulltrúa sem njóta trausts á alþjóðavettvangi. Hin gamalkunna rússneska spuming hljómar því enn á ný: „Hvað skal gera?“ Eitt sjónarmið er á þá leið að vandinn liggi í um- bótaáætlun þeirri sem Rússar hrintu í framkvæmd árið 1991. Sumir telja að umbæturnar hafi gengið „of hratt“ fyrir sig, að skynsamlegra hefði verið að fara hægar í sakirnar, eins og gert hefur verið í Kína. Aðrir halda því fram að orsök vandans sé sú að einkavæðing hafi farið fram úr umbótum á stjórnkerfinu, til að mynda uppbyggingu dómskerfis. Samkvæmt þessu sjónarmiði ligg- ur lykillinn að stöðugleika og hag- sæld í Rússlandi í því að koma aftur á stjórnvaldshömlum yfir hluta efnahagslífsins. Að mínu áliti er það mikill mis- skilningur að kenna „hraða“ efna- hagsumbóta um vandamálin sem steðja nú að Rússlandi, einkum þar sem svo litlar umbætur hafa átt sér stað í raun! Eg var efna- hagsráðgjafi Póllandsstjórnar 1989-91, Eistlandsstjórnar 1992, Slóveníustjórnar 1991-92 og Rússlandsstjórnar 1992-93. Ég fylgdist grannt með þróun mála í þessum löndum, sem mörgum öðrum. Ég gaf þeim öllum svipað- ar ráðleggingar í grundvallarat- riðum. Eistland, Pólland og Sló- venía hafa spjarað sig vel; ekki Rússland. Orsök þess er ekki sú að þar hafi verið ráðist „of hratt“ í umbætur, heldur felst hún í landafræði, formgerð þjóðfélags- ins og stjómmálaástandinu. Landfræðileg lega skiptir veru- legu máli, en er þó oft vanmetin af stjómmálaskýrendum. Lönd- unum sem liggja næst mörkuðum Vestur-Evrópu (Póllandi, Ung- verjalandi, Tékklandi, Slóvakíu, Króatíu, Slóveníu og Éystrasalts- löndunum) hefur gengið mun bet- ur að aðlagast markaðskerfinu heldur en þeim löndum Sovétríkj- anna fyrrverandi sem eru fjær. Þegar stórfyrirtæki í Vestur-Évr- Tregðan til um- bóta í Rússlandi AP Eldri kona er selur pijónaðar flíkur spjallar við viðskiptavin fyrir ut- an gjaldeyrisbúð í miðborg Moskvu. Margir lifeyrisþegar hafa gripið til þess ráðs að stunda heimilisiðnað til að drýgja tekjur sínar. ópu, til að mynda Volkswagen, ákveður að kaupa vélarhluti frá framleiðanda í Austur-Evrópu, er næsta víst að það leitar fyrst til nágrannalandSj eins og Póllands, frekar en til Úkraínu eða Rúss- lands. Löndin sem liggja næst Vestur-Evrópu hafa því hlotið bróðurpartinn af erlendum fjár- festingum og hafa einnig getað aukið útflutning sinn til landa Evrópusambandsins. Erlend fjár- festing og útflutningur eru meg- inorsakir þess efnahagsbata sem átt hefur sér stað í löndum eins og Póllandi, Slóveníu og Eist- landi. Formgerð rússneska þjóðfé- lagsins hefur einnig haft veruleg áhrif. Rússar hafa eins og kunn- ugt er reitt sig á útflutning á olíu og gasi í gegnum tíðina, en verð þessara afurða hrapaði á tíunda áratugnum. Olíuframleiðsla í Rússlandi hefur dregist snögg- lega saman og verð á orkugjöfum á heimsmarkaði hefur einnig ver- ið lágt síðan árið 1986. Sovétríkin gátu ennfremur selt úrelta tækniframleiðslu sína til komm- únistaríkja Austur-Evrópu fyrir 1989. Um leið og áhrifavald Sov- étinkjanna yfir Austur-Evrópu varð að engu árið 1989 gátu þessi lönd beint viðskiptum sínum til Vesturlanda, sem stóðu mun framar á tæknisviðinu og keypt frá þeim tölvur, fjarskiptabúnað, samgöngutæki, lyf og fleiri vöru- flokka. Fjárfestingar í rússnesk- um tækniiðnaði minnkuðu hratt og arðurinn sömuleiðis. Formgerð þjóðfélagsins útilok- aði einnig hægfara umbætur í rík- isrekstri að hætti Kínverja. Kína var nefnilega landbúnaðarþjóðfé- lag þegar markaðsumbætur voru hafnar þar árið 1978: 70% íbú- anna bjuggu í strjálbýli og aðeins 18% þjóðarinnar störfuðu í ríkis- fyrirtækjum. Kínverjar gátu því farið hægt í sakimar við lausn á vanda ríkisfyrirtækja, þar sem einkageirinn var tiltölulega stór. (Kínverjum hefur vel að merkja ekki enn tekist að leysa þennan vanda!) f Rússlandi störfuðu hins vegar 90% vinnuaflsins hjá ríkisfyrir- tækjum árið 1992. Rússar (og fleiri lönd í þessum heimshluta, Orsök vandans felst í landafræði, form- gerð þjóðfélagsins og stjórnmála- ástandinu. þar á meðal Pólland) þurftu að ganga mun ákveðnar fram í einkavæðingu og umbótum í rík- isrekstri. Þeir gátu ekki beitt sömu aðferðum og Kínverjar. Stjórnmálaástandið er þriðja og mikilvægasta skýringin á óför- um Rússa. í Sovétríkjunum þró- aðist spillt og ósiðlegt stjómmála- kerfi sem lifir góðu lífi enn í dag. Meðlimir gömlu sovésku valda- klíkunnar hafa töglin og hagldirn- ar enn í hendi sér í rússneskum stjórnmálum. Sovétstjórnin hafði bælt niður eða eytt öllum menjum hvers konar borgaralegra fagfé- laga, trúarhópa, góðgerðarsam- taka og óháðra fjölmiðla; þeirra samfélagslegu stofnana sem veita ríkisstjórnum venjulega aðhald gegn útbreiðslu spillingar. í Pól- landi voru á hinn bóginn fyrir hendi sterkar þjóðfélagsstofnan- ir, þar á meðal kaþólska kirkjan, bændasamtök og verkalýðssam- tökin Samstaða. Þar var því hægt að stemma stigu við spillingu, á meðan hún grasserar í Rússlandi og veldur samfélaginu miklum skaða. Alþjóðamál hafa einnig haft áhrif á stjórnmálakreppuna í Rússlandi. Ríkisstjórnir á Vestur- löndum vora mun fúsari til að veita Pólverjum aðstoð en Rúss- um. Pólverjar fengu til dæmis hluta af skuldum sínum felldan niður, ekki Rússar. Pólland hlaut snemma aðstoð frá Vesturlöndum við að gera gjaldmiðil sinn stöðug- an, ekki Rússland. Almennt gerðu Vesturlönd lítið til að hjálpa Rúss- um, ef til vill vegna valdabaráttu eða jafnvel vegna fáfræði. Þó er hægt að slá því föstu að sú stað- reynd, að Rússum barst ekki rétt aðstoð frá Vesturlöndum á réttum tíma, hefur gert möguleikana til efnahagsbata í Rússlandi enn verri. Pólland (og nokkur önnur lönd í Mið- og Austur-Evrópu) hrintu í framkvæmd efnahagsumbótum og framfylgdu þeim á heiðarlegan og árangursríkan hátt. Slík ríki færðu sér hagstæða landfræði- lega legu í nyt til að laða til sín fjárfestingar frá Vestur-Evrópu í stórum stfl. Pólland og nokkur önnur lönd hlutu nógu snemma aðstoð frá Vesturlöndum. í Rúss- landi mistókst hins vegar að koma efnahagsumbótum í fram- kvæmd og þar ríkir nú sívaxandi spilling og hnignun. Rússar hafa litla raunverulega aðstoð fengið frá Vesturlöndum. Ástandið í Rússlandi er óstöðugt og því hættulegt. Aðeins ný, heiðarleg og lýðræðisleg stjórn í Rússlandi, ásamt raunverulegri aðstoð frá Vesturlöndum, getur afstýrt þessari hættulegu þróun. Jeffrey Sachs er forstöðumaður Alþjóðaþróunarstofnunar Har- vard-háskóla og prófessor í al- þjóðaviðskiptum við sama skóla. Hann hefur verið helsti erlendi efnahagsráðgjafi ríkisstjórna Rússlands, Póllands og Bólivíu. Brezkir stj órnarerindrekar í heimsókn í Belgrad Opnun erindrekstrar- skrifstofu í athugun Bejgrad. Reuters. LÍTILL hópur brezkra stjómarer- indreka kann brátt að koma sér fyrir í Belgrad, tæplega hálfu ári eftir að júgóslavnesk stjórnvöld skáru á stjórnmálatengsl við Bretland vegna loftherferðar Atlantshafsbandalags- ins gegn Júgóslavíu. Tveir erindrekar brezku stjórnar- innar fóru í könnunarheimsókn til Belgrad í síðustu viku til að leggja mat á öryggismál og skemmdirnar á húsnæði brezka sendiráðsins, auk þess að eiga viðræður við fulltrúa Júgóslavíustjórnar. „Þetta er ekki forleikur að því að taka aftur upp stjórnmálasamband," sagði Robert Gordon, verkefnisstjóri hjá brezka sendiráðinu, sem flutti til Búdapest við upphaf loftárásanna. „Það væri óhugsandi við núverandi kringumstæður." Júgóslavíustjóm sleit stjórnmála- sambandi við Bandaríkin, Bretland, Þýzkaland og Frakkland í marz sl., vegna þátttöku ríkjanna í loftárásum NATO, sem efnt var til í því skyni að þvinga Slobodan Milosevic Jú- góslavíuforseta til að fallast á alþjóð- lega friðaráætlun fyrir Kosovo-hérað. Þjóðverjar hafa skrifstofu í jap- anska sendiráðinu í Belgrad og Frakkar í því svissneska, en þeir sem þar starfa em ekki sendierind- rekar. Engir fulltrúar bandarískra eða brezkra stjórnvalda hafa neitt aðsetur í júgóslavnesku höfuðborg- inni. Fullyrðingum hafnað um að Serbíuforseti sé í stofufangelsi Háttsettur serbneskur embættis- maður hefur vísað á bug sögusögn- um þess efnis, að Milan Milutinovic, forseti Serbíu, hefði verið hnepptur í stofufangelsi og væri ófær um að gegn embættisskyldum sínum. Aður hafði Zarko Jokanovic, vara- formaður stjórnarandstöðuflokksins „Nýtt lýðræði", haldið því fram á blaðamannafundi að Milutinovic væri „fallihn úr náðinni hjá fjölskyld- unni sem öllur ræður“ og að líf hans væri jafnvel í hættu. Samkvæmt orðrómi sem gengið hefur um nokkurn tíma í Belgrad hefur heilsufar Milutinovics ekki verið sem bezt - hann er sagður hafa verið lagður inn á sjúkrahús vegna of hás blóðþrýstings - og ferðafrelsi hans verið takmarkað. Embættis- maðurinn vísaði þessu einnig á bug. Fjölmiðlar í Belgrad hafa sagt orðróminn geta verið hluta áróðurs- herferðar andstæðinga Milosevics, sem vilja einangra hann og þvinga til afsagnar. Mitchell biðlar til stríðandi fylk- inga á N-Irlandi London, Belfast. Rcuters, AFP. GEORGE Mitchell, fyrrverandi öldungadeildarmaður frá Banda- ríkjunum, sagði á fostudag að það væri ófyrirgefanlegt ef menn létu friðarumleitanir á Norður-írlandi renna út í sandinn. Mitchell, sem stýrði friðarviðræðunum í fyrra, sem lauk með samþykkt Belfast- friðarsamkomulagsins, sagði að nú væri kominn tími til að leiðtogar stríðandi fylkinga létu verkin tala ef þeir ætluðu að höggva á þann hnút sem deilur um afvopnun öfga- hópa hafa valdið. Mitchell hefur samþykkt að hafa yfirumsjón með lögformlegri end- urskoðun á friðarsamkomulaginu, sem boðuð var í sumar eftir að frið- arumleitanir sigldu í strand, en hún á að fara af stað nú á mánu- dag. „Mér finnst það óhugsandi að eftir að hafa náð samkomulagi ætli þeir flokkar, sem skrifuðu undii' samkomulagið, að leyfa því að renna út í sandinn. Það væri mikil synd og ég held reyndar alveg ófyrirgefanlegt,“ sagði Mitchell í sjónvarpsviðtali í Bretlandi, sem sýnt var í gær. Stærsti flokkur sambandssinna (UUP) tilkynnti að hann myndi taka þátt í endurskoðuninni á mánudag, en flokkurinn hafði áður gefið í skyn að hann myndi jafnvel hunsa hana vegna óánægju með þann úrskurð breskra stjórnvalda að vopnahlé írska lýðveldishersins (IRA) héldi enn. Talsmenn ílokks- ins tóku þó fram að þeir myndu ekki eiga beinar viðræður við Sinn Féin, stjórnmálaarm IRA.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.