Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HARKA OG MÝKT
MYIVPLIST
Kjarvalsstaðir
MÁLVERK/AKVARELLUR
HAFSTEINN AUSTMANN
Opið aila daga frá 12-18. Til 24.
október. Aðgangur 400 krónur í allt
húsið.
ÞAÐ ER orðin hefð að stjóm
Kjarvalsstaða bjóði grónum mynd-
listarmönnum að kynna sýnishom
verka sinna í Austur- eða Vestursal.
Nú er röðin komin að málaranum
Hafsteini Austmann, sem sýnir yfir-
lit síðustu 15 ára, málverk og
akvarellur byggingarfræðilegra
forma. Atökin standa í fyrra fallinu
milli einfaldrar kröftugrar línu-
byggingar, er hverfíst á ýmsa vegu
yfír flötinn, og ljóss og lita. Gagn-
sæis og mýktar í skyldu en mett-
aðra vinnsluferli í hinu seinna, þar
sem áherslan er lögð á lifandi brigði
ljósgjafans. Málverkin era ýmist á
mörkum strangflata- og byggingar-
fræðiiegrar listar, sem listamaður-
inn mýkir upp með ljósum blæ-
brigðum allt í hámarks hvítt, í sum-
um tilvikum einnig sterkum lita-
blökkum, eða að glóandi litarákir
binda og lífga heildina. Þessu víxlar
hann að nokkra í akvarellunum, þar
sem mjúkar gagnsæjar litablakkir
era skorðaðar við innri lífæðar
myndflatarins með dökkum, allt í
flauelssvartar pensilstrokur er
ganga þvert yfir hann eða mynda
mjúka afmarkandi burðargrind.
Summan af þessu er, að inntak
listar Hafsteins hafi lengstum og
öðra fremur verið glíma við sterka
en einfalda línulaga burðargrind,
eins konar burðarstoðir sterkrar og
á köflum óvægrar myndbyggingar,
sem hann leitast við að mýkja á
ýmsa vegu að ógleymdum hnitmið-
uðum hlutföllum. Hér er listamað-
urinn afar trúr hræringum í París á
sjötta áratugnum er þróuðust á
ýmsa vegu, á afar formlegan hátt
hjá sumum en óformlegan hjá öðr-
um, þótt meginásinn væri jafnaðar-
lega hin blakka burðargrind er hélt
öllu ferlinu óhögguðu á myndfletin-
um. I New York tóku menn þetta
upp á nýjan hátt og var hér Franz
Kline fremstur meðal jafningja með
kröftuga en skynræna burðargrind
í svart-hvítu. Sem er bilið milli hins
jákvæða og neikvæða í þeim skiln-
ingi, að það sem listamaðurinn
formar á flötinn sé jákvætt, pósitívt,
en auðu fletimir sem hann snertir
ekki við neikvæðir, negatívir. En í
París, borg ástarinnar, sló hjartað
hraðar, ljóðræn óreiðan ólíkt meiri
og þó borin uppi af óviðjafnanlegri
rökvísi, eins konar skynrænni
reglufestu í frjálsri mótun. Má hér
nefna Pierre Soulages og Danann
Mogens Andersen, og okkar eigin
Nínu Tryggvadóttur, sem lagði út
af skyldu ferli á tímabili. Innbyrðis
era allir þessir listamenn þó jafn
frábragðnir hver öðram og Haf-
steinn þeim, því hann hefur fundið
eigin leið. Hefur verið sér meðvit-
andi um það um langt árabil og
ótrauður haldið sínu striki, því hann
veit hve þýðingarmikið það er að
fara hér ekki út af sporinu, og að
ein mannsævi dugar naumt í þeim
pataldri.
A þeim tíma sem Hafsteinn nam í
París var borgin Mekka og meginás
heimslistarinnar, sá heiti púls og
segulafl sem sogaði framagjamar
listspírar frá fjarlægustu heims-
homum til sín. Einstaka landar
höfðu áður leitað þangað til náms í
málaralist allt frá því að Jón Stef-
ánsson nam í skóla Matisse á áran-
um 1908-10, þótt rökfræði Cézann-
es stæðu honum nær, helstir spor-
göngumenn Gunnlaugur Blöndal og
Þorvaldur Skúlason. En áratuginn
eftir seinni heimsstyrjöld þótti svo
enginn maður með mönnum nema
hann hefði numið þar og dvalið, sem
þeir fundu greinilega fyrir er völdu
sér aðrar leiðir. Hér er það merki-
legt til rannsóknar, að flestir þeirra
sem til Parísar héldu vora á sama
hátt uppnumdir af lögmálum mynd-
byggingarinnar og Jón Stefánsson,
þótt á allt öðram forsendum væri
um ytri byrði, fjarlægðust og jafn-
vel forðuðust allt hlutbundið. En
burðargrind skyldi það þó hafa og
hér var það enn Þorvaldur Skúlason
sem var iðnastur við kolann og vís-
aði veginn, en sjálfur hafði hann
hrifist mjög af rökfimi Jóns Stef-
ánssonar um lögmál listarinnar.
Hræringarnar á sjálfu yfírborði
málverksins höfðu þannig merki-
lega skyldan bakgrann þrátt fyrir
allar deilur um stílbrigði og stefnur.
Lengi vel vora menn svo til ónæmir
fyrir hinu óformlega og skynræna,
sem þó útheimtir ekki minni þjálfun
og þar um er sjálfur framkvöðullinn
og höfuðpaurinn, Jean Fautrier,
ljósasta dæmið. Fautrier hafnaði í
raun aldrei náttúranni og var alltaf
á móti skilgreiningunni „óraunvera-
leiki hins óformlega, „informela",
tjáir alls ekkert. Engin listgrein er
fær um að miðla, ef hún er ekki
hluti þess raunveraleika sem hún
hrærist í“. Hér hitti þessi snjalli
málari naglann á höfuðið, því það er
langur vegur frá upplifaðri, skyn-
rænni óreiðu á myndfleti til
óþroskaðra og fálmkenndra vinnu-
bragða klastrarans.
Þetta allt kemur upp í hugann við
skoðun þessa yfirlits á verkum Haf-
steins á Kjarvalsstöðum, vegna
þess, að þó svo hann fari engan veg-
inn bil beggja hvað snertir formlega
og óformlega myndsköpun hefur
hún á sér tvær hliðar. Annars vegar
hina köldu, hvössu og flatarmáls-
legu en hins vegar skynrænu, heitu
og óformlegu. Þetta kemur greini-
lega fram í málverkinu en nær há-
marki sínu í akvarellunum, sem
hann hefur í æ ríkari mæli laðast að
á síðustu áram. Einmitt það, hve
meistaralega listamaðurinn með-
höndlar akvarelluna, þar sem
óþvinguð og óformleg vinnubrögð
era hvað merkjanlegust, afhjúpar
mikilvægi þess að skynja festu í
óreiðu. Jafnframt vera fær um að
færa hana í fastmótaðan búning
með einföldum lausnum þannig að
skoðandinn skynji sem óhagganlega
heild. Hér er Hafsteinn Austmann
orðinn slíkur meistari að við fátt
verður jafnað í íslenzkri myndlist og
þessar björtu gagnsæju myndheild-
ir bera greinilega í sér þann stranga
bakgrann og naumhyggju sem
málarinn hefur haft að leiðarljósi
frá upphafi.
Bragi Asgeirsson
Spennandi
textíll
Frá sýningunni í Gerðarsafni.
MYMDLIST
Listasafn Kópa-
vogs/Gerðarsaf n
TEXTÍLVERK
TEXTÍLFÉLAGIÐ
Sýningin er opin alla daga nema
mánudaga frá kl. 12 til 18.
TEXTÍLFÉLAGIÐ mun vera
tuttugu og fimm ára á þessu ári og í
tilefni af því hefur verið efnt til mik-
illar sýningar í Gerðarsafni þar sem
tuttugu og níu félagsmenn sýna ný-
leg verk sín. Sýningin er fjölbreytt
en þó er á henni nokkuð sterkur
heildarsvipur sem kemur kannski til
af því að nálgun við vinnu þeirra
virðist svipuð þótt sjálf verkin séu af
ýmsum toga. Alls staðar má sjá
sömu ígranduðu vandvirknina, fág-
aða formtilfinningu og skilning á efn-
inu og möguleikum þess. Textílfélag-
ið hefur líka þá sérstöðu að þar fer
saman hrein listræn tjáning án tillits
til notagildis og hönnun sem miðar
að því að búa til nytjahluti, jafnvel til
fjöldaframleiðslu. Það er styrkur, að
minnst kosti í þessu tilfelli, því það
tengið hið listræna við raunveralegt
umhverfi okkar og veitir tjáningunni
um leið ákveðið aðhald sem skilar
sér í markvissari og meðvitaðri
vinnu. í stuttri umfjöllun er auðvitað
engin leið til að gera skil verkum
allra þeirra tuttugu og níu félags-
manna sem nú sýna. Aðeins verður
því drepið á nokkram hlutnum sem
kannski era nýstáriegir eða standa á
iýsandi hátt fyrir heildina.
Á sýningunni má sjá nokkuð af
nýjungum, nýjum aðferðum eða nýj-
um formum og úrvinnslu. Áhuga-
verðasta nýjungin í aðferðum er lík-
lega sú sem birtist í framiagi Mar-
grétar Adoifsdóttur sem hefur skor-
ið munstur í tau með leysigeisla.
Með þessari aðferð er hægt að skera
í tauið jafnauðveldlega og í pappa og
jafnvel þannig að efnið lifni til í þrí-
vídd þegar því er haldið upp. Aðferð-
in býður upp á ótrúlega möguleika í
framleiðslu og færir framleiðsluna
bókstaflega inn í nýja vídd. Þrívíddin
er reyndar auðvitað ekki nýjung í
textílvinnu, þótt aðferð Margrétar sé
ný, og með skemmtilegri verkum í
listrænni hluta sýningarinnar era
súlur eftir Kristveigu Halldórsdóttur
sem vinnur í efni sem hún nefnir
„hörbývax", en það eru hörtrefjar
sem blandað hefur verið við byvax
svo úr verður efni sem móta má á
svipaðan hátt og pappírsmassa en
hefur þó að því er virðist sterkari
bygginu og áhugaverðari áferð.
Verkin sem Kristveig sýnir era
hrein og einföld þrívíddarform, unn-
in út frá formum býflugnabúsins.
Hvað verðar fatahönnun er ýmis-
legt áhugavert á sýningunni. Hrönn
Vilhelmsdóttir sýnir kápur eða
„poncho" úr silki sem sameina
sterkt handbragð og mikla fágun
eða „elegans“, Ásdís Birgisdóttir
sýnir prjónaða hluti sem byggjast á
miðaldatísku en hafa samt afar
útímalegt yfírbragð og Ragna
Fróðadóttir fallega og nokkuð
djarfa kjóla, nútímalega hvað varðar
efnisval og úrvinnslu, en með klass-
ísku og fáguðu sniði.
Hildur Bjarnadóttir sýnir heklað-
an dúk sem virðist í fyrstu ansi hefð-
bundinn, þótt í stærra lagi sé, en
blómstrar út hin einskennilegustu
form þegar betur er að gáð og ýfist
upp í ögrandi þrívíddartotur í könt-
unum. Herdís Tómasdóttir sýnir
dúka úr hör og fleiri efnum sem
bera vott sterkri formskynjun henn-
ar eins og þau verk sem hún hefur
áður sýnt, og Hrafnhildur Sigurðar-
dóttir sýnir afar fínlega og spenn-
andi þrívíddarhluti úr pappír og bý-
vaxi, saumaða saman í form sem era
geómetrísk og lífræn í senn.
Eins og sjá má er margt að sjá á
þessari sýningu og synd að aðeins sé
hér kostur á að nefna örfáa þeirra
listamanna sem að henni koma. Hér
sannast að textíllinn er enn vaxandi
grein og að sú mikla vinna sem þar
hefur verið unninn hér á íslandi
undanfarin ár er að skila sér í afar
faglegum og framsæknum verkum
sem sameina ríka tilfinningu fyrir
efninu, sterka formkennd og fram-
sækna hönnun.
Jón Proppé