Morgunblaðið - 05.09.1999, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 21
Allt í lagi
Úr myndbandinu Frá jaðri til jaðars eftir Michael Kienzer.
MYNPLIST
IM.yl i slasafn i ð
ÞRETTÁN LISTAMENN
Sýningin er opin alla daga nema
mánudaga frá 14-18 og stendur til
19. september.
SÝNINGIN sem nú stendur í
Nýlistasafninu hefur yfirskriftina sjö
sjöttu, eða 7/6, og þar sýna sjö lista-
menn frá Austurríki og sex frá Is-.
landi. Þessi sýning er dæmi um nýja
stefnu í sýningarhaidi sem reyndar
hefur borið nokkuð á í Nýlistasafn-
inu. Þar er um að ræða nokkurs kon-
ar stefnumót listamanna sem ekki
hafa endilega unnið saman áður und-
ir stjóm eða leiðsögn sýningarstjóra
sem að þessu sinni er Sandra
Abrans, gagnrýnandi frá Austurríki.
Sýningin er styrkt af ýmsum sjóðum
í Austurríki og var listamönnunum
þaðan þannig gert kleift að koma til
Islands, hitta kollega sína hér og
vinna með þeim sýninguna. Verkefn-
ið er því eins konar ráðstefna sem
leiðir til sýningar. Þetta fyrirkomu-
lag getur verið mjög skemmtilegt og
leiðir tvímælalaust til bættra sam-
skipta milli listamanna frá löndunum
sem að verkefninu koma. Hér hefur
verið teflt saman ungum listamönn-
um sem gjarnan nálgast hlutina á
húmorískan hátt og eiga það til að
vera nokkuð kaldhæðnir. Niðurstað-
an er fjölbreytt og áhugaverð sýning
sem hefur allsterkan heildarsvip þótt
unnið sé með ólík efni og þemu.
Sem dæmi um ólíka nálgun má
nefna þá Michael Kienzer og As-
mund Asmundsson. Michael sýnir
myndband sem hann nefnir „Frá
jaðri til jaðars" og er einföld en afar
frumleg nálgun við myndbandstækn-
ina. Þar sér áhorfandinn hvítan fem-
ing sem varpað er á vegg og svo birt-
ist höfuð manns smátt í jaðri fem-
ingsins. Maðurinn lítur undrandi í
kringum sig, líkt og hann sé að skoða
sig um í stóru tómu rými, en hverfur
svo og birtist aftur á öðmm jaðri
femingsins. Verkið er einfalt en
áhiifamikið - afar „estetískt" eins og
sagt er - og nýtir myndbandstækn-
ina á allt annan hátt en tíðkast hefur.
Asmundur, aftur á móti, vinnur á
nótum and-listarinnar; verk hans er
á engan hátt byggt á fagurfræði og
er að nokkra leyti tilviljunum háð. I
geymslurými á safninu hefur hann
sett upp litla kvikmyndahátíð þar
sem gestir geta sest niður og horft á
undarlegar og dálítið hallærislegar
bíómyndir sem fást á hverri mynd-
bandaleigu. Þeir geta fengið sér
kókakóla úr kæliskáp við innganginn
og poppkorn úr stóram plastpokum.
Verkið hefur yfirskriftina „Exotica-
Cultura Film Festival".
Segja má að þessi tvö verk marki
öfgarnar í sýningunni, en þar er að
finna allt frá nokkuð hefðbundnum
myndum á pappír yfir í myndbönd og
innsetningar. Fritz Grohs sýnir til
dæmis áprentaða boli í ýmsum
stærðum sem pakkað hefur verið inn
og þeir hengdir á snúra eins og þeir
væru til sölu. Manfred Erjautz sýnir
skúlptúra úr Lego-kubbum þar sem
hann endurgerir í réttri stærð vinsæl
vopn, haglabyssu og hríðskotai-iffil
frá nafngreindum framleiðendum, og
vekur áhorfandan þannig til umhugs-
unar um tengsl leikfanga og vera-
leika og um þá mórölsku ábyrgð sem
iylgir hvora tveggja. Pétur Om Frið-
riksson sýnir „vinnusvæði“, frekar
óræða tilraunastofu sem líkir á til-
gangslausan hátt eftir vinnuaðstöðu
raunvísindamanns og er þetta fram-
hald af þeim vangaveltum sem Pétur
hefur áðui- sýnt eftir. Michaela Math
sýnir silkiþrykk og blýatnsteikningar
sem era hugsanlega hefðbundnustu
verkin á sýningunni en leyna þó á sér
og verka allt annað en venjuleg í
samhengi sýningarinnar. Wemer
Reiterer hefur tekið listasafnið sjálft
til umfjöllunar og leggur út af því í
verkinu „No Step“ sem annaðhvort
er til leiðbeiningar um það hvemig
áhorfandinn skuli stíga niður í neðsta
sal hússins, eða til að benda á að þar
vanti þrep. Birgir Andrésson sýnir
gamansamt verk sem heitir „Svart-
hvít meistaraverk í íslenskum litum“
þar sem heiti þriggja sígildra bíó-
mynda eru máluð með litum sem
Birgir hefur áður skilgreint sem sér-
íslenska. Haraldur Jónsson sýnir
sterkt myndband þar sem hann star-
ir í myndavélina og breytir um svip í
tíu mínútur. Eins og svo margt sem
Haraldur gerir virðist þetta út í hött
þegar sagt er frá því en er afar
áhrifamikið þegar til kemur. Ósk Vil-
hjálmsdóttir sýnir líka myndband, en
það er heimild um fjölmennan gjöm-
ing sem framinn var í Engey á menn-
ingarnótt undir yfii-skriftinni „Eng-
inn er eyland". Margrét Blöndal
dreifir sínu verki um allt húsið en
framlag hennar era stuttir, einfaldir
textar vélritaðir á flugpóstspappfr
sem vættur er í ólífuolíu.
Josef Danner er einn austurrísku
listamannanna og jafnframt sá sem
átti frumkvæði að sýningunni, en
hann hefur áður verið hér á Islandi.
Hann sýnir stórt veggspjald, en það
er listform sem hann hefur gjaman
unnið með undanfarin ár. A vegg-
spjaldinu er síðan texti sem kannski
má líta á sem eins konar mottó fyrir
sýninguna, alvarlegt og kímið í senn:
„Margir era bitrir því þefr finna ekki
fullnægjandi svör. Enn aðrir eru ráð-
villtir. Eg, aftur á móti, hef skipt um
hárgreiðslu. Núna, til dæmis, þegar
ég er í Los Angeles, heldur fólk að ég
tilheyri einhverri poppgrúppu.“ Þessi
texti nær vel þeim húmor sem ríkir í
sýningunni þótt listamennirnir og
verkin séu ólík. Fyrir þá sem ekki ná
þessum skilaboðum hefur Gilbert
Brettauer lagt á gólfið fagurlega út-
saumaða fallhlíf sem á stendur meðal
annars: „Kannski skilur þú þetta
ekki, en það er allt í lagi.“ Þetta eru
vinaleg skilaboð til gesta en í raun er
engin ástæða til að neinn skilji ekki
þessa skemmtilegu en um leið um-
hugsunarverðu sýningu.
Jón Proppé
Nýjar bækur
• ÚR digrum sjóði, íjárlngngerð á
íslandi er eftir Gunnar Helga
Kristinsson.
I fréttatilkynningu segir m.a.:
„Fjárlagagerð fjallar um hina póli-
tískustu af öllum spurningum: Hver
fær hvað, hvenær og hvernig? Ur
digium sjóði fjallar um fjárlagagerð
á Islandi og útgjaldaþróun ríkisins
undanfarna áratugi. Bókin veitir
innsýn í ákvarðanatöku í íslenska
stjórnkerfinu. Hún lýsir hvernig út-
gjöld ríkisins mótast í samspili
þeirra þúsunda Islendinga sem á
hverju ári reyna með einum eða
öðram hætti að hafa áhrif á útkom-
una. Reynt er að skýra hvaða þætt-
ir hafa mest áhrif á niðurstöðuna,
þar á meðal hver sé hlutur þing-
kosninga, hefðarinnar, kjördæma-
pots, skriffinna ríkisins og hags-
munasamtaka."
Gunnar Helgi Kristinsson er pró-
fessor í stjórnmálafræði við félags-
vísindadeild Háskóla íslands. Hann
hefur einkum fengist við rannsókn-
ir á opinberri stefnumótun og
stjórnsýslu og er höfundur bókar-
innar Embættismenn og stjórn-
málamenn sem kom út 1994.
Utgefandi er Félagsvísindastofn-
un Háskóla íslands ogHáskólaút-
gáfan. Bókin er236 bls., kilja. Verð
kr. 3.200. Háskóla ú tgáfan sér um
dreifíngu.
• ÓGNARÖFL 1. hluti - 5. bók er
komin út. Þetta er ævintýri tvíbura-
systkinanna Kíu og Röskva; örlaga-
saga þar sem góð öfl og ill heyja
miskunnarlausa baráttu um hvaða
gildi skulu ríkja. Bókaflokkurinn er
gefinn út í litum heftum sem eru í
sama broti og geislaplötuumbúðir
eða tölvuleikir. Fyrsti hluti bóka-
flokksins er gefinn út í níu heftum.
Þýðandi er Guðni Kolbeinsson.
Utgefandi er Æskan ehf.
Betrunarhúsit ^rfullbúin
Ukamsræktarstöh við
Garðatorg í Garðabæ.
Við höhim nú stórbætt
aðstöðu fyrir bamagæslu.
Hjá okkur ftnnur þú
einnig næg bUastæði og
leiðin 01 okkar er aldrei
löng, hvar sem þú býrð
á höfuðborgarsvæðinu.
Aliir sem byrja í líkamsrækt gara það af góðum hug. En það er ekki nóg
að byrja. Það þarf að halda áfram af fullri alvöru eg æfa rétt og reglulega.
Við hjálpum þér af stað og hvetjum þig áfram þegar á reynir.
Við bjóðum aerobic, spinning, yoga, kickboxing og taebo. Þá bjóðum við
einnig hið vinsæla Body Pump og einn glæsilegasta tækjasal landsins.
Skráning á fitubrennslunámskeið er hafin!
HAMMER STRENGTH
Þar sem þú skiptir máli
Garðatorgi 1 • Garðabær • Slmi: 565 8898