Morgunblaðið - 05.09.1999, Side 22
22 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTIN á milli ís-
lands og Kína hafa auk-
ist jafnt og þétt. Þar á
meðal hefur útflutning-
ur okkar aukist veru-
lega og ég trúi því að stofnun sendi-
ráðsins, fyrir rúmum fjórum árum,
hafi átt góðan þátt í að styrkja stöðu
okkar,“ segir Ólafur Egilsson.
„Kreppan í löndunum í kring hefur
auðvitað haft sín áhrif á Kínverja.
Þeir hafa reynt, með ótrúlegum ár-
angri, að sporna gegn meiriháttar
afleiðingum. Síðastliðið ár meðan
samdráttur hefur orðið við önnur
ríki á þessu svæði, hafa viðskiptin
við Kína haldist í horfinu. Við Is-
lendingar flytjum út hingað sem
svarar fjórðungi af því sem við aftur
kaupum af Kínverjum. Það hefur
reynst mjög hagkvæmt að kaupa
héðan, enda er vinnuaflið mjög
ódýrt sem leiðir til þess að þeir
bjóða vörur á mjög hagstæðu verði.
Þau viðskipti hafa verið að þróast
lengi, sem kemur meðal annars fram
í því að í Islensk-kínverska við-
skiptaráðinu, sem starfar í Reykja-
vík, eru yfir hundrað fyrirtæki. Þessi
fjöldi kemur svolítið á óvart“.
Hvaða viðskipti eru þetta helst og
hvemig koma þau til?
„Þar kennir mjög margra grasa.
Sem nýlegt dæmi get ég nefnt að
komu hingað menn frá Náttúru-
lækningafélagi íslands og Heilsu-
hælinu í Hveragerði, Ami Gunnars-
son forstjóri og Guðmundur Björns-
son yfirlæknir, og kynntu sér sam-
vinnumöguleika. Sendiráðið hafði
forgöngu um það. M.a. em uppi hug-
myndir um að fá kínverskt kunn-
áttufólk í hefðbundnum læknisað-
ferðum, til Islands og að Islendingar
komi hingað út til þess að miðla Kín-
verjum af þeim aðferðum sem hafa
gefist vel á Heilsuhælinu í Hvera-
gerði.“
Hvað fleira er að gerast í sam-
skiptum og viðskiptum landanna?
„Það er mikil fjölbreytni í því sem
við kaupum af Kínverjum, til dæmis
matvæli ýmiskonar, alls konar vefn-
aðarvara, flugeldar, eins og varla
kemur á óvart, vélar og mjög margt
annað. Gerðir hafa verið síðasta árið
samningar um að smíða hér tug
fiskiskipa fyrir íslendinga. Skipin
eru hönnuð af íslendingum og þeir
velja tækjabúnaðinn. Kínverjar eru
mjög samkeppnisfærir í skipasmíð-
um. íslendingar flytja hins vegar að-
allega út sjávarafurðir til Kína, eins
og vænta má. Rækjan er mjög vin-
sæl, enda fellur hún vel að kínversku
mataræði _ og er hentug til að taka
upp með prjónum! Það hefur líka
verið vaxandi útflutningur á loðnu
sem þá hefur verið unnin hér til end-
urútflutnings á Japansmarkað.
Rækjuviðskiptin hafa reyndar dreg-
ist nokkuð saman núna, ekki ein-
göngu vegna aðstæðna í Kína, held-
ur af þvi að rækjuveiði hefur verið í
lægð hjá okkur. Utflutningsvörur
okkar til Kína eru fremur fábrotnar
enn sem komið er en við vonumst til
að þar geti skapast meiri breidd."
Sérðu fyrir þér einhver önnur
tækifæri fyrir íslendinga í viðskipt-
um við Kínveija?
„Við teljum að það séu tvímæla-
laust tækifæri hér. Markaðurinn er
gífurlega stór. Hér býr fimmtungur
mannkyns, 1,2 til 1,3 miHjarðar
manna. Velmegunin í Kína hefur að-
allega verið við sjávarsíðuna og í
stórborgunum, en núna hafa stjóm-
völd lagt vaxandi áherslu á að þessa
velmegun verði að færa inn í sveita-
héruðin; að þar verði að eiga sér stað
meiri uppbygging. Þeir telja m.a. að
borgamyndun þurfi að vera hraðari
til að landbúnaðurinn geti eflst við að
þar skapist öflugri neytendamarkað-
ur; þar verði hægt að kaupa fram-
leiðslu bænda á betra verði. Við ger-
um okkur sannarlega góðar vonir
um það að möguleikamir vaxi héma.
Það grettistak sem lyft var í íslensk-
Viðskipti íslendinga og Kínverja eru vax-
andi þrátt fyrir gjörólíkan uppruna og lifn-
aðarhætti þessara tveggja þjóða. Til að
forvitnast meira um þessi viðskipti og ann-
að sem viðkemur Kína ræddi Magnea
Hrönn Orvarsdóttir við sendiherra
-7------7------
Islendinga í Peking, Olaf Egilsson, sem
__tók þar við fyrir hálfu öðru ári._
Kína
er nær
þegar við sjáum möguleika. Síðan
ræðst framhaldið mjög af því hvem-
ig þessu er mætt heima, hvort fyrir-
tækin sýna árvekni og áhuga.“
Peking breytist óðum
Heyrst hefur að borgin sé orðin
óþekkjanleg frá því sem hún var fyr-
ir fimm árum. Uppbyggingin sé víst
svo mikil að innfæddir eigi jafnvel
erfitt með að rata um æskuslóðirnar.
„Það er mikið ævintýri að geta séð
hér á einum degi gömlu keisarahall-
imar og gömlu borgarhverfin sem
byggð em í lokuðum húsagörðum og
svo alla þá uppbyggingu sem hefur
átt sér stað á nýtísku háhýsum.
Ragnar Baldursson sendiráðunautur
segir að þegar sendiráðið kom í
þessa byggingu fyrst hafi svæðið
sem við sjáum út um gluggann verið
nær óbyggt land. Gaman er að sjá
hvemig tekist hefur að sameina nýj-
an og gamlan arkitektúr. Mér finnst
húsin hér fallegri heldur en víða á
Vesturlöndum. Kínverjamir virðast
gæta þess að hafa í byggingalegri út-
færslu tengingu við fortíðina.“
Hvemig hefui' þér gengið að að-
lagast kínverskri menningu og lifn-
aðarháttum?
„Ég er náttúrlega enn að kynnast
og venjast menningunni. Eftir að
hafa verið hér í rúmt ár er mér enn
vandi á höndum að segja mikið um
hana. Það er margt í lífsháttum Kín-
ráðamenn í kínversku hémðunum,
sem em að reyna að hraða uppbygg-
ingunni, hafi samband við okkur,
eins og önnur sendiráð, með hug-
myndir sínai' og til að vekja athygli
á fjárfestingarmöguleikum. Það var
t.d. ekki alls fyrir löngu leitað til
okkar um samstarf til þess að efla
mjólkurvinnslu. Ostagerð Kínverja
er t.d. mjög fmmstæð. Sömuleiðis
hefur verið leitað eftir samstarfi við
Islendinga í fiskeldi, en hér er gífur-
lega mikið fiskeldi. Kínveijar fram-
leiða þrjátíu milljónir tonna af fiski á
ári. Þeir em ein mesta fiskveiðiþjóð
heimsins. Meira en helmingur er
ræktaður fiskur.“
Sækjast þeir eitthvað eftir að fara
til íslands?
„Þeir fara allmargir í viðskiptaer-
indum. Það fer vaxandi að Kínveijar
ferðist til útlanda, landið var, jú, lok-
að mjög lengi. Búast má við því að
þeim fari fjölgandi sem vilja sækja
heim til íslands. Auðvitað veltur það
líka á því hvað við emm duglegir að
kynna landið. En það hefur verið
meiri vöxtur í ferðum japanski'a
ferðamanna til Islands, það em ná-
lægt 2.000 Japanir, sem fara til Is-
lands árlega, enda hefur verið þar
skrifstofa sem rekið hefur ái'óður
fyrir íslandsferðum.“
Hvemig gengur Kínverjum að fá
vegabréf? Er það ekkert mál nú á
dögum?
margir halda
Ljósmyndir/Magnea
Ólafur Egilsson sendiherra á skrifstofu sinni í sendiráði ísiands í Peking,
Kínverjar eru líka mjög háttvísir.
Þeir gæta sín vel að fara ekki illa að
fólki. Þeir eru mjög seinir til að tjá
sig ef þeir fínna að það sem lægi
beinast við að segja kæmi illa við
viðmælandann
um landbúnaði á fáum áratugum
veldur því að ekkert fráleitt er að ís-
lenskir ráðunautar gætu tekið að sér
afmörkuð verkefni í Kína _ þessu
víðfeðma landi þar sem aðstæðum
svipar sumsstaðar til Islands.
Eitt er vert að nefna um leið og
sjávarafurðirnar, en það er hugbún-
aður. Sem dæmi nefni ég að Net-
verk hefur selt hugbúnað til eins af
stærstu útgerðarfyrirtækjum Kína,
sem stundar veiðar í öllum heimhöf-
um. Hugbúnaðurinn, sem lýtur að
fjarskiptum, gerir fyrirtækinu kleift
að fylgjast jafnóðum á skrifstofunni
sinni hvemig skipunum gengur hvar
á sjó sem er. Netverk er núna að
auka starfsemi sína og hefur sett á
fót skrifstofu í Hong Kong. Silfurtún
er hér með skrifstofu, Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna er með skrifstofu
í Shanghæ. Þeir hafa reyndar kallað
mann sinn þar heim í bili. Kínvérjar
eiga gífurlegan ónýttan jarðhita sem
sérfræðingar okkar eru reiðubúnir
að leggja þeim ennfrekar lið við að
hagnýta. Við teljum því tvímæla-
laust að hér séu miklir möguleikar.
En svo auðvitað veltur það mikið á
því hvar okkar fyrirtæki bera sig
eftir björginni. Við í sendiráðinu
komum á framfæri ýmsum fyrir-
spumum, sem sendiráðinu berast.
Eins sendum við heim ábendingar
verja sem fólk tekur strax eftir um
leið og það flyst hingað, t.d. líkams-
æfingamar sem þeir stunda á al-
mannafæri. Ef litið er út um glugg-
ann klukkan sex að morgni sér mað-
ur að þar er komið fólk á stjá að gera
morgunleikfimi. A kvöldin er fólk
svo með alls kyns tilburði, teygjur og
sveiflur á gangstéttum og torgum -
jafnvel dansað úti. Kínverjar eru
skemmtilega meðvitaðir um nauðsyn
líkamshreyfingar. Eins er með fæð-
una. Það er mikil hugsun á bak við
það hvemig þeir nærast. Kínverjar
eru líka mjög háttvísir. Þeir gæta sín
vel að fara ekki illa að fólki. Þeir eru
mjög seinir til að tjá sig ef þeir finna
að það sem lægi beinast við að segja
kæmi illa við viðmælandann."
Hafa margir íslendingar flust
hingað?
„Nei, örfáir. Það em í Peking
varla nema við hér, starfsfólk sendi-
ráðsins, og fáeinir námsmenn. Um
tíu til fimmtán manns. Svipaður
íjöldi býr nú í Hong Kong þar sem
Islendingum hefur farið fjölgandi.
íslendinga á öðmm stöðum í Kína
sem okkur er kunnugt um má telja á
fingmm annarrar handar."
Er eitthvað um að Kínverjar leiti
aðstoðar í sendiráðinu?
„Töluvert er um það núna að
„Það er ekki alveg eins sjálfsagt
og heima á íslandi. Verðlag og
launakjör em líka allt önnui- hérna
og það er ekkert hlaupið að því fyrir
fólk héðan að fara til velmegunar-
ríkjanna.“
Kínverjar hafa tekið sig
á í mannréttindum
Er mikill munur á milli fátækra og
ríkra?
„Hér em náttúrlega tugir milljóna
sem eiga lítið meira en til hnífs og
skeiðar, sérstaklega í sveitunum þar
sem víða er um að ræða sjálfsþurft-
arbúskap. Fólk nær að framfleyta
sér en lítið umfram það. Þetta er það
sem menn vona að standi til bóta.
Maður sér líka hvað þessi manngrúi
hefur áhrif á vinnubrögðin. Ég fór
t.d. með Náttúmlækningafélags-
mönnunum að skoða heilsustað fyrir
norðan Peking. Þar var verið að
leggja plötur á þak. Þeir tóku nokkr-
ar flísar, fleygðu uppá pall þar sem
vom menn sem fleygðu þeim áfram
upp. Sama var með steypuna og
límið. Steypunni var mokað af einum
palli upp á annan koll af kolli. Menn
myndu nú hafa farið öðm vísi að
heima, bæði af því það er kostur á
tækjabúnaði en líka vegna þess að
það er ekki mannafli til þess að