Morgunblaðið - 05.09.1999, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 4^
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir
Guðmundur Víðir Helgason ásamt Kenneth Mei-Yee Leung frá Hong Kong og Spánverjanum
Pablo J. López-González sem stunda rannsóknir í Sandgerði.
Rannsóknastöðin í Sandgerði þykir einstæð vísindaaðstaða
Nítján áður óþekktar
dýrategundir
Lífleg starfsemi fer fram í gömlu físk-
vinnsluhúsi í Sandgerði. Þar stunda inn-
lendir og erlendir vísindamenn rannsóknir
og konur úr bænum flokka botndýr í gríð
og erg. Erla Skúladóttir rölti um rann-
sóknastöðina í Sandgerði með Guðmundi
Víði Helgasyni líffræðingi sem er einn
þriggja sérfræðinga sem annast daglegan
rekstur stöðvarinnar.
NÍU konur úr Sandgerði hafa þann
starfa að krafsa sig í gegnum sýni
sem tekin hafa verið af hafsbotni í
íslenskri efnahagslögsögu. Konurn-
ar stunduðu áður ýmis störf í Sand-
gerðisbæ, störfuðu meðal annars á
leikskóla og við fiskvinnslu. Nú hafa
þær verið þjálfaðar til þess sérstak-
lega að tína dýr úr botnsýnunum og
flokka til um 160 helstu fylkinga og
hópa dýraríkisins. Flokkunin er
þáttur í rannsóknarverkefni um
botndýr á Islandsmiðum, BIOICE,
sem unnið hefur verið að frá ái'inu
1992.
Rannsóknaverkefnið er unnið á
vegum umhverfisráðuneytisins í
samstarfi Hafrannsóknastofnunar,
Náttúrufræðistofnunar Islands, Líf-
fræðistofnunar Háskólans, Sjávar-
útvegsstofnunar Háskólans og
Sandgerðisbæjar. Markmið þess er
að afla heildstæðs yfn-lits yfir meg-
indrætti í útbreiðslu botnlægra
dýrategunda innan íslenskrar lög-
sögu.
Margt athyglisvert hefur komið í
Ijós við rannsóknimar, að sögn Guð-
mundar Víðis Helgasonar líffræð-
ings. Hann segir að meðal annars
hafi fundist 19 áður óþekktar dýra-
tegundir og fjöldi tegunda sem ekki
var áður vitað að lifðu hér við land.
Þessum tegundum hefur verið lýst í
fræðilegum ritgerðum í virtum er-
lendum fræðiritum.
Rannsóknastöðin hefur
vaxið og dafnað
Við upphaf rannsóknaverkefnis-
ins var ráðist í að breyta gömlu fisk-
vinnsluhúsi í Sandgerði í rann-
sóknastöð. Upphaflega var útbúin
aðstaða til rannsókna í litlum hluta
hússins en mikið vatn hefur runnið
til sjávar síðan þá. Rannsóknaað-
staðan hefur stórbatnað og náttúru-
gripasafn, Fræðasetrið í Sandgerði,
var opnað í húsinu árið 1995. Sama
ár var komið upp gistiaðstöðu í
Fræðasetrinu fyrir erlenda fræði-
menn sem stunda rannsóknir í
rannsóknastöðinnni.
Verkefni rannsóknastöðvarinnai' í
Sandgerði hafa aukist ár írá ári, að
sögn Guðmundar Víðis. Stöðin hef-
ur tekið að sér ýmis verkefni auk
botndýrarannsóknaiánnar, mest
fyrir Hafrannsóknastofnun. I stöð-
inni eru einnig unnar margvíslegar
mengunarmælingar. Meðal annars
hefur verið unnið að rannsóknum á
áhrifum efnisins TBT á lífríkið en
efnið er notað í botnmálningu skipa.
Þá starfar breskur vísindamaður að
því um þessar mundir að kanna
kvikasilfursmagn í tilteknum sjáv-
arlífverum.
Einstæð vísindaaðstaða
Bretinn er einn fimm erlendra
vísindamanna sem nú stunda rann-
sóknir í rannsóknastöðinni í Sand-
gerði fyrir tilstuðlan verkefnis á
vegum Evrópusambandsins. Rann-
sóknastöðin er svokölluð Einstæð
vísindaaðstaða, Large-sale Facility.
ESB styrkir vísindamenn í aðildar-
löndum sínum og löndum innan
Evrópska efnahagssvæðisins til að
dveljast á slíkum stöðum um lengri
eða skemmri tíma. Verkefnið er í
tengslum við mannauðsáætlun Evr-
ópusambandsins.
Rannsóknastöðin í Sandgerði
hlaut viðurkenningu sem einstæð
vísindaaðstaða 1. apríl í fyrra og
starfar sem slík út aprílmánuð árið
2000. Um 30 erlendir vísindamenn
hafa þegar stundað rannsóknir í
Sandgerði að meðtöldum þeim fimm
sem nú eru þar að störfum, að sögn
Guðmundar Víðis. Vísindamennim-
ar koma víða að. Margir eru frá
Norðurlöndunum en sá sem lengst
er að kominn er frá Hong Kong.
Hann er með breskt vegabréf og
getur því tekið þátt í verkefnum
Evrópusambandsins.
Mikil viðurkenning fyrir botn-
dýrarannsóknirnar
Einstæða vísindaaðstöðu má
finna víðs vegar um Evrópu. Oftast
öðlast vísindastofnanir þessa viður-
kenningu vegna einstæðs og dýrs
tækjabúnaðai- sem þar er til staðar.
Rannsóknarstöðin í Sandgerði þótti
hins vegar viðurkenningarinnar
verð vegna þess mikla og verðmæta
safns dýra sem til er orðið vegna
BIOICE verkefnisins og einnig
vegna sjávarins sem unnt er að nota
til rannsókna í Sandgerði. Sjórinn
þykir einstakur á mælikvarða Evr-
ópuríkja vegna þess hversu hann er
lítið mengaður. Guðmundur Víðir
segir þátttöku rannsóknarstöðvar-
innar í Sandgerði í verkefni Evr-
ópusambandsins mikla viðurkenn-
ingu fyrir verkefnið um botndýr á
Islandsmiðum og aðstöðuna sem
byggð hefui- verið upp í Sandgerði.
I kjölfar viðurkenningar rann-
sóknastöðvarinnar í Sandgerði sem
Einstæðrar vísindaaðstöðu var leit-
að eftir styrkjum innlendra aðila til
að bæta rannsóknaaðstöðu þar.
Styrkir fengust til stækkunar að-
stöðunnar og tækjakaupa. Nú hefur
meðal annars verið útbúin stór
rannsóknarstofa í rannsóknastöð-
inni sem einnig getur þjónað sem
kennslustofa eða fyrirlestrasalur.
Þá var innréttuð ný tilraunastofa og
skrifstofur sem fyrst og fremst eru
fyrir gesti stöðvarinnar. Aðstaða
innlendra og erlendra fræðimanna í
rannsóknastöðinni í Sandgerði hef-
ur því tekið stakkaskiptum á
skömmum tíma.
Frönsk handunnin
Sveitahúsgögn úr gegnheilli eik
Sérþjálfaðir starfsmenn flokka dýr í rannsóknastöðinni.
Þegar haustar að...
Er ekki meiriháttar tilfinning
aö sitja viö snarkandi
aringlóö og kertaljós.
Við höfum lausnina.
Glæsilegir marmara-
og viöararnar.
Snarkandi rafmagnsglóð
Enginn skorsteinn -
engin óþrif.
COLONY
Laugavegi 59
Kjörgarði 2. Hæð
Opið frá
11 til 18
Símar:
561 6560
863 2317
863 2319
V/SA