Morgunblaðið - 05.09.1999, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 05.09.1999, Qupperneq 50
50 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA í DAG ST. Kevins’s-kirkja í Glendalough, Irlandi. Eilífðin * Við St. Kevins-kirkju á Irlandi eru höggmyndir, segir Stefán Friðbjarnar- son, sem sameina hringinn og krossinn í listrænan og trúarlegan „vegvísiu. FYRIR nokkrum árum skoð- aði pistlahöfundur gamla írska steinkirkju byggða fyrir nor- rænt landnám á íslandi, St. Kevin’s Church í Glendalough. Það var hrífandi sjón að horfa á þessi þrettán hundruð ára mannvirki, reist Guði til dýrðar og löngu liðnum kynslóðum til tíðahalds. Eitt af mörgu, sem fangaði athygli, vóru sérstæð listaverk, hoggin í stein, þar sem kross og hringur runnu saman í eitt. Steinkrossar með hring vóru algengir á fyrstu öld- um kristins siðar í Evrópu. Hr- ingurinn er ævafornt tákn þess, sem aldrei tekur enda, eilífðar- innar. Kristin kenning spannar trú á eilífð og ódauðleika: Maðurinn lifir, þótt hann deyi. Með öðrum orðum: Líkamsdauðinn er að- eins breyting á því umhverfi, sem mannsandinn lifir og starfar í. Það gildir að vísu sama máli um eilífaðartrúna og guðstrúna, hvorug er vísinda- lega sönnuð. Efasemdarmenn hengja hatt sinn á þetta atriði. Þeim er það frjálst. Leitin að sannleikanum, sem manninum er ásköpuð, felur í sér rétt efa- semdarmana og raunar allra manna til þess að skoða lífið og tilveruna frá ólíkum sjónarhól- um, þ.e. að líta lífið og tilveruna mismunandi augum. Arið 1948 kom út bók eftir dr. med. Arna Arnason, héraðs- lækni á Akranesi: „Þóðleiðin til hamingju og heilla“. Hún fjallar um guðstrú og eilífðartrú. Gríp- um aðeins ofan í þessa bók: „Það eru þrjú atriði í lífinu og heiminum, sem vér getum ekki hugsað upphaf né endi á. Þetta eru ekki nein aukaatriði, heldur höfuðatriði, en þau eru tími, rúm og orsakasamband. Vér getum ekki hugsað okkur tím- ann öðru vísi en eilífan, því hversu langt sem vér hugsum aftur í tímann, þá kemst hugs- unin aldrei að upphafinu, og á sama hátt heldur hann áfram að líða, óendanlega, fyrir hugsun vorri. Vér getum heldur ekki hugsað okkur takmörk rúmsins, geimsins, því hversu fjarlæg sem þau takmörk væru hugsuð, þá verður að hugsa sér eitthvað, sem taki við'þar fyrir utan. I þriðja lagi getum vér ekki hugs- að oss orsakasambandið endan- legt. Vér spyrjum ávallt að or- sök hvers og eins, og þegar hún er fundin, þá er aftur spurt að orsök þeirrar orsakar og svo koll af kolli. Vér getum heldur ekki hugsað okkur síðustu or- sökina...“ Bókarhöfundur heldur því m.ö.o. fram að vísindin hafi „til skamms tíma viðurkennt" eilífð orku og efnis - sem og að þessi „eilífðarkenning vísindanna“, sem hann nefnir svo, „sýni oss eilífð og ódauðleika í daglegri reynslu". Trúlega hafa ýmsir sitt hvað við þessa röksemda- færslu að athuga. Hún er samt sem áður íhugunarverð. Það skiptir á hinn bóginn ekki meg- inmáli að sanna tilvist eilífðar eða höfundar tilverunnar. Þar sem þekkinguna þrýtur þar tek- ur trúin við, var eitt sinn sagt. Og það er hún, trúin, sem þyngst vegur á vegferð okkar inn í hið ókomna, hvort sem við köllum það eilífð eða notum ann- að nafn. I upphafi þessa pistils er sagt frá samruna hringsins, tákns ei- lífðarinnar, og krossins, tákns trúarinnar og fagnaðarboðskap- arins, í list fornra steinsmiða. Þessi tákn blöstu við augum þegar pistlahöfundur leit 1.300 ára kirkju í Glendalough á ír- landi. Þar sem hann stóð við þessi ævafomu listrænu og trú- arlegu tákn, krossinn og hring- inn, varð honum hugsað til papanna. Þeir vóru írskir ein- setumenn, sem lögðu leið sína á skinnbátum til Islands á 7. og eða 8. öld. Þeir vóru trúlega fyrstu mennimir, sem stigu fæti á íslenzka jörð. Elzta frásögn um mannvist hér finnst í ritinu De mensura orbis terrae (um stærð jarðar), sem skráð var ár- ið 825. Þar segir höfundurinn, munkurinn Dicuil, frá kristnum mönnum sem dvöldu á eyjunni Thule árið 795, „en það nafn höfðu Irar um ísland“, segir í Islands sögu Einars Laxness. Fjölmörg örnefni staðfesta hér- vist papanna: Papey, Papafell, Papós, Papafjörður, Irafell o.s.frv. Paparnir, sem máski má nefna fyrstu íslendingana, gjörðu hringkrossa úr steini í upprunalandi sínu þegar áður en land okkar byggðist. Þeir vóra hvorki í vafa um hinn hæsta höfuðsmið himins og jarð- ar né eilífðina. Þótt Islendingar dagsins í dag horfi á lífið og til- verana af öðram sjónarhóli en papamir fornu getur niðurstað- an þó orðið ein og söm. Þúsund ár eða svo, sem skilja á milli papanna og okkar, era „dagur ei meir“ í eilífðinni. Krossinn, veg- vísirinn, og hringurinn, tákn ei- lífðarinnar, tala sama máli nú og fyrir 1.300 áram. VELMKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Er R-listanum alls varnað? VERIÐ er að byggja brú yfir Miklubraut við Skeið- arvog og Réttarholtsveg. Engin beygjuakrein er af Réttarholtsvegi inn á Miklubraut til austurs. Hvers vegna? Það virðist sem þarna verði umferðar- ljós eins og áður. Hvers vegna er þá verið að eyða milljarði í þetta mannvirki ef breytingin er engin og síst til batnaðar? Hverjum er R-listinn að hygla með kaupum á þess- um umferðarijósum? Hver er með umboðið? Þarna virðist vera sama snilldin og eyðsla og er Höfðabakkabrú var byggð. Er R-listanum alls varnað? Reykvíkingur. Víkingar á íslandi EIN besta og þekktasta danshljómsveit Norður- landa, sænsku Víkingarnir, eru væntanlegir til lands- ins með hljómleikahaldi á Broadway í september. Nýja platan þeirra „Kram- goa látar 1999“ seldist í Noregi í 25 þúsund eintök- um á þrem fyrstu söludög- um og plata fyrra árs seld- ist í 180 þúsund eintökum. Christer Sjögren, hinn frábæri söngvari hijóm- sveitarinnar, sagði í viðtali við dagblað í Onsberg, er hann tók við gullplötu vegna góðrar viðtöku í Noregi, að hann hlakkaði til Islandsfararinnar. Það er ekki minna tilhlökkun- arefni að Víkingarnir skuli væntanlegir til okkar og ekki var laust við öfund dans- og tónlistaráhugó- fólks í Noregi að tónleika- röð Víkinganna á þessu hausti skyldi hefjast hér. Nýja platan er áheyrileg blanda af sveiflulögum og rólegum og rómantískum lögum. Gaman er að heyra á plötunni frábæran flutn- ing Christers Sjögiæn á lagi Gunnars Þórðarsonar, „Mjn fyrsta ást“. Ólafur Laufdal á heiður skilinn fyrir innflutning hljómsveitarinnar og eru allir aðdáendur léttrar sveiflu og góðrar danstón- listar hvattir til að nota tækifærið og sækja þessi Víkingakvöld. Gunnar Þorláksson. Þökk og takk á víxl RÚV er ætlað það hlut- verk að efla íslenska menningu og hlúa að móð- urmálinu og hefur til þess í þjónustu sinni málfars- ráðunaut. Samt megum við enn horfa upp á það að dönskuslettan „takk“ sé oftar en ekki notuð í myndatextum í stað hins íslenska orðs „þökk“. Eg fylgdist með þættin- um Tilly Trotter frá kl. 20.05 í RÚV 30. ágúst sl. Þar brá fyrir orðinu „þökk“ í textanum um kl. 20.30, en síðan varð hið flata, danska „takk“ ráð- andi. Hvers vegna? Má biðja málfarsráðunaut RÚV um skýringu? Þessi vinnubrögð virðast vera aðalreglan í textasmíðum þessa ríkismiðils, sem á að vera til fyrirmyndar á þessu sviði. Við svo búið má ekki lengur standa. Við þökkum en tökkum ekki og þakklæti sýnum við en ekki takklæti - eða hvað? Gerum bragarbót á þessu hausti. Áhorfandi. Tapað/fundið Myndavél í óskilum SVÖRT Braun myndavél fannst sl. föstudag við vigt- ina við Rauðavatn. Upplýs- ingar í síma 567 4449. SKAK Umsjón IKargeir Pétursson STAÐAN kom upp á Skákþingi Islands sem nú stendur yfir í skák- miðstöðinni Faxafeni 12. Björn Þorfinnsson (2.305) var með hvítt, en Jón Garðar Við- arsson (2.355) hafði svart og átti leik. 29. - Hxe3! 30. Hxe3 - Bd4 31. Hfel - Bxc5 32. Dg4 - Rc4 og hvítur gafst upp. Jón Garðar tók forystu á mótinu í upphafi ásamt Hannesi Hlífari Stefáns- syni, stigahæsta keppand- anum. Svartur leikur og vinnur. HOGNI HREKKVISI '<7/efur ein/v/erseb básúnuncu mina. 1! " Víkverji skrifar... JIM Rogers og Paige Parker, unnusta hans, sem hófu þriggja ára heimsreisu sína á gulri Mercedez Benz-bifreið hérlendis um síðustu áramót, vora í vikunni stödd í Moskvu. Þau höfðu þá lagt 37.804 kílómetra að baki - ekið um Bretland, meginland Evrópu og austur til Asíu. Þau fóra alveg aust- ur til Japans og héldu síðan aftur í vestur; fóru inn í Rússland, komu við í Ulaanbaatar, höfuðborg Mon- golíu, og áfram í vesturátt til Moskvu. Leiðin liggur því næst til Minsk í Hvíta-Rússlandi, þaðan upp til St. Pétursborgar og þaðan til Finnlands. Þau ferðast um tíma um Norðurlöndin, því næst aftur um meginlandið og skreppa á ný til Bretlandseyja en síðan liggur leiðin suður á bóginn, um Frakkland og Spán og þaðan niður til Afríku. Á heimasíðu Rogers og Parker á Netinu greina þau frá því að þegar sprengja sprakk í verslanamiðstöð í Moskvu í síðustu viku sátu þau í mesta sakleysi við kvöldverðarborð á útiveitingastað fyrir ofan verslan- imar. Sluppu þar naumlega, „enn einu sinni í ferðinni," eins og þau komast að orði. xxx ÞAÐ ER gömul staðreynd og ný að mörgum gengur illa að sofna á kvöldin. Víkverji verður að viður- kenna að hann glímdi við þetta vandamál á tímabili og las þvi með athygli litla frétt sem hann rakst á í Morgunblaðinu í vikunni. Lesendum sínum til fróðleiks leyfir Víkveiji sér að birta fréttina hér aftur: „Flóuð mjólk er ágæt og þeir, sem því nenna, geta reynt að telja sauði til að sofna betur, en besta svefnmeðalið er einfaidlega sokkar og vettlingar. Svissneskir sérfræðingar, sem fást við að rannsaka lífsklukkuna og svefnvenjur fólks, hafa komist að þeirri niðurstöðu, að sé fólki hlýtt á höndum og fótum, þá sofni það fljótt og vel. Hitinn dreifist þá vel um lík- amann og við það losni úr læðingi ýmis hormón, til dæmis melatónín, sem ráða miklu um svefninn. „Þeir, sem fara í rúmið með kalda fætur, eiga erfiðara með að sofna en þeir, sem eru heitir fyrir,“ sagði Anna Wirz-Justice, einn svissnesku sérfræðinganna, en frá rannsóknum þeirra var skýrt í vísindatímaritinu Nature. Einfaldasta ráðið er því að vera í sokkum og jafnvel með vett- linga líka en annað, sem skiptir miklu máli fyrir góðan svefn, er, að líkaminn geti losnað við hitann út í umhverfið. Þess vegna má ekki vera of heitt í svefnherberginu." Víkverji man ekki eftir því að hafa sofið með vettlinga, ef til vill í útilegum reyndar, en ekki heima í svefnherbergi, en það gæti sem sagt verið gott ráð! XXX A* FIMMTUDAGINN vora liðin 30 ár frá því að fyrirbærið sem nú er kallað Intemet var fyrst tekið í notkun. Það var reyndar kallað ARPAnet í þá daga, var hálfgerð vegleysa í upphafi en er nú orðið að ótrúlegri hraðbraut fyrir uppiýsing- ar af ýmsu tagi, eins og allir vita. Upphaflega var um að ræða verk- efni sem Bandaríkjastjóm fjár- magnaði: samskiptakerfi milli tölva sem ætlað var Vesturveldunum í því skyni að auðvelda þeim baráttuna í kalda stríðinu. Með þessu móti hugðust þau skiptast á alls kyns upplýsingum, m.a. tækni- og hem- aðarapplýsingum, beint milli tölva. Rétt er að taka fram að sumir telja fyrirbærið hafa orðið að vera- leika 2. september 1969, aðrir telja rétt að miða við 20. október sama ár, þegar tvær tölvur „töluðu" í fyrsta skipti saman. Leonard Klein- rock, prófessor við UCLA-háskóla í Los Ángeles - sem talinn er „faðir“ þessa fyrirbæris - segist ekki viss um hvora dagsetninguna skuli miða við, enda skipti það ekki höfuðmáli. En fall virðist vera fararheill í þessu eins og svo mörgu öðra; í fyrsta skipti þegar tvær tölvur „töl- uðu saman“ hrundi kerfíð! Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og Netið nýtist heimsbyggðinni þannig í dag að með ólíkindum er. Klein- rock sagði í vikunni að upphafs- mennimir hafi ekki velt fyrir sér neikvæðu hliðum þessa fyrirbæris; þeir hafi aðallega hugsað um alls kyns tækniatriði, en ekki hvort ein- hvern tíma síðar þyrfti að hafa áhyggjur af því hvort Nonni litli lærði lexíumar sínar þegar hann kæmi heim úr skólanum eða færi að skoða klámefni í tölvunni!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.