Morgunblaðið - 05.09.1999, Page 54

Morgunblaðið - 05.09.1999, Page 54
54 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 SALA OG ENDURNÝJUN ÁSKRIFTARKORTA ER HAFIN Innifaldar í áskriftarkorti eru 6 sýningar: 5 svninqar á Stóra sviðinu: KRÍTARHRINGURINN í KÁKASUS - Bertolt Brecht GULLNA HLIÐIÐ - Davíð Stefánsson KOMDU NÆR - Patrick Marber LANDKRABBINN - Ragnar Arnalds DRAUMUR Á JÓNSMESSUNÓTT - William Shakespeare 1 eftirtalinna svninoa að eiain vali: GLANNI GLÆPUR í SÓLSKINSBÆ — Magnús Scheving/Sigurður Sigurjónsson FEDRA — Jean Racine VÉR MORÐINGJAR — Guðmundur Kamban HÆGAN, ELEKTRA — Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir HORFÐU REIÐUR UM ÖXL - John Osborne eða svninqar frá fvrra ári: > ABEL SNORKO BÝR EINN - Eric Emmanuel Schmitt TVEIR TVÖFALDIR - Ray Cooney RENT — Jonathan Larson SJÁLFSTÆTT FÓLK - BJARTUR - Halldór Kiljan Laxness SJÁLFSTÆTT FÓLK - ÁSTA SÓLLILJA - leikg. Kjartan Ragnarsson/ Sigríður M. Guðmundsd. Auk þess er kortagestum boðið á söngskemmtunina „MEIRA FYRIR EYRAÐ" á Stóra sviðinu eftir Þórarinn Eldjárn og Jóhann G. Jóhannsson Fvrstu svninqar á leikárinu : 5ý»t á Litta si/iði kt. 20:00 ABEL SNORKO BÝR EINN - Eric Emmanuel Schmitt fös. 10/9 sun. 12/9, fös. 16/9 Sýnt i Loftkastala kt. 20.30 RENT (Skuld) Söngleikur - Jonathan Larson Fös. 10/9, lau. 18/9. Almennt verð áskriftakorta er kr. 9.000,- Eldri borgarar og öryrkjar kr. 7.800,- Miðasalan er opin mánud.-þriðjud.kl.l3-18, miðvikud.-sunnud. kl. 13-20. Símapantanir frá kl.10 virka daga. Sími 551-1200. www.leikhusid.is, e-maii nat@theatre.is. gm LEIKFÉLAG Æ3& REYKJAVÍKURj® "" 1897- 1997 BORGARLEIKHÚSIÐ Stóra svið kl. 14.00: Sun. 19/9, sun. 26/9. Stóra svið kl. 20.00 Litíá liHjttÍHýíUðÍH eftir Howard Ashman, tónlist eftir Alan Menken. Fös. 10/9, nokkursæti laus, lau. 11/9, örfá sæti laus, lau. 18/9, örfá sæti laus, fös. 24/9, laus sæti. n i svcn 102. sýn. fös. 17/9, 103. sýn. sun. 26/9. Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000, fax 568 0383. 5 30 30 30 MAasata cpfo ata vl'ka daga fá M. 11-18 og taá M. 12-18 um helgar mNO-KORTm, SALA í FULLUM GANGI! HÁDEGISLEIKHÚS - kl. 12.00 mið 8/9 örfá sæti laus fim 9/9 örfá sæti laus fös 10/9, ATH. Lau 1.1/9 ÞJONN í a ú p u n n i Rm 9/9 ki. 20.00 nokkur sæti laus Nánari dagsetningar auglýstar síðar TILBOÐ TIL LEIKHUSGESTA! 20% afsláttur af mat fyrir leikhúsgesti í Iðró. Borðapantanir i síma 562 9700. u/vUu/.idno.is S.O.S. Kabarett lau. 11/9 kl. 20.30 örfá sæti laus fös. 17/9 kl. 20.30 örfá sæti laus lau. 25/9 kl. 20.30 HATTUR OG FATTUR sun. 12/9 kl. 14.00 sun. 19/9 kl. 14.00 sun. 26/9 kl. 14.00 Á þín fjölskylda eftír að sjá Hatt og Fatt? lau. 18/9 kl. 20.30 Miðasala í s. 552 3000. Opið virka daga kl. 10—18 og fram að sýningu sýningardaga. Miðapantanir allan sólarhringinn. Ævintýrid um ástina eftir ÞorVatd Þorsteinsson Leikstjórn María Keyndat „...hinir fullorðnu skemmta sérjafnvd ermþá betur en bömirí'. S.H. IVbl. „...bráðskemmtilegt ævintýr... ó/anategt og vandað bamaleikrit." L A Dagur. „...hugmyndaauðgi og krnnigáfan kem- ur áhorfendum í sífettu á óvart..." S.H. Mbl. sun. 5/9 kl. 15 örfá sæti laus Sun. 12/9 kl. 15 MIÐAPANTANIR í SÍMA 551 9055 Stjörnuspá á Netinu vg> mbl.is M.CMA £ITTH\SAÐ ISIÝTT~ FÓLK í FRÉTTUM TRUFLUÐ TILYERA Þrjár íslenskar hljóm- sveitir komu fram á Reading-tónlistarhátíð- inni sem fram fór um síðustu helgi. Ingibjörg Þórðardóttir var á staðnum og fylgdist með framgöngu landa sinna. EIN AF stærstu árlegu tónlistarhá- tíðum á Bretlandi fór fram í blíð- skaparverði um síðustu helgi í Rea- ding. Hátíðin stóð í þrjá daga og þetta árið fóru hljómsveitirnar Bl- ur, Red Hot Chili Peppers, Pulp og Pavement þar fremstar í flokki. Þrjár íslenskar hljómsveitir voru jafnframt með og var þetta í fyrsta skipti sem þær spiluðu á þessari há- tíð. Fyrst af íslensku hljómsveitunum til að stíga á svið var Bellatrix, sem spilaði í BBC-útvarpstjaldinu á föstudeginum. Þrátt fyrir óhag- stæða tímasetningu, þ.e.a.s. rétt eft- ir hádegi á fyrsta degi hátíðarinnar, fylltu þau tjaldið og fengu mjög góðar viðtökur. Elíza söngkona sagði að þau væru mjög ánægð að komast á svona stóra hátíð „og stemmningin var frábær. Okkur þótti best að okkur skyldi takast að fylla tjaldið áður en við byrjuðum að spila“. Bellatrix skrifaði nýlega undir samning við breska útgáfu- fyrirtækið Fierce Panda og hefur verið stíf dagskrá hjá hljóm- sveitinni síðan. Eftir að hafa spilað á Reading á föstudaginn héldu þau aðra tónleika í Leeds á laugardegin- um. Síðasta þriðjudag hélt Bellatrix síðan tónleika í London til að kynna nýjustu afurðir sínar fyrir bresku pressunni og tókust þeir með af- brigðum vel, enda hefur hún fengið mjög góða dóma í tónlistarblöðum hér. Þeir sem ég náði tali af lofuðu frammistöðu sveitarinnar og þá ekki síst Elízu. Einn af þeim lýsti frammistöðu hennar sem „trufl- aðri“. Hún var að vonum ánægð. „Það er auðvitað gaman að heyra ef maður gerir vel. Það hefur breytt öllu fyrir okkur að flytja hingað út. Núna erum við þar sem hlutirnir gerast og þurfum ekki að skipu- j I ~ÍSLENSKA ÓPERAN jiin WgjliÍSBÍIwa.) Gamanleikrit í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar Fös 10/9 kl. 20 UPPSELT Lau 11/9 kl. 20 UPPSELT Fim 16/9 kl. 20 örfá sæti iaus Lau 18/9 kl. 20 örfá sætí laus Ósóttar pantanir seldar daglega Símapantanir í síma 551 1475 frá kl. 10 Miðasala opin frá kl. 13—19 alla daga nema sunnudaga Islendingarnir voru áberandi eins og fyrri daginn. leggja allt langt fram í tímann. Samningurinn veitir okkur líka fjár- hagslegt öryggi og meiri tíma og fé er eytt í kynningu á h]jómsveitinni.“ En Reading-hátíðin hélt áfram. Um hádegi á laugardeginum var komið að Botnleðju eða Silt eins og þeir kalla sig á ensku. Tónleikar þeirra á hátíðinni voru upphafið að þriggja vikna langri tónleikaferð sem hljómsveitin er að fara í um all- ar Bretlandseyjar. Ferðin endar á In The City-hljómsveitarráðstefn- unni (ITC), en það var einmitt þar á síðasta ári sem Bellatrix náði at- hygli breskra útgáfufyrirtækja. íkt og Bellatrix daginn áður fékk Botnleðja góðar viðtök- ur og virtust áheyrendur vera ánægðir með frammistöðuna þrátt fyrir að fæstir hefðu heyrt um hljómsveitina áður. Eins og vaninn er safnaðist dágóður hópur af ís- lendingum saman fyrir framan svið- ið til að hvetja hljómsveitina áfram og þá vantaði að sjálfsögðu ekki ís- lenska fánann, sem var veifað óspart á meðan á tónleikunum stóð. Tónleikarnir gengu þó ekki áfallalaust fyrir sig og þegar blaða- maður hitti hljómsveitina baksviðs eftir á var augljóst að hljómsveitar- meðlimir voru óánægðir með ýmsa tæknilega örðugleika sem komu upp og þá helst að hljómborðið bil- aði og þeir þurftu því að spila án þess fyrri hluta tónleikanna. Það virtist þó ekki eyðileggja stemmn- inguna og umboðsmaður þeirra, Anna Hildur Hildibrandsdóttir, sagði mér að þau væru mjög ánægð með viðtökumar. „Það væri í raun ekki hægt að biðja um meira miðað við tímasetn- ingu og að hljómsveitin er nánast ekkert þekkt í Bretlandi.“ Hún sagði jafnframt að þetta væri góð kynning fyrir fyrstu smáskífu sveit- arinnar í Bretlandi, sem kemur út 20. september næstkomandi. Krist- ján hljómborðsleikari og Heiðar söngvari eru báðir fluttir til London til þess að kynna tónlist sveitarinn- ar. Heiðar sagði að það munaði öllu að vera á staðnum þar sem þá væra mun meiri líkur á því að komast í samband við rétta aðila. Hann sagði jafnframt að tengsl Bellatrix inn í tónlistarheiminn í London hjálpuðu þeim að kynnast rétta fólkinu. En hvað fannst honum um að spila á Reading? „Þetta er náttúrulega frábær kynning fyrir okkur og gott að kom- ast að þótt fyrirvarinn væri stuttur. Við vorum náttúrulega ferlega fúlir yfir því að hljómborðið skyldi klikka en það þýðir ekkert að velta sér upp úr því; það gengur bara betur næst.“ Líkt og Bellatrix hélt Botn- leðja til Leeds að tónleikunum lokn- um til að taka þátt í hátíðinni þar. / slendingamir sem mættu á há- tíðina máttu síðan bíða mestan hluta dagsins eftir að síðasta ís- lenska hljómsveitin spreytti sig á sviðinu. Gus Gus spilaði í danstjald- inu rétt fyrir níu á laugardagskvöld- ið. Fyrir tónleikana náði ég tali af tveimur meðlimum hljómsveitarinn- ar, Sigurði Kjartanssyni og Stefáni Araa, og ég byrjaði á að spyrja þá að því af hverju þeir spiluðu í danstjaldinu. „Við lendum mikið í þessu. Fólk veit ekki alveg hvemig það á að túlka tónlistarstefnuna okkar. Það er samt betri uppstilling núna af hljómsveitum á undan okkur en yfir- leitt er.“ Gus Gus steig á svið á eftir Roni Size, sem er einn af þekktari plötusnúðum Bretlands. Það var samt annað hljóð í Gus Gus-meðlim- um en hinum tveimur íslensku hljómsveitunum sem spiluðu á hátíð- inni. „Við erum ekkert sérstaklega spenntir yfir því að spila á þessari hátíð. Það era örfáar hátíðir sem eru þess virði að borga sig inn á. Ein af þeim er Glastonbury, sem við vorum á fyrr í sumar. Þessi er í raun ekkert sérstök eða er það? Við búum á Is- landi og vitum í raun ekkert um þessar hátíðir.11 Þeir voru engu að síður sammála um að þetta væri ágæt leið til þess að ná athygli áheyrenda sem myndu annars ekki koma á tónleika með þeim. Hvorki Sigurður né Stefán Ami virtust vera sérlega hrifnir af Bretlandi, enda hefur Gus Gus náð mun meiri vin- sældum í Bandaríkjunum og á meg- inlandi Evrópu og þá sérstaklega í Frakklandi. „Við erum samt ekkert að hugsa um að slá í gegn,“ sagði Sigurður, „þá værum við að gera allt aðra hluti. Við höfum verið frumkvöðlar á ákveðnu sviði og gengið vel. I raun snýst þetta aJlt um að gera góða tón- list.“ Og það var nákvæmlega það sem þeir gerðu með tilheyrandi kvik- myndaívafi. Þrátt fyrir lítinn tíma til að setja upp sviðið virtust tónleik- amir takast í alla staði vel og áheyr- endur voru greinilega á sama máli ef marka má viðbrögð þeirra sem blaðamaður hlustaði eftir í lokin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.