Morgunblaðið - 21.10.1999, Page 2

Morgunblaðið - 21.10.1999, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rjúpur á Hafnar- barnum Þórshöfn. Morgunblaðið. SJÖ feitar rjúpur sátu á tröppun- um fyrir utan veitingastofuna Hafnarbarinn og ætla trúlega að fá sér hressingu áður en þær láta sig hverfa fyrst veiðimenn eru komnir á stjá. Karen Rut Konráðsdóttir, sem var á leið í vinnuna á Hafnar- barnum, staldraði við þegar hún sá hópinn á tröppunum en hún er ágæt rjúpnaskytta og var af- kastamikil á síðasta veiðitímabili svo segja má að hún sé rjúpna- drottning Þórshafnar. Þegar hún gerði sig Iíklega til að ganga upp tröppurnar til að opna veitinga- staðinn flugu ijúpurnar upp með semingi en fóru ekki lengra en upp á þakið á Hafnarbarnum og á næsta húsi. Óvenju mikið virðist vera af rjúpu inni í þorpinu þetta haust og þær eru mjög spakar. Rjúpna- skyttur vonast til að rjúpurnar verði jafnrólegar þegar líður á haustið en það kemur í ljós. Rflrið viðurkennir að hafa beitt heilsugæslulækni rangindum Fékk 2,7 milljónir króna í bætur vegna uppsagnar ÍSLENSKA ríkið hefur viðurkennt að uppsögn Guðmundar Karls Snæbjörnsssonar, læknis við Heilsugæslustöðina í Ólafsvík, var ólögmæt sem og áminning sem honum var veitt fyrir brot í starfí árið 1993. Guðmundur Karl stefndi ríkinu í vor fyrir gerninginn og krafðist þess að bæði áminningin og uppsögnin yrðu dæmdar ólögmætar og krafðist ennfremur greiðslu miska- og skaða- bóta. Ríkislögmaður tók undir með stefnanda um að áminning og uppsögn hans hefðu verið ólög- mætar á sínum tíma og varðist kröfum stefn- anda þar að lútandi því ekki fyrir dómi. Þá náðist samkomulag milli málsaðila um 2,7 milljóna króna bótagreiðslu og var málið fellt niður fyrir dómi. Með málalyktunum hefur íslenska ríkið viður- kennt ólögmæti uppsagnarinnar og áminningar- innar, sem Guðmundur Karl taldi frá upphafi að hefðu verið sprottnar af ásökunum á hendur sér af hálfu stjómar Heilsugæslustöðvarinnar í Ólafsvík. Áminning og uppsögn sprottnar af ásökunum „Forsendur þess að ég var var áminntur í starfi og rekinn úr stöðu heilsugæslulæknis voru þær, að stjórn Heilsugæslustöðvarinnar í Ólafsvík bar fram ásakanir á hendur mér eftir að ég reyndi að koma veikum samstarfslækni mínum, sem jafnframt sat í stjórn heilsu- gæslustöðvarinnar, í meðferð vegna mikils áfengis- og vímuefnavanda," sagði Guðmundur Karl. Þáverandi heilbrigðismálaráðherra, Sighvat- ur Björgvinsson, veitti Guðmundi Karli um- rædda áminningu í starfi vorið 1993 og nokkrum mánuðum síðar var honum vikið úr starfi af Guðmundi Áma Stefánssyni, þáverandi heilbrigðismálaráðherra. Hafði Guðmundur Karl þá verið starfandi erlendis með leyfi ráð- herra frá áramótum 1993. „Þessar málalyktir vitna um það að upp- sögnin og áminningin hafi verið svo augljóslega ólögmætar þar sem ríkið brást ekki til hinna minnstu varna þegar ég stefndi því fyrir þess- ar ákvarðanatökur. Eg tel það með ólíkindum að það skuli geta gerst að stjórn heilsugæslu- stöðvarinnar og síðar æðstu ráðamenn heil- brigðismála skyldu láta leiða sig með slíkum hætti á asnaeymnum út frá staðlausum ásök- unum stjórnar heilsugæslunnar, en þar í broddi fylkingar var fyrrverandi samstarfs- læknir minn auk fyrrverandi félagsmálaráð- herra, sem jafnframt var formaður stjórnar heilsugæslustöðvarinnar, Alexander Stefáns- son. Þetta mál vitnar því ekki síst um alvarlega brotalöm í ákvarðanatökuferli æðstu embættis- manna þjóðarinnar." Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Yflrskattanefnd hefur lokið umfjöllun um mál Hrannars B. Arnarssonar Sektaður um 450 þúsund kr. YFIRSKATTANEFND hefur lokið umfjöllun sinni um mál Hrannars B. Arnarssonar borgar- fulltrúa og mun hann taka sæti sitt í borgarstjórn á næstunni. Niðurstaða nefndarinnar er sú að Hrannar er sektaður um 450 þús- und krónur sem renna í ríkissjóð vegna þriggja atriða af átta sem umfjöllun yfirskattanefndar tók til, en ekki þótti ástæða til að að- hafast vegna fimm atriða, sam- kvæmt upplýsingum Hrannars. Hann segir að hann muni ekki birta úrskurðinn, enda sé hann trúnaðarmál, en þessi þrjú atriði lúti öll að skattskilum áranna 1992 og 1993 og því að réttum skýrslum hafi ekki verið skilað á réttum tíma, en hann hafi að fullu bætt úr því og staðið skil á öllum sköttum og skyldum vegna þessa tímabils. „Það má segja að þetta sé enda- punkturinn á þeim fjárhagslegu Metsala á ALLT stefnir í metsölu á vélsleð- um á þessu hausti. í fyrravetur seldust vélsleðar mjög vel og útlit er fyrir að salan verði enn meiri nú í vetur. Tómas Eyþórsson forstjóri Polaris ehf. segir að áhugi á vélsleðum hafi far- ið mjög vaxandi og að fólk sé í sí- auknu mæli að átta sig á því hversu skemmtileg íþrótt það sé að þjóta um á sleðum um hálendið. „Búið er erfiðleikum sem ég komst í upp úr 1991. Ég er auðvitað mjög ánægð- ur og glaður með að þessum langa ferli sé loksins lokið með þessum hætti,“ sagði Hrannar í samtali við Morgunblaðið. Tekur sæti í borgarstjórn Hann sagði aðspurður að ekkert væri því lengur til fyrirstöðu að hann tæki að sér þau trúnaðarstörf sem hann var kjörinn til í borgar- stjómarkosningunum fyrir einu og hálfu ári. Hann hefði lýst þvi yfir þegar hann hefði ákveðið að setjast ekki í borgarstjóm að hann myndi ekki taka að sér nein trúnaðarstörf fyrr en málið hefði fengið farsælan endi. Það væri núna í höfn og hann myndi fara yfir það með borgar- stjóra í dag hvernig að því yrði best staðið að hann kæmi til starfa. ■ Tekur sæti/14 vélsleðum að panta meira hjá okkur nú en nokkra sinni áður á þessum tíma og era margar tegundir hjá okkur uppseldar." Tómas segir aukninguna stafa meðal annars af því að í fyrravetur hafi verið meiri snjór en hafi verið í nokkur ár. Fólk virðist gera ráð fýrir því að í ár verði líka meiri snjór og að áhuginn sé þegar far- inn að segja til sín. Stóra fíkniefnamálið Karlmað- ur hand- tekinn LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í gærmorgun karl- mann á fertugsaldri í tengslum við rannsókn á stóra fíkniefna- málinu. Maðurinn var handtekinn í Reykjavík og verður sam- kvæmt heimildum Morgun- blaðsins leiddur fyrir héraðs- dóm í dag, fimmtudag, þar sem lögð verður fram krafa um gæsluvarðhald yfir honum. Níu karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins eftir að einum gæsluvarðhalds- fanga, sem efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra fékk úr- skurðaðan í varðhald, var sleppt úr haldi á þriðjudag. Að sögn lögreglu miðar rannsókn stóra fíkniefnamáls- ins vel og játar hún því hvorki né neitar, spurð að því hvort fleiri handtökur séu í undir- búningi. --------------- Hleypt úr dufttæki í stigagangi SLÖKKVILIÐIÐ var kvatt að fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga í gær vegna reyks á stigagangi, en í ljós kom að einungis hafði verið hleypt úr dufttæki. Að sögn lögreglunnar vora ungir grallai-ar þarna á ferð og yrði foreldram þeirra gerð grein fyrir framferði þeirra. 12SBUR Viðskiptablað Morgunblaðsins Eyjólfur Sverrisson lék vel gegn AC Milan í Berlín / C1 ÍR-stúlkur skelltu bikarmeist urum Fram í Seljaskóla / B3 Fylgstu með nýjustu fréttum Sérblað um viðskipti/'atvinnulíf www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.