Morgunblaðið - 21.10.1999, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Utanríkisráðherrar Norðurlandanna á fundi með utanríkisráðherra Þýskalands
Ræddu áhyggjur af einangr-
un vegna utanríkisstefnu ESB
Berlín. Morgunblaðið.
ÁFORM um sameiginlega utanríkisstefnu aðild-
arríkja Evrópusambandsins og staða þeirra
Norðurlanda, sem standa utan ESB, en eru í Atl-
antshafsbandalaginu, var helsta umræðuefnið á
hádegisverðarfundi utanríkisráðherra Norður-
landanna og Þýskalands í embættisbústað þýska
utanríkisráðuneytisins hér í Berlín í gær. Lýstu
ísland og Noregur þar yfir verulegum áhyggjum
af stöðu mála.
„Við tókum þetta mál upp, ég og utanríkisráð-
herra Noregs, Knut Vollebæk," sagði Halldór
Ásgrímsson utanríkisráðherra eftir fundinn í
gær. „Ég tel að það sé skilningur á okkar af-
stöðu, sem við vonumst til að muni leiða til já-
kvæðrar niðurstöðu. En það mál er að mínu mati
í verulegu uppnámi." Halldór sagði að þessi um-
ræða hefði ekki komið öðrum utanríkisráðherr-
um á fundinum á óvart: „Ég er ánægður með við-
ræðumar. Gerð var grein fyrir mörgum öðrum
málum, en satt best að segja voru þessar umræð-
ur umfangsmestar og áhugaverðastar."
Strobe Talbott, varautanríkisráðheiTa Banda-
ríkjanna, sagði þegar hann kom til Islands fyrir
rúmri viku að hann hefði tekið þetta mál upp
þegar hann ræddi við embættismenn í Bretlandi
og sagt að sameiginleg utanríkisstefna Evrópu
mætti ekki verða til þess að þau Evrópuríki, sem
væru í NATO, en stæðu utan ESB mættu ekki
einangrast.
í þýska utanríkisráðuneytinu er litið svo á að
ísland sé vegna legu sinnar þvert yfir Atlants-
hafshrygginn mikilvægur hlekkur, sem heldur
saman keðjunni yfir Atlantshafið, milli Banda-
ríkjanna og Evrópu og það samband myndi hald-
ast um ófyrirsjáanlega framtíð.
Ekkert kemur í staðinn
fyrír Atlantshafstengslin
Háttsettur heimildarmaður í þýska utanríkis-
ráðuneytinu sagði í samtali við Morgunblaðið
þegar staða Islands, Noregs og Tyrklands var
nefnd í sambandi við sameiginlega utanríkis-
stefnu Evrópusambandsins, að það sama mætti
segja um þetta mál og Rússland, sem væri
landafræðileg staðreynd og þyrfti að taka tillit
til hvort sem maður vildi það eða ekki: „Það get-
ur ýmislegt breyst, en landafræðin breytist ekki.
Þar við bætist að við erum mjög áfram um sam-
einaða Evrópu og um leið viljum við að Banda-
ríkin hafi stóru hlutverki að gegna í Evrópu og
höfum reynt hvað eftir annað hversu mikilvæg
Bandaríkin eru fyrir Evrópu - eftir heimsstyrj-
aldirnar og í ár. Áherslan á Atlantshafstengslin
þarf að lagast að nýjum aðstæðum, en það kem-
ur ekkert í staðinn fyrir hana. Evrópa mun
gegna stærra hlutverki með sameiginlega
stefnu, en það mun ekki útiloka þá, sem standa
fyrir utan. Ég held að það sé engin ástæða til að
óttast."
Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýska-
lands, sagði á sameiginlegum blaðamannafundi,
sem haldinn var í gær, að viðræðumar hefðu bor-
ið ríkulegan ávöxt og verið mjög opnar og lífleg-
ar. Tekin hefðu verið fyrir Evrópumál, samskipti
yfir Atlantshafið og þróun mála á ýmsum sviðum
í Evrópu. „Við ræddum ekki aðeins ESB, stofn-
anamál og samrunaþróun, heldur einnig sam-
skipti aðildarríkja ESB við ríki utan bandalags-
ins,“ sagði hann.
Fischer tók til þess að þrír af norrænu utan-
ríkisráðherrunum gegndu um þessar mundir
forystuhlutverki í evrópskum stofnunum, Hall-
dór hjá Evrópuráðinu, Knut Vollebæk, utanrík-
isráðherra Noregs, hjá Öryggis- og samvinnu-
stofnun Evrópu, og Tarja Halonen, utanríkis-
ráðherra Finnlands, hjá ráðherraráði Evrópu-
sambandsins og bæri það vitni framlagi Norður-
landanna til mikilvægra málaflokka. „Ég vona
að sú nána samvinna, sem við áttum í dag vegna
opnunar norrænu sendiráðanna, muni nýtast til
praktískra hluta í framtíðinni. Ef marka má
þann anda, sem ríkti í samræðunum í dag, get
ég verið bjartsýnn og þá verður um að ræða líf-
legt og gjöfult samstarf Þýskalands við Norður-
lönd.“
Halldór Ásgrímsson sagði að það væri hátíð-
legur dagur þegar Norðurlöndin opnuðu saman
sendiráð í Berlín: „En þetta er ekki aðeins dagur
til fagnaðarláta," sagði hann. „Þetta er okkar leið
til að sýna hvaða árangri má ná með svæðis-
bundnu samstarfi Norðurlandanna og við viljum
nota þennan sameiginlega styrkleika til að auka
samstarfið við Þýskaland og í Norður-Evrópu.
Þýskaland er góður vinur allra Norðurlandanna,
góður bandamaður, og við viljum vissulega auka
samstarfið.“
Sjónvarpsstöðin Skjár einn hóf útsendingar að nýju í gærkvöldi
Megináhersla
á innlenda
dagskrárgerð
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Sigursteinn Másson fréttastjóri og starfsmenn Skjás eins fögnuðu vel
að loknum fyrsta fréttatíma stöðvarinnar í gærkvöldi.
SPENNA og eflirvænting ríkti í
höfuðstöðvum Islenska sjón-
varpsfélagsins/Skjás eins í gær,
þegar starfsmenn stöðvarinnar
voru að leggja lokahönd á undir-
búning fyrstu útsendingar henn-
ar eftir stórvægilegar skipulags-
breytingar. Útsendingar stöðv-
arinnar lögðust niður um tíma
en hófust svo aftur í gærkvöldi
undir allt öðrum formerkjum en
áður. Nú er lögð megináhersla á
innlenda dagskrárgerð, þó að
erlent efni verði líka á dagskrá.
Þá er stöðin einnig með eigin
fréttastofu.
„Undirbúningsvinnan hófst
fyrir þremur mánuðum," segir
Árni Þór Vigfússon, fram-
kvæmdasljóri íslenska sjón-
varpsfélagsins, í samtali við
Morgunblaðið, „en llestallt það
fólk sem er á þönum hérna núna
hóf störf fyrir um einum og hálf-
um mánuði.“
Innlendir þættir munu skipa
veigamikinn sess á dagskrá
Skjás eins og verða umfjöllunar-
efnin fjölbreytt, þar verða
skemmtiþættir, þættir um við-
skipti, stjórnmál, kvikmyndir og
fleira. Árni segir að innlenda
dagskrárgerðin vaxi þeim ekki í
augum, tækninni hafi fleygt það
mikið fram að mun einfaldara
og ódýrara sé að vinna sjón-
varpsþætti en áður. Eins sé lögð
mikil áhersla á góða hugmynda-
vinnu og að fá gott fólk til
starfa, en minni áhersla á kostn-
aðarsama umgjörð.
Fréttastjóri Skjás eins er Sig-
ursteinn Másson. Auk hans eru
fjórir fréttamenn á fréttastof-
unni og verða tveir fímmtán
mínútna fréttatímar á dag,
klukkan 18 og 20. Sigursteinn
segir að sérstaða fréttastofunn-
ar felist meðal annars í styttri
fréttatímum og aðaláherslu á
fréttir sem tengist höfuðborgar-
svæðinu, en ekki verða sagðar
fréttir utan af landi nema um
stórviðburði sé að ræða. Meg-
ináliersla verður á innlendar
fréttir en erlendar fréttir munu
eiga sinn sess og verður reynt
fínna léttari fleti á tilverunni í
útlöndum. „Þetta verður frétta-
stofa með alvöruþunga í stórum
málum. Fréttirnár mega þó ekki
verða leiðinlegar og gott væri
ef fólk gæti sagt eftir fréttir;
Þetta var skemmtilegur frétta-
tími.“
Samningur við íslenska
útvarpsfélagið
Hægt er að ná útsendingum
Slgás eins með Breiðbandinu
eða með örbylgjuloftneti en þá
verður að hafa myndlykil sem
íslenska útvarpsfélagið leigir út.
Árni segir að þegar Skjár einn
hafí fyrst hafið útsendingar hafí
verið gerður samningur við Is-
lenska útvarpsfélagið um afnot
af dreifíkerfi þess gegn gjaldi
og að sá samningur sé enn í
gildi.
Hreggviður Jónsson, fram-
kvæmdastjóri fslenska útvarps-
félagsins, segir í samtali við
Morgunblaðið að Skjár einn hafí
verið inni á þeirra dreifkerfí frá
upphafi, um það hafí verið gerð-
ur samningur á sínum tíma og
að stöðin eigi að greiða fyrír
notkun af dreifikerfinu. Áð-
spurður segist hann ekkert hafa
sérstaklega við þessa stöðu að
athuga eins og stendur. Hann
segist ekki óttast samkeppnina
við Skjá einn og að þetta muni
bara virka eins og vítamín-
sprauta á þau hjá íslenska út-
varpsfélaginu. Af því sem hann
hafi séð sýnist honum mikil
sköpunargleði og frumkvæði
'ríkja hjá aðstandendum Skjás
eins og kveðst hann bjóða stöð-
ina velkomna í loftið.
textaskilaboð
...í GSM símann þinn!
Láttu senda þér upplýsingar
um stöðuna
Trausíur banki
Maísbarna-
grautur
innkallaður
MAÍS-BARNAMATUR frá
fyrirtækinu Helios hefur verið
innkallaður úr verslunum á
N orðurlöndunum.
Norska matvælaeftirlitið
bannaði á mánudag sölu á
vörunni eftir að mikið magn af
efninu zearalenon fannst í
þessari matartegund. Versl-
unin Yggdrasill hefur selt vör-
ur frá Helios hér á landi og í
gær barst eigendum verslun-
arinnar tilkynning frá íyrir-
tækinu um að varan væri inn-
kölluð.
Um er að ræða mat sem
unninn er úr lífrænt ræktuð-
um maís og seldur undir vöru-
merkinu Aurion. Um ástæður
framleiðslugallans segir í
símbréfi frá Helios að ef kom-
ið sé of heitt og rakt þegar
það er unnið geti myndast
óæskileg efni.
Vel látið af matnum
Hildur Guðmundsdóttur,
annar eigandi verslunarinnar
Yggdrasils, segist hanna
þennan framleiðslugalla sér-
staklega þar sem mjög vel
hafi verið látið af barnamatn-
um. Hún segist minnst hafa
selt af maísgrautnum en mik-
ið af öðrum tegundum grauta
frá Helios. Hún segir að
barnagrautarnir hafi fengið
sérstaka viðurkenningu í
Danmörku og hjúkranarfræð-
ingar hér á landi hafi lofað
gæði vörunnar.
Hildur segir það mjög sjald-
gæft, að eiturefhi finnist í líf-
rænt ræktuðum vöram en í
símbréfinu hafi komið íram að
þetta tengist ekki því hvort
varan sé lífrænt ræktuð eður
ei.
Norska heilbrigðiseftirlitið
er um þessar mundir að rann-
saka barnamat, einkum maís-
grauta, með tilliti til þess
hvort of mikið magn af
ákveðnum efnum finnist.
Þjónustu-
sími banka
ekki leng-
ur ókeypis
VIÐSKIPTAVINIR banka og
sparisjóðanna eiga þess ekki
lengur kost að hringja ókeyp-
is í þjónustusímann 800-4444
til að fá upplýsingar um stöðu
á reikningum.
Þegar hringt er í símanúm-
erið svarar símsvari þar sem
fólki er bent á að hringja í
515-4444. Þeir sem hringja í
nýja númerið þurfa að greiða
fyrir símtalið.
Landið orðið
eitt gjaldsvæði
Samkvæmt upplýsingum
bankanna var upphaflega
hugmjmdin að baki 800-núm-
ersins sú að allir landsmenn
sætu við sama borð hvað þjón-
ustuna varðaði, en eftir að
landið var gert að einu gjald-
svæði hafí ekki þótt ástæða til
að niðurgreiða símakostnað-
inn lengur.
Bent er á að þjónustan sjálf
sé að sjálfsögðu gjaldfrjáls,
það sé einungis símtalið sem
þurfi að greiða fyrir.