Morgunblaðið - 21.10.1999, Síða 12

Morgunblaðið - 21.10.1999, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Snarpar utandagskrárumræður um hugsanlega staðsetningu kjarnorkuvopna á íslandi 1956-1959 Krafa sett fram um að skjala- leynd verði aflétt Sú ályktun þriggja bandarískra fræði- manna, sem sagt var frá í bandarískum fjölmiðlum í gær, að kjarnorkuvopn hefðu verið geymd á Islandi á árunum 1956-1959, varð tilefni snarpra utandag- skrárumræðna þingmanna á Alþingi í gær. •Í-V Morgunblaðið/Þorkell Margrét Frímannsdóttir var niálshefjandi að utandagskrárumræðunni í gær. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra greindi frá því við umræðumar að bandaríska vam- armálaráðuneytið hefði lýst því yfír við íslensk stjóm- völd að ályktun fræðimannanna væri röng en stjómarandstæð- ingar gerðu hins vegar kröfu um að íslensk stjómvöld fæm fram á það við bandarísk stjómvöld að þau afléttu leynd af þeim gögnum, sem þetta mál varða, svo Ijúka mætti um- ræðu um það í eitt skipti fyrir ölL Margrét Frímannsdóttir, þing- maður Samfylkingar, var málshefj- andi utandagskrárumræðunnar í gær og sagði það mjög alvarlegt, ef rétt reyndist, að Bandaríkjamenn hefðu geymt hér kjarnorkuvopn í óþökk íslenskra stjómvalda. Hún reifaði rannsókn fræðimann- anna þriggja, sem birt er í tímarit- inu Bulletin of the Atomic Scient- ists, og sagt er frá í bandarískum dagblöðum í gær. Sagði hún að fræðimennimir hlytu að telja sig hafa öragga vissu í málinu því það væri mikill ábyrgðarhluti að birta slíka hluti í virtu fræðiriti. „Hér virðist því ekki um neina flugufregn að ræða, eins og stundum áður,“ sagði Margrét. Hún sagði að stjómvöldum bæri að krefjast þess að sú leynd; sem hvílt hefði yfir skjölum sem Island varða, yrði aflétt til að koma í veg fyrir að umræðan byggðist í fram- tíðinni á líkum og getgátum. Málið væri of alvarlegt til að svo væri með það farið. „Það hefur verið og er yf- irlýst stefna íslenskra stjómvalda að hér séu ekki geymd kjamorku- vopn. Ef sú stefna hefur ekki verið virt er verið að vanvirða íslensk stjómvöld og sjálfsákvörðunarrétt HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði í gær að hann hefði í fyrrinótt fengið upplýsingar um það frá Bandaríkjunum að eyða í banda- rískum skjölum, sem í nýrri bók er túlkuð á þann veg að kjamavopn hafí verið geymd á Islandi á áranum 1956 til 1959, eigi ekki við um ísland og hyggst hann ekki breyta dagskrá sinni til að halda fyrr heim frá Berlín vegna þessa máls. „Þetta mál kom upp síðast 1995 og þá leituðum við eftir upplýsing- um frá Bandaríkjunum," sagði Hall- dór. „Þeir sögðu okkur þá að í þeirra skjölum fyndust engar upp- lýsingar um kjamavopn á Islandi og nú hafa þeir staðfest einn ganginn þjóðarinnar," sagði Margrét. „Það er nauð- synlegt að hreinsa þetta út, að Alþingi fái óyggjandi upp- lýsingar um mál- ið og til þess að það geti gerst þá hijóta íslensk stjómvöld að fara fram á að leynd verði að fullu létt af þeim gögnum sem málið varða,“ sagði hún ennfremur. Lyktir þessa máls í samræmi við fyrri kannanir í fjai-vera Halldórs Asgrímssonar utanríkisráðherra varð Davíð Odds- son forsætisráðherra fyrir svörum vegna málsins og gagnrýndi að menn skyldu þyrla upp þessu máli nú vegna „lausafrétta“ vestan frá Bandaríkjunum. Rakti Davíð hvem- ig utanríkisráðherrar hefðu mai-goft svarað svipuðum spurningum á Al- þingi um það hvort kjarnorkuvopn hefðu verið geymd á íslandi. 011 hefðu svörin verið á sömu lund, að engar haldbærar upplýsingar væru til sem gæfu til kynna að Banda- ríkjamenn hefðu geymt kjarnorku- vopn hér á landi í óþökk íslenskra stjómvalda. Þvert á móti lægju fyr- ir fullyrðingar íslenskra og banda- rískra ráðamanna að ekki hefðu verið geymd kjamavopn á íslandi. Davíð gerði að umtalsefni lista frá bandaríska vamarmálaráðu- neytinu, sem fræðimennimir þrír byggja á, þar sem koma fram upp- lýsingar um hvar Bandaríkjamenn geymdu kjamorkuvopn. Sagði hann að þar sem strikað væri yfir nokkur lönd í frumriti listans þá gætu fræðimennimir sér þess einfaldlega td að ísland væri á listanum. Slík væri nú öll fræðimennskan. „Landvamaráðuneyti Bandaríkj- enn að þau hafi aldrei verið staðsett á íslandi." Halldór sagði að í ís- lenskum skjölum væri ekkert að fínna um þetta mál og ekkert benti til þess að Islendingar hefðu vitað af því að slík vopn væra geymd á Is- landi. „I þessum skjölum, sem þama er byggt á, er verið að geta í eyður og við höfum fengið þær upplýsingar frá bandarískum stjómvöldum að það sé ekki rétt að slík eyða eigi við um Island,“ sagði hann og bætti við að þær upplýsingar hefðu borist að- faranótt gærdagsins. „Það era eng- ar nýjar upplýsingar í þessu máli. Við munum halda áfram að fylgjast með því, en ég verð að segja eins og anna hefur lýst því yfír við íslensk stjórnvöld að ályktun höfunda tíma- ritsgreinarinnar sé röng og að Is- land sé ekki á listanum í framriti hans. Lyktir þessa máls eru þannig í samrærni við niðurstöður fyrri kannana íslenskra stjórnvalda í Bandaríkjunum, á sannleiksgildi ít- rekaðra fullyrðinga á undanfömum tuttugu árum, um að hér á landi hafi verið geymd kjarnorkuvopn. Slíkar fullyrðingar hafa, eins og nú, ætíð reynst ósannar,“ sagði Davíð Oddsson á Alþingi í gær. Farið fram á óháða rannsóknamefnd Fjöldi þingmanna kvaddi sér hljóðs í umræðunum í gær. Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagði ekki annað hægt en taka það alvarlega þegar frá því væri greint í virtum bandarískum dagblöðum að kjarnorkuvopn hefðu verið geymd á Islandi. Steingrímur sagði reynslu t.d. Dana aukinheldur gefa fullt tilefni til að taka svardögum og yfirlýsing- um um hið gagnstæða, þegar kjam- orkuvopn eiga í hlut, með fyrirvai'a. I tilfelli Dana hefðu nefnilega bæði bandarísk stjómvöld og danskir ráðamenn á endanum orðið að við- urkenna að þar höfðu sannarlega verið geymd kjamavopn. „Eg tel að hér eigi að gera svipað og gert var í Danmörku, eða þá í Noregi þegar hlerunarmálin komu upp þar, að skipa óháða rannsókn- amefnd, eins konar sannleiksnefnd, til að fara ofan í saumana á þessum málum, fá fram það sem réttast reynist og koma því þannig út úr heiminum," sagði Steingrímur. Jón Kristjánsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði það ætíð hafa verið stefnu íslenskra stjóm- valda að hér skyldu ekki geymd kjamorkuvopn. Um það giltu skýr- er að mér finnst með ólíkindum ef Bandaríkjamenn hafa farið að stað- setja kjamavopn á Islandi á áran- um 1956 til 1959 á dögum vinstrist- jórnarinnar þegar umræða var um að herinn færi úr landi.“ Hann sagði að sér þætti einnig með ólíkindum ef Bandaríkjamenn hefðu blekkt ís- lenska stjómmálamenn og íslensku þjóðina allan þennan tíma. „Eg vitna til þess að það vora staðsett kjamavopn á Grænlandi og það var gert með vitund danskra stjómmálamanna, þótt því væri haldið leyndu gagnvart dönsku þjóðinni um langt skeið,“ sagði Halldór. Stjórnarandstaðan hefur farið fram á utandagskrárumræðu á ar reglur að flutningur eða stað- setning kjarnorkuvopna skyldi ekki eiga sér stað nema með fullu sam- þykki þeirra ríkja sem hlut ættu að máli. Sagði hann enga ástæðu til að ætla að bandarísk stjómvöld hefðu hunsað vilja íslenskra stjómvalda í þessu efni. Þórann Sveinbjarnardóttir, þing- maður Samfylkingar, sagði að ís- lensk stjómvöld ættu að krefjast þess við Bandaríkjamenn legðu spil- in á borðið. Heiður samskipta ríkj- anna væri að veði. Tómas Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utan- ríkismálanefndar Alþingis, sagði at- hyglisvert að menn virtust gefa sér að fréttaflutningur bandarísku dag- blaðanna væri réttur. Fyrir lægi nefnilega að umrædd fræðigrein byggði á getgátum og yfirlýsingar um að hér hefðu ekki verið kjarn- orkuvopn stæðu því óhaggaðar. Hefði verið mikil ögrun af hálfu Bandaríkjamanna Rannveig Guðmundsdóttir, þing- maður Samíylkingu, kvaðst gáttuð á viðbrögðum forsætisráðherra því auðvitað yrði að ræða á Alþingi svo grafalvarlegt mál sem þetta. Oeðli- legt hefði verið að láta fjölmiðla eina um að kryfja það. Bjöm Bjamason menntamálaráð- hema ræddi um þá stefnumótandi yfírlýsingu, sem Hermann Jónasson forsætisráðherra gaf 1958, að hér á landi skyldu ekki vera kjarnorku- vopn. Hann sagði út í bláinn að segja að ekki hefði verið rannsakað hvort hér hefðu verið kjamorku- vopn og taldi ennfremur að ályktan- ir Bandaríkjamannanna tengdist hörðum deilum þar vestra um bann við tilraunum á kjarnorkuvopnum. Kristján Pálsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði heimildar- menn sína í herstöðinni í Keflavík aldrei hafa heyrt orðróm í þá vera Alþingi vegna þessa máls. Halldór sagði í gær að hann hygðist halda heim til Islands í dag eins og ráð hefði verið fyrir gert. Hann var á fundum í allan gærdag og í dag þarf hann að sinna verkefnum vegna for- mennsku Islands í Norðurlanda- samstarfinu. Heldur sinni áætlun „Eg hef svarað fjölmiðlum um þetta mál og ég er tilbúinn til að mæta á fund utanríkismálanefndar á föstudagsmorgun," sagði hann. „Eg tel eðlilegt að fyrsta umræða um málið fari fram í utanríkismála- nefnd. Ég hyggst halda minni áætl- „r, “ að kjarnorkuvopn hefðu verið geymd þar á áranum 1956-1959. Benti hann einnig á að erfitt hefði verið að koma slíkum vopnum fyrir í herstöðinni í Keflavík. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði tímasetningu þá, sem hér væri talað um, gera það ósenni- legt að þessi frétt gæti verið á rök- um reist. Hermann Jónasson hefði verið afar tortrygginn gagnvart ásælni annarra þjóða og það hefði verið mikil ögran af hálfu Banda- ríkjamanna, ef þeir hefðu flutt hing- að kjarnorkuvopn í algerri andstöðu við vilja Islendinga. Alþingi Sjónvarpið 78 bæir ná ekki útsend- ingum f SVARI Bjöms Bjamasonar menntamálaráðherra á Alþingi í gær við fyrirspurn Einars K. Guð- finnssonar, þingmanns Sjálfstæðis- flokks, kom fram að alls næðu 78 sveitabæir illa eða alls ekki útsend- ingum sjónvarps. Hyggst ráðherr- ann leita upplýsinga hjá Ríkisút- varpinu hvaða bæir þetta era, og hversu kostnaðarsamt það yrði, að bæta úr málum þeirra. Nokkrir þingmenn lýstu óánægju sinni með að á tímum tæknifram- fara skyldi enn vera til fólk sem ekki næði útsendingum sjónvarps- ins. Sagði Hjálmar Jónsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, að fresta bæri frekari tæknivæðingu á þjón- ustu og starfsemi Ríkisútvarpsins á meðan unnið væri í því að bæta hag þessara 78 sveitabæja. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra tók undir þær kröfur og rifj- aði upp að fyrir rúmum tuttugu ár- um hefði hann bent á að nær væri að tryggja öllum landsmönnum að- gang að sjónvarpinu áður en farið væri út í að taka upp litasjónvarp. Þau orð hans hefðu verið rangtúlk- uð á þá leið að hann væri mótfallinn litasjónvarpi, eins og frægt hefði orðið. ímfcrn Dagskrá ÞINGFUNDUR hefst á Alþingi í dag kl. 10.30. Eftirfarandi mál verða þar á dagskrá: 1. Vörugjald af ökutækjum, elds- neyti o.fl. 3. umr. 2. Setning siðareglna í viðskiptum á fjármálamarkaði. Fyrri umr. 3. Samkeppnislög. 1. umr. 4. Eftiriit með fjármálastarfseini. 1. umr. 5. Afnám verðtryggingar fjár- skuldbindinga. 1. umr. 6. Stjórnarskipunarlög. 1. umr. 7. Þingsköp Alþingis. 1. umr. 8. Heildarstefnumótun í málcfnum barna og unglinga. Fyrri umr. ALÞINGI Utanríkisráðherra segir ranglega getið í eyðurnar Berlín. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.