Morgunblaðið - 21.10.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.10.1999, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yfirskattanefnd hefur lokið umfjöllun um mál Hrannars B. Arnarssonar með 450 þúsunda króna sektargreiðslu Tekur sæti í borg- arstjórn á næstunni YFIRSKATTANEFND hefur lokið umfjöllun sinni um mál Hrannars B. Arnarssonar borgar- fulltrúa og mun hann taka sæti sitt í borgarstjórn á næstunni. Niðurstaða nefndarinnar er sú að Hrannar er sektaður um 450 þús- und krónur sem renna í ríkissjóð vegna þriggja atriða af átta sem umfjöllun yfírskattanefndai' tók til, en ekki þótti ástæða til að að- hafast vegna fímm atriða, sam- kvæmt upplýsingum Hrannars. Hann segir að hann muni ekki birta úrskurðinn, enda sé hann trúnaðarmál, en þessi þrjú atriði lúti öll að skattskilum áranna 1992 og 1993 og því að réttum skýrslum hafi ekki verið skilað á réttum tíma, en hann hefði að fullu bætt úr því og staðið skil á öllum sköttum og skyldum vegna þessa tímabils. Hrannar sagði að það væri ekki seinna vænna að niðurstaða lægi fyrir í málinu, því nú væru rétt fimm ár frá því skattayfir- völd hefðu hafið umfjöllun þess. Þegar skattrannsóknarstjóri hefði ákveðið 5. maí í vor að ekki væri tilefni til opinberrar rann- sóknar eða ákæru hefði í raun og veru verið komin fram staðfest- ing á því sem hann hefði alltaf haldið fram, en vegna þess að fyrir því væru fordæmi að yfir- skattnefnd hefði ekki treyst sér til að ljúka málum, þótt skatt- rannsóknarstjóri hefði ekki vísað þeim til ákæru, hefði hann viljað bíða eftir endanlegri niðurstöðu nefndarinnar. Sú niðurstaða lægi nú fyrir og það væri endanlega ljóst að ekki væri tilefni til opin- berrar rannsóknar eða ákæru. Það sem meira væri að af átta at- riðum sem deilt hefði verið um í þessari skattarannsókn teldi yf- irskattanefnd ekki tilefni til að- gerða vegna fimm atriða, en þremur atriðum væri lokið með sektargreiðslu í ríkissjóð sem næmi samanlagt 450 þúsund krónum. „Þar með er í rauninni málinu endanlega lokið. Það má segja að þetta sé endapunkturinn á þeim fjárhagslegu erfiðleikum sem ég komst í upp úr 1991. Ég er auðvit- að mjög ánægður og glaður með að þessum langa ferli sé loksins lokið með þessum hætti,“ sagði Hrannar. Aðspurður hvers eðlis þau þrjú atriði væru sem sektað væri fyr- ir, sagðist hann ekki myndu leggja úrskurðinn fram eða fara í efnis- lega umfjöllun um hann. Hann væri trúnaðarmál og í ljósi þess hve mörg- um atriðum væri hafnað af þeim sem skattrannsóknar- stjóri hefði talið at- hugaverð, þjónaði það ekki neinum til- gangi að gera hann opinberan. Hins veg- ar fælu þessi þrjú at- riði öll í sér að rétt- um skýrslum hefði ekki verið skilað á réttum tíma og hann hefði að fullu bætt úr því og staðið skil á öllum sköttum og skyldum vegna þessa tímabils. I sjálfu sér kæmi honum ekki á óvart þótt hann fengi athuga- semdir vegna einhverra slíkra at- riða, enda hefði hann margoft sagt að fjármál hans hefðu verið í talsverðum ólestri á þessum tíma. „Ég var auðvitað að berjast við að forða fyrirtækinu frá gjaldþroti og viðskiptavinum þess frá miklu fjárhagslegu tjóni og það má segja, að það, að hafa ekki á sama tíma ákveðið að eyða verulegum fjármunum í að færa bókhald, skila skattskýrslum og standa rétt að þeim atriðum öll- um, sé að koma í hausinn á mér núna og ég get að sjálfsögðu ekki gert neinar athugasemdir við það. Það var bara þannig að þetta sat á hakanum hjá mér og ég auðvitað tek á mig fulla sök í því,“ sagði Hrannar. Ræðir við borgarstjóra í dag Hann sagði aðspurður að ekk- ert væri því lengur til fyrirstöðu að hann tæki að sér þau trúnað- arstörf sem hann var kjörinn til í borgarstjórnarkosningunum fyr- ir einu og hálfu ári. Hann hefði lýst því yfir þegar hann hefði ákveðið að setjast ekki í borgar- stjórn að hann myndi ekki taka að sér nein trúnaðarstörf fyrr en málið hefði fengið farsælan endi. Það væri núna í höfn og hann myndi fara yfir það með borgar- stjóra í dag hvernig að því yrði best staðið að hann kæmi til starfa. „Ég tel að þessi niður- staða staðfesti það sem ég hef áður sagt um eðli málsins. Ég held að íslenska þjóðin sé nú bet- ur upplýst um mín fjármál heldur en kannski flestra ann- arra Islendinga og ég vona að niður- staða borgarbúa sé sú að mér sé treystandi. Við drógum alltaf línuna mjög skýrt um að ef það kæmi til kæru myndi ég ekki taka sæti mitt, alla vega á meðan á því ferli stæði. Það er alveg ljóst að í þann far- veg fer málið ekki. Ég sagði það oft í kosningabaráttunni og get sagt það einu sinni enn, að jafnvel þótt menn lendi í fjárhagslegum erfiðleikum eða öðrum erfiðleikum í lífinu, þá eigi það ekki að dæma þá úr leik í stjórnmálum eða annarri eðli- legri þátttöku í þjóðlífinu." Hann sagði aðspurður að hann væri sannfærður um að það hefði verið rétt ákvöi'ðun að taka ekki sæti sitt í borgarstjórn á sínum tíma. Ovissan sem málið skapaði hefði gert starfsaðstöðu hans óþolandi eftir það sem á undan var gengið í kosningabaráttunni. „Ég er ekki viss um, ef kosninga- baráttan hefði þróast öðruvísi, að það hefði verið tilefni til þessa, enda hef ég alltaf verið sann- færður í hjarta mér um að ég þyrfti ekki að skammast mín fyr- ir gerðir mínar, en eftir það sem á undan var gengið hefði mér verið ólíft í borgarstjórn trúi ég meðan þetta lá ekki fyrir,“ sagði Hrannai'. Hann bætti því við að eftir kosningabaráttuna hefði honum einnig verið persónuleg nauðsyn að komast út úr þessu umhverfi og ná andlegu jafnvægi. „Kosn- ingabaráttan vai’ gífurlega erfið fyrir mig og mína nánustu og ég þurfti bara minn tíma til þess að jafna mig á því.“ Hann sagðist gjarnan hafa vilj- að vera án þessarar lífsreynslu. „En ég er þess fullviss að eftir að þessi niðurstaða er fengin og menn geta séð þessi mál í heild þá muni ég geta nýtt mér hana til góðs og vonandi getur hún einnig orðið öðrum til góðs í gegnum mín störf, hvort sem þau eru á vett- vangi stjómmála eða einhvers staðar annars staðar í lífinu,“ sagði Hrannar ennfremur. Hrannar B. Arnarsson Morgunblaðið/Ásdís Samningar um eflingu rannsókna og framhaldsnáms í næringar- fræði voru undirritaðir í aðalbyggingu Háskóla íslands í gær. Frá vinstri: Guðni Agústsson landbúnaðarráðlierra, Páll Skúlason, rekt- or HI, og Inga Þórsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarstofu í næring- arfræði. Auk þeirra undirrituðu þeir Oskar H. Gunnarsson, formað- ur Markaðsnefndar mjólkuriðnaðarins og Þórólfur Sveinsson, for- maður Landssambands kúabænda, samningana. Rannsóknir í næringar- fræði efldar SAMSTARFSSAMNINGAR um eflingu rannsókna og framhalds- náms í næringarfræði mannsins við Háskóla Islands og Rannsókn- arstofu í næringarfræði var undir- ritaður í aðalbyggingu Háskólans í gær. Samningamir ná yfir þrjú skólaár og nemur heOdarstuðn- ingsupphæðin 7,5 milljónum króna. Annars vegar er um að ræða samning Háskóla íslands og Rann- sóknarstofu í næringarfræði við Háskólann og Landspítalann og hins vegar við landbúnaðarráðu- neytið, Landssamband kúabænda og Markaðsnefnd mjólkuriðnaðar- ins. Ráðist verður í ýmis verkefni í tengslum við samningana, m.a. verður mataræði sex ára barna í leikskóla rannsakað. Rannsaka á neyslu einstakra hráefna og reikna á út orku og næringarefni í fæði barnanna. í verkefninu felst söfn- un grannupplýsinga og úrvinnsla, ásamt fræðilegu mati á niðurstöð- um. Einnig verður ráðist í minni verkefni sem tengjast hollustugildi íslenskra mjólkurvara. Næringarfræðin í miklum vexti Inga Þórsdóttir, prófessor í nær- ingarfræði og forstöðumaður Rannsóknarstofu í næringarfræði, sagði að næringarfræði væri í miklum vexti sem fræðigrein. „Iðnaðurinn og margir fleiri aðil- ar kalla á meiri þekkingu á þessu sviði,“ sagði Inga. „Hins vegar era háskólarnir ekkert að fá aukið fjár- magn í takt við það og því er nauð- synlegt fyrir nýjar greinar að fá fjármagn annars staðar frá, sér- staklega þegar kemur að rann- sóknum og framhaldsnáminu." Inga bendir á að séríslensk fyr- irbæri, sem tengist m.a. hinum gamla kúastofni og mikilli neyslu fisks, hafi þýðingu fyrir alþjóðlegar rannsóknir í næringarfræði. Rannsóknarstofa í næringar- fræði heyrir undir matvæla- fræðiskor raunvísindadeildar Há- skóla íslands og Landspítalann. Boðið hefur verið upp á tveggja ára MS nám í næringarfræði í nokkur ár og að sögn Ingu Þórsdóttur hef- ur aðsóknin verið nokkuð mikil. Námið er skipulagt á einstaklings- grunni og era verkefnamöguleik- arnir fjölbreyttir og byggjast á áhugasviði hvers og eins. Þrír hafa lokið MS náminu, einn árið 1998 og tveir á þessu ári, að sögn Ingu. I haust byrjaði raunvísindadeild að bjóða upp á doktorsnám í fjölda greina og á meðal þeirra eru mat- vælafræði og næringarfræði. Inga sagði að einn nemandi hefði hafið doktorsnám í haust og að annar hygðist hefja nám á næsta misseri. Kirkjuþingi var slitið í Háteigskirkju í gær en alls voru 36 mál á dagskrá þingsins Fjallað um stefnu- mörkun í þjónustu kirkjunnar KIRKJUÞINGI lauk í gær, en alls vora 36 mál á dagskrá þingsins, sem fór fram í safnaðarheimili Há- teigskirkju. Að sögn Karls Sigur- björnssonar biskups vora mörg málanna býsna umfangsmikil og var m.a. rætt um nýja lagasetningu um trúfélög og fjallað um stefnu- mörkun varðandi þjónustu kirkj- unnar. „Athugað verður hvemig þjóð- kirkjan getur uppfyllt skyldur sín- ar gagnvart þessari þjóð á þeim miklu umbrotatímum sem við lifum á núna,“ sagði biskup. „Við verðum að skoða vel þá valkosti sem era í boði. Hvernig við getum nýtt best það verkfæri og þann mannafla sem við höfum til að vera biðjandi, boðandi og þjónandi þjóðkirkja á nýrri öld.“ Þingið samþykkti tillögu um að láta kanna hver þörfin væri á Jyón- ustu kirkjunnar og faldi biskupa- fundi að hrinda verkefninu í fram- kvæmd. Að sögn biskups samþykkti kirkjuþing að stefna að því að halda landsfund kirkjunnar á næsta ári. A fundinum munu eiga sæti fulltrúar kirkjunnar, m.a. full- trúar allra sókna, sem og aðrir að- ilar í þjóðfélaginu sem vinna að hagsmunum almennings. Hann sagði að landsfundurinn væri hugs- aður sem stefnumarkandi fyrir framtíðina og að á honum yrði mik- il áhersla lögð á ungu kynslóðina. Karl Sigurbjörnsson biskup sagði að fjölmargar starfsreglur hefðu verið settar á þinginu og að talsvert hefði verið um lagfæringar á reglum. Hann sagði að m.a. hefðu verið settar starfsreglur um org- anista, þar sem skyldur þeirra og réttindi hefðu verið skilgreind. Er þetta í íyrsta sinn sem þingið setur reglur um aðra starfsmenn kb'kj- unnar en hina vígðu þjóna. Að sögn biskups tókst fram- kvæmd þessa 31. kirkjuþings mjög vel, en áætlaður kostnaður vegna þinghaldsins nemur rúmum 8 millj- ónum króna. „Stjórnin var í ákaflega öraggum höndum fyrrverandi forseta Alþing- is, Jóns Helgasonar, og vora vinnu- bröjgð og verklag með besta móti.“ A þinginu eiga sæti 21 kjörinn þingfulltrúi, auk biskups, vígslu- biskupa, fulltrúa guðfræðideildar og kirkjumálaráðherra. A sama tíma og kirkjan samþykkir sér- staka jafnréttisáætlun var aðeins ein kona á meðal hinna kjörnu full- trúa kirkjuþings. Biskup sagði þetta mjög sérkennilegt, sérstak- lega í ljósi þess að konur væru í meirihluta í sóknarnefndum, sem kysu þingfulltrúana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.