Morgunblaðið - 21.10.1999, Page 16

Morgunblaðið - 21.10.1999, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Búsetumál fatlaðra rædd á Landsþingi Landssamtakanna Þroskahjálpar Búsetuþörf- inni er illa fullnægt LANDSÞING Landssamtakanna Þroskahjálpar var haldið á Hótel Sögu um síðustu helgi. A þinginu var m.a. rætt um búsetumál, en þau eru víða í ólestri og biðlistar eftir hús- næði langir. A aðalfundi samtak- anna, sem haldinn var á fóstudaginn, var kosin ný stjóm og Halldór Gunn- arsson kjörinn formaður til næstu tveggja ára, en Guðmundur Ragn- arsson fráfarandi formaður gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Að sögn Friðriks Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Þroskahjálpar, voru búsetumálin skoðuð frá öllum hliðum á þinginu. Hann sagði að komið hefði fram að aðeins væri búið að fullnægja um 60% af búsetuþörf- inni í Reykjavík og að á Reykjanesi væri ástandið enn verra, þar sem þar væri aðeins búið að fullnægja um 40% af búsetuþörfínni. Friðrik sagði að samþykkt hefði verið ályktun á þinginu, þar sem skorað hefði verið á alþingismenn að láta erfðafjárskatt renna óskiptan til framkvæmdasjóðs fatlaðra, þannig að mögulegt væri að koma upp því húsnæði sem rekstrarfé væri fyrir í fjárlögum. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga árið 2000 fær framkvæmda- sjóður íátlaðra aðeins 40% af mörk- uðum tekjum sínum, eða 235 milljón- ir króna af 575, sem ráðgert er að innheimta með erfðafjárskatti. I ályktuninni segir að í frumvarpi til fjárlaga sé þess getið að farið skuli að tillögum nefndar um biðlista fyrir búsetu og aðra þjónustu, en að það sé útilokað nema framkvæmdasjóð- urinn haldi að fullu tekjum sínum. Sambýlishugmyndin gagnrýnd Á þinginu var fjallað nokkuð um það hvers konar húsagerðir menn teldu heppilegastar fyrir fatlaða. Friðrik sagði að út frá þessari um- ræðu hefði komið fram gagnrýni á sambýlishugmyndina. Hann sagði að þróunin væri í þá átt að taka meira tillit til þarfa hvers einstaklings, frekar en að þvinga fólk til að búa saman í sambýli, en fatlaðir fá sjaldnast að velja með hverjum þeir búa. í tengslum við þetta fjölluðu þrír þroskaheftir einstaklingar um það hvernig þeir byggju og hvernig þeir vildu búa. I máli þeirra kom m.a. fram að engum dytti í hug að búa til sambýli fyrir bankastjóra eða ráðherra, en hinsvegar þætti sjálf- sagt að láta fatlaða búa saman, bara af því þeir væru fatlaðir. Morgunblaðið/Jim Smart Á Landsþingi Landssamtakanna Þroskahjálpar, sem haldið var á Hótel Sögu um siðustu helgi, voru búsetu- mál fatlaðra skoðuð frá öllum hliðum. Friðrik sagði að sambýlin hefðu tekið við af sólarhringsstofnunum og að það hefði á sínum tíma verið skref í rétta átt, en nú væri kominn tími til að huga að næsta skrefi. Hann sagði að sumstaðar hérlendis væri að nokkru búið að taka þetta skref, en það sem felst í því er að skapa hverj- um einstaklingi rými fyrir sig og sín- ar þarfír, s.s. eldhús, stofu, svefnher- bergi og bað. Að sögn Friðriks er hægt að framkvæma þetta á marga vegu, t.d. væri hægt að tengja nokkrar stúdíóíbúðir saman. Hann sagði að þessi kostur þyrfti ekki að vera dýrari en aðrir. Eiga rétt á heimili í samræmi við óskir sinar og þarfír Að sögn Friðriks eru margir ann- markar á búsetumálum fatlaðra og sagði hann mikilvægt að fólk gerði sér grein fyrir því að þegar fatlaðir færu á sambýli væru þeir að flytja í sinn lífsbústað. Það væri því algjört frumskilyrði að þeim liði vel heima hjá sér. Hann sagði að mikilvægi þessa hefði að nokkru leyti endur- speglast í umfjöllun Laufeyjar Jóns- dóttur, framkvæmdastjóra Svæðis- skrifstofu Vestfjarða. Laufey fjallaði um áhrif búsetu á líðan og tók dæmisögu frá Vestfjörðum þar sem persónuleiki fatlaðrar manneskju mótaðist að stórum hluta af því um- hverfí sem hún bjó í. Það kom ekki í ljós fyrr en manneskjan flutti hversu illa henni hafði liðið, því persónuleiki hennar breyttist þegar hún var kom- in inn á nýtt heimili. f framhaldi af umræðunni um bú- setumál og húsagerðir var samþykkt ályktun, þar sem sagt er að allir fatl- aðir skuli eiga rétt á eigin heimili í samræmi við óskir sínar og þarfir. Fatlaðir skuli eiga rétt á að velja sér búsetu og búsetuform hvort sem þeir kjósi að búa einir eða með öðr- um. Heimilin skuli vera í almennum íbúðarhverfum og að íbúðarhúsnæð- ið skuli uppfylla lágmarkskröfur um einkarými auk viðbótarrýmis vegna fötlunar. Þegar þjónusta sé veitt inn á heimili fólks skuli gæta þess að hún sé einstaklingsmiðuð en ekki hugsuð út frá hópi fólks. Einnig var samþykkt ályktun þar sem vakin var athygli á þeim „óþol- andi“ mismun sem er á húsaleigu fatlaðra. Fatlaðir sem búa í sambýl- um greiða misháa leigu og fer upp- hæðin eftir því hver á húsnæðið. Þeir sem búa í sambýlum, sem eru í eigu félagasamtaka, borga hærri leigu en aðrir og er farið fram á að þessi mis- munur verði leiðréttur án tafar. ’V J ilS'- /35 * , > O . - ' ' " ' ' " - : ■•■ • Wá ■ 'v-vVf- ,V > - •: ‘j í NAN0Q í Kringlunni bjóðast á einum og sama staðnum ýmis þekktustu vörumerki á sviði útivistar, þar af mörg sem ekki hafa áður boðist á íslandi. Við leggjum sérstaka áherslu á að veita faglega þjónustu, ekki sist við veiðimenn, og höfum því meðal annars opnað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.