Morgunblaðið - 21.10.1999, Page 18

Morgunblaðið - 21.10.1999, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ vantar í Giljahverfi Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600 Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsing- ar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 i Reykjavík þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Akureyrarbær Fræðslu- og frístundasvið íþróttahöllin Akureyri Starfsmaður óskast til starfa við íþróttahöllina, m.a. í bað- og klefavörslu (karlmaður). Um er að ræða vakta- vinnu. Laun skv. kjarasamningi STAK og Launanefndar sveitarfélaga. Upplýsingar um starfið gefur Aðalsteinn Sigurgeirsson í síma 462 5077. Upplýsingar um kaup og kjör eru veittar f starfsmannadeild í síma 460 1060. Umsóknum skal skila í Upplýsingaanddyri, Geislagötu 9, á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. íþróttahöllin er reyklaus vinnustaður! Fleiri manna- bein fund- ust við Hraukbæ Frestur vegna kauptilboðs í fasteignir Skinnaiðnaðar framlengdur Skinnaiðnaður fer í Folduhúsið FJÁRFESTAR, sem hyggjast koma upp nýrri verslunarmiðstöð á Dalsbraut 1 á Akureyri og Kaupfélag Eyfirðinga og Rúm- fatalagerinn eru í forsvari fyrir, hafa gert kauptilboð í hluta af fasteignum Skinnaiðnaðar hf. á Gleráreyrum, þar meðal á aðal- verksmiðjuhúsi félagsins eins og fram hefur komið. Kauptilboðið hafði verið sam- þykkt en þó með nokkrum fyrir- vörum af hálfu beggja aðila og átti að ganga frá þeim fyrirvörum fyrir 20. október, eða í gær. Það gekk hins vegar ekki eftir og að sögn Þórarins E. Sveinssonar, aðstoðar- kaupfélagstjóra KEA, hefur frest- urinn verið framlengdur til næstu mánaðamóta. Hann sagði málið enn í fullri vinnslu en að verið væri að hnýta ýmsa lausa enda. „Við eigum eftir að fá endanleg svör frá bænum m.a. varðandi umferðar- tengingar, skipulagsmál og eigna- skipti. Einnig erum við að bíða eft- ir tilboðum frá bönkunum um fjár- mögnun." Meðal fyrirvara af hálfu Skinna- iðnaðar hf. var að fyrirtækið fengi annað húsnæði, svo hægt verði að flyta starfsemina á fyrstu mánuð- um næsta árs. Þar höfðu stjórn- endur Skinnaiðnaðar í huga svo- nefnt Folduhús, sem einnig er á Gleráreyrum. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins er Skinnaiðn- aður að ganga frá kaupleigusamn- ingi við eignarhaldsfélag Lands- bankans, sem á Folduhúsið. Bæjarráð hefur samþykkt að verða við ósk frá Skinnaiðnaði varðandi kaup Framkvæmdasjóðs Akureyrarbæjar á 40 milljóna króna skuldabréfi með breytirétti í hlutafé í fyrirtækinu. Óskin er fram komin vegna fyrirhugaðs flutnings Skinnaiðnaðar í annað húsnæði og hagræðingar í tengsl- um við það. STARFSFÓLK Minjasafnsins á Akureyri fann í vikunni manna- bein í gröf ofan við bæinn Hrauk- bæ í Glæsibæjarhreppi norðan Akureyrar. Gröfin er við hlið graf- ar þar sem mannabein fundust seinni partinn í ágúst sl. Beina- grindin sem fannst í ágúst var mjög heiileg og vel varðveitt en það var gröfumaður sem var að vinna fyrir Rarik sem fann hana og kom beinagrindin nánast öll upp í einu lagi í skóflu gröfunnar. Á þessu svæði hafa fundist mörg kuml áður, síðast fyrir þremur ár- um fyrir neðan bæinn. Starfsfólk Minjasafnsins hafði aðeins grafið niður á fætur manns- ins í gær og svo virðist sem beina- grindin liggi í austur vestur eins og beinagrindin sem fannst í sum- ar. Guðrún Kristinsdóttir minja- safnsstjóri sagði að miðað við það sem sæist af beinagrindinni virtist sem hún hafi einnig varðveist vel í timans rás. Guðrún sagði að við fram- kvæmdir Rarik í ágúst hafi grafan tekið burtu vesturenda grafarinn- ar, bæði hleðslu og bein en austur- endi hennar er enn sýnilegur. „Þar sést að maðurinn hafði Iegið flöt- Högg- myndir á veitinga- stað HÖGGMYNDIR eftir Sólveigu Baldursdóttur myndhöggvara hafa verið settar upp á veitinga- staðnum Karólína Restaurant í Gilinu á Akureyri. Jafnframt hef- up verið farið af stað þar með villibráðamatseðil og verður höf- uðáhersla lögð á villibráð næstu vikurnar. Höggmyndir Sólveigar verða til sýnis á veitingastaðnum næstu sex mánuði en verk hennar eru öll nýleg. Á neðri hæð eru högg- myndir unnar í marmara en stein- ristur í blágrýti á efri hæð. Sól- veig sagðist einmitt hafa verið með veitingastaðinn í huga er hún vann verk sín. Hún sagði að inn- setningin félli vel inn í árstiðina framundan og að það væri viss dulúð yfir verkunum. Karólína Restaurant er eins árs um þessar mundir og er sýning Sólveigar sú þriðja í röðinni. Aður hafa verið sýnd þar verk eftir Erró og Birgi Snæbjörn Birgis- son. Vignir Þormóðsson veitinga- maður sagði að listamenn hafi verið mjög jákvæðir fyrir því að sýna verk sín á staðnum og eins á kaffihúsi sínu, Kaffi Karólínu, í sama húsnæði en þar hefur fjöldi listamanna sýnt verk sín undan- farin sex ár. um beinum til vesturs en hins vegar er erfitt að segja til um hvemig búkurinn hefur verið lagð- ur til þar sem hann kom upp í skófiu gröfunnar. Grjóti var raðað umhverfis manninn og gröfin gæti því verið frá heiðnum sið eða frumkristni. Það hafa þó ekki fundist neinir munir eða jarðlög sem geta gefið nánari tímasetn- ingu.“ Starfsfólk Minjasafnsins hafði Morgunblaðið/Kristján Starfsfólk Minjasafnsins, Guðrún Kristinsdóttir, Hanna Rósa Sveinsdóttir og Hörður Geirsson, voru í gær að hreinsa frá hleðslunni kringum gröfina sem fannst í ágúst. Á minni myndinni sést í fótabeinin sem fundust í annarri gröf við hliðina í vikunni. unnið þarna við rannsóknir í rúma viku þegar mannabeinin fundust á þriðjudag. Guðrún sagðist hafa al- veg eins átt von á því að finna fleiri grafir. Grafirnar tvær sem þarna hafa fundist em í hól sem gæti verið af manna völdum og því gætu þær verið fleiri. „Það væri því spennandi að skoða svæðið bet- ur og tímasctja það. Beinagrind- urnar em vel varðveittar sem er mjög sérstakt," sagði Guðrún. Ekki verður hreinsað frekar of- an af beinagrindinni sem fannst í vikunni og sagði Guðrún að þess í stað yrði farið í að ganga frá svæð- inu fyrir veturinn. Það myndi svo skýrast í framhaldinu hvort farið yrði í að opna stærra svæði á næsta ári. Beinagrindin sem fannst í ágúst er í vörslu Þjóðminjasafns- ins en Guðrún sagði talið að mað- urinn hafi verið meðalmaður á hæð og 35-40 ára er hann dó. Blaðbera Morgunblaðið/Kristján Sólveig Baldursdóttir myndhöggvari og Vignir Þormóðsson veitinga- maður við eitt verka Sólveigar á Karólína Restaurant. Utgáfu- tónleikar Guðmund- ar Vals í Deiglunni VALUR er nafn á nýútkomn- um geisladiski með 12 lögum Guðmundar Vals Stefánsson- ar. í tilefni af því hefur Guð- mundur Valur haldið útgáfu- tónleika á nokkrum stöðum á landinu og er komið að Akur- eyri, en hann leikur lög af diskinum í Deiglunni, Kaup- vangsstræti, í kvöld, fimmtu- dagskvöldið 21. október. Gunnar Hrafnsson bassaleik- ari leikur með Guðmundi á tónleikunum. Fjölbreyttar útsetningar Guðmundur Valur syngur öll lögin utan eitt sem Ari Jónsson syngur. Þá gerði hann sjö af textunum, en aðrir textar eru eftir Armann Ólaf Helgason, Stefán Valgeirsson, Guðmund G. Hagalín og Önnu Karólínu Stefánsdóttur. Út- sending og upptökur annaðist Vilhjálmur Guðjónsson og ýmsir þekktir hljóðfæraleik- arar koma við sögu. Útsetning laganna er fjölbreytileg, allt frá vísnastíl yfir í rokk og textarnir endurspegla sigra og sorgir, margir með heim- spekilegum hugrenningum en aðrir rómantískir eða með skopívafi. Guðmundur Valur fæddist í Keflavík árið 1955 en ólst að mestu upp í Auðbrekku í Hörgárdal. Hann hefur stundað störf til sjós og lands en hélt svo í langskólanám í útlöndum. Áhugamál hans hefur lengi verið að leika á gítar og hefur hann samið töluvert af lögum og spilað í hljómsveitum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.