Morgunblaðið - 21.10.1999, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 21.10.1999, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Björn Blöndal Frá lokadcgi aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum Vilja fá hluta bifreiðagjalda Hjúkrunarheimili Fáskrúðsfjarðar vígt Morgunblaðið/Albert Kemp Ingibjörg Pálmadóttir með tveimur íbúum dvalarheimilisins. Keflavík - Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðumesjum var haldinn í Reykjanesbæ um helgina og á fundinum voru fjármál og skóla- mál efst á baugi. Ellert Eiríksson, bæjarstóri í Reykjanesbæ, sagði í samtali við Morgunblaðið að sam- kvæmt svokallaðri „rauðri skýrslu" hefðu tekjustofnar sveitarfélaga skerst um tvo milljarða á ári undan- farin sjö ár vegna aðgerða ríkisins. Áhugi væri á að ná hluta af þessu til baka og þá án aukinnar skattheimtu. Hugmyndir hefðu komið fram um að fá hluta af bifreiðagjöldum og eða af bensíngjaldi sem rynni til ríkis. Hann sagði að félagsmálaráðherra hefði nú skipað nefnd sem ætti að fara í saumana á þessu máli og benda á leiðir til úrbóta. Á fundinum voru samþykktar sex ályktanir um ýmis mál. Um aukna löggæslu, um tvöföldun Reykjanes- brautar og gerð Suðurstrandarveg- ar, um flutning innanlands-, kennslu- og ferjuflugs til Keflavíkurflugvallar og um tekjustofna sveitarfélaga þess efnis að Alþingi sjái til þess að sveit- arfélög fái bætur fyrir tekutap og aukin útgöld. Þá voru gerðar álykt- anir um heilbrigðismál þar sem gerður verði þjónustusamningur við stofnanir þannig að fjárveitingar séu í samræmi við verkefni og um fjár- veitingu til aukinna forvarna í fíkni- efnamálum. Skólamál voru mikið í brennidepli og þar töluðu fjórir frummælendur: Margrét Marðardóttir, deildarsjóri í menntamálaráðuneytinu, um hlut- verk ráðuneytisins til að tryggja gæði skólans, Amalía Björnsson lektor, um stöðu skóla á Suðurnesj- um, Eiríkur Hermannsson skóla- málastjóri, um: af hverju skólastefnu og Jónína Bjartmarz, formaður Landssamtakanna heimili og skóli, um samstarf foreldra og skóla. Páll Pétursson félagsmálaráðherra flutti ávarp og Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ, talaði um tekjustofna sveitarfélaga. Eftirtaldir alþingismenn Reykjaneskjördæmis sátu fundinn: Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, Sigríður Ánna Þórðardóttir, Rannveig Guð- mundsdóttir, Þorgerður K. Gunnars- dóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, Siv Friðleirfsdóttir umhverfisráð- herra, Kristján Pálsson, Sigríður Jó- hannesdóttir, Hjálmar Árnason og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Fáskrúðsfirði - Hjúkrunarheimili Fáskrúðsfjarðar vai- vígt á dögun- um. I upphafi vígslu bauð oddviti Búðahrepps gesti velkomna og því næst fór sveitarstjóri, Steinþór Pét- ursson, yfir byggingarferil hússins og þá miklu baráttu sem háð var til framgangs byggingarinnar eftir að búið var að skera framkvæmdina af. Þörfin ótvíræð Sagði hann það ekki að ástæðu- lausu að menn hafi lagst á eitt um að fá þetta hjúkrunarheimili á Fá- skrúðsfjörð þótt margir hafi haft efasemdir um þörfina og hafði hann jafnframt haft veður af því að bygg- ing þessa húss hafi verið notuð sem dæmi um fáránlega framkvæmd sem engin þörf væri fyrir og sagði það nú afsannað. Steinþór sagði að átta hjúkrunar- sjúklingar væru nú á hjúkrunar- heimilinu og að tveir væru væntan- legir auk þess sem einn einstakling- ur væri í hvíldarinnlögn. Hann sagði einungis tvö hjúkrunarrými laus og að biðlistar lægju fyrir á dvalarheimilinu. Strax þegar heim- ilið var tilbúið fóru að berast óskir frá fólki sem vistað var annars stað- ar um að fá að koma heim í átthag- ana auk þess sem ættingjar óskuðu eftir flutningi á ættingjum sínum til þess að eiga hægara um vik við heimsóknir. I ræðu sinni minntist sveitar- stjóri á að farið væri af stað með lágmarksbúnaði en væri það von manna að úr rættist strax eftir ára- mót. Hann kom því á framfæri við heilbrigðisráðherra að sem fyrst yrði gerður þjónustusamningur við rekstraraðila heimilisins. Að lokum þakkaði hann þeim fjölmörgu sem lögðu því lið að bygging þessi yrði að veruleika og starfsfólki heil- brigðisráðuneytis og framkvæmda- sýslu fyrir samstarfið. I lokin óskaði hann byggingaverktökum til ham- ingju með gott verk og starfsfólki og íbúum sveitarfélagsins óskaði hann alls hins besta í framtíðinni. Vildi sjá fyrir endann á framkvæmdinni Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra flutti ávarp og lýsti hún ánægju sinni með góða niðurstöðu við framkvæmd verksins og sagðist hafa eignast marga góðkunningja sem sífellt hefðu þrýst á að bygg- ingarframkvæmdir hæfust. Það kom fram í máli hennar að hún hefði viljað sjá fyrir endann á fram- kvæmdinni en ekki aðeins upphafið. Auk framangreindra tóku til máls Ambjörg Sveinsdóttir alþingismað- ur og Jón Kristjánsson alþingis- maður og kveðjur bárust frá öðrum þingmönnum kjördæmisins. Björg- vin V. Guðmundsson, oddviti Stöðv- arhrepps, flutti ávarp og færði heimilinu málverk að gjöf en marg- ar gjafir bárust til heimilisins frá ýmsum aðilum s.s Lionsklúbbi Fá- skrúðsfjarðar, Kvenfélaginu Keðj- unni, Slysavarnadeildinni Hafdísi, Fáskrúðsfjarðardeild Rauða kross- ins, Rakarastofunni Alberti frænda og Minningakortasjóði Slysavarna- deildarinnar. Auk þess var aldraður íbúi á dvalarheimilinu, Albert Stef- ánsson, sem nú er látinn, búinn að gefa eina milljón krónur. Sóknarpresturinn, sr. Carlos A. Ferrer, blessaði heimilið og kapellu sem í húsinu er, Björg Þórorms- dóttir, ein af íbúum Uppsala, flutti bæn og kirkjukór Fáskrúðsfjarðar söng. Arkitekt hússins er Helgi Hjálm- arsson, Teiknistofunni Óðinstorgi. 14,2 stöðugildi eru nú við dvalar- og hjúkrunarheimilið en þeim sinna 21 kona í heils- og hálfsdagsstörf- um. Flugvallarframkvæmdir á Þingeyri. Morgunblaðið/Egill Egilsson Lagfæringar á flug- vellinum á Þingeyri Flateyri - Að undanförnu hafa stað- ið yfir miklar framkvæmdir við end- urnýjun á burðarlagi á flugvellinum á Þingeyri. Flugvöllurinn hefur verið notaðui- sem varaflugvöllur ef ófærð spillir lendingarskilyrðum á ísafirði, en flugvöllurinn hefur nýst best í suðaustanátt. Verktakafyrirtækið Norðurtak frá Sauðárkróki sér um framkvæmdina. I verkáætlun er gert ráð fyrir að skipta um burðarlag og slitlag síðan sett ofan á burðarlagið. I burðarlag- inu er frostþétt efni sem mun tryggja að enginn klaki setjist í völl- inn á veturna. Flugvallarlengd verð- ur óbreytt. Með þessum endurbótum er loks hafið það starf sem til hefur staðið í tvö ár en á fjárlögum hafa þingeyr- arflugvelli verið áætlaðar 15 millj- ónir frá því 1998, ár hvert. Þar að auki samþykkti ríkisstjórnin í vor 9 milljónir í aukafjárveitingar vegna atvinnuaukningar fyrir Þingeyr- inga. Það skýtur þó skökku við að allir starfsmenn verktakans eru frá heimabyggð hans. Þó mun standa til að leggja nýja vatnslögn í flug- stöðina, en vatnið á uppsprettu sína úr rauðamýri skammt frá og hefur hingað til verið ódrekkandi og hef- ur varla mátt sjá mun á vatninu og kaffinu. Notast hefur verið við sömu vatnslögn frá því að flugstöð- in var tekin í notkun fyrir 15 árum. Þessi tregða til að leggja nýja vatnslögn mun tilkomin hjá yfir- mönnum flugmála, sem vildu sjá hvernig kostnaður yrði við verkið og í framhaldi af því yrði síðan tek- in ákvörðun um lagningu vatns- lagnarinnar. Líklegt mun þykja að heimamenn komi að þeirri fram- kvæmd. Þó svo að þessar framkvæmdir standi yfir mun hlutverk flugvallar- ins lítið breytast, hann mun þjóna áfram því hlutverki að vera varaflug- völlur. Eftir að íslandsflug hætti að fljúga reglulega vestur hefur notk- unargildi flugvallarins farið þverr- andi og er ekki fyrirsjáanlegt að breyting verði þar á. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Frá afhendingu styrkjanna. Gísli Pálsson, prófessor og forstöðumaður Mannfræðistofnunar Háskóla íslands, veitti styrknum viðtöku fyrir hönd Mannfræðistofnunar H.í. og Nanna Þóra Askelsdóttir, forstöðu- maður Safnhússins í Vestmannaeyjum fyrir hönd Byggðasafns Vest- mannaeyja. Með þeim á myndinni er Þorsteinn Sigfússon, prófessor. Sparisjóður Vestmannaeyja úthlutar styrkjum Vestmannaeyjum - Árleg úthlutun úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja, sem stofnaður var til minningar um Þorstein Þ. Víglundsson, fyrrver- andi sparisjóðsstjóra, fór fram í fundarsal sjóðsins 15. október sl. Þetta er í 12. sinn sem úthlutun fer fram úr sjóðnum en 19. októ- ber sl. voru liðin 100 ár frá fæð- ingu Þorsteins og þótti því við hæfi að tengja úthlutunina þessu tilefni. Þorsteinn Þ. Víglundsson hafði forgöngu um stofnun Spari- sjóðs Vestmannaeyja á árinu 1942 og gegndi starfi sparisjóðsstjóra frá stofnun allt til ársins 1974, þó Iengst af í hlutastarfi. Þá var hann skólastjóri gagnfræðaskól- ans í Vestmannaeyjum frá árinu 1928 til 1963 og hafði forgöngu að stofnun Byggðasafns Vest- mannaeyja árið 1932. Hann var forstöðumaður safnsins um langt árabil eða allt til 1978. Að þessu sinni hlutu tveir aðilar styrki úr sjóðnum. Mannfræði- stofnun Háskóla fslands vegna vinnu við undirbúning að gerð sérstaks Eyjaveijar sem mun tengjast Vestmannaeyjum og þá aðallega Byggðasafninu og Rann- sóknasetri Háskólans í Eyjum ineð margvíslegum hætti og Byggðasafn Vestmannaeyja vegna útgáfu kynningarefnis, m.a. við gerð upplýsingabæklings fyrir Byggðasafn Vestmannaeyja sem ráðgert er að komi út á næsta ári.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.