Morgunblaðið - 21.10.1999, Page 21

Morgunblaðið - 21.10.1999, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 21 LANDIÐ Opið ki. 9-16. lau. kl. 10-12 Landsmót íslenskra skólalúðrasveita Blönduósi - Samtök íslenskra skóla- lúðrasveita (SISL) héldu tuttugasta og fyrsta landsmót sitt á Blönduósi um helgina. Þessi samkoma var jafnframt afmælislandsmót því SISL heldur upp á 30 ára afmæli sitt um þessar mundir. Um sex- hundruð ungmenni víða að af land- inu gistu Austur-Húnavatnssýslu um helgina og léku við hvern sinn fingur í orðsins fyllstu merkingu í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Tuttugu og ein lúðrasveit kom fram og ennfremur lögðu þær allar sam- an og verkum húnvetnskra tónlist- armanna var sýndur sérstakur sómi. A laugardaginn komu hljómsveit- irnar fram hver í sínu lagi og í lokin léku þær allar saman í stórkostleg- um samhljóm nokkur lög hins landskunna „kántrýkóngs" Hall- bjamar Hjartarsonar í útsetningu Össurar Geirssonar. Það er nokkuð víst að sjaldan eða aldrei hafa jafn margir hljóðfæraleikarar samtímis flutt tónlist þessa einstæða lista- manns. Að tónleikum loknum var haldinn dansleikur í íþróttamiðstöð- inni hvar fyrir dansi lék hljómsveit- in Lausir og liðugir. Sunnudagurinn reis eins og dagurinn áður bjartur og fagur og var hann að mestu helg- aður Lúðrasveit æskunnar. Lúðra- sveit æskunnar er úrval þeirra nemenda sem lengst eru komnir í námi á sín hljóðfæri og hljómsveit- inni stjómaði Kjartan Öskarsson. A efnisskrá hljómsveitarinnar vom fjölbreytt verk en lokalag Lúðra- sveitar æskunnar yljaði að minnsta kosti húnvetnskum hjörtum en það var lagið Húnabyggð eftir Guðmann Hjálmarsson í útsetningu Michael Jones. Það er siður í lok hvers Iands- móts að velja prúðustu lúðrasveit- ina og kom það fram í máli Skarp- héðins H. Einarssonar, skólastjóra tónlistarskóla A-Húnavatnssýslu og mótsstjóra, að valið hefði verið erfitt. En meðal prúðra finnast þeir sem prúðastir em og urðu hafn- firsku unglingamir fyrir valinu að þessu sinni. Það er samdóma álit allra sem að þessu landsmóti komu hvort heldur um er að ræða þá sem stóðu að und- irbúningi eða bæjarbúa almennt að landsmótið hafi tekist í flesta staði vel. Það var til þess tekið hvar sem börnin fóm um, hversu kurteist og elskulegt fólk var á ferðinni. Eftir þessa helgi standa þau ávarpsorð Skúla Þórðarsonar bæjarstjóra á a^uÆKÍM's?’o „ _ ’vO Skólavörðustíg 35, sími 552 3621. Blönduósi að „tónlistamám og flutningur tónlistar er krefjandi og eflir sjálfsaga, traust og félagsleg tengsl“. Birgir D. Sveinsson for- maður SISL sleit samkomunni og þakkaði heimamönnum fyrir undir- búninginn og tilkynnti að næsta landsmót yrði haldið árið 2001 í Reykjanesbæ. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Tuttugu og ein lúðrasveit kom fram og ennfremur lögðu þær allar saman og verkum húnvetnskra tónlistarmanna var sýndur sérstakur sómi. Hef hafið sölu á glæsilegum samkvæmisfatnaði, pilsum, drögtum og toppum frá Ronald Joyce London. Með öflugu dreifingakerfi komum við sendingunm til skila hratt og örugglega. Stórkostlegur samhljómur á Blönduósi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.