Morgunblaðið - 21.10.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.10.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 21 LANDIÐ Opið ki. 9-16. lau. kl. 10-12 Landsmót íslenskra skólalúðrasveita Blönduósi - Samtök íslenskra skóla- lúðrasveita (SISL) héldu tuttugasta og fyrsta landsmót sitt á Blönduósi um helgina. Þessi samkoma var jafnframt afmælislandsmót því SISL heldur upp á 30 ára afmæli sitt um þessar mundir. Um sex- hundruð ungmenni víða að af land- inu gistu Austur-Húnavatnssýslu um helgina og léku við hvern sinn fingur í orðsins fyllstu merkingu í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Tuttugu og ein lúðrasveit kom fram og ennfremur lögðu þær allar sam- an og verkum húnvetnskra tónlist- armanna var sýndur sérstakur sómi. A laugardaginn komu hljómsveit- irnar fram hver í sínu lagi og í lokin léku þær allar saman í stórkostleg- um samhljóm nokkur lög hins landskunna „kántrýkóngs" Hall- bjamar Hjartarsonar í útsetningu Össurar Geirssonar. Það er nokkuð víst að sjaldan eða aldrei hafa jafn margir hljóðfæraleikarar samtímis flutt tónlist þessa einstæða lista- manns. Að tónleikum loknum var haldinn dansleikur í íþróttamiðstöð- inni hvar fyrir dansi lék hljómsveit- in Lausir og liðugir. Sunnudagurinn reis eins og dagurinn áður bjartur og fagur og var hann að mestu helg- aður Lúðrasveit æskunnar. Lúðra- sveit æskunnar er úrval þeirra nemenda sem lengst eru komnir í námi á sín hljóðfæri og hljómsveit- inni stjómaði Kjartan Öskarsson. A efnisskrá hljómsveitarinnar vom fjölbreytt verk en lokalag Lúðra- sveitar æskunnar yljaði að minnsta kosti húnvetnskum hjörtum en það var lagið Húnabyggð eftir Guðmann Hjálmarsson í útsetningu Michael Jones. Það er siður í lok hvers Iands- móts að velja prúðustu lúðrasveit- ina og kom það fram í máli Skarp- héðins H. Einarssonar, skólastjóra tónlistarskóla A-Húnavatnssýslu og mótsstjóra, að valið hefði verið erfitt. En meðal prúðra finnast þeir sem prúðastir em og urðu hafn- firsku unglingamir fyrir valinu að þessu sinni. Það er samdóma álit allra sem að þessu landsmóti komu hvort heldur um er að ræða þá sem stóðu að und- irbúningi eða bæjarbúa almennt að landsmótið hafi tekist í flesta staði vel. Það var til þess tekið hvar sem börnin fóm um, hversu kurteist og elskulegt fólk var á ferðinni. Eftir þessa helgi standa þau ávarpsorð Skúla Þórðarsonar bæjarstjóra á a^uÆKÍM's?’o „ _ ’vO Skólavörðustíg 35, sími 552 3621. Blönduósi að „tónlistamám og flutningur tónlistar er krefjandi og eflir sjálfsaga, traust og félagsleg tengsl“. Birgir D. Sveinsson for- maður SISL sleit samkomunni og þakkaði heimamönnum fyrir undir- búninginn og tilkynnti að næsta landsmót yrði haldið árið 2001 í Reykjanesbæ. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Tuttugu og ein lúðrasveit kom fram og ennfremur lögðu þær allar saman og verkum húnvetnskra tónlistarmanna var sýndur sérstakur sómi. Hef hafið sölu á glæsilegum samkvæmisfatnaði, pilsum, drögtum og toppum frá Ronald Joyce London. Með öflugu dreifingakerfi komum við sendingunm til skila hratt og örugglega. Stórkostlegur samhljómur á Blönduósi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.