Morgunblaðið - 21.10.1999, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 23
NEYTENDUR
Þvottaefnið Bluecare Color ber norræna umhverfísmerkið
Kemur best út úr
könnun dönsku neyt-
endasamtakanna
MEST selda þvottaefnið er ekki
nauðsynlega besta efnið á markað-
inum og oft er það einnig mjög
skaðlegt umhverfinu. Dönsku
neytendasamtökin gerðu fyrir
skömmu könnun á þvottaefnum
sem seld eru þar í landi þar sem
kannað var verð, gæði og fjöldi
skaðlegra efna fyrir umhverfið.
Niðurstöður könnunarinnar sýna
að eitt þeirra fáu þvottaefna sem
ber norræna umhverfismerkið á
dönskum markaði er best að gæð-
um. Þvottaefnið ber nafnið Blue-
care Color og er framleitt af DFB í
Danmörku. Það kom langbest út
úr könnuninni bæði hvað varðar
gæði og þegar athugað var hvort
þvottaefnin innihéldi mikið magn
efna, sem eru skaðleg umhverfinu.
Einnig kom í ljós að þó svo að vin-
sælu þvottaefnin Ariel og OMO
þvoi einstaklega vel, þarf meira
magn af þeim en af fyrrnefndu
þvottaefni í hvern þvott og sigur-
vegari könnunarinnar inniheldur
mun minna af efnum skaðlegum
umhverfinu. Þegar reiknaður var
kostnaður neytenda af hverjum
þvotti kom í ljós að Ariel Color er
allt að helmingi dýrara en Blue-
care Color því það síðarnefnda er
mun drýgra. Bluecare Color fæst
ekki á íslenskum markaði en að
sögn Tore Skjenstad hjá Hollustu-
vemd ríkisins er annað þvottaefni
fáanlegt merkt með norræna um-
hverfismerkinu hér á landi en það
er Maraþon frá Frigg. Hann sagði
einnig að niðurstöður könnunar-
innai- komi sér ekki á óvart þar
sem þvottaefni og aðrar vörur sem
bera norræna umhverfismerkið
þurfi að gangast undir mjög
strangar gæðaprófanir.
Morgunblaðið/ltax
I ljós hefur komið að umhverfisvænt þvottaefni er ekki síðra að gæð-
um en venjulegt þvottaefni
Rómarkaffi opnað
í Nýkaupi
í DAG, fimmtudag, verður Rómar-
kaffi opnað í Nýkaupi í Kringlunni.
Um er að ræða ítalskt kaffihús þar
sem ýmsar tegundir af Lavazza-
kaffi verða á boðstólum. Þá verða
einnig til sölu ítalskar sérinnfluttar
kökur og konfekt.
Kaffihúsið rúmar 20-25 manns í
sæti en einnig er hægt að taka með
sér kaffi og kökur ef vill.
Nýtt
Krydd-
blöndur o g
kryddolíur
POTTAGALDRAR kynntu fyrir
skömmu nýjar kryddblöndur og
-olíur sem nú eru komnar í versl-
anir. Nýju teg-
undirnar eru
sem hér segir,
ítölsk hvítlauk-
solía fýrir öll
hráefni, grísk
kryddolía fyrir
kjúkling og
lamb, ítalskt
sjávar-
réttakrydd fyrir
allt sjávarfang, og fiesta de Mex-
ico fyrir mexíkóska tacorétti.
Itölsku hvítlauksolíuna má t.d.
nota til að kryddleggja, grilla,
steikja uppúr eða nota á salatið.
Hún er líka tilvalin með brauði og
hentar vel í pottrétti eða út á
pastasalat. Gríska kryddolían er
til dæmis notuð á kjúkling og
lambakjöt en einnig á ferskt salat
með fetaosti, lauk og ólífum.
Haustútgáfa galdrabókar Potta-
galdra er einnig komin í verslanir
en í henni er að finna kynningar á
nýjungum, holl ráð til matargerð-
ar og uppskriftir frá öllum heims-
hornum.
Skólakassi
GUNNAR Kvaran ehf. umboðsaðili
fyrir Nesquik kakómaltið, Kex-
verksmiðjan Frón og Mjólkursam-
lögin hafa tekið höndum saman og
sett á markaðinn svokallaðan skóla-
kassa. Hann inniheldur Nesquik
500 g, Frón mjólkurkex 400 g og
vetrarhúfu frá mjólkuriðnaðinum.
í tengslum við markaðssetningu
kassans verður tímabundið tilboð á
mjólk þar sem skólakassinn verður
til sölu.
Myndlistavörur
Ó-LÍNA / MYNDLISTAVÖRUR,
Brautarholti 16, hefur hafið inn-
flutning á frönskum „hobbylitum“
frá Lefrance &
Bourgeois sem
framleiðir liti
fyrir listamenn.
Litirnir eru á
hagstæðu verði
og heita
„Hobbylakk" og
„Almúgalitur".
Þeir henta á alla
fleti og fást alls í
36 litatilbrigðum þar með talið í
gulli, silfri og koparlit. Almúgalit-
urinn er mattur akryllitur en
hobby-lakkið er með glansáferð.
Litirnir eru í 50 ml plastflöskum. Ó-
lína hefur einnig bætt við sig línu af
límlakki frá „Lefrance“.
Nýjar umbúðir
Ostahússins
OSTARÚLLUNUM frá Ostahús-
inu verður framvegis pakkað í loft-
skiptar umbúðir. Við það mun
geymsluþol ost-
anna aukast og
þeir haldast
lengur ferskir.
Einnig er hent-
ugara að geyma
ostana í umbúð-
unum eftir að
þær hafa verið
opnaðar. Nú eru
fáanlegar sjö
tegundir af ostarúllum og þrjár
tegundir af Brie með rönd frá Östa-
húsinu.
Stretchbuxur
St. 38-50 - Frábært úrval
verslunarmiðst. Eiðstorgi,
sími 552 3970.
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Kynning í dag
kl. 14-18
í Lyf og heilsu, Glæsibæ
(áður Holts Apótek),
og Rima Apóteki, Grafarvogi.
ÚTILJÓS
ótrúlegt verð!
1.290.-
Fæst í svörtu
og hvftu
SKIPHOLT 33 • REYKJAVÍK
SÍMI: 553 5600
www.rafsol.is
HEILSUDRYKKUR MEÐ ÁVAXTABRAGÐI
Suelle
1
Verðtilboð kr. 9900
Buxnadragt.
Jakki og buxur úr 100% polyester.
Sídd á jakka 78 cm.
Buxur 102 cm síðar.
Teygja í mitti á buxum.
Vönduð og falleg dragt.
Allar stærðir.
Shopper - Bæjartaska
Með hólfum og rennilás.
Sterk og góð taska.
Verðtilboð kr. 890
Quelle
Verslun, Dalvegi 2, Kópavogi - Sími: 564 2000