Morgunblaðið - 21.10.1999, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 21.10.1999, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 23 NEYTENDUR Þvottaefnið Bluecare Color ber norræna umhverfísmerkið Kemur best út úr könnun dönsku neyt- endasamtakanna MEST selda þvottaefnið er ekki nauðsynlega besta efnið á markað- inum og oft er það einnig mjög skaðlegt umhverfinu. Dönsku neytendasamtökin gerðu fyrir skömmu könnun á þvottaefnum sem seld eru þar í landi þar sem kannað var verð, gæði og fjöldi skaðlegra efna fyrir umhverfið. Niðurstöður könnunarinnar sýna að eitt þeirra fáu þvottaefna sem ber norræna umhverfismerkið á dönskum markaði er best að gæð- um. Þvottaefnið ber nafnið Blue- care Color og er framleitt af DFB í Danmörku. Það kom langbest út úr könnuninni bæði hvað varðar gæði og þegar athugað var hvort þvottaefnin innihéldi mikið magn efna, sem eru skaðleg umhverfinu. Einnig kom í ljós að þó svo að vin- sælu þvottaefnin Ariel og OMO þvoi einstaklega vel, þarf meira magn af þeim en af fyrrnefndu þvottaefni í hvern þvott og sigur- vegari könnunarinnar inniheldur mun minna af efnum skaðlegum umhverfinu. Þegar reiknaður var kostnaður neytenda af hverjum þvotti kom í ljós að Ariel Color er allt að helmingi dýrara en Blue- care Color því það síðarnefnda er mun drýgra. Bluecare Color fæst ekki á íslenskum markaði en að sögn Tore Skjenstad hjá Hollustu- vemd ríkisins er annað þvottaefni fáanlegt merkt með norræna um- hverfismerkinu hér á landi en það er Maraþon frá Frigg. Hann sagði einnig að niðurstöður könnunar- innai- komi sér ekki á óvart þar sem þvottaefni og aðrar vörur sem bera norræna umhverfismerkið þurfi að gangast undir mjög strangar gæðaprófanir. Morgunblaðið/ltax I ljós hefur komið að umhverfisvænt þvottaefni er ekki síðra að gæð- um en venjulegt þvottaefni Rómarkaffi opnað í Nýkaupi í DAG, fimmtudag, verður Rómar- kaffi opnað í Nýkaupi í Kringlunni. Um er að ræða ítalskt kaffihús þar sem ýmsar tegundir af Lavazza- kaffi verða á boðstólum. Þá verða einnig til sölu ítalskar sérinnfluttar kökur og konfekt. Kaffihúsið rúmar 20-25 manns í sæti en einnig er hægt að taka með sér kaffi og kökur ef vill. Nýtt Krydd- blöndur o g kryddolíur POTTAGALDRAR kynntu fyrir skömmu nýjar kryddblöndur og -olíur sem nú eru komnar í versl- anir. Nýju teg- undirnar eru sem hér segir, ítölsk hvítlauk- solía fýrir öll hráefni, grísk kryddolía fyrir kjúkling og lamb, ítalskt sjávar- réttakrydd fyrir allt sjávarfang, og fiesta de Mex- ico fyrir mexíkóska tacorétti. Itölsku hvítlauksolíuna má t.d. nota til að kryddleggja, grilla, steikja uppúr eða nota á salatið. Hún er líka tilvalin með brauði og hentar vel í pottrétti eða út á pastasalat. Gríska kryddolían er til dæmis notuð á kjúkling og lambakjöt en einnig á ferskt salat með fetaosti, lauk og ólífum. Haustútgáfa galdrabókar Potta- galdra er einnig komin í verslanir en í henni er að finna kynningar á nýjungum, holl ráð til matargerð- ar og uppskriftir frá öllum heims- hornum. Skólakassi GUNNAR Kvaran ehf. umboðsaðili fyrir Nesquik kakómaltið, Kex- verksmiðjan Frón og Mjólkursam- lögin hafa tekið höndum saman og sett á markaðinn svokallaðan skóla- kassa. Hann inniheldur Nesquik 500 g, Frón mjólkurkex 400 g og vetrarhúfu frá mjólkuriðnaðinum. í tengslum við markaðssetningu kassans verður tímabundið tilboð á mjólk þar sem skólakassinn verður til sölu. Myndlistavörur Ó-LÍNA / MYNDLISTAVÖRUR, Brautarholti 16, hefur hafið inn- flutning á frönskum „hobbylitum“ frá Lefrance & Bourgeois sem framleiðir liti fyrir listamenn. Litirnir eru á hagstæðu verði og heita „Hobbylakk" og „Almúgalitur". Þeir henta á alla fleti og fást alls í 36 litatilbrigðum þar með talið í gulli, silfri og koparlit. Almúgalit- urinn er mattur akryllitur en hobby-lakkið er með glansáferð. Litirnir eru í 50 ml plastflöskum. Ó- lína hefur einnig bætt við sig línu af límlakki frá „Lefrance“. Nýjar umbúðir Ostahússins OSTARÚLLUNUM frá Ostahús- inu verður framvegis pakkað í loft- skiptar umbúðir. Við það mun geymsluþol ost- anna aukast og þeir haldast lengur ferskir. Einnig er hent- ugara að geyma ostana í umbúð- unum eftir að þær hafa verið opnaðar. Nú eru fáanlegar sjö tegundir af ostarúllum og þrjár tegundir af Brie með rönd frá Östa- húsinu. Stretchbuxur St. 38-50 - Frábært úrval verslunarmiðst. Eiðstorgi, sími 552 3970. Súrefnisvörur Karin Herzog Kynning í dag kl. 14-18 í Lyf og heilsu, Glæsibæ (áður Holts Apótek), og Rima Apóteki, Grafarvogi. ÚTILJÓS ótrúlegt verð! 1.290.- Fæst í svörtu og hvftu SKIPHOLT 33 • REYKJAVÍK SÍMI: 553 5600 www.rafsol.is HEILSUDRYKKUR MEÐ ÁVAXTABRAGÐI Suelle 1 Verðtilboð kr. 9900 Buxnadragt. Jakki og buxur úr 100% polyester. Sídd á jakka 78 cm. Buxur 102 cm síðar. Teygja í mitti á buxum. Vönduð og falleg dragt. Allar stærðir. Shopper - Bæjartaska Með hólfum og rennilás. Sterk og góð taska. Verðtilboð kr. 890 Quelle Verslun, Dalvegi 2, Kópavogi - Sími: 564 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.