Morgunblaðið - 21.10.1999, Síða 26

Morgunblaðið - 21.10.1999, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Múslimaleiðtoginn Abdurrahman Wahid kjörinn fjórði forseti Indónesíu Mikils metinn en á við heilsufar að Djakarta. AP, Reuters. stríða ABDURRAHMAN Wahid, nýkjör- inn forseti Indónesíu, er nærri blindur og á við bágt heilsufar að stríða. Hann er mikils metinn leið- togi stærstu samtaka múslima í Indónesíu og þykir hófsamur í skoð- unum. Eftir flókin pólitísk hrossakaup hlaut Wahid tilskilinn meirihluta- stuðning á indónesíska þinginu, sem 700 fulltrúar eiga sæti á. Þykir kjör hans marka tímamót og boða nýja tíma lýðræðis og aukinna trúará- hrifa á stjómmál landsins, eftir ára- tuga harðstjóm byggða á valdi hersins. Nýi forsetinn, sem almennt er þekktur undir gælunafninu Gus Dur, fer íyrir samtökunum Na- hdlatul Ulama, sem í eru yfir 30 milljónir indónesískra múslima. íslam er mikið þjóðfélagsafl í Indónesíu. Um 90 af hundraði hinna u.þ.b. 210 milljóna íbúa landsins era múslimar, en þar með er Indónesía fjölmennasta múslimaríki heims. Wahid, sem er 59 ára, hefur nýtt þau áhrif sem hann hefur sem hugs- uður og trúarleiðtogi til að stuðla að trúarlegu og félagslegu umburðar- lyndi í hinu víðfeðma ríki. Sagður óútreiknanlegur „Hann stendur fyrir hina ljúfu hlið íslams," sagði Salim Said, stjómmálaskýrandi í Djakarta. Wa- hid er stofnandi Þjóðemisvakning- arflokksins, sem varð sá þriðji stærsti í þingkosningunum á síðasta ári. Sem slíkur, þ.e. leiðtogi þriðja stærsta þingflokksins, sóttust aðrir frambjóðendur í forsetakosninga- slagnum mjög eftir stuðningi hans. Stuðningsmenn Wahids segja hann leikinn í að finna málamiðlanir og sætta deilendur, en gagnrýnendur saka hann um tækifærisstefnu. „Hann er mjög óútreiknanlegur,“ segir stjómmálaskýrandinn Said. A stjórnaráram Suhartos, sem sagði af sér í fyrra, beitti Wahid sér fyrir því að afla ýmsum framsækn- um hugmyndum brautargengi, þar á meðal um uppbyggilegt samstarf ólíkra trúarhreyfinga, og ávann sér með því viðurkenningu á alþjóða- vettvangi. Megawati missti Wahid úr stuðningsmannahópi sínum Wahid hefur haldið uppi dyggi- legum vömum fyrir kínverska minnihlutann í Indónesíu, sem að mestu er kristinnar trúar, gegn árásum róttækra múslima sem á óróatímum hafa gjaman skeytt skapi sínu á velmegandi landsmönn- um sínum af kínverskum uppruna og eignum þeirra. Frá því Suharto hvarf frá völdum hefur Wahid átt mikinn þátt í efl- ingu lýðræðishreyfingarinnar í landinu. I upphafi lýsti hann stuðn- ingi við Megawati Sukarnoputri, sem lengi hafði verið helzta rödd stjómarandstöðunnar. En heldur kastaðist í kekki á milli þeiira fyrir nokkrum vikum, að því er virðist vegna þess að hún lýsti sig ekki reiðubúna að koma nægilega langt til móts við hagsmuni múslima- hreyfingar hans, kæmist hún í for- setastólinn. A meðan á öllu þessu stóð hélt Wahid stöðugu sambandi við B.J. Habibie forseta og forystu hersins, sem enn er mikið pólitískt afl í land- inu. Hann tilkynnti þá um framboð sitt og safnaði fljótt tO sín fylgi. Þegar Habibie dró framboð sitt til baka í fyrrinótt, eftir að þingið hafði samþykkt vantraust á hendur Megawati Sukamoputri bar sig vel eftir ósigurinn. Flokkur Wahids hefiir boðið henni vara- forsetaembættið. honum, tókst Wahid að merja sam- an bandalag ólíkra flokka á þinginu að baki sér, og bar sigurorð af Megawati. Tvö heilablóðföll Andstæðingar hans hafa lýst efa- semdum um að hann sé rétti maður- inn í forsetastólinn. Sumir halda því fram að hann ætti að halda sig utan við virka stjórnmálaþátttöku og 3d Civic 1.4 Si 90 hestöfl, 16 ventla, samlæsingar, rafdrifnar rúöur og spoglar. Lengd: 4,19 m. H/ólhaf: 2,62 m. Útrúlegur kraftur, eðallínur, formfegurð og glaesilegar innréttingar, allt gerír þetta Civic að lúxusbíl sem veitir ðkumanni og farþegum Ijúfa ánægjustund í hvert einasta sinn sem upp í hann ersest. Komdu og skoðaðu á vefnum www.honda.is eða littu inn og fáðu að prófa. 3d Civic 1.4 Si 90 hestöfl, 16 ventla, ABS, tveir loftpuöar, samlæsingar, rafdrifner rúður og speglar. Lengd: 4,19 m. Hjólhaf: 2,62 m. 3d Civic I.SLSi-VTEC 115 hestöfl, 16 ventla, ABS, tveir loftpúöar, fjarstýrðar samlæsingar, raf- drifnar rúður og speglar, hiti i speglum. Lengd: 4,19 m. Hjólhaf: 2,62 m. 3d Civic 1.6 VT, - VTEC 160 hestafl, 16 ventla, ABS, tveir loftpúðar, 15’ álfelgur, rafdrifin sófiúge, leðurstýri, sportinnrétting, fjarstýröar samlæsingar, rafdrifnar rúður og spegiar, hiti í speglum, 6 hatalarar, samlitaöur. Lengd: 4,19 m. Hjólhaf: Vatnagörðum 24 ■ Slmi 520 1100 ■ www.honda.is Akraties: Bllversf.. slml 431 1985. Almreyrl: Hðldur hf, sfrnl 4613000. Egllsstaðlr: BHa- og búvélasalan hf.. sfmi 4712011. Keflavlk Bllasalan Bllavík, síml 4217600. Vestmannaeyjan Bílaverkstæðlð Bragginn, simi 481 1535. Staðhæft í nýrri bók að George W. Bush hafi verið handtekinn árið 1972 Asökunum vísað á bug sem „lúalegri lygi“ Washington. The Daily Telegraph, AFP. GEORGE W. Bush, ríkisstjóri Texas, sem sækist eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins sem forsetaefni í næstu forsetakosningum, hef- ur alfarið vísað á bug fullyrðingum þess efnis að hann hafi verið handtekinn árið 1972 íýrir að hafa kókaín undir höndum. Fullyrðingar þessar era settar fram í bók um Bush, sem rituð er af J.H. Hatfield, blaða- manni og rithöfundi frá Texas. Segir Hatfield að Bush hafi verið handtekinn í Houston en að atvikið hafi verið máð út af sakaskrá vegna pólitískra tengsla föður hans. Geor- ge Bush, íyrrverandi Bandaríkjafor- seti, var þá sendiherra Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum, en hafði áður verið þingmaður fyrir Texas. Er staðhæft að ákveðið hafi verið að láta handtökuna ekki koma fram á sakaskrá gegn því að Bush yngri myndi starfa sem ráðgjafi með vand- ræðaunglingum. Sú ákvörðun hafi verið tekin af dómara í Texas, sem var stuðningsmaður repúblikana, að höfðu samráði við George Bush eldri. Bush hefur viðurkennt að hafa starfað sem unglingaráðgjafi árið 1972 en segir það ekki koma kóka- ínneyslu neitt við. Bók Hatfields kom út í gær en á bókastefnunni í Frankfurt nýlega höfðu útgefendur hennar, St. Mart- ins Press í New York, gefið í skyn að í henni yrði að finna upplýsingar er myndu hafa áhrif á bandarísku for- setakosningarnar. Fáránlegar staðhæfingar Á blaðamannafundi í Arizona sagði George W. Bush að ásakanir Hatfields væru með öllu ósannar. „Þetta era fáránlegar staðhæfingar og ósannar. Ég vona að virtir blaða- menn muni ekki gera sér mat úr vís- indaskáldskap,“ sagði Bush og vísaði þar til þess að Hatfield hafði áður ritað ævi- ; sögu Star Trek-leikar ans Patricks Stewart. George Bush eldri hefur einnig vísað þessu á bug og sagt fullyrðing- ar Hatfields „lúalega lygi“. í tilkynningu sem forsetixm fyrrverandi gaf út segir m.a. „stað- lausar og kvikindislegar árásir af þessu tagi eru ástæða þess að margt | gott fólk veigrar sér við þátttöku í stjórnmálum". Þetta er í annað f skipti sem sögusagnir um kókaínneyslu Geor- ge W. Bush koma til umræðu í kosn- ingabaráttunni en í ágúst var hart gengið á Bush af fjölmiðlum og hann krafinn um að upplýsa það hvort hann hefði einhvern tímann neytt kókaíns. Bush hefur hvorki játað því neitað en sagt að ekkert misjafnt hafi gerst í lífi hans síðastliðin 25 ár. | Hatfield segist hafa séð upplýsing- 1 ar um það í ágúst í nettímaritinu Sai- ( on að Bush hafi starfað sem ung- lingaráðgjafi í Houston. Það hafi að hans mati ekki komið heim og saman við persónuleika Bush og hann hafi því ákveðið að kafa dýpra. Salon birti aðra grein um málið sl. mánu- dag en þar er haft eftir þremur nafn- lausum heimildarmönnum „nátengd- um Bush-fjölskyldunni“ að handtak- an hafi átt sér stað. Saksóknari kannast ekki við málið Carol Vance, sem var saksóknari árið 1972 í því umdæmi sem hand- takan er sögð hafa átt sér stað, segir þetta hins vegar koma sér spánskt fyrir sjónir. Enginn dómari í Hous- ton, sem sá um sakamál á þessum tíma, hafi verið repúblikani. Að auki hafi ekki verið lagalega framkvæm- anlegt að afmá hluti úr sakaskrá fyrr en með lagabreytingu árið 1977. „Ég 1 hefði vitað af máli af þessu tagi hefði f ; það komið upp,“ segir Vance, sem var æðsti saksóknari Houston á ár- unum 1966-1979. George W. Bush

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.