Morgunblaðið - 21.10.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.10.1999, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Japanskur aðstoðarráðherra neyddur til að segja af sér eftir umdeild ummæli Tókýó. Reuters. Vill kjarnorku- vopnavæðingu AÐSTOÐARRAÐHERRA í ríkis- stjórn Japans var gert að segja af sér í gær fyrir að lýsa yfir, að Japan- ir ættu ef til vill að hverfa frá bann- inu við kjarnorkuvopnum. Rökstuddi hann einnig þessa skoðun sína með lfkingum, sem þóttu vægast sagt heldur ósmekklegar. Þetta mál kemur sér illa fyrir Keizo Obuchi forsætisráðherra en hann brást strax við með því að krefjast þess, að Shingo Nishimura, sem var aðstoðarráðherra í varnar- málaráðuneytinu, segði af sér sem hann og gerði. Undarlegar líkingar Nishimura sagði í viðtali við jap- anska tímaritið Playboy, sem á þó ekkert skylt við bandarískan nafna sinn, að það væri hans skoðun, að kjarnorkuvopnaeign drægi úr líkum á kjarnavopnaárás. „Ef það væri engin refsing við nauðgun, værum við allir nauðgarar. Við enim það ekki vegna þess, að refsingin fælir frá,“ sagði Nishi- mura. „Við getum líkt „gagnkvæmu öryggi" við mann, sem hjálpar konu, sem verið er að nauðga. Með sama hætti felst „innrás“ í því að útrýma karlmönnum í tilteknu landi og nauðga konunum,“ sagði Nishimura. Japanskir fréttaskýrendui- telja ólíklegt, að ummæli Nishimura hafi alvarlegar afleiðingar fyrir ríkis- stjórnina en þau geta dregið veru- lega úr vinsældum Obuchis. Þá hafa þau nú þegar vakið nokkur viðbrögð í Kína og Suður-Kóreu. Þar að auki koma þau fram aðeins viku eftir að Obuchi skrifaði Bill Clinton Bandaríkjaforseta bréf þar sem hann harmaði, að öldungadeild Bandaríkjaþings skyldi hafa fellt samninginn um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Konur reiðar Fyrir utan ummælin um kjarn- orkuvopnin hafa þau orð, sem Nishi- mura hafði um konur og nauðganir vakið mikla reiði og hneykslan í Jap- an. Stjórnarandstöðuþingmaðurinn Kiyomi Tsujimoto sagði í gær, að hún og aðrar konur á þingi myndu nú leggjast á eitt um að fella rikis- stjórnina. Fréttaskýrendur í Japan segja, að ummæli Nishimura endurspegli skoðanir þeirra, sem eru lengst til hægri í japönskum stjórnmálum, en benda líka á, að þjóðemissinnum hafi verið að vaxa ásmegin í landinu að undanförnu, m.a. vegna eldflauga- tilrauna N-Kóreumanna í fyrra. Reuters Flugræningi sagður geðsjúkur ÞYSKA lögreglan sagði í gær, að maðurinn, sem rændi egypskri farþegaflugvél í Istanbúl og gaf sig síðan á vald þýsku lögregl- unni í Hamborg, væri hugsan- lega sjúkur á geði. Eftir að far- þegaþotan frá EgyptAir lenti á alþjóðaflugvellinum í Hamborg tókst lögreglunni að tala um fyr- ir manninum og sést hann hér leiddur á brott. Sakaði því engan farþeganna 48 eða áhafnarmeðlima, sem voru sex. Talar maðurinn arab- ísku en í gær var ekki annað um hann vitað. Þó er helst hallast að því, að hann sé íraskur. Sagði talsmaður lögreglunnar, að hann virtist ekki vera í andlegu jafn- vægi en hann fór fram á landvist í Þýskalandi vegna þess, að hann kynni svo vel við land og þjóð og tennisdrottninguna Steffi Graf. ------------------- Papon kýs útlegð París. Reuters. MAURICE Papon, franski ráðherr- ann fyrrverandi sem í fyrra var dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að hafa sem emb- ættismaður Viehy-stjórnar- innar á stríðsár- unum aðstoðað við að senda franska gyðinga í dauðabúðir naz- ista, sagðist í gær munu frekar fiýja land en að eyða síðustu ævi- áranum bak við lás og slá. Jean-Marc Varaut, lögmaður Pa- pons, neitaði að gefa upp hvar skjól- stæðingur sinn dveldi og aðrir lög- fróðir menn sögðu engan lagabók- staf meina honum að flýja land, þótt honum hafi verið gert að vera við- staddur er dómstóll kveður í dag, fimmtudag, upp úrskurð um áfrýjun Papons á dómnum yfir sér. Papon, sem nú er 89 ára að aldri, hvarf frá heimili sínu í síðustu viku og gaf frá sér yfirlýsingu sem lög- menn hans gerðu opinbera í gær- morgun. Þar segist hann ekki munu snúa aftur til heimalands síns fyrr en margvísleg réttarbrot, sem hann hafi þurft að þola, hafi verið leiðrétt. „Það er einungis eitt heiðvirt svar við þessu - útlegð, hversu sársauka- fullt svo sem það er fyrir nærri ní- ræðan mann,“ segir í yfirlýsingunni, sem lögmenn stefnenda Papons brugðust ókvæða við. „Eg skora á mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg að endurreisa réttvísina og ég mun snúa aftur til heimalands míns eftir úrskurð hans,“ segir hann. Handtökuskipun boðuð Eirt af auglýsingum Morgunblaösins frá öldinni sem er að líða. Vilt þú ná árangri á nýrri öld? AUGLÝSINGADEILD MORGUNBLAÐSINS | sími 569 1111, augl@mbl.is, bréfasími 569 1110 Papon, sem á framaferli sínum eft- ir stríð gegndi embætti lögreglu- stjóra Parísar og var um hríð fjár- lagaráðherra, hafði frest fram á mið- vikudagskvöld til að gefa sig fram við lögregluyfirvöld og dvelja í fanga- klefa nóttina fyrir dómsuppkvaðn- ingu áfrýjunarréttar í máli hans. Dómsmálaráðherrann Elisabeth Gigou sagði handtökuskipun, bæði innlenda og alþjóðlega, verða gefna út skyldi Papon ekki gefa sig fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.