Morgunblaðið - 21.10.1999, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 29
ERLENT
Ekki þykir vafí leika á því að almenningur í Pakistan styður valdarán hersins í landinu
Sharif sakaður um
víðtæka spillingu
Islamabad. Reuters, AP.
LÖGREGLUYFIRVÖLD í Pakist-
an hafa sakað Nawaz Sharif, sem
herinn rak úr forsætisráðherrastóli,
um víðtæka spillingu og segja, að
hann hafi svikið undan með ýmsum
hætti um átta milljarða ísl. kr. t>á
hafa bankar í landinu skorað á þá,
sem ekki hafa greitt af skuldum sín-
um, einkum yfírstéttina í landinu,
að gera upp við þá eða sæta lögsókn
ella. Hafa þeir einig stöðvað allar
gjaldeyrisyfirfærslur en talið er, að
um 110 milljarðar kr. hafí verið
fluttir úr landi strax eftir valdarán
hersins.
Pakistanska dagblaðið The
Nation, sem gefið er út á ensku,
sagði í gær, að sakargiftirnar gegn
Sharif væru peningaþvætti, sem
tæki til um þriggja milljarða kr.,
skattsvik upp á 4,8 milljarða, falsan-
ir, sem væru hátt í milljarð, og að
auki að hafa notað opinbera sjóði í
eigin þágu. Sharif hefur verið í
gæslu síðan honum var steypt í síð-
ustu viku en herstjómin hefur enn
ekki skipað neina stjóm í landinu.
Bresk og tyrknesk blöð hafa það þó
eftir Pervez Musharraf, yfirmanni
hersins, að gengið verði frá stjóm-
armyndun á næstu dögum.
Sagt er, að Sharif hafi engan
skatt greitt af nokkrum glæsihúsum
í London; ekki hirt um að greiða af
miklum bankalánum, sem fjöl-
skyldufyrirtæki hans, Ittefaq, hafi
tekið en það hafi hagnast mikið á
sykursölu til sjálfra fjandmann-
anna, Indverja. Margir aðrir í ríkis-
stjórn Sharifs eru sakaðir um spill-
ingu, þar á meðal Saifur Rehman,
sem hafði það höfuðverkefni að
berjast gegn spillingu. Em fyrir-
tæki hans sögð hafa komist hjá inn-
flutningsgjöldum og fengið mikla og
feita samninga hjá ríkinu.
Erlendir sendimenn í Pakistan
segja engan vafa leika á því, að
valdaránið njóti mikils stuðnings
meðal almennings og margir gera
sér vonir um, að dómskerfið fari nú
að vinna eins og því er ætlað en
hingað til hefur það alls ekki virkað
gegn yfirstéttinni í landinu. Allar
ríkisstjómir í Pakistan frá 1985
hafa lagt upp með fyrirheit um að
vinna gegn spillingu og láta þá ríku
greiða skatta en af 135 milljónum
íbúa landsins greiða aðeins innan
við 2% einhvern tekjuskatt. Jang,
stærsta dagblaðið í Pakistan, sagði í
gær, að þjóðin krefðist þess, að
spillingaröflin yrðu látin svara til
saka.
Talið er, að yfirstéttin í Pakistan
hafi flutt um 110 milljarða ísl. kr. úr
landi strax eftir valdarán hersins og
inn á bankareikninga í ýmsum lönd-
um, meðal annars Tælandi, Japan,
Þýskalandi, Kanada og Bandaríkj-
unum.
Nú hafa gjaldeyrisyfirfærslur ver-
ið stöðvaðar. I ræðu Musharrafs
fyrir nokkrum dögum sagði hann,
að þeir, sem skulduðu bönkunum
stórfé og hefðu ekki hirt um að
greiða af lánunum, hefðu fjórar vik-
ur til að gera upp sín mál. Að því
búnu yrðu nöfn þeirra birt opinber-
lega og mál höfðað gegn þeim.
Hirða ekki um að
borga af lánum
Pakistanskir bankar birtu auglýs-
ingai' í gær í öllum helstu fjölmiðlum
landsins þar sem skorað er á van-
skilamennina að gera upp við bank-
ana fyrir 16. nóvember en yfirstétt-
in, atvinnurekendur, kaupsýslumenn
og stjómmálamenn, hefur ekki stað-
ið í skilum með um 365 milljarða kr.
Það er ekkert nýtt, að Shaiif og rík-
isstjóm hans séu sökuð um spillingu
en hann hefur vísað slíkum ásökun-
um á bug. Barátta hans gegn spill-
ingu hefur falist í því að rannsaka
fjárreiður Benazir Bhuttos, fyirver-
andi forsætisráðherra, og eigin-
manns hennar, Asif Zardaris, en
Bhutto býr nú í London til að kom-
ast hjá handtöku. Er hún meðal ann-
ars sökuð um að hafa þegið mútur af
svissnesku fyrirtæki, sem hún réð
sérstaklega til að berjast gegn
skattsvikum í Pakistan.
Alþjóðlegri ráðstefnu um
glæpi lokið í Moskvu
Pútín lofar
lögum um
peningaþvætti
Moskvu. Reuters.
ALÞJÓÐLEGRI
ráðstefnu um glæpi
og vamir við þeim
lauk í Moskvu í
gær. Þótti það einna
mestum tíðindum
sæta er Vladímír
Pútín, forsætisráð-
herra Rússlands,
lýsti yfir, að rúss-
neska stjórnin ætl-
aði að gera það, sem
hún gæti, til að
koma í veg fyrir
peningaþvætti.
Ráðstefnuna
sóttu frammámenn
í dómskerfi iðnríkj-
anna átta, þar á
meðal Janet Reno, dómsmála-
ráðherra Bandaríkjanna, og
ýmsir háttsettir embættismenn í
Rússlandi, Bretlandi, Kanada,
Frakklandi, Italíu, Þýskalandi
og Japan. Reno sagði á frétta-
mannafundi í gær, að glæpir
væru alþjóðlegt vandamál.
Engin landamæri
„Er maður situr við eldhús-
borðið heima hjá sér og stelur fé
í öðru landi með aðstoð tölvu er
ljóst, að landamæri skipta ekki
lengur neinu máli,“ sagði hún.
Rússar stóðu vel að ráðstefn-
unni og hún þykir hafa rétt hlut
þeirra nokkuð í þeirri umræðu,
sem nú fer fram um rannsókn á
peningaþvætti og annarri spill-
ingu og tengist jafnvel rússnesk-
um embættismönnum. Rúss-
neska dagblaðið Sevodnía sagði í
gær, að á einu sviði, í baráttunni
við alþjóðlega
hryðj uverkastarf-
semi og glæpi, gætu
Rússar kinnroða-
laust skipað sér í
hóp fremstu ríkja í
heimi.
Það vakti veru-
lega ánægju á ráð-
stefnunni er Pútín,
forsætisráðherra
Rússlands, lýsti yfir,
að sett urðu lög til
að koma í veg fyrir
peningaþvætti en
Borís Jeltsín, forseti
Rússlands, vildi
ekki undirrita slíka
löggjöf, sem komm-
únistar stóðu að, fyrr á árinu.
Ráðstefnan hafði verið ákveðin
áður en núverandi rannsókn á
hugsanlegu peningaþvætti rúss-
nesku mafiunnar og jafnvel rúss-
neskra embættismanna hófst en
nú hafa þrír rússneskir innflytj-
endur í Bandaríkjunum verið
ákærðir í því máli. Janet Reno
vildi þó lítið tjá sig um málið og
sagði aðeins, að hún hefði átt
„ánægjulega" umræðu um það
við Rússa.
Rússar reyndu nokkuð að fá
ráðstefnuna til að styðja aðgerð-
ir rússneska hersins gegn
„hryðjuverkamönnum“ í Tsjet-
sjníu en i lokaályktun hennar er
lýst yfir samstöðu í baráttunni
gegn hryðjuverkum og samúð
með því fólki, sem varð fyrir
bai'ðinu á hryðjuverkum í rúss-
neskum borgum í sumar. Ekkert
var þó minnst á Tsjetsjníu.
Janet Reno
O
$
PlatínJazz íkvöld!
KLAUSTWÐ
ANNO MCMXCIX _j
Veitinga- og skemmtistaðurinn Klaustrið
Kuipparstíg 26 • Simi 552 6022
Evrópusambandið auglýsir eftir
umsóknum í áætlun um lífsgæði
og nýtingu náttúruauðlinda
Auglýst er eftir umsóknum í eftirtaldar lykilaðgerðir:
• Heilsa, fæöi og umhverfi • Baráttu gegn smitsjúkdómum • Líftækni
• Sjálfbærar fiskveiöar, landbúnaður og landnýting • Grunnrannsóknir
Umsóknarfrestir eru til 15. nóvember n.k. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð
er að finna á vefsíðu CORDIS: http://www.cordis.lu/ist/
Kynningarfundur um áætlun
Lífsgæða og nýtingu náttúruauðlinda
Föstudaginn 22. október, kl. 08:30-10:00 Borgartúni 6
DAGSKRÁ
08:30-09:00 Yfirlit yfir áætlunina Lífsgæði og nýtingu náttúruauðlinda
IngileifJónsdóttir, ónæmisfræðingur og stjómamefndarfulltrúi
09:00-09:20 Fiskveiðar, fiskeldi, landbúnaður og landnýting
Erlendur Jónsson, forstöðurmaður Tæknisjóðs og stjómamefndarfulltrúi
09:20-09:35 Umsóknargerð, öflun upplýsinga og aðstoð
Grímur Kjarlansson, verkfræðingur Alþjóðasviðs RANNÍS
09:35-09:45 Styrkir RANNÍS til alþjóðlegra samstarfsverkefna
Hjördís Hendriksdóttir, Alþjóðasvið RANNIS
09:45-10:00 Fyrirspumir og umræður
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn en þátttakendur em beðnir um að skrá
sig fyrirfram með tölvupósti: rannis@rannis.is eða í síma: 5621320.
&
SAMTÖK
IÐNAÐARINS
Rannsóknaþjónusta Háskólans
n
löntæknistofnun
RAIUMÍS