Morgunblaðið - 21.10.1999, Síða 32

Morgunblaðið - 21.10.1999, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Geislaplötur Sinfóníuhljómsveitar fslands Fá góða dóma í erlendum tímaritum SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís- lands fær góða dóma í nýjustu heft- um erlendra fagtímarita fyrir flutn- ing sinn á verkum Jóns Leifs og Síbelíusar á geislaplötum sem gefn- ar eru út af BIS og Naxos. Plata Sinfóníunnar, Dettifoss, sem BIS gaf út, fær afar lofsamlega dóma í Classic CD en þar er að finna fjögur verk eftir Jón Leifs, Orgelkonsertinn, Variazioni pa- storale, Fine og Dettifoss. Eins og við þekkjum af upptökum Naxos, er það fátt sem Sinfóníuhljómsveit Islands ekki getur og Jón Leifs læt- ur aldeilis reyna á hana í óviðjafn- anlegum orgelkonsert sínum. Djúpir klasar í bassanum, tortím- andi drunur í fjórföldum pákum og gríðarmikill hljómagangur, sem birtist í samhliða þríhljómum, eru erfitt próf fyrir hvaða hljómsveit sem er. Eitt sinn sló verkið í gegn Nýjar bækur • STÁLFLJÓTIÐ og fjögurra laufa smári er með ljóðum _ Normu E. Samúelsdóttur. I fréttatilkynningu segir: „Ljóðin fjalla um manneskju sem horfir út um gluggann sinn, - þjóðbraut í byggð - og í stað þess að öskra „þögn“ skrifar hún um stálfljótið; bíla, fíla, menn. Dreymir fjög- urra laufa smára, spyr ... „Er hægt að óska sér? Maður. Bíll.“ Fyrir nokkru kom út ljóðabók- in Mömmublús eftir sama höf- und, en þetta er hennar níunda bók. Útgefandi er höfundur. Stál- fljótið og fjögurra laufa smári er 50 bls., prentuð hjá Stensli. Nýtt sönglaga- hefti • MIG dreymir - 16 sönglög er sönglagahefti eftir Guðmund Stefán Sigurðsson, organista og múrara á Hvammstanga. Lögin eru skrifuð fyrir bland- aðan kór og einsöng með píanó- undirleik. Lögin eru samin við texta eftir Valdemar Lárusson, Stefán frá Hvítadal, Kristján frá Djúpalæk, Rúnar Kristjánsson, Jónínu Hallgrímsdóttur og Inga Steinar Gunnlaugsson. Margir kunnir hljómlistarmenn hafa komið að útsetningum laganna: Magnús Ingimarsson, Elías Dav- íðsson, Jón Hlöðver Askelsson og Jakob Magnússon. I heftinu er lagið Trúföst í dyggðum við sálm eftir Rúnar Kristjánssonar, en lagið fékk verðlaun Tónmenntasjóðs þjóð- kirkjunnar árið 1999. Var það frumflutt af sjötíu manna kór á Kristnitökuhátíð Húnavatnspróf- astsdæmis á Blönduósi í júlí sl. Lög Guðmundar eru mörg með trúarlegu ívafi og hafa nokkur þegar verið sungin í kirkjum landsins og við ýmis tækifæri. A bókarkápu eru þakkir til Hauks Guðlaugssonar, söngmála- stjóra þjóðkirkjunnar. Einnig eru þakkir til Kirkjukórs Víði- dalstungukirkju, en Guðmundur hefur starfað með honum sem kórstjóri og organisti um árabil. Útgefandi er höfundur og ann- ast hann dreifingu heftisins, en það fæst einnig í Kirkjuhúsinu í Reykjavík og víðar. Fjölföldun var unnin á skrifstofu söngmála- stjóra þjóðkirkjunnar. en hefur eigi að síður aldrei fundið sér sess; nú er kjörið tækifæri að bjóða aftur velkomið upphafið, al- varlegt og oft djúpt verk,“ segir Simon Trezise í dómi sínum og bætir við að önnur verk á plötunni séu einnig áhrifarík, sem jafnframt megi þakka stórkostlegri upptöku BIS og ákafri og kraftmikilli stjóm Kínverjans En Shaos. Platan fær hæstu einkunn hjá Classic CD, fimm stjömur, bæði fyrir flutning og hljómgæði. Flutningur Sinfóníunnai-, undir stjóm Petris Sakaris, á Ofviðrinu og Annarri sinfóníu Síbelíusar, í út- gáfu Naxos, fær einnig fína dóma í HI-FI News. Um Ofviðrið segir gagnrýnandinn, James M. Hughes: „. . . verkið (fær) framúrskarandi flutning; skarplega fluttar og lífleg- ar hendingar - hlýðið bara á hvem- ig Sakari endurskapar hvininn í vindinum í upphafi Stormsins." Og um Aðra sinfóníuna notar hann eftirfarandi orð: „Ef það era breiðir pensildrættir eða eðlislæg- ur æsingur sem sóst er eftir, þá er Sakari ekki rétti maðurinn. Hann býður upp á úthugsað og mikilsvert tónlistarlegt yfirlit og verkið er að mestu leyti fagurlega leikið og mót- að á næmlegan máta - það era að- eins örfáir grófir trompethljómar sem trafla. Takturinn er víðfeðmur og sinfónían í eðlilegum farvegi." Loks fjallar BBC Music Maga- zine með lofsamlegum hætti um aðra Síbelíusar-plötu hljómsveitar- innar, þar sem leikin era Finlandia og Kareliu- og Lemminkainen-svít- urnar. Gefur gagniýnandinn, Robert Layton, plötunni fjórar stjörnur, bæði fyrir flutning og hljóm. Þessi plata er einnig gefin út af Naxos. Ung söngkona þreytir frumraun Garsington Opera Company Spennandi verkefni o g gott tækifæri Hulda Björk Garðarsdóttir HULDA Björk Garðarsdóttir sópr- ansöngkona hefur verið ráðin til starfa hjá Garsington Op- era Company í Eng- landi sumarið 2000, þar sem hún mun þreyta frumraun sína á óperasviðinu í hlut- verki Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart. Næsta vor mun hún einnig syngja hlutverk Fiordiligi í Cosi fan tutte eftir Mozart á Amersham-tónlistar- hátíðinni í Lundún- um. „Hlutverkið er mjög stórt og krefjandi, og eitt af burðarhlut- verkunum í óperam Mozarts,“ segir Hulda Björk um hlutverk Súsönnu. „Þetta er ofsalega spennandi verkefni fyrir mig og mjög gott tækifæri að takast á við,“ heldur hún áfram. Hljóm- sveitarstjórinn, Stephen Barlow, hefur stjómað við Glyndeboume- óperana og er að sögn Huldu vel þekktur stjómandi víða um heim. Óperugestir ílautarferð Garsington Opera Company er sumaróperuhús, á sveitasetrinu Garsington Manor rétt utan við Oxford, „eitt af þessum virtu hús- um í Englandi", segir Hulda. „Það er uppselt á þessar ópera- sýningar langt fram í tímann og það hefur skapast hefð fyrir því á undanfömum áram að fólk fer á óperasýningu og lautarferð í leið- inni,“ segir hún. Sviðið er svo að segja úti í náttúranni, þó að byggt sé yfir það og áheyrendapallana, en það er að sögn Huldu fyrst og fremst til þess ætlað að veijast veðri og vindum. Aheyrendur sjá eftir sem áður náttúrana til hliðar við sviðið og hún segir hljóminn skila sér mjög vel. Amersham-tónlistarhátíðin er í aprfl og er hún að sögn Hifldu þegar búin að vinna sér fastan sess í bresku tónlistarlífi. Þar mun hún eins og áður sagði fara með hlut- verk Fiordiligi í Cosi fan tutte, undir stjóm Ians Leding- hams. „Þetta er spennandi verkefni með ungu fólki á líku reki og ég, sem er að stíga sín fyrstu skref opinberlega á ópera- sviðinu. Hingað til hafa þar fyrst og fremst verið sýndar tónleikauppfærslur en næsta vor verður í fyrsta sinn sett upp full- burða sviðsuppfærsla með hljóm- sveit.“ Einsöngstónleikar í ársbyrjun Hulda Björk hyggst nota vet- urinn til þess að undirbúa þessi verkefni vorsins og sumarsins, auk þess sem hún er að leggja drög að einsöngstónleikum hér heima í vetur ásamt Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleik- ara. Hulda Björk lauk námi frá Royal Academy of Music vorið 1998. Þá segist hún hafa ákveðið að snúa heim til íslands og láta á það reyna hvort hún gæti haldið þeim samböndum sem hún var rétt farin að koma sér upp þar ytra. „Það skemmtilega er að það er greinilega ekki aðalmálið hvar maður býr - þetta er hægt ef maður vill það. Mér þykir mjög ánægjulegt að upplifa það að maður fer ekki bara heim og gleymist þarna úti, það sem ég var búin að byggja upp úti skilar sér. Ég er líka með góðan um- boðsmann sem er duglegur að benda mér á verkefni en ég vil búa hér heima og taka þátt í tón- listarlífinu hér og fljúga á milli meðan þess er kostur,“ segir hún. Á grunnu djúpi MYNDLIST Listasafn ASÍ, Ásmundarsal, Freyjugötu ÖRVERK,BLÖNDUÐ TÆKNI 37 MEÐLIMIR FÍM Til 24. október. Aðgangur kr. 200. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. ÖRVERKASÝNING FÍM í Listasafni ASI, Asmundai’sal, er önnur sýningin þar sem meðlimum félagsins er boðið að senda inn smá- verk - undir 400 fersentímetram, eða 20 sentímetra á hvom veg - á nokkurs konar haustsýningu. Hug- myndin er góð því varla er hægt að hugsa sér heppilegra form til að virkja krafta félagsmanna. Engum ætti að vera það ofviða að vinna smáverk af umbeðinni stærðar- gráðu þótt mörkin séu helsti ströng og ýti ef til vill undir of útflött sjón- armið. Andstætt stærðunum er þemað svo víðfeðmt að varla finnast á því takmörk. Það fjallar því um allt og ekkert. Það er þó skárra en sauðkindardæmið á síðustu ör- verkasýningu FÍM. Óneitanlega verður maður eilítið hnugginn við að skoða örverkasýn- inguna því að það er svo fátt um fin- an drátt í hugmyndaauðgi, ferskleik og framleik í útfærslu verkanna. Að vísu era nokkrar skemmtilegar undantekningar á borð við Önnu Gunnlaugsdóttur með tölvuverkað- ar myndir sínar, næmar og nær- fæmar; nöfnu hennar Jóa, með litl- ar og fagurmálaðar, rússneskar babúskur, dansandi á plötu; Guð- björgu Lind, þótt ef til vill séu hlut- ar af verki hennar helsti flóknir og fótsnyrtir; Guðrúnu Krist- jánsdóttur, sem kemur skemmti- lega á óvart með einstaklega hrein- um og beinum svifverkum úr plexi; og op-listarparið góða; Margréti Jó- elsdóttur og Stephen Fairbaim, sem er æðislegt að fá aftur fram á sjónarsviðið eftir áratugalanga fjar- vera og alltof langa þögn. Þá era Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Sigþrúður „Sissú“ Pálsdóttir og Valgarður Gunnars- son á prýðilegu róli með verk sem skera sig úr ládeyðunni með óvænt- um, bráðsmellnum og eftirtektar- verðum hætti. En þar með er sagan sögð, því restin er óþarflega flat- Frá örverkasýningu FÍM í Listasafni ASÍ. neskjuleg. Með „óþarflega" er átt við það að almennt ástundi meðlimir FÍM list sína langt undir getu; hálf hugsunar-, tilþrifa- og tilfinninga- laust. Þá eltir þessa tegund sýninga einhver óskiljanlegur bjánaskapur í nafngiftum, en stór hluti sýnenda er ámóta frjór í vali titla á verk sín og málsháttasmiðirnir á páskaeggja- markaðnum. Af því að sýningin ber yfirskriftina „Úr djúpinu“, hamast sýnendur við að skíi’a verk sín jafn vel til fundnum heitum og Fagur fiskur í sjó eða ámóta gáfulegum dumaranefnum. Það heitir að vera „hugmyndafræðilegur" í list sinni, en hugmyndafræði er vist annað heiti á hugmyndlist samkvæmt kokkabókum þeirra sem vita hvað hvoragt hugtakið þýðir. Þannig vantar mikið á að ör- verkasýningin geti talist viðunandi framlag frá jafnrótgi-ónum og hæfi- leikaríkum félögum. Ef til vill þurfa íslenskir listamenn að horfa meir í kringum sig og skoða þær lausnir sem erlendir kollegar þeiira beita með góðum árangri. Einfaldleiki er eina rétta svarið við þvíuppþornaða handafli, sem félagar FÍM era aUtof gjarnir á að beita. Því smærri sem verkin eru þeim mun mikilvægara er að ofurfágunin og ofhlæðið nái ekki yfirhöndinni. Halldór Björn Runólfsson Njrjar bækur • STEINAR í vörðu til heiðurs Þuríði J. Kristjánsdóttur sjötugri er afmælisrit. „I fréttatilkynningu segir: „A sjötugsafmæli Þuríðar J. Krist- jánsdóttur, fyrrverandi prófessors við Kennara- háskóla ís- lands, 28. apríl 1997 kviknaði sú hugmynd í hópi vina og samstarfsfólks að gefa út safn greina henni til heiðurs. í ritið skrifa ýmsir vinir og samferðafólk Þuríðar. Greinar bárust frá 17 höfundum og er bók- in ríflega þrjú hundruð síður. Eftir skyldunám Þuríðar í heimahéraði lauk hún kennara- prófi frá Kennaraskóla íslands vorið 1948 og kenndi eftir það börnum og unglingum um langt skeið en nýtti jafnframt hvert tækifæri til frekara náms. Dokt- orsprófi frá University of Illinois í Bandaríkjunum lauk hún árið 1971. Lengst starfaði Þuríður samfellt við Kennaraháskóla ís- lands. Auk þess að vera fyrsti pró- fessorinn, sem skipaður var við skólann árið 1973, var hún aðstoð- arrektor um tíma og ruddi ótroðn- ar slóðir við skipulagningu nýrra námsleiða, réttindanáms og fjar- náms.“ I Steinum í vörðu er fyrst og fremst fjallað um skólamál. Þuríð- ur lítur um öxl og rifjar upp náms- og starfsferil sinn í viðtali við Kristínu Indriðadóttur og Ólaf H. Jóhannsson. Síðan er fjórtán greinum skipað í fjóra megin- kafla: Af spjöldum sögunnar, Próffræði og námsmat, Nám og nemendur og Um kennslu og kennara. Rannsþknarstofnun Kennara- háskóla Islands gefur bókina út. Ritnefnd skipuðu Helgi Skúli Kjartansson, Hrafnhildur Ragn- arsdóttir, Kristín Indriðadóttir og Ólafur J. Proppé. Verð í verslun- um: 4.890 kr. Þuríður J. Kristjánsdóttir I I : P

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.