Morgunblaðið - 21.10.1999, Page 34

Morgunblaðið - 21.10.1999, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR VAKA-HELGAFELL sendir frá sér um eitt hundrað bækur á þessu ári, yfír áttatíu tölublöð safnefnis og tímarita og um tvo tugi geisla- diska og er það heldur meiri út- gáfa en undanfarin ár. Ólafur Jóhann Ólafsson sendir nú frá sér sína fjórðu skáldsögu sem nefnist Slóð fíðrildanna en hann hefur einnig ritað smásögur og leikrit. Um þessar mundir er verið að ganga frá samningum um útgáfu bókarinnar austan hafs og vestan en skáldsaga hans Fyrir- gefning syndanna hefur verið gef- in út í sex löndum. I ár eru liðin 25 ár frá því að Þórarinn Eldjárn sendi frá sér sína fyrstu bók. I tilefni af því - og fimmtugsafmæli hans - hefur Vaka-Helgafell gefið út bókina Sagnabelg. Þrír höfundar fylgja eftir verð- launaverkum sínum fyrir þessi jól. Eyvindur P. Eiríksson hefur ritað sjálfstætt framhald skáldsögunnar Landið handan fjarskans en fyrir þá bók hlaut hann Bókmennta- verðlaun Halldórs Laxness 1997. Nýja bókin nefnist Þar sem blómið vex og vatnið fellur. Elín Ebba Gunnarsdóttir hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir smásagna- safnið Sumar sögur 1997. Nú kem- ur út nýtt safn samtengdra smá- sagna eftir Elínu Ebbu er nefnist Ysta brún. Tómasarverðlaunin komu í hlut Bjarna Bjarnasonar í fyrra fyrir skáldsöguna Borgin bak við orðin. Nú kemur sjálfstætt framhald þeirrar bókar sem nefnist Nætur- vörður kyrrðarinnar. Arnaldur Indriðason sendir frá sér nýja bók sem nefnist Napó- leonsskjölin. Ljóð um landið Matthías Johannessen sendir frá sér nýja ljóðabók á þessu ári og nefnist hún Ættjarðarljóð á atóm- öld. Ljóðin fjalla um landið; ætt- jörðin tengist lífshlaupi mannsins, minningum hans, gleði og sorg, og er stöðugt nálæg. í fyrra hóf Vaka-Helgafell út- gáfu á Ljóðasafni Helgafells. A þessu ári koma tvær nýjar bækur í þessari ritröð: Ydd Þórarins Eld- járns og Svartar fjaðrir eftir Davíð Stefánsson. I fyrra varð saga Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi for- sætisráðherra, söluhæsta bók árs- ins. Nú kemur framhald þeirrar bókar og er höfundurinn sem fyrr Dagur B. Eggertsson. Olafur Ólafsson var landlæknir í rösklega aldarfjórðung. Vilhelm G. Kristinsson hefur skráð endur- minningar hans. Gúndi í bundnu máli Vaka-Helgafell gefur út nýjar bækur eftir tvo af kunnustu barna- bókahöfundum landsins. Guðrún Helgadóttir sýnir á sér nýja hlið í bók um strákinn Gúnda sem heitir Handagúndavél og er öll í bundnu máli en Freydís Kristjánsdóttir málar litmyndir við söguna. Kristín Steinsdóttir sendir frá sér bókina Kleinur og karrí um strák sem fer gjarnan sínar eigin leiðir. Hernám íslands í bókinni Bretamir koma grein- ir Þór Whitehead frá hernámi Is- lands og styðst þar við margvísleg skjöl sem ekki hefur verið vitnað til. Vaka-Helgafell gefur einnig út viðamikið yfirlitsrit, Sögu verald- ar. 20. öldin. Mesta umbrotaskeið mannkynssögunnar í máli og myndum nefnist ný stórbók. Grass og Blikktromman Vaka-Helgafell gefur nú út ann- an hluta Blikktrommunnar eftir Nóbelsskáldið nýbakaða, Giinter Grass. Bjarni Jónsson þýðir sem fyrr söguna. Bjami þýðir einnig nýja skáldsögu eftir írska verð- launahöfundinn Roddy Doyle og nefnist hún Ég heiti Henry Smart. Símon og eikurnar nefnist ný Um eitt hundrað bækur frá V öku-Helg afelli Ættj örð og samtíð út litprentaður pakki með upp- skriftaspjöldum, auk fréttabréfs- ins Líf og heilsa. Samnefnd mat- reiðslubók kom út hjá Vöku-Helgafelli fyrir nokkrum ár- um í samvinnu við Krabbamein.sfé- lagið, Manneldisráð og Hjarta- vernd. Vaka-Helgafell gefur út fræðsluefni um prjón, föndur og hannyrðir af ýmsu tagi í flokknum Nýtt á prjónunum. Fimm sinnum á ári kemur út litprentaður pakki með uppskriftaspjöldum sem flokkuð eru inn í sérhannaða safn- bók eftir Marianne Fredriksson en í fyrra gaf Vaka-Helgafell út bók hennar Anna, Hanna og Jóhanna. Sigrún Astríður Eiríksdóttir þýðir bókina. I fyrra kom út fyrsta bókin um Ramses II, faraó í Egyptalandi, sem nefndist Sonur ljóssins og nú sjálfstætt framhald hennar sem nefnist Musterið eilífa. Helgi Már Barðason þýðir. Fyrir nokkrum árum vöktu bækur um Stúlkuna á bláa hjólinu eftir Régine Deforges mikla at- hygli hér á landi. Nú kemur á markað ný bók eftir sama höfund og með sömu persónum sem nefn- ist Heitt streymir blóð. Jón B. Guðlaugsson þýðir. Tvær konur eftir Harry Mul- isch, einn kunnasta rithöfund Evrópu, kemur út hjá Vöku- Helgafelli nú fyrir jólin. Þýðandi er Ingi Karl Jóhannesson. Margar handbækur Vaka-Helgafell gefur út nokk- urn fjölda handbóka á þessu ári. Símon Jón Jóhannsson þjóðfræð- ingur hefur tekið saman bók um hjátrú Islendinga sem nefnist Stóra hjátrúarbókin. Blómahandbók heimilisins er uppflettirit um plöntur sem henta til inniræktunar. Björn Jónsson og Örnólfur Thorlacius þýddu verkið. f fyiTa komu út hjá Vöku- Helgafelli tvær handbækur sem báðar seldust upp en eru nú aftur fáanlegar í nýjum prentunum. Þetta eru íslenskir fuglar eftir Ævar Petersen og Jón Baldur Hlíðberg og Heilsubók fjölskyld- unnar. Vaka-Helgafell gefur á þessu ári tólf bækur í bókaflokknum 50 mín- útna bækurnar. Allar bækumar miða að því að auðvelda lesandan- um að ná betri árangri í einkalífi og starfi. Bókmenntir og fróðleikur Ólafur Jóhann Ólafsson Matthías Johannessen Guðrún Helgaddttir ég sé eftir Þórarin Eldjárn er Giinter Grass út mánaðarlega. Þá gefur fyrirtækið einnig út mynda- sögublaðið Andrés Önd og kemur nýtt blað í hverri viku. Hjá Vöku-Helga- felli koma út 12 bækur í Ævintýra- heiminum en það eru bækur frá Disn- ey sem einvörðungu eru á boðstólum í Bókaklúbbi barn- anna. Bækurnar eru ýmist byggðar á nýj- um eða gömlum teiknimyndum frá Disney-fyrirtækinu eða sígildum ævin- týrum. A þessu ári koma út eftirtaldar bækur: Múlan, sem byggist á sam- nefndri kvikmynd, Vaskur hittir Stellu, Bambi og Ljómi, Pocahontas á nýjum slóðum, Pöddulíf, Stolt Simba, Fríða og litli fuglinn, Hí- avata stillir til friðar, Andrés Önd og villti folinn, Mógli finnur fjársjóð, Mjallhvít og jólin og Lísa í Undralandi. einnig fáanlegt í lestri höfundar á snældu og geisladiski. Nokkrir góðir dagar án Guðnýj- ar er fáanleg á geisladiski og snældu í lestri höfundar, Davíðs Af bestu lyst er heilsu- og mat- reiðsluefni með íslenskum upp- skriftum að réttum sem eru í senn ljúffengir, hollir og hitaeininga- snauðir. I hverjum mánuði kemur Vaka-Helgafell gefur á þessu ári út nokkrar kennslubækur. Frá lærdómsöld til raunsæis er ný bók eftir Heimi Pálsson, lektor við Kennaraháskóla íslands. í bókinni rekur hann íslenska bókmennta- sögu frá miðöldum til loka 19. ald- ar. Þjóðsögur við sjó nefnist fjöl- þjóðleg útgáfa unnin á vegum Vöku-Helgafells. í flokki kennslu- efnis má einnig nefna Danmarks- mosaik eftir þá Bjarna Þorsteins- son og Mikael Dal. í ár hefur Vaka-Helgafell útgáfu á nýrri ritröð í samvinnu við TimeLife sem nefnist Fjölfræði nýrrar aldar. Hjá Vöku-Helgafelli koma út þrjár uppflettibækur er snerta ýmis svið. í íslenskri hugsun sem Jónas Ragnarsson hefur tekið saman er að finna sýnishorn af orðsins list á íslandi frá síðustu hundrað árum. Veðurdagar nefnist nýstárleg bók eftir Unni Ólafsdóttur veður- fræðing og Þórarin Eldjárn. í bókina Snjallyrði kvenna og gullkorn karla um konur hefur verið valið úrval af fleygum orðum kvenna auk tilvitnana eftir karla um konur gegnum árin. Vaka-Helgafell gefur út sjö les- bækur á þessu ári í lestri höfunda og leikara. Ungfrúin góða og Hús- ið eftir Halldór Laxness hefur nú verið kvikmynduð og í tilefni af því kemur hún nú út á lesbók, bæði á snældu og geisladiski, í lestri Hall- dóru Björnsdóttur leikkonu. Smásagnasafnið Sérðu það sem Oddssonar. Árið 1994 kom út skáldsagan Sniglaveislan eftir Ólaf Jóhann Ól- afsson. Gunnar Eyjólfsson leikari hefur nú lesið bókina inn á band og er hún því fáanleg á þreföldum geisladiski og snældu. Smásagnsafnið Ysta brún eftir Elínu Ebbu Gunnarsdóttur kemur á þessu ári út bæði í prentaðri út- gáfu og á lesbók í lestri höfundar. Bókin Jón Oddur og Jón Bjarni eftir Guðrúnu Helgadóttur er komin út á snældu í lestri höfund- Brýrnar í Madisonsýslu kemur á lesbók í lestri Guðmundar Ólafs- sonar leikara. Að venju eru verk Halldórs Lax- ness fyrirferðarmikil á útgáfulista Vöku-Helgafells. A þessu ári eru 25 ár liðin frá því að Guðrún Helgadóttir sendi frá sér sína fyrstu bók. Verk hennar hafa síðan þá verið gefin út víða um lönd, frá Ameríku til Japans. I tilefni þessara tímamóta gefur Vaka-Helgafell út nokkrar bækur Guðrúnar í nýjum útgáfum. Sagan af Dimmalimm eftir Guð- mund Thorsteinsson, Mugg, er nú endurútgefin í íslenskri og enskri útáfu en hún er einnig fáanleg á þýsku og dönsku. Vaka-Helgafell gefur út bækur frá Disney-fyrirtækinu á íslensku. I flokknum Litlu Disney-bækum- ar koma út fimm titlar en það eru Bangsímon hittir Kaninku, Flikk kemur til bjargar, en hún er byggð á hinni vinsælu kvikmynd Pöddu- lífi, Kíara og Kóvú verða vinir, sem byggð er á framhaldsmyndinni um Konung ljónanna, Öskubuska á dansleiknum og Tarzan og Kala, en hún byggist á kvikmyndinni um Tarzan frá Disney. Önnur bók byggir á sömu mynd en það er Tarzan og Terka. Vaka-Helgafell gefur einnig út 12 bækur í flokkn- um Myndasögusyrpa en þær koma Ljóðmyndir / Myndljóð BÆKUR Ljúð og myndir ÚR VIÐJUM Ljóð eftir Hrafn A. Harðarson. Myndir eftir Grím Marinó Steindórsson. Utgefíð af höfund- um 1999. VERK það sem hér er til umfjöllunar er litljósprentað hefti, í A4 stærð, með ljóðum eftir Hrafn A. Harðarson sem prentuð eru ofan í myndir eftir Grím Marinó Steindórsson. Prentunin hefur tekist æði misjafnlega, þannig eru mörg ljóðanna nær ólæsileg vegna þess að þau renna saman við myndirnar eða stafirnir hafa runnið til í prentun, eru klesst- ir og máðir. Jafnvel hefur verið skrifað ofan í textann, líklega í tilraun til að gera letrið læsi- legra, en útkoman er í heild fremur fráhrindandi og flaust- ursleg. Hin myndskreyttu ljóð eða ljóðskreyttu myndir eru 28 talsins, afar misjöfn að gæðum - bæði ljóð og myndir. Þó má segja að yfirleitt sé ágætis samsvörun á milli Ijóðanna annars vegar og myndanna hins vegar. Ljóðin eru í frjálsu formi, mislöng, byggð upp af mynd- hverfingum og einföldum lík- ingum og andstæðum og stuðlasetning er áberandi. Ljóðmálið er fremur hefðbund- ið og jaðrar við að vera klisju- kennt stundum. Einna athygl- isverðast er prósaljóðið „Minn fugl“ sem lýsir lífsbaráttu fugls sem dregur björg heim í hreiður, vakandi fyrir þeim hættum sem geta stafað af „köttum og mönnum sem gætu sótt að úr öllum áttum í einu“. Þar sýnir skáldið frumleika sem skortir í mörgum hinna ljóðanna. Aberandi yrkisefni Hrafns er horfin ást og von- leysi: „... sökkva öll skip á Von- armiðum". Náttúrumyndir eru einnig algengar í þessum ljóð- um og einkennast þær af köldu og hörkulegulegu myndmáli: „Eyðimörk vetrar / ísilögð / köld / óminnisveröld“. Þessi tvö gegnumgangandi stef í ljóðunum - ástleysið og kuld- inn - tengjast saman í mörgum ljóðanna, það „kólnar í hjarta“ og myrkur, þögn og kuldi verða allsráðandi. Ef hægt er að tala um von í ljóðum Hrafns tengist hún helst börnum, lítil stúlka getur brætt „hjarta klaka“ og veitt friði inn í sál- ina. Myndirnar eru flestar fíg- úratívar með abstrakt-ívafi, margar virðast flausturslega unnar og minna helst á barna- teikningar. Litagleði einkennir myndirnar, mest ber á ljósum frumlitum og er litasamsetning fremur glannaleg á köflum. Myndin framan á kápunni, sem gæti verið af hálfétnum þorski, er best. í heild verður því mið- ur að segjast að þetta hefti ber svip fremur óþroskaðra vinnu- bragða og sú óvandaða prent- vinna sem er á heftinu er varla boðleg sem söluvara. Soffía Auður Birgisdóttir möppu. Vaka-Helgafell gefur einnig út tónlist. Þar má nefna að Björn Thoroddsen hefur útsett lög Gunn- ars Thoroddsens upp á nýtt fyrir hljómsveit og kemur diskur með lögunum út hjá Vöku-Helgafelli nú fyrir jólin. Þá rekur Vaka-Helgafell tónlist- arklúbb í þremur deildum og kem- ur út einn diskur í hverjum mánuði í hverri deild. Platínusafnið hefur að geyma sígild dægurlög í flutn- ingi þekktra söngvara á borð við Bing Crosby, Frank Sinatra, Judy Garland, Bob Marley, Mario Lanza og fleiri. Ljúft og róman- tískt er flokkur með þekktum dægurlögum sem aðeins eru leikin. I flokknum Meistarar sígildrar tónlistar koma á þessu ári 12 disk- ar í flutningi íslenskra og alþjóð- lega listamanna. Ungverskir dans- ar eftir Brahms kom út í ársbyrjun, Frá nýja heiminum og slavneskir dansar eftir Dvorák, Píanókonsertar númer 20 og 26 eftir Mozart, einnig Sjö óperufor- leikir eftir hann, Italska sinfónía Mendelssohns, sellókonsertar eftir Haydn, konsert fyrir hljómsveit eftir Bartók, Eroica eftir Beet- hoven, fiðlukonsertar eftir Síbelíus og Prókofíeff, 10. sinfónía Shost- akovich, fíðlukonsertar Bachs númer 1, 2 og 3 og diskur með 5. sinfóníu Schuberts og píanókon- sertum Mozarts númer 11 og 12 þar sem íslendingurinn Ólafur Elíasson lék með London Cham- ber Group. Hverjum diski fylgir upplýsingabæklingur á íslensku um tónskáldið og verkið en rit- stjóri efnisins er Gunnsteinn Ólafsson hljómsveitarstjóri. I I I r E :

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.