Morgunblaðið - 21.10.1999, Síða 37

Morgunblaðið - 21.10.1999, Síða 37
36 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 37, STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ISLAND OG KJARNORKUVOPN VANGAVELTUR um það, hvort kjarnorkuvopn hafi einhvern tíma verið geymd á íslandi hafa skotið upp kollinum við og við á undanförnum fjórum áratugum. Niðurstaðan í þeim umræðum hefur alltaf verið sú sama. Það hefur alla tíð verið skýr stefna íslenzkra stjórnvalda, að hér skyldu ekki vera kjarnorkuvopn. Þeir sem hafa haldið því fram, að hér hafi verið kjarnorkuvopn hafa aldrei getað sýnt fram á það með tilvísun í staðreyndir. Einn þriggja höfunda tímaritsgreinar, sem hefur orðið tilefni nýrra umræðna um þetta mál, William Arkin að nafni, hefur a.m.k. tvisvar sinnum áður á síðustu tveimur áratugum reynt að halda því fram, að hér hafi verið kjarnorkuvopn en staðhæfingar hans um það efni ekki reynzt sannleikanum samkvæmar. Ljóst er, að nýjustu fréttir um þetta efni byggjast ekki á raunverulegum upplýsingum heldur tilgátum höf- unda umræddrar tímaritsgreinar. Þeir geta í eyður. Það er ekki merkileg vísindamennska. Islenzkir ráðherrar búa augljóslega yfir upplýsingum um, að þessar tilgátur séu ekki á rökum reistar. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, lýsti því yfir á Alþingi í gær, að bandaríska varn- armálaráðuneytið hefði lýst því yfir við íslenzk stjórn- völd, að tilgátur greinarhöfundanna þriggja væru rang- ar. Halldór Asgrímsson, utanríkisráðherra, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag, að hann hafi í fyrrinótt fengið upplýsingar frá Bandaríkjunum þess efnis, að eyða í bandarískum skjölum, sem er tilefni tilgátu höfunda tímaritsgreinarinnar, ætti ekki við um ísland. Yfirlýs- ingar forsætisráðherra og utanríkisráðherra þýða að þeir hafa bersýnilega fengið vitneskju um að það væri einfaldlega rangt að Islands væri getið með þeim hætti, sem haldið hefur verið fram. Til frekara marks um óvönduð vinnubrögð Arkins og félaga hans er samtal sem Morgunblaðið átti í gær við Robert S. Norris, sem er einn hinna þriggja höfunda. Þegar Norris var spurður hvers vegna þeir teldu nafn íslands vera flokkað með ríkjum utan Evrópu svaraði greinarhöfundurinn: „Ég veit það ekki...Ég hafði ekki leitt hugann að þessu. Ég tel að þetta sé gild ábend- ing. . .“ I viðtali, sem Morgunblaðið birtir í dag við dr. Val Ingimundarson, sagnfræðing, koma jafnframt fram mjög athyglisverðar upplýsingar úr bandarískum skjölum, sem Valur hefur undir höndum. í einu þessara skjala, sem dagsett er 24. júní 1960 kemur fram, að kjarnorku- vopn séu ekki staðsett á íslandi. I skjali þessu er að finna umfjöllun bandaríska stjórnkerfisins um það hvernig svara eigi ý'yrirspurn þáverandi utanríkisráð- herra, Guðmundar í. Guðmundssonar, þess efnis, hvort hér séu geymd kjarnorkuvopn. í samtalinu við Val Ingi- mundarson segir m.a.: „. . .eigi Guðmundur að vera upp- lýstur um, að það hafi ekki komið til þess að kjarnorku- vopn væru staðsett á Islandi.“ Þá kemur það einnig fram í minnisblaði til Georges McBundys, öryggismálaráðgjafa Kennedys Bandaríkja- forseta, frá 1961, sem Valur Ingimundarson hefur undir höndum, að íslenzk, norsk og taívönsk stjórnvöld yrðu að gefa samþykki sitt fyrirfram ef nota ætti herstöðvar í þessum löndum við beitingu kjarnorkuvopna. Allar fyrirliggjandi upplýsingar benda til einnar og sömu niðurstöðu: að bandarísk stjórnvöld hafi ekki geymt kjarnorkuvopn á íslandi. Til þess benda þær upp- lýsingar, sem fram hafa komið í umræðum um þessi mál á síðustu fjórum áratugum, svo og nýjar upplýsingar, sem hér hefur verið vitnað til úr bandariskum skjala- söfnum. Ennfremur og ekki sízt skýrar yfirlýsingar bandarískra stjórnvalda til íslenzku ríkisstjórnarinnar síðustu sólarhringa þess efnis, að skjal það, sem höfund- arnir þrír telja að sýni fram á, að kjarnorkuvopn hafi verið geymd á íslandi, sé til vitnis um hið gagnstæða. Opinber umfjöllun um samskipti íslands og Banda- ríkjanna á síðustu hálfri öld er gagnleg og fróðleg. Skjöl sem nú er hægt að fá aðgang að í bandarískum skjala- söfnun hafa að geyma mikinn fróðleik um íslenzka sögu. Það er hins vegar sjálfsögð krafa til þeirra sérfræðinga sem um þessi mál fjalla, að þeir haldi sig við staðreyndir en byggi umfjöllun sína ekki á getgátum eða tilgátum. Alyktanir höfunda kjarnavopnaskýrslunnar byggjast á lista bandaríska varnarmálaráðuneytisins HÖFUNDAR nýrrar skýrslu, sem birt var í gær um kjamorkuvopnaeign Banda- ríkjanna og leynilega stað- setningu slíkra vígtóla er kaida stríðið var í hámarki, eru þrír, Robert S. Non’is, William M. Arkin og William Burr. Fullyrða þeir m.a. að kjarnorku- vopn hafi verið staðsett á Islandi á ár- unum 1956-1959. Skýi’slan er birt í tímariti er nefnist á ensku The Bulletin of the Atomic Scientists en það á rætur að rekja til bandarískra vísindamanna er lýstu eftir heimsstyrjöldina síðaiá yf- ir áhyggjum sökum nýtingar kjarn- orku og hvöttu til þess að komið yrði á fót alþjóðlegu eftirliti til að stemma stigu við útbreiðslu þess háttar vopna. Skýrslan sem nefnist „Where they were“ er nokkuð ítarleg, 15 blaðsíður í útprenti af „interneti“ en í henni er einnig að finna viðauka sem hefur m.a. að geyma lista þann sem tekinn var saman árið 1978 af bandaríska varnar- málaráðuneytinu. Á þessum lista var alls að finna nöfn 27 ríkja og banda- rískra yfirráðasvæða utan Bandaríkj- anna og tiltekið hvaða gereyðingar- vopn hefðu verið flutt til þessara landa og hvenær á árunum 1945 til 1977. Leynd yfir hluta lista þessa var létt fyrr í ár í samræmi við upplýsingalög að kröfu samtaka er nefnast „Natural Resources Defense Council", sem eru sjálfstæð umhverfisverndarsamtök. Þar starfar einn höfunda skýrslunnar, Robert S. Norris. Listinn sem vai’narmálaráðuneytið tók saman fékkst afhentur en þá hafði verið strikað yfir nöfn 18 viðtökustaða. Af erlendum ríkjum stóðu einungis eftir Kúba, Vestur-Þýskaland og Bret- land. BANDARISK herflugvél fylgir sovéskri flugvél í íslenskri lofthelgi. Telja Island ekki með NATO-ríkjum í Evrdpu Skýrsla um staðsetningu bandarískra kjarn- orkuvopna erlendis er kalda stríðið var í algleymingi var birt í Washington í gær en Áiyktað ut fra stafrofsroð höfundar hennar halda því fram að samsett kjarnorkuvopn hafi verið geymd á Islandi á Þennan lista birta höfundarnir en á honum er einnig að finna bandarísk stjórnsýslu- og vemdarsvæði, Alaska, Guam, Hawaii, Midway, Johnston-eyju og Puerto Rico þangað sem kjarnorku- vopn vora flutt á fyrrnefndu árabili. Þar sem listinn er í stafsrófsröð telja höfundar skýrslunnar sig geta nefnt þau lönd sem vantar og vísa m.a. til annarra heimilda er þeir hafi tiltækar. Listinn hefst á Alaska en síðan fylgja tvær eyður áður en Kúba (e. Cuba) er nefnd til sögunnar. Þar telja höfund- arnir að vanti nafn Kanada (e. Canada) og ótiltekins ríkis. I krafti þessarar að- ferðar draga þeir þá ályktun að Island sé að finna á milli Hawaii og Japan. Taka ber fram að Hawaii er á listanum en síðan fylgja tvö yfirstrikuð nöfn áð- ur en röðin kemur að Johnston-eyju sem er nefnd. Ályktun höfundanna er sú að þar á milli vanti Japan og Island. Samkvæmt færslunni á lista þess- um var kjarnorkusprengja, sem ein- göngu er skilgreind sem „bomb“ á list- anum, flutt til Islands í september- mánuði 1956 og flutt á brott á tímabil- inu september til desember 1959. Gerður er greinarmunur á „bomb“ og „nonnuclear bomb“ (þ.e. sprengja án kjarnahleðslu) sem flutt hafi verið til Islands í febrúar 1956 en flutt á brott í júní 1966. Hvergi á lista þessum er vísað til slíkra vopna í fleirtölu þannig að fjöldi þeirra vopna sem um ræðir kemur ekki fram umfram eintölunotk- un þessa, hafi hann verið meiri. árunum 1956 til 1959. Ásgeir Sverrisson las skýrsluna og kynnti sér aðferðafræði höfunda hennar auk þess sem hann ræddi við einn höfundanna. í sjálfri skýrslunni segir hins vegar í þeim kafla er fjallar um Island, en hann er alls 28 línur að lengd, að svo- nefnd „non-nuclear components“ hafi verið geymd á Islandi í áratug og kem- ur það saman við það sem sagt var hér að ofan um „nonnuclear bomb“. Þetta visar að mati skýrsluhöfunda sýnilega til þess hluta kjarnorkuvopnanna sem ekki innihéit sjálf kjarnakleifu efnin. Síðan segir: „Samsettar kjarnorku- sprengjur voru geymdar frá septem- ber 1956 fram til september-desember 1959.“ (Á ensku hljóðar öll setningin svo: „Non-nuclear components were stored at the American base at Kefla- vik for a decade, from February 1956 to June 1966, and complete nuclear bombs were deployed there from Sept- ember 1956 to September - December 1959“.) Segja höfundarnir að þeþta teljist merkar nýjar upplýsingar. Islending- ar hafi líkt og Danir löngum lagt áherslu á að kjarnavopn yrðu ekki staðsett á landi þeirra. Þá hafi íslensk stjórnvöld „að minnsta kosti opinber- lega“ andmælt ýmsum þáttum í kjarnorkuvopnastefnu Atlantshafs- bandalagsins. Fleiri heimildir sé að finna er sanni að kjarnorkuvopn hafi verið geymd á íslandi og er nefnt „opinbert ritverk sem lýsir stöðvum flughers Bandaríkjanna erlendis“. I heimildadálki í lok skýrslunnar kem- ur fram að hér sé vísað til bókarinnar „Air Force Bases, vol II, Air Bases Outside the United States of Amer- ica“ eftir Henry R. Fletcher sem gef- in var út af „Center for Air Force Hi- story“ í Washington DC árið 1993. Þar komi m.a. fram að „miklar breyt- ingar“ hafi átt sér stað í Keflavíkur- stöðinni á árunum 1955,-1956 með til- komu svonefndra SAC-sveita (sjá nánar hér að neðan) sem haldið hafi á brott 1959,-1960. Segja höfundar skýrslunnar að þessi lýsing og tilvís- un til SAC-sveita falli algjörlega að þeim upplýsingum þeirra að kjarna- vopn hafi verið geymd á íslandi á þessu árabili. Líkt og fram kom að ofan fylla höf- undar skýrslunnar í eyður þær sem skildar voru eftir á lista varnarmála- ráðuneytisins. Athygli vekur að þeir telja að'nafn Islands hafi verið máð út af þeim hluta listans sem ekki tek- ur til NATO-ríkja í Evrópu. ísland er, samkvæmt bókstafsröðun þeirra, á milli Hawaii (sem er á listanum) og Japans (sem er þar ekki) en á þeim hluta listans er einungis að finna ríki utan Atlantshafsbandalagsins auk Grænlands. Athygli vekur einnig að þriðja ríkið á þessum lista, sem er á milli þess sem höfundar telja Kanada (á ensku Canada) og Kúbu (e. Cuba), treysta höfundarnir sér ekki til að til- greina en birta þess í stað þrjú spurningarmerki. Seinni hluti listans hefur að geyma NATO-ríki í Evrópu og er birtur undir þeirri yfirskiift, þ.e. „NATO Europe“ á enskri tungu. Þar er að finna Bretland og Vestur-Þýskaland. Aðrai- eyður hafa höfundarnir fyllt út. Hins vegar er Island, samkvæmt ályktunum þeirra, ekki að finna á þessum hluta listans en íslendingai’ voru ein af stofnþjóðum NATO árið 1949. „Gild spurning“ Robert S. Norris, einn höfunda skýrslunnar, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að rétt væri að þeir hefðu dregið þá ályktun að nafn ís- lands ætti að vera að finna þar sem þeir staðsettu það á listanum. „Já, við drógum þessa ályktun en hana byggð- um við einnig á öðrum gögnum sem við bjuggum yfir svo sem opinberri sögu bandaríska flughersins varðandi SAC-sveitir sem voru þar og þetta segjum við í greininni." SAC-sveitir þær sem Norris vísaði til falla undir svonefnda „Strategic Air Command" eða stjórn þess hluta flughersins sem borið getur kjarnorkuvopn. Robert S. Norris var spurður um fyískiptingu listans og staðsetningu Islands á honum samkvæmt ályktun- um höfundanna: Pað vekur athygli þegar listi þessi er skoðaður að ísland er ásamt Græn- landi flokkað með ríkjum utan Evrópu og nafn landsins er því, samkvæmt ályktun ykkar, ekki að fínna á þeim hluta listans sem merktur er sem NATO-ríki í Evrópu. Hvers vegna er þaðsvo? „Ég veit það ekki.“ Er það ekki gild spurning, hefði ekki mátt álykta að Island væri fíokk- að með NATO-ríkjum íEvrópu? „Ég ^hafði ekki leitt hugann að þessu. Ég tel að þetta sé gild ábending en varnarmálaráðuneytið getur aðeins svarað þessu eða sá sem tók saman þetta sögulega yfirlit,“ sagði Robert S. Norris. „Játum hvorki né neitum" Talsmaður bandaríska vamarmála- ráðuneytisins. Lt. Com. Cooper, kvaðst í samtali við Morgunblaðið í gær ekk- ert geta sagt um kjamavopnaskýrsl- una. Það væri stefna bandarískra stjórnvalda að játa hvorki né neita staðsetningu kjarnorkuvopna á er- lendri grund. Ráðuneytið myndi því ekki tjá sig opinberlega um málið. Talsmaðurinn staðfesti hins vegar að ummæli þau sem The New York Times hafði eftir Kennth H. Bacon, aðaltals- manni ráðuneytisins, þess efnis að ályktanir höfunda skýrslunnar varð- andi lönd þau sem vantar á listann væru ekki réttar í a.m.k. einu tilfelli, væra rétt eftir höfð. FRETTIR BANDARISKRA FJÖLMIÐLA UM STAÐSETNINGU KJARNORKUVOPNA A ISLANDI Komið fyrir án vitundar stjórnvalda BANDARÍSKA dagblaðið Washington Post birti í gær frétt þess efnis að Bandaríkja- menn hefðu með leynilegum hætti komið fyrir þúsundum kjarnorkuvopna í 15 erlendum ríkjum er kalda stríðið var í hámarki. Segir í frétt blaðs- ins, sem byggð er á skýrslu er einnig var birt í gær í Tímariti kjarnorkuvísindamanna (e. Bull- etin of the Atomic Scientists), að vopnunum hafi m.a. verið komið fyrir á íslandi án vitundar ís- lenskra stjórnvalda. í fréttinni segir að skýrslan hafi að geyma ít- arlegasta lista sem fram hafi komið um kjarn- orkuvopnaeign Bandaríkjamanna og dagsetning- ar varðandi staðsetningu þeirra utan Bandaríkj- anna. Listi þessi er aðallega sagður byggður á yfirliti varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna um staðsetningu kjarnorkuvopna frá árinu 1945 til 1977. Það yfirlit var unnið árið 1978 en hluti þessarar greinargerðar ráðuneytissins var gerð- ur opinber fyrr á þessu ári eftir að fram hafði komið beiðni þar að lútandi frá sjálfstæðum bandarískum rannsóknarhópi, Natural Reso- Viðmælendur The New York Times efast um að gereyðing- arvopnum hafi verið komið fyrir á íslensku landsvæði urces Defense Council, sem starfar í Washington í Bandaríkjunum. Getið í eyðurnar Segir og að bandaríska varnarmálaráðuneytið hafi strikað yfir nöfn allra ríkjanna á lista þess- um nema Kúbu, Vestur-Þýskalands og Bret- lands. Sökum þess að listinn sé í stafrófsröð og þar eð höfundar skýrslunnar hafi búið yfir marg- víslegum öðrum gögnum telji þeir að þeir geti nefnt þau 12 lönd sem strikuð voru út af listan- um. ísland er í þessum hópi. Fram komi m.a. í skýrslunni að kjarnorkuvopn hafi verið staðsett í herstöð Bandaríkjamanna á íslandi á árunum 1956 til 1959. Fylgir og frétt- inni að íslendingar hafi í gegnum tíðina jafnan lagt ríka áherslu á að kjarnorkuvopn væru ekki staðsett á landi þeirra og opinberlega andmælt ýmsum þáttum í kjarnorkuvopnastefnu Atlants- hafsbandalagsins (NATO). Sérhönnuð vopn Bandaríska dagblaðið The New York Times greinir einnig í gær frá skýrslunni sem birt er í Tímariti kjarnorkuvísindamanna. Segir þar að Bandaríkjamenn hafi forðum komið fyrir um 12.000 kjarnorkuvopnum í 23 erlendum ríkjum og á fimm bandarískum yfirráðasvæðum utan Bandaríkjanna. Meðal þeirra landa sem nefnd eru í þessari frétt eru Marokkó, Japan, ísland, Puerto Rico og Kúba. The New York Times vitnar til þess hluta skýrslunnar þar sem fjallað er um hvernig Bandaríkjamenn smíðuðu sérstök vopn sem voru þeirrar náttúru að úraníum og plútoníum var hægt að fjarlægja úr þeim og geyma annars staðar. Á þennan hátt hafi verið unnt að leiða hjá sér spurningar um hvort kjarnokuvopn og efni í slík vopn væru geymd í tilteknum ríkjum þar sem andstaða við staðsetningu slíkra vígtóla var mikil. Bandaríska dagblaðið vísar til samtals við „talsmann sendiráðs íslands í Bandaríkjunum“ sem segir: „Engin ástæða er til að gruna að kjarnorkuvopn hafi nokkru sinni verið geymd á íslandi." Síðan segir í fréttinni: „Nokkrir banda- rískir embættismenn drógu einnig í efa að Bandaríkjamenn hefðu komið kjarnorkuvopnum fyrir á íslensku landsvæði". Kenneth H. Bacon, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins, segir í viðtali við The New York Times að stjórnvöld í Bandaríkjun- um fylgi þeirri stefnu að játa hvorki né neita til- vist kjarnorkuvopna í erlendum ríkjum. Tals- maðurinn getur þess að „í minnsta kosti einu tilfelli séu ályktanir höfunda skýrslunnar varð- andi lönd þau þar sem kjarnavopn voru geymd ekki réttar". ✓ Dr. Valur Ingimundarson rannsakar samskipti Islands og Bandaríkjanna á árum kalda stríðsins Hef ekki fundið heim- ildir um geymslu kjarnavopna á Islandi Valur Ingimundarson sagnfræðingur hefur komist yfír skjöl utanríkis- og varnarmála- ráðuneytanna í Washington frá 1960 þar sem fram kemur að kjarnorkuvopn hafi ekki ----------------7----------------------- verið staðsett á Islandi á þeim tíma. Hann hefur einnig undir höndum minnisblað frá 1961 þar sem fjallað er um samskipti Banda- ríkjanna við nokkur lönd vegna mögulegrar -----------------------^---------------- beitingar kjarnavopna. Omar Friðriksson ræddi við Val og leitaði álits hans á upplýs- ingum sem birtust í bandarísku tímariti í gær um staðsetningu kjarnorkuvopna á Islandi 1956-59. Valur Ingimundarson DR. VALUR Ingimundarson sagnfræðingur hefur efa- semdir um aðferðafræði höf- unda greinarinnar í The Bulletin of Atomic Scientists sem birt var í gær og segist slá vamagla við þeirri ályktun höf- unda hennar að geymd hafi verið kjamorkuvopn á Is- landi á tímabilinu 1956-1959. „Þetta er ekki skjalfest sönnun þess að hér hafi verið geymd kjarnorkuvopn. Þetta eru getgátur þar sem allt er byggt á líkum. Greinarhöfundarnir gera ráð fyrir að þama sé um ísland að ræða og síðan draga þeir sínar ályktanir út frá því,“ sagði Valur. Kemur á óvart Höfundar greinai’innar í The Bullet- in of Atomic Scientists halda því fram að kjamorkusprengjur hafi verið geymdar á íslandi á árunum 1956-59. Styðjast þeir við lista varnannálaráðu- neytisins yfir ríki þai’ sem Bandaríkja- menn geymdu kjarnorkuvopn á tíma- bilinu 1951-1977. í 18 tilfellum eru eyð- ur þar sem landaheiti voru og draga þeir þá ályktun að þar hafi nafn íslands verið að finna. Vitna þeir einnig í bók um sögu bandaríska flughersins frá 1993 til að styrkja þá ályktun sína að um ísland sé að ræða. Þar er því haldið fram að á umræddum tíma hafi orðið breytingar á starfsemi flughersins og sagt að aðstaða fyrir SAC-flugvélar hafi verið til staðar í Keflavík á árabil- inu 1955/1956-1959. „Þetta kemur mér á óvart, þar sem ég hef ekki fundið neinar heimildir fyrir því að Keflavíkurflugvöllur hafi verið bækistöð fyrir sprengjuflugvél- ar. Og þótt slík aðstaða hafi verið fyrir hendi er ekki þar með sagt, að hún hafi verið notuð,“ segir Valur. „Hins vegar var vitað að yfirmenn sprengjuflugflotans voru mjög óá- nægðir með varnarsamninginn fyrr á 6. áratugnum vegna þess að þeir töldu að hann veitti þeim ekki nægileg hern- aðarréttindi. Þeir reyndu að fá frekari réttindi, t.d. með því að fara fram á að gerður yrði annar flugvöllur á Rang- árvöllum, sem yrði aðsetur og bæki- stöð fyrir sprengjuflugvélaflotann. Ekkert varð úr þeim áformum vegna breyttra aðstæðna í íslenskri innan- landspólitík," segir hann. Skjal frá 1960 um samskiptin við íslendinga Valm- hefur komist yfir skjöl sem sýna að Bandaríkjaher hafði uppi áætl- anir um að koma með djúpsjávar- Bandarísk skjöl uni kjarnorkumál. Annars vegar sameiginlegt skjal utan- ríkis- og varnarmálaráðuneyt- anna, frá 1960, með umfjöllun um hvort og hvernig samráði skuli háttað við íslensk stjórn- völd ef til þess kæmi að Banda- ríkjamenn vildu flytja kjarnorku- vopn til Islands. Hins vegar er minnisblað til George McBundy, öryggismálaráðgjafa Banda- ríkjaforseta, frá 1961, þar sem m.a. kemur fram að íslensk, norsk og taívönsk stjórnvöld yrðu að gefa samþykki sitt fyrir- fram ef nota ætti herstöðvarnar við beitingu kjarnorkuvopna. sprengjur til íslands á stn'ðstímum, eins og hann hefur gi’eint frá áður op- inberlega. „Bandaríkjamenn ráðgerðu einnig að reisa hér kjarnorkugeymslu til að taka á móti kjarnorkuvopnum. Ég veit ekki hvort sú geymsla var reist hér á landi eða ekki. Slíkar geymslur voru byggðar í nokkrum löndum. Sam- kvæmt þessum gögnum voru hins veg- ar ekki flutt kjarnorkuvopn til þessara landa vegna pólitískrar andstöðu innan þeirra á 7. áratugnum." Valur hefur skjal undir höndum sem er dagsett 24. júní 1960 þai’ sem segir að kjarnorkuvopn séu ekki stað- sett á íslandi. Þar kemur fram að ein- göngu séu til áætlanir um flutning kjarnavopna, þ.e. djúpsjávarsprengna, til íslands á stríðstímum. „Það er áhugavert við þetta skjal að þar er rætt um hvort og hvernig sam- ráði skuli háttað við íslensk stjórnvöld ef til þess kæmi að Bandaríkjamenn vildu flytja kjarnorkuvopn til íslands. Forsagan er sú að Guðmundur í. Guðmundsson, sem var utanríkisráð- herra í Viðreisnarstjórninni, fór þess á leit við bandarísk stjórnvöld um mitt ár 1960 að þau upplýstu hvort hér væru geymd kjarnorkuvopn. í um- ræddu skjali er að finna umfjöllun inn- an bandaríska stjórnkerfisins um hvernig svara eigi fyrirspurn íslenska utanríkisráðherrans. Þar kemur fram að bandarísk stjórnvöld vilja ekki gefa tryggingu fyrir því að fyrirfram verði leitað samkomulags um staðsetningu eða flutning kjarnorkuvopna, heldur verði reynt að hafa ákveðið svigi’úm. Þess vegna segja þeir, að bandaríski sendiherrann eigi ekki að veita slíka ti-yggingu. Ef Guðmundur í. Guð- mundsson muni hins vegar þrýsta á sendiherrann um slíka tryggingu eigi Guðmundur að vera upplýstur um, að það hafi ekki komið til þess að kjarn- _ orkuvopn væru staðsett á íslandi. Þess vegna ætti spurningin um sam- ráð ekki við. Ef það dygði ekki ætti sendiherrann fyrst að leita til Wash- ington þar sem málið yi’ði skoðað áður en svar yrði gefið. Bandaríkjamenn voru með her- stöðvar úti um allan heim og vildu greinilega hafa sem mest frjálsar hendur í samskiptum sínum við yfir- völd í viðkomandi löndum. Sumar rík- isstjórnir, t.d. sú breska, vildu fá ákvæði um það í samningum hvernig notkun herstöðvanna yrði háttað á stríðstímum," segir hann. Oljós stefna Valur telur að stefna ís- lenskra stjórnvalda á 6. ára- tugnum varðandi kjarnorku- mál hafi verið óljós. í bréfi Hermanns Jónassonar, til Bulganíns, þáverandi forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, árið 1957 kom fram, að þau vopn yrðu aðeins höfð á íslandi sem þjónuðu vörnum landsins og að íslensk stjórnvöld hefðu ekki farið fram á að hér yrðu staðsett kjarnorku- vopn. „í sjálfu sér hefði mátt túlka það svo, að þessi stefna útilokaði ekki staðsetningu kjarnorkuvopna hér, þar sem skírskota mætti til fæl- ' ingarmáttar þeirra. En árið 1961 lýsir Guðmundur í. Guðmundsson því yfir í samtali við bandaríska sendiherrann og síðar á Alþingi að það væri skýr stefna íslenskra stjórnvalda að heimila ekki kjarnorkuvopn á íslandi. Bjarni Benediktsson, þáverandi dómsmála- ráðherra, ítrekaði einnig þessa stefnu á Alþingi," segir Valur. Málið kom upp enn á ný í tengslum við kjarnorkuslysið sem varð á Græn- landi 1968. Þá lýsti Emil Jónsson, þá- verandi utanríkisráðherra, því yfir á Alþingi að það væri fullt samkomulag um það á milli íslands og Bandai’íkj- anna að engin kjai’norkuvopn væru staðsett á íslandi og ekki yrði flogið með þau yfn- íslenskt yfm’áðasvæði. . Bandan'kjamenn settu þessa yfirlýs- ingu í samhengi við yfirlýsingar Guð- mundar í. Guðmundssonar og Bjarna Benediktssonar á árunum 1961-62,“ segir hann. Stjórnvöld gefi samþykki fyrirfram Valur hefur einnig undir höndum skjal frá árinu 1961, en þar er um að ræða minnisblað fyrir George McBundy, öryggismálaráðgjafa Bandaríkjaforseta. Á minnisblaðinu er að finna lista yfir lönd og greint frá hvers konar samninga Bandaríkin - hafa um beitingu kjarnorkuvopna frá herstöðvum bandaríkjahers. í umfjöllun um ísland, Noreg og Taívan segir, að engar sérstakar ráð- stafanir virðist nauðsynlegar, en tekið fram, að íslensk, norsk og taívönsk stjórnvöld yrðu að gefa sam) ’ ki sitt fyrirfram ef nota ætti herstöðvarnar við beitingu kjarnorkuvopna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.