Morgunblaðið - 21.10.1999, Qupperneq 40
MORGUNBLKSMM
40í' FÍSÍMf21. í®fÓgER!T9ðð'r
Hamingj an
býr úti á landi
Afiurkaldssjónarmiðum kefur vaxið
fiskur um krygg - samanberfurðulega
umræðu um byggðaþróun
og rœðuköld biskupsins.
Um síðustu aldamótin
ríkti mikil bjartsýni
með íslendingum.
Dagsbrún nýrrar al-
dar vakti von um betri tíð eftir
langvinn harðindi og fátækt.
Fólk var framsýnt. Núna, mitt í
velsældinni, hefur hins vegar
gi-afið um sig svartsýni með
mörgum og afturhald vaxið.
Þrátt fyrir ótrúlegar breytingar
á lífskjörum alþýðu manna á
öldinni sem er að líða og mesta
góðæri í manna minnum nú í al-
darlok, hefur afturhaldsöflum
tekist að læða því inn hjá fólki
að ekki sé allt sem sýnist, góð-
ærið standi á brauðfótum og ef
ríkisvaldið taki ekki í taumana
blasi við stjórnlaust hrun. Sér-
stakur stjórnmálaflokkur hefur
jafnvel verið stofnaður því aft-
urhaldsmönnum fannst óbúandi
við það að þurfa að taka tillit til
nútímasjónarmiða í sínum
ranni. Á fundum VG ríkir nú
afturhaldið
VIÐHORF
Eftir Jakob F.
Ásgeirsson
eitt. Og á
biskupsstóli
situr klerkur
sem sýnist
staðráðinn í því að verða eins-
konar sjálfskipaður talsmaður
afturhaldsins í landinu.
Afturhald nútímans er gamal-
dags sósíalismi. Ræða Ögmun-
dar Jónassonar á þingi nýlega
um nútíma fjármálastarfsemi er
bein endurómun á fimmtíu ára
gömlum ræðum stalínistans
Einars Olgeirssonar um Wall
Street og United Fruit Comp-
any. Afturhaldsmenn hafa illan
bifur á öllu frelsistali. Þeir van-
treysta einstaklingnum til að
ráða sínum málum. Allt-
umlykjandi ríkisvald er fólki
fyrir bestu. Þetta kemur glöggt
fram í ræðum biskupsins. Allur
vandi einstaklinganna er í hans
huga samfélagsvandi. Ef ein-
hver á erfitt er ábyrgðin ríkis-
valdsins. Það er ekki fjölskyld-
an, vinir og vandamenn, eða
frjáls félagasamtök sem eiga að
hjálpa þeim sem eru hjálpar-
þurfi - nei, það er ríkisvaldið. Ef
eitthvað fer aflaga „í skjóli
frelsisins" á ríkið undireins að
skerast í leikinn. Einstaklingar
bera ekki ábyrgð, aðeins ríkis-
valdið.
Á kirkjuþingi nýlega var
engu líkara en biskupinn hefði
sótt innblástur í fimmtíu ára
gamalt æsingarit eftir Halldór
Laxness sem þá var einn harð-
asti málsvari sovétkommúnis-
mans á Islandi. I Atómstöðinni
er Reykjavík stillt upp sem só-
dómu, þar býr spillingin og
græðgin, fólkið er lífsfirrt og
börn hinnar úrkynjuðu borgar-
astéttar verða eiturefnum að
bráð. En í Eystridal ríkir sak-
leysið óspillt, þar lifir fólkið al-
sælt og í fullkominni sátt við
náttúruna, landið. I aldarlok
talar biskup Islands í sama
anda um borgarlíf sem gefi fyr-
irheit um auðveldara og
áhyggjulausara líf en geti af sér
ráðvilltar og snauðar sálir, þar
ríki hóflaus græðgi, eiturbyrlar-
ar og níðingar sitji fyrir börnum
og klám vaði uppi „í skjóli frels-
is“. En úti á landi býr „eld-
gamla Isafold", þar er að finna
samhengi lands og sögu, þjóð-
menningar og minninga. Og
með „þjóðflutningunum", sem
biskup kallar svo, riðlast og
bresta stoðkerfi „nærsamfé-
lagsins" og það leiðir til upp-
lausnar og missis ómetanlegra
lífsgæða!
Biskupinn hafði ekkert gott
að segja um byggðaþróun und-
anfarinna ára, nefndi ekki einu
orði að þúsundir Islendinga
væru með þessum hætti að
finna sér störf við sitt hæfi og
búa sér hamingjuríkari framtíð
með því að skapa börnum sínum
aukin tækifæri til að láta hæfi-
leika sína njóta sín. Nei, fólkið
skal vera í ánauð úti á landi, svo
ekki skapist glundroði. Aftur-
haldið vill hafa stjórn á öllum
hlutum; engar breytingar skulu
leyfðar nema undir forræði al-
viturs ríkisvalds. Og hin sanna
hamingja býr úti á landi.
Undir svartagallsraus bisk-
upsins tóku þingmenn að því er
virtist einum rómi. Það væri að-
kallandi að ríkisvaldið tæki í
taumana og sneri þessari
óheillaþróun við. Jafnvel Há-
skóli Islands var atyrtur fyi’ir
að nemendur hans sæktu ekki í
nógu ríkum mæli út á land í leit
að vinnu að loknu námi! Nokkr-
um dögum síðar var kynnt hin
kostulega skýrsla um 211 tæki-
færi í fjarvinnslu á landsbyggð-
inni. Þegar byggðamál ber á
góma í sölum Alþingis er engu
líkara en Guðni Ágústsson hafi
verið klónaður - og 63 eintök af
Guðna Ágústssyni tali hvert í
kapp við annað.
Tillögur þingmanna um að
verja skattfé landsmanna í stór-
auknum mæli til að halda byggð
í fámennum plássum úti á landi
eru flestar gamalkunnar. Og
reynslan af slíkum ráðum blasir
við. Tugum ef ekki hundruðum
milljarða hefur á undanförnum
áratugum verið varið til svokall-
aðra byggðamála og árangurinn
er ekki meiri en svo að fólkið
flytur unnvörpum burt, streym-
ir til höfuðborgarsvæðisins.
Og hvers vegna? Vegna þess
að fólk unir ekki lengur lífsskil-
yrðum fámennisins. Heimurinn
hefur minnkað, þúsundir Is-
lendinga hafa verið við nám og
störf um lengri og skemmri
tíma í öðrum löndum og vilja
búa við aðstæður sem líkjast
þeim sem best þekkjast í stærri
löndum. Island er erfitt land að
búa í og langur vetur gerir bús-
etu í fámennum byggðum ekki
eftirsóknarverða íýrir þorra
fólks. Þetta er ekki lengur
spurning um atvinnutækifæri í
hinum ýmsu landshlutum eða
kaup og kjör, heldur einfaldlega
lífsmáta og lífsvenjur. Reykja-
vík er Island nútímans.
Það er dapurlegt að hlusta á
þingmenn þjóðarinnar tala eins
og fanga fortíðarinnar. Hátt á
aðra öld hefur opinber umræða
um byggðaþróun verið á for-
sendum afturhaldssinnaðra
landsbyggðarmanna. Núna er
kominn tími til að umræðan
verði á forsendum okkar sem
höfum alist upp á mölinni. Það
sem skiptir máli er að skapa líf-
skilyrði fyrir Islendinga fram-
tíðarinnar, tryggja að fólk sem
stundar háskólanám erlendis
vilji koma heim vegna þess að
tækifærin hér séu sambærileg
þeim sem bjóðast vel menntuðu
fólki úti í hinum stóra heimi. Át-
ök framtíðarinnar verða ekki
milli Reykjavíkur og lands-
byggðar heldur milli íslands og
umheimsins.
MENNTUN
Barnaþing Sameinuðu þjóðanna hefst í París í dag
Yíirlýsing ung-
menna um frið
Morgunblaðið/Ásdís
Janet og Þórunn Helga eru íslenskir þingmenn á
Barnaþingi Sameinuðu þjóðanna.
Ungmenni hvaðanæva
úr heiminum mætast í
París í dag til að þinga
um mikilvæg mál
næstu aldar. Gunnar
Hersveinn hitti fulltrúa
Islands sem leggja fram
tillögur um umhverfis-
mál og frið.
Á BARNAÞINGI Sameinuðu þjóð-
anna í París, sem stendur yfir frá
21.-27. október, eru tveir ungir Is-
lendingar., Þórunn Helga Þórðar-
dóttir úr Álftamýrarskóla og Janet
María Sewell úr Hvassaleitisskóla,
báðar í 10. bekk. UNESCO og
Frakkar halda Barnaþingið (World
Parliament of Children) og hafa
a.m.k. 178 þjóðir þegið boðið og
koma tveir einstaklingar frá hverri
þeirra á aldrinum 14-16 ára.
Tilgangur Bamaþingsins er að
fagna árþúsundamótunum með
skilaboðum sem gefið geti heims-
byggðinni von. Frakkar hafa árlega
haldið barnaþing sem fjalla um mik-
ilvæg málefni og texta sem síðar
verður að lögum. Alþjóðabarna-
þingið er nú haldið í fyrsta skipti.
Þingmenn hafa undanfarið búið
sig undir þingið og hefur sérhver
samið tfllögu að yfirlýsingu ung-
menna fyrir 21. öldina, manifestó.
Þær hafa verið þýddar og munu
þingmenn greiða atkvæði um þær
og velja endanlega texta.
UNESCO hefur helgað árið 2000
friði (For a culture of peace and
non-violence) í kjölfar þess að Sam-
einuðu þjóðimar ákváðu að 2000
yrði alþjóðlegt ár friðarins (Int-
emational Year for the Culture of
Peace) og 2001-2010 alþjóðlegur
áratugur friðar handa bömum (Int-
ernational Decade for a Culture of
Peace and Non-Violence for the
Children of the World). Yfirlýsing
ungu þingmannana verður framlag
tfl þessa friðarvilja. Yfirlýsingin
verður einnig lögð fyrir Heimsþing-
ið í Palais Bourbon í París og UN-
ESCO.
Undirbúningurinn fyrir Bama-
þingið fólst í því að skólabekkii’
víðsvegar um heiminn lögðu höfuðið
í bleyti og sömdu yfirlýsingu sem
fulltrúi þeirra fylgir eftir.
Ungmenni gegn ófriði
Bamaþingið hefst í dag í Palais-
Burbon í París og verður endanleg
yfirlýsing svo unnin í hópum í sölum
franska þingsins í Versölum (Chat-
eau de Versailles). Þingmenn kynna
yfirlýsinguna á almennum fundi
æðstu ráðamanna UNESCO 26.
október. Áætlað er að halda heims-
þing barna aftm- árið 2000.
Yfirlýsing ungmenna Sameinuðu
þjóðanna raðast í sex kvíar: mennt-
un, menning, friður, umhverfismál,
tækni og samskipti og þróun. „Mælt
er með að ríkisstjórnir landa fái
einnig afhenta yfirlýsinguna og ráð-
herrar beðnir um að taka hana tfl
greina,“ segir Þórunn Helga.
Þói-unn og Janet gerðu báðar til-
lögur að yfii’lýsingum og sendu Is-
lensku UNESCO-nefndinni. „Mín
fjallar um umhverfismál, m.a. um
hvemig draga megi úr pappírs-
notkun landsmanna. Eg bendi á
gildi rafræns pósts og er með tillögu
um að skólabækur verði í framtíð-
inni á geisladiskum,“ segir Janet.
„Yfirlýsingin mín fjallar um
menntun, mengun og frið. Eg sting
upp á alþjóðlegum samtökum ung-
menna sem vinna gegn ófriði og
mengun og með menntun og friði.
Fjölmiðlar gætu t.d. styrkt samtök-
in, sem nefna mætti Vinir mann-
kyns, með því að fjalla aðeins um
frið og önnur góð málefni í ákveðinn
tíma og ekkert um stríð,“ segir Þór-
unn Helga.
Þingmenn eiga einnig að njóta
dvalarinnar á annan hátt eða með
því að skoða og fræðast um söguleg-
ar byggingar líkt og Louvre og Eif-
felturninn og þeir eiga líka að fara á
Vísindasafnið og að hitta geimfara.
„Oftast verið að tala
um pemnga
u
HÉR er upphaf tillögu Þórunnar
Helgu Þórðardóttur um yfir-
lýsingu ungmenna fyrir 21. öldina.
Hún skrifaði íslensku UN-
ESCO nefndinni sem sendi
hana til þeirra sem und-
urbjuggu Barnaþing
Sameinuðu þjóðanna í París:
„Heimurinn birtist mér,
eins og flestu ungu fólki
nú til dags, fyrst og
fremst í gegnum fjöl-
miðla. Sú mynd sem
þeir sýna einkennist af
fréttum um styijaldir,
náttúruhamfarir, slys og
deilur fullorðna fólksins um
hver eigi að stjórna og enda-
lausum ágreiningi um skiptingu
svonefndra „lífsgæða" og er þá oft-
ast verið að tala um peninga.
Þessi heimsmynd er oft dapur-
leg og dökk yfirlitum en ég þekki
aðra mynd. Eg hef átt þess kost að
ferðast töluvert um heiminn með
foreldrum mínum og eins hef ég
dvalið erlendis með jafnöldrum
mínum. Á þessum ferðalögum og
af kynnum mínum af æskufólki, af
ýmsu þjóðemi, hef ég kynnst allt
annarri heimsmynd.
Sú heimsmynd einkennist af
bjartsýni og lífsgleði, vináttu og
velvilja og þeirri fullvissu að flest
þeirra vandamála sem heimurinn
glímir við í dag megi til þess rekja
Merki Barnaþingsins í París.
að fullorðna fólkið sem með völdin
fer skorti vilja og umfram allt hug-
sjónir til að leiða mannkynið til
betra mannlífs. Neistann að því
báli sem lýsa verður framfömm
mannkyns á næstu öld verður að
kveikja í huga manna og þann eld
verður æskufólk að kynda með
hugsjónum sínum, vináttu og Iífs-
gleði, ckki aðeins i okkar nánasta
umhverfi heldur um heim allan.
Stærstu viðfangsefni mannkyns
í upphafi nýrrar aldar eru barátt-
an gegn ófriði og ofbeldi milli ein-
staklinga ogþjóða, mengun jarðar
og sú staðreynd að stór hlut.i
mannkyns nýtur ekki almennrar
grunnmenntunar.
Ég trúi því og veit að ófriði og
mengun megi útrýma og að skapa
megi öllum mönnum aðgang að
nauðsynlegri menntun. Til að svo
megi verða þarf aðeins vilja.
Vafalaust er að mannkynið
hefur yfir að ráða þeim fjár-
munum sem til þarf og
þeirri tækni sem gerir
framkvæmdina mögulega.
Það eina sem vantar er neist-
inn og bálið f huga manna.
Ég er reiðubúin að taka þátt og
leggja það af mörkurn sem ég get.
Ég legg til að æskul'ólk, hvar
sem það er niður komið og hveijar
sem aðstæður þess eru, stígi á
stokk og strengi þess heit að beij-
ast á ævi sinni fyrir þeim markmið-
um sem að ofan greinir. Þá er ég
með í huga að æskufólk undirriti
yfirlýsingu eða heit þar sem það
lofar að virða markmiðin og gera
allt sem það geti til að markmiðin
náist. Að sjálfsögðu hlýtur það að
vera undir aðstæðum hvers og eins
komið hvað hann getur lagt af
mörkum en aðalatriðið er, að sem
flestir séu með og finni og skilji að
árangurinn er undir þátttakendum
kominn og að margt smátt gerir
eitt stórt. Af litlum neista verður
mikill eldur."