Morgunblaðið - 21.10.1999, Side 45

Morgunblaðið - 21.10.1999, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN PIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 45 Evrópusam- bands-þankar ÞEGAR ég fluttist til Svíþjóðar gekk ég að því sem vísu að Svíar væru bæði leiðinlegir og algerlega lausir við allt sem við köllum á góðri íslensku húmor, en ég átti sem betur fer eftir að kynnast annarri hlið á Svíum. Þeir voru ekki svo leiðinlegir sem af var látið og langt M því að vera húmorslausir. Eftir að hafa búið hér í landi þeirra tel ég mig geta vitnað um þetta án þess að skammast mín. Vitanlega gæti ég kom- ið með mörg dæmi máli mínu til stuðnings, en það hyggst ég ekki gera og læt nægja eitt. En það sem ég kýs að gera að umræðuefni að þessu sinni er sú ákvörðun Svía að ganga í Evrópusam- bandið. A sínum tíma þegar Svíar héldu þjóðara- tkvæðagreiðslu um inngöngu Sví- þjóðar í Evrópusambandið var meirihluti þjóðarinnar á því að þetta væri toppurinn, enda vilja Svíar hvergi annars staðar vera en á toppnum. En nýjar skoðanakannan- ir sýna að meirihluti þjóðarinnar er á móti Evrópusambandinu og því vaknaði sú spuming hjá mér hvort þeir sem spurðir voru í þessari skoð- anakönnun hafi ekki verið vaknaðir þegar fyrmefnd atkvæðagreiðsla fór Mm, því allir hljóta að vita að meiri- hluta kjósenda þarf til að taka slíka ákvörðun sem síðar leiddi af sér að Svíar gengu í Evrópusambandið eða var þetta bara eitt dæmi um sænsk- an húmor, segja já, en meina nei? Vitringar þess tíma sögðu að mat- vöraverð skyldi lækka svo mikið, vit- anlega talið í prósentum, en hver hefur niðurstaðan orðið? Nýlega sýndi einn snillingur fram á að verð á matvöra hefði hækkað um 8,4% síðan Svíar gengu til liðs við Evrópu- sambandið en laun hafa ekki hækk- að nema um u.þ.b. 3%. Og hvað þýðir þetta í raun fyrir hinn venjulega Svenson? Jú, hann hefur minna ijármagn tíl að leika sér með í loks hvers mánaðar. En síðan kemur þversögnin, bíla- sala hefúr aukist veralega og fast- eignasala einnig. Hagvöxtur hefur verið með ágætum síðustu tvö árin, eða svo, en það vil ég skýra með betri stjórnun á fjármálalegum rík- isrekstri, ekki vegna inngöngu Sví- þjóðar í Evrópusambandið. Einu sinni þegar ég bjó á Islandi fannst mér rök Jójis Baldvins sem vörðuðu inngöngu Islands í Evrópu- sambandið verulega góð og verð ég að játa að ég var dyggur stuðnings- maður hans um tíma vegna þessa. En í dag, eftir að hafa búið í svok- ölluðu Evrópusambands-landi og fengið að vera með í einum mesta skrípaleik sem ég hef séð um dag- ana, hef ég skipt um skoðun. Ekki hef ég á nokkum hátt séð að hinn venjulegi borgari hafí notið góðs af þessu, þvert á móti hefur mér fund- ist allt vera fremur á hinn veginn. Við, þ.e. Svíar, ausum út nánast óta- kmörkuðu fjármagni til þessarar „mömmu" í Brassel og fáum síðan til baka dálítinn hluta af þeirri upphæð í formi styrkja. En hver er þá að styrkja hvem? Nýlega fékk Svíþjóð neitun uppá 100 milljarða ísl. króna til styrktar landbúnaði. Finnar höfðu þó vit á því að þiggja fátækrastyrk sem kom þeim á fætur, en Svíar sögðust ekk- ert vilja hafa með slíkt að gera. Hugmyndin að Evrópubandalagi er hvorki fundin upp af Jóni Baldvini né nokkrum öðram starfandi pólitík- usi í dag. Austurríkismaðurinn Richard Coudenhove-Kalegris skrif- aði um slíka möguleika árið 1923 og fjölluðu skrif hans m.a. um samræm- ingu á pólitískum og efnahagslegum hlutum í Evrópu. Winston Churchill taldi árið 1946 það vera lykilinn að Mmtíð Evrópu sem þá var í rúst eftir stríðið, að sameina lönd innan þessarar álfu og þá í efnahagslegum og pólitískum skilningi, þar með gæti t.d. komist á friður, vai’anlegur friður, milli erki- óvinanna Þjóðveija og Frakka. Frakkinn Jean Monnet, sem mikla reynslu hafði af utanríkispólitík, lagði til árið 1950 að gert yrði samkomulag milli Frakka og Þjóðverja og snerist það sam- komulag um franskan stáliðnað og þýsk kol. Þetta varð svo árið 1952. Evrópusamban- dsbáknið hélt síðan áfram að stækka og heldur áfram að stækka og sér ekki íyr- ir endann á þeirri stækkun. Embættis- mönnum fjölgar, kostnaðurinn vex og lagabálkum fjölgar að sama skapi. Otrúlegar lagaflækjur sem ekki er allra að skilja. Eða kannski á það þannig að vera að venjulegur Svenson viti sem minnst þá segir hann að minnsta kosti ekkert. Ekki er ég með þessum orðum Evrópusambandið Petta „skrímsli, Evrópusambandið“ er þegar orðið of stórt, segir Óli Jóhann Pálmason, og of valda- mikið og er því dæmt til að fyrirfarast, fyrr eða síðar. eða tilvitnunum í sögulegar heimild- ir að dæma samstarf Evrópuþjóða út í hom. Það sem ég meina er að samstarf áðurnefndra þjóða er að mínu mati mjög mikilvægt, en það era takmörk fyrir öllu. Hvert ein- asta þjóðfélag sem ég þekki til (og þau era nokkuð mörg), burðast með „bákn“ sem kallast á stundum stjóm eða stjómvöld og staðreyndin er sú að því flóknara sem þetta bákn verð- ur og dýrara vitanlega, því erfiðara er fyrir einstaklinginn að fóta sig í viðkomandi samfélagi. Hvemig endar þetta svo? Horfum aðeins til „Sovét“ eða „Ráðstjómarríkjanna11 eins og það kallaðist. Þar er eitt besta dæmi sem við höfum. Miðstýringarvaldið getur af sér afkvæmi sem enginn vill síðan kannast við. „Báknið“ var orðið svo stórt að við það varð ekki ráðið leng- ur og kerfið einfaldlega sprakk og hver er nú ábyrgur? Eymd, fátækt og volæði er það sem þessar þjóðir uppskára og kölluðu yfir sig, en eng- inn vill kannast við að hafa valið þennan kost, ekki benda á mig. Ekki má þó líta svo á, að einn eða tveir séu ábyrgir fyrir slíkri niðurstöðu, eða niðurlægingu, það þarf meirihluta heillar þjóðai- til og þar með kem ég aftur inn á það sem ég sagði í upp- hafi, era Svíar grínistar? Er inn- ganga þeirar í Evrópusambandið eitt allsherjar grín? Það vona ég og óska þess jafn- framt að fólk hlusti á þær raddir sem ekki vilja að ísland gangi til liðs við þetta „skrímsli11 Evrópusambandið. Að vísu veit ég og viðurkenni, að beita má þrýstingi og þá bæði póli- tískum og efnahagslegum og verður þá eitthvað undan að láta, en höldum út, það kemur til með að borga sig þegar til lengri tíma er litið. Þetta „skrímsli, Evrópusambandið“ er þegar orðið of stórt og of valdamikið og er því dæmt til að iyrirfarast fyrr eða síðar. Höfundur er búsettur í Svíþjóð. Óli Jóliann Pálmason Hvert stefnum við í um- gengni við land og þjóð? ÞAÐ er margt sem ber á góma í umræðu þjóðfélagsins nú á þessum haustdögum og margt sem vekur furðu mína. Eyjabakkamálin era heit um- ræða og ekki að ástæðulausu því þar er verið að fjalla um náttúrup- erlur landsins, hvort eigi að selja þær í hendur misviturra ráða- manna til að splundra þeim og fá í staðinn eiturspúandi verksmiðjur þar sem afkomendur okkar verða settir með rykgrímur og eymaskjól inn í kerskála til að verða þrælar erlendra auðhringa. Málflutningur álvina Austur- lands er þvílíkur að maður trúir vart sínum eigin eyrum. Áhrif sem þessar framkvæmdir geta valdið eru rökkuð niður og andstæðingar þeirra kallaðir óvinir Austurlands. Þeim er jafnvel hótað og farið fram á að þeir séu reknir úr störfum og trúnaðarstöðum. Þarna hefur beinlínis verið fram á að tekin verði upp ritskoðun og þama er augljósri skoðanakúgun beitt. Hvað segir stjómar- skráin um þetta? Er þetta framtíðin sem blasir við íslensku þjóðinni í hennar frjálsa landi? Þessi þjóðfélags- stefna hefur lítið heyrst síðan sovétlýð- veldið leið undir lok, en það virðist vera að ein- hverjir hér eystra hafi gleymt að opna póstinn sinn og viti ekki betur en hún sé í fullu gildi. Þeta er málflutnig- nur sem enginn heið- virður maður ætti að látabendlasigvið. Með þessu greinarkomi er ég ekki að mæla á móti atvinnuupp- byggingu á Austurlandi, sem er nauðsynleg þar eins og annarsstað- ar í dreifbýlinu til að gera byggilegt fyrir þá sem þar vilja vera. En það era nokkrar spumingar sem vakna þegar kemur að þeirri röskun sam framkvæmdir við virkj- un á hálendinu norðan Vatnajökuls munu valda. 1. Þegar Eyjabakkalón verður fullbúið nær það frá stíflu og inn í jökul. Seinni hluta sumars má búast við að þetta lón verði fullt af vatni, sem rennur úr því yfir veturinn. Talið er að vatnsborðið lækki um allt að 16 metra frá hausti til vors. Hversu stórt verður það land sem þá verð- ur komið upp, þakið fínum jökul- leir, sem hlýtur að fjúka fyrripart sumars yfir nærliggjandi land með ófyrirsjáanlegum afleiðingum? 2. Bæði Eyjabakkalón og Háls- lón liggja að jökli. Þegar fram líða stundir fara að brotna jakar úr jöklinum sem sigla á lónunum þeg- ar nægt vatn er í því. Það er því augljóst að þessi lón verða bæði mjög köld. Vatnið úr þessum lónum verður síðan leitt í jarðgöngum nið- ur í Fljótsdal og verður því jafnkalt ef ekki kaldara en þegar það fór inn í göngin. Þetta kalda vatn rennur síðan örstutta leið á yfirborði og út í Lagarfljótið sem er 114 m djúpt inn við fljótsbotninn og sest þar á botn- inn. Eru líkur á því að þetta vatn komi til með að kæla Löginn svo hitastig lækki í fljótinu? Það er ekki aðlaðandi tilhugsun ef þessi röskun verður til þess að hitastig á Héraðinu lækkar um hálfa tO eina gráðu að meðaltali. Svo er Ijóst að tfl að fullnægja raforkuþörf fyrir fyrirhugað álver nægir Eyjabakkavirkjun engan veginn. Virkjun Jökulsár á Dal kemur í beinu framhaldi og senni- lega virkjun á Jökulsá á Fjöllum til viðbótar. Ef almenningur tekur ekki í taumana munu þessir vinir þjóðar- innar vaða yfir landið og kaffæra Frá Eyjabökkum öræfin okkar í lónum til að framleiða raf- magn sem þeir geta svo sett á útsölu til er- lendra auðhringa. Málflutningur álv- ina Austurlands er að mörgu leyti merkfleg- ur, en virðist oft ekki byggður á trausum granni. Þó gekk Mm af mér þegar Smári Geirsson upplýsti al- þjóð um það í sjónvar- pinu að ekkert háhita- Hákon svæði væri til í Aðalsteinsson Austurlandsfjórð- ungi. Ég get aftur á móti upplýst Smára um það að eitt mesta háhita- svæði landsins er í Kverkfjöllum sem era 35 km vestan við fyiirhug- að Hálslón. Þetta sýnir þekkingu þessara manna á hálendinu hér eystra, enda hafa þeir reynt að telja fólki Ljósmynd Snorri Snorrason Hálendið Taki almenningur ekki 1 taumana, segir Hákon Aðalsteinsson, munu vinir þjóðarinnar vaða yfír landið. trú um að Eyjabakkar séu bara urð oggrjót. Eg held að margir sem hæst hrópa á virkjanir og álver hefðu gott af því að skríða upp úr fjöra- grjótinu, skoða landið sitt og taka svo afstöðu. Svo er ein spuming í lokin. Hvað er svona skelfflegt við orðið „Um- hverfismat“? Höfundur er hreppsljóri í Fljótsduls- hreppi, einn af óvinum Austurlands. Nyjung Góð ein og sér - og líka tilvalin með eftirlætis morgunkorninu þinu! Nú fæst gamla, góða súrmjólkin líka með jarðarberjum og karamellu. www.ms.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.