Morgunblaðið - 21.10.1999, Page 46

Morgunblaðið - 21.10.1999, Page 46
? 46 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Tölvuþjálfun Windows • Word Internet • Excel Það er aldrei of seint að byrja! 60 stunda námskeið þar sem þátttakendur kynnast grundvallarþáttum tölvuvinnslu og fá hagnýta þjálfun. Vönduð kennslubók innifalin í verði. Innritun stendur yfir. Fjárfestu í framtíðinni! H Tölvuskóli íslands BÍLDSHÖFÐI 18, SÍMI 5671466 II i d OP,nar a morgun föstudag Lattu eKKi bösta bera Föt á aiia fjöiskyiduna á frábaeru versi Fatamarkaðurinn Laugavegi 103 Sími: 562 3311 C3jaldþrot< [56 Gjaldþrota fyri 2 árum - 1.5 m. á mánuði í dag! -1- 5 Flj ótsdalsvirkjun og byggðaþróun MJÖG mikið hefur verið ritað undanfarið um virkjunaráform á Fljótsdal og hvaða áhrif slík framkvæmd komi til með að hafa, annars vegar fyrir íbúaþróun á Austfjörð- um og hins vegar fyrir náttúrufar við Eyja- bakka. Menn virðast skiptast algerlega í tvo hópa, með eða á móti virkjun, og stimpla hvorir aðra sem öfga- sinnaða umhverfis- verndarmenn eða skammsýna landníð- inga. Slík umræða er ekki til þess fallin að sátt skapist um málið. Menn eiga frekar að reyna að ræða málið með rökum, stofna til málþings og gefa lands- mönnum kost á að fylgjast með. I mínum huga snýst málið aðal- lega um það hvort fyrirhuguð virkj- un og álver muni breyta byggða- þróuninni á Austfjörðum til langs tíma litið. Eg leyfi mér að efast um það og þess vegna er ég andsnúinn því að virkja á Fljótsdal og reisa þetta álver. Eg tel þetta vera of dýra tilraun, of miklu til fórnað, til að reyna að hafa áhrif á byggðaþró- unina á Austfjörðum. Það er auðvit- að ljóst að fyrst í stað mun álverið hleypa nýju blóði í atvinnulífið þarna í næsta nágrenni. Um það ef- ast enginn. Slíkt hefur áður átt sér stað víða um land þegar næstum hvert sjávarpláss eignaðist skut- togara og frystihús í upphafi átt- unda áratugarins. En hvernig verð- ur astandið eftir nokkur ár? I nútímaþjóðfélagi leitar fólk þangað þar sem það fær mesta og besta þjónustu á bestu kjörum. Slík þjónusta er aðeins fyrir hendi þar sem markaðurinn er nægilega stór. Alver á Reyðarfirði getur auðvitað alið af sér einhverja þjónustu í ljósi margfeldisáhrifa en hún verður aldrei mjög mikil. Til þess er of fátt fólk á svæðinu. A öllu Austurlandi var fjöldi íbúa 1. desember 1998 12.291. Þetta er rétt rúmlega helm- Handklæðaofnar Vandaðir handklæðaofnar. Fáanlegir í ýmsum stærðum. Lagerstærðir: 700 x 550 mm 1152x600 mm 1764x600 mm ingur af íbúum Kópa- vogs. Munurinn á því landrými sem þessir 12.291 íbúar Austur- lands dreifast um og svo því landrými sem hinir rúmlega 20.000 íbúar Kópavogs dreifast um segir í raun allt um vanda Austfirðinga. Þetta er í raun ekki aðeins vandi Austfirðinga heldm- allrar landsbyggðar- innar, þ.e. alltof marg- ir litlir staðir og dreifð- ir og þess vegna ein- hæft atvinnulíf. Fjöl- breytt atvinnulíf þrífst aðeins þar sem nægilega stór markaður er fyrir hendi. Eitt af stefnumálum stjórnvalda í byggðamálum hefur verið að tengja saman byggðir með nýjum og betri vegum og reyna að mynda samfellt þjónustu- og atvinnusvæði þar sem möguleikar eru fyrir hendi, þannig að stór byggðakjarni geti orðið til. Mjög víða eru samt staðirnir það fámennir og það langt á milli þeirra að bættar samgöngur hafa ekki orðið til þess að stór byggðakjarni myndist. Betri vegasamgöngur virðast helst stækka áhrifasvæði Reykjavíkur og nágrennis. Sumt fólk getur jafnvel ekki hugsað sér að sækja vinnu til næsta bæjar þótt stutt sé á milli og samgöngukerfi gott eins og fram kom í sjónvarps- viðtali við starfsfólk hjá Sæunni Axels á Ólafsfirði. En getur þá stór byggðakjarni með tilheyrandi stór- um markaði ekki orðið til á Aust- fjörðum? Það er hugsanlegt, ef Austfirðingar geta komið sér sam- an um það hvar byggja eigi upp slíkan stóran stað. Ætti hann að vera Egilsstaðir og nágrenni eða Höfn í Hornafirði, en báðir þessir staðir eru vaxandi, eða einhver annar staður? Þetta skiptir máli þegar velja ætti ýmissi opinberri þjónustu fyrir svæðið stað. Til glöggvunar má benda á, að á síð- ustu 10 árum (1988-1998) hefur íbúum Austurlands fækkað um 876 eða 6,7%. A sama tíma hefur íbúa- fjöldi á Egilsstöðum aukist um 14%, úr 1.380 í 1.573, og á Höfn um 13%, úr 1,590 í 1.796. Það er þvi GÓLFEFNABÚÐIN Mikið urval fallegra flísa Borgartún 33 • RVK Laufásgata 9 • AK Atvinnulíf Fjölbreytt atvinnulíf þrífst aðeins þar, segir Ragnar Thorarensen, sem nægilega stór markað- ur er fyrir hendi. ekki víst að Austfirðingar eigi við einhvern byggðavanda að etja held- ur byggðaþróun sem er þeim ekki öllum að skapi, þ.e.a.s. fækkun hjá sumum stöðum og fjölgun hjá öðr- um, þótt í heildina fækki á öllu svæðinu. Enginn vill missa neitt hjá sér. A málþingi um byggðaþróun í landinu sem haldið var á vegum Háskóla Islands síðastliðið vor kom m.a. fram í máli Trausta Valssonar skipulagsfræðings að við búum við byggðamynstur sem varð til á síð- ustu öld. Vonlaust væri að reyna að halda í slíkt byggðamynstur þar sem forsendumar fyrir því væru löngu brostnar. Byggðamynstur væri hreyfanlegt rétt eins og íbú- arnir. Byggð rís og þenst út ef ákveðnar forsendur eru fyrir hendi og hún dregst saman og jafnvel fer í eyði að sama skapi ef aðstæður breytast. Mikil fólksfækkun í sjáv- arplássum og sveitum landsins er því eðlileg þróun miðað við breytta atvinnuhætti. Bæir sem byggja að einhverju eða verulegu leyti á þjón- ustu við sveitir í kring hafa síðustu áratugi stækkað og dafnað. Má í þessu samhengi benda á Selfoss, Sauðárkrók, Egilsstaði og Höfn í Hornafirði svo einhverjir séu nefndir. Sumir þessara bæja hafa einnig verið útgerðarbæir en styrkt stöðu sína vegna þess að þeir hafa átt sér bakland í sveitunum í kring sem þeir hafa þjónustað. Þar hefur því verið fjölbreyttara atvinnulíf og meiri þjónusta en í þeim bæjum sem byggt hafa afkomu sína nær einvörðungu á sjávarútvegi. Ég vil ekki taka undir með þeim sem vilja virkjunina og álverið og segja að án þess geti Austurland orðið Strandir 21. aldarinnar. Aust- urland á auðvitað bjartari framtíð fyrir sér en það. í mínum huga er sú framtíð fólgin í meiri menntun og frumkvæði unga fólksins. Það eru ýmsir möguleikar fyrir hendi og ferðaþjónustan er einn af mörg- um. Virkjun og álver leysa ekki vanda Austfirðinga ef fólkið sjálft glatar trúnni á eigin getu til þess að aðlagast breyttum tímum og upp- hugsa nýja möguleika. Það er kannski búið að finna upp hjólið en það er margt annað sem á eftir að finna upp. Höfundur er landfræðingur. DÖMU-, BARNA- OG HERRAFATNAÐUR ÁRMÚLA 23 GERIÐ FRÁBÆR KAUP Á ALLA FJÖLSKYLDUNA OPIÐ Ragnar Thorarensen T€nGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Símí: 564 1088 • Fax: 564 1089 FIM21.0KT. KL. 12-18 FÖS 22. OKT. KL.12-18 LAU 23. OKT. KL. 10-17 SUN 24. OKT. KL. 12-17 MÁN 25. OKT. KL. 12-18 ÞRI 26. OKT. KL. 12-18 MIO 27. OKT. KL. 12-18 FIM 28. OKT. KL. 12-18 FÖS 29. OKT. KL. 12-18 l_AU 30. OKT. KL. IO-17 SUN31.0KT. KL. 12-17 MÁN 1. NÓV. KL. 12-18 VÖNDUÐ VARA - GÓÐ VÖRUMERKI Fást í byggingavöruverslunum um land allt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.