Morgunblaðið - 21.10.1999, Page 48

Morgunblaðið - 21.10.1999, Page 48
MORGUNBLAÐIÐ 48 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 't -------------—------------- MINNINGAR ELIAS JOHANN LEÓSSON + Elias Jóhann Leósson fæddist í Reykjavík 23. nóv- ember 1946. Hann lést í Reykjavík 12. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 20. október. „Það er ævintýri í því fólgið að vera selj- andi í Kolaportinu. _ J’að halda það ekki út nema léttgeggjaðir gáfumenn eins og ég og þú, Skarpi minn. - Gætir þú nú ekki lánað frænda fimm þúsund kall fram að hádeginu? Við erum kannski ekki frændur ættfræðilega séð, en í Kolaportinu verða menn annaðhvort frændur eða eitthvað annað. - Þú þekkir það nú, Skarpi minn. Eg hefi líka séð systkini verða til hérna í Portinu sem létu vel hvert að öðru, þótt engin ætt eða ættleiðing sé þar að baki, - eða þannig.“ Þetta er sýnishorn af því hvernig þessi drenglundaði og gáskafulli maður vafði orðheppni sína i glað- %ærð líðandi stundar. - Það lýsir greind hans. - Ef Elli var stúrinn, var það vegna þess að líkamsmeið- ingar hrjáðu hann og eymsl urðu á sálinni. Eg veit hann átti bratta ævi, sem ég kann engin skil á. - Hann var því miður ekki einn um það. Það eru svo margir, margir, sem þurfa að klífa sinn ævitind og ferst það misjafnlega - Ella ekki verr en okkur hinum að ég tel. - Hann kom þó standandi niður. Það er mikill sjónarsviptir að ' ’Ella úr Kolaportinu. Ekki síst fyrir mig og aðra þá sem hann lét Ijós sitt skína yfir gáska sínum og glað- værð. Við mættumst einhvem veg- inn í fjarstæðukenndum galgopa- ályktunum um menn og málefni, þar sem geðheilir menn hefðu ályktað að við værum leysingjar af sjúkra- húsinu sem kennt er við Klepp. - Þar studdi hver annan. Burtséð frá svona hjali, þá skilur Elli eft- ir sig góðviljaðan, drenglundaðan, vel greindan mann, með glaðværð í sinni, og eftirbreytnilegan trú- verðugleika í við- skiptalífínu. Hann lauk sinni ævi snöggt. - Ef til vill um aldur fram. Hver leggur dóm á það? - En við í Kolaportinu komumst ekki hjá því að sakna hans úr flórunni þar. I þakklætis- skyni fyrir góðar og glaðværar samverustundir biðjum við honum velfarnaðar og fararheilla á nýrri vegferð og þökkum honum sam- fylgdina í hörðum heimi. Guð verði með honum. Kær kveðja. Skarphéðinn Ossurarson. Það er ekki til siðs að segja frá dulrænu lífi einstaklinga í minning- argreinum. Verður því hér tíma- bundið vikið frá þeirri reglu. En Elías mátti þola marga raunina hérna megin grafar sem fáir vissu oft um. Það var sem dæmi ekki auðvelt að horfa á eftir tápmiklum og frískum syni sínum andlega ör- kumluðum og í hjólastól vegna leikaraskapar unglinga með kveikjaragas, og það var ekki auð- velt að horfa á eftir flestu því sem öllu venjulegu fólki þykir sjálfsögð réttindi svo sem heimili, fjölskyldu, börnum og öruggri afkomu. En samt, samt hélt Elías ávallt gleði sinni, mildi, mýkt og glaðværð. Aldrei sá ég aðra hlið á honum, og dáðist heldur ekki svo sjaldan að eða hugsaði um. Það var í þessu ljósi sem mér varð örlítið skiljanlegra en ekki, hvers vegna þessi lágvaxni og frek- ar slitni miðaldra maður, eða eigin- lega strákur eins og hann kom mér oftast fyrir sjónir, lenti í hverri dulrænu reynslunni af annarri. Svo mjög að á sextán ára rannsóknar- ferli mínum um slík fyrirbæri hefi ég líklega aldrei heyrt um annað eins stórsafn slíkra atvika. Yfirleitt hefi ég ávallt blað og penna í brjóstvasa mínum og hripa niður helstu dulrænar staðreyndir sem eyrum mínum berast innanum kunnugt og ókunnugt fólk. En ég gafst fljólega upp á þeirri aðferð í námunda við Elías. Engin blöð eða hraðritun náðu nokkru af því niður að ráði, áður en sífellt nýjar sögur voru komnar á borðið af öðrum. - Og þannig kynntumst við eiginlega íyrst, ég og Elías. En þannig var það að fyrst gaf hann sig fram ásamt öðru vitni þegar við í Geimverufélaginu aug- lýstum eftir vitnum að geimdiska- sýnum hér á landi. I því hafði Elías lent kvöld eitt fyrir stuttu, þá á miðjum Kópavogshálsinum, í bíl ásamt vini sínum. Og við nánari at- hugun var ýmislegt á bak við það meira. Og ég gerði mér þá stuttu seinna ferð niður í Kolaportið til að rita þessa frásögn örlítið nán- ara og skýrar. En lítið varð af því. Við vorum vart byrjaðir þar, þeg- ar hver dulræna frásögnin rak aðra. Fljótlega hætti ég að skrifa. Þetta var allt komið í tóman hrærigraut hjá mér á blaðinu. Og við hvert atvikið þá mundi Elli eft- ir öðru. - Eg varð yfirleitt fljólega að yfirgefa manninn, þar sem skammtímaminni mitt nær rétt aðeins u.þ.b. sex til sjö dulrænum atvikum í einu, og ég fæ höfuðverk ef þau verða fleiri á sömu fimm mínútunum. Og alltaf gerðist það. Eg varð alltaf aðeins að jafna mig töluvert lengi á eftir samtöl við Elías. Svona gekk þetta alltaf þegar við hittumst. Alltaf fékk ég fljótlega þessi geðklofaeinkenni þegar sög- urnar helltust yfir mig. Eg var því löngu hættur að reyna að skrifa. - Þetta er eins og þegar fyllibyttu er hleypt inn í ríkið og sagt að allt sé frítt þarna inni næstu vikuna. Hún fær fljótlega flog og verður á end- anum að fara út snarvitlaus af geðshræringu yfir því hvaða sæl- gæti hún eiginlega að byrja á, og hvað sé nú best. - En svona var þetta, kæru vinir. En Elías er einn örfárra þessara um það bil tvö þús- und Islendinga sem ég hefi ritað dulrænar frásagnir af sem ég hefi í reynd nánast ekkert getað ritað niður eftir af fyrrgreindum ástæð- um. - Því við ætluðum alltaf að hittast í næði, ég, Elli og segul- bandið góða, til að ég fengi ekki þessi sjálfseyðingarköst þegar ég var hættur að skilja dulrænu málin sem upp úr honum bunuðu. - Og ég hefi verið í hálfgerðu þunglyndi síðan á þriðjudaginn síðasta þegar ég frétti hver var farinn til Sumar- landsins góða, þangað sem allir safnast á efsta degi lífs síns. Ekki bara vegna saknaðarins, heldur því miður ekki síður vegna þein-a tveggja eða þriggja dulrænnu bóka sem fara nú með honum í gröfina, og það óskrifaðar að mestu. - Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig mér líður núna með aðeins brot af þessu niðurskrifað. Flogaköstin koma hvert af öðru þegar ég hugsa þessa staðreynd. Hugsa þá stað- reynd hve miklu komandi kynslóð- ir misstu af í dulrænum frásögnum hans Elíasar. Að lokum aðeins þetta. Eina af merkilegustu frásögn- unum eftir Ella var ég þó að mestu búin að rita niður. Hún var í stuttu máli sú, að þegar Elías var níu ára gamall drengur, þá var hann eitt sinn síðdegis að ganga út úr skól- anum sínum, sem var á þessum tíma Lindargötuskólinn sem í huga og munni móður minnar og afa míns og ömmu, sem öll bjuggu þarna rétt nokkrum húsum ofar á Hverfisgötunni, - að hann hét ávallt Franski spítalinn, - að þá féll allt í einu á hann ljósgeisli að ofan sem hann sá að var ekki frá neinu húsi þarna í grenndinni. Ljósgeislinn kom þráðbeint að of- an og sást náttúrulega vel þarna í skammdeginu sem falla var að á þessum tíma. Ella fannst þetta náttúrulega eitthvað skrítið og skiljanlega hálfóþægilegt, og sté því óvænt til hliðar. En viti menn, ljósgeislinn íylgdi honum eins og skugginn. Og því stökk sþráksi fram og allt fór á sömu leið. A end- anum hljóp þessi níu ára pjakkur, - eins og hann sagði mér, - um mestallt port skólans til að reyna að losna út úr þessari hálfgerðu prísund sem honum fannst hann vera kominn í. En allt kom íyrir ekki. Alltaf var hann límdur í miðj- um geislanum. - Elías vissi síðan ekki neitt af sér fyrr en þremur tímum síðar standandi uppi á horni Frakkastígs og Laugavegar hálfsnöktandi yfir einhverri undar- legri vanlíðan, sem hann kunni engin skil á. Líklega segir okkur þessi litla saga allt sem segja þarf um öll hin ótrúlegu u.þ.b. þrjú hundmð dul- rænu atvik lífs hans, og líklega líka hver skýring á þeim er. Við Elli höfðum bundist fastmælum um að næst þegar djúpdáleiðari kæmi til landsins á vegum okkar og breska UFO-félagsins stóra, að þá færi hann í rannsókn hjá þeim til að finna út hvað hugsanlega og eða raunverulega gerðist þessar ör- lagaríku þrjár klukkustundir í lífi hans. En sú vitneskja fer líka í dag með honum Elíasi í gröf hans, og beina leið til Sumarlandsins þvi einnig. Glaðværð hans, ótrúleg dulræn reynsla og líklegt FFH-brottnám, ásamt notalegu og aðlaðandi skop- skyni og hjálpsemi, munu öðru fremur geyma minningu Elíasar Leóssonar í huga mínum, - og þessvegna meira en margra eða flestra annarra samferðamanna minna sem í langan tíma hafa orðið á vegi mínum. Eg votta aðstandendum Elíasar Leóssonar samúð mína á þessari reyndar tímabundnu, en samt og ávallt afar erfiðu aðskilnaðarstund. Magnús H. Skarphéðinsson, skólastjóri Sálarrannsókn- arskólans. SIGRÍÐUR G. SÍMONARDÓTTIR + Sigríður Guð- rún Símonar- dóttir fæddist í Reykjavík 7. aprfi 1954. Hún lést á liknardeild Land- spftalans 14. októ- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Askirkju 20. október. Með örfáum minn- ingarbrotum langar okkur að minnast Sirrýjar, eins og hún var jafnan kölluð. Kynni okkar voru ekki löng, en það eru rúm fjögur ár síðan Þorbjörn kynnti okkur fyrir þér. Við eigum góðar minningar frá samveru okkar í Portúgal fyrir ■^veimur árum. Þá kynntumst við þér betur og fundum hvað það var notalegt að vera í návist þinni. Það var ekki hávaðanum fyrir að fara þar sem þú fórst, þú gafst öðrum mikið með rósemd þinni og æðru- leysi. Ekki datt okkur í hug þá að þú gengir ekki heii til skógar. Að kvarta var ekki þinn háttur. Það var ekki fyrr en nokkrum mánuðum seinna að læknum tókst að greina sjúkdóminn, sem þá var kominn á það hátt stig að ekkert varð við ráð- ið. bjöm 50 ára. Þá varstu orðin mikið veik og komin á sjúkrahús. Ekki máttir þú heyra á annað minnst en ein- hver dagamunur yrði gerður á þessum tíma- mótum hjá Þorbirni. Frá sjúkrarúmi þínu skipulagðir þú veislu í herbergi þínu fyrir ykkar nánustu. Mér þótti leitt að geta ekki verið með ykkur þessa kvöldstund, en Pétur fór og hafði hann á orði þegar hann kom heim að þetta hefði verið ógleymanleg stund. Þama hefðir þú gert að gamni þínu og ekki að sjá að kveðju- stundin nálgaðist. Elsku Þorbjöm, við vottum þér samúð okkar og biðjum Guð að gefa þér styrk til að takast á við erfiðar stundir. Ennfremur vottum við börnum Sirrýjar, foreldrum, systkinum og öðrum vandamönnum samúð okkar. Hin langa þraut er liðin, nú loksins fékkstu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) _ Barátta þín er búin að vera löng og ströng. Aldrei heyrðum við þig kvarta, þú hafðir frekar áhyggjur af öðram. Þú reyndir að lifa eins eðli- legu lífi og hægt var. Það aftraði þér ekki frá því að taka þér ferð á hendur með Þorbimi til Ameríku fyrir ári, þótt þú ættir orðið erfitt með gang. '**r„ Fyrir tæpum mánuði varð Þor- Svandís og Pétur. Þegar ég var rúmlega tveggja ára fæddist Sirrý frænka mín og upp frá því lágu Ieiðir okkar saman. Við ólumst upp í sama hverfinu og var ég daglegur gestur á heimili for- eldra hennar. Þar vora mörg böm og mikið fjör. Við fylgdumst hvor með annarri þegar við eltumst og alvara lífsins tók við. Sirrý var tryggur vinur vina sinna og var gaman að hitta hana og ræða við hana því hún tók manni alltaf opnum örmum. Hún var bæði hlý og glaðsinna og hafði þörf fyrir að láta öðrum líða vel. Síðast þegar ég heimsótti hana rifjuðum við upp bernskudagana. Þá virtist ætíð hafa verið gott veður og við krakkamir alltaf úti, í alls konar leikjum, hvort sem það vora boltaleikir eða gera engla í snjóinn og horfa á stjömum- ar eða fara með nesti út í móa. Þá talaði Sirrý einnig um Þorbjöm, manninn sinn, hvað hann væri bú- inn að standa vel með henni í veik- indunum og hvað hann hefði gefið henni mikinn styrk. Einnig talaði hún um hvað systur hennar hugs- uðu vel um hana. Þegar ég hugsa um alla góðu stundirnar sem við Sirrý áttum saman kemur mér í hug þetta fallega ljóð: Niða vötn án aíláts undir hrauni eilíf gjálp í landsins heita barmi. Minning þín, þinn hlátur, grýtta gleði glitrar enn sem dögg á vorsins hvarmi; leitar fersk sem lindin undan klaka leyndan veg frá innstu hjartarótum: streymir fram þann dag er þeyrinn þíðir þvala mold og lækir verða að fljótum. Og þótt í okkar tíð sé margt að muna og margt sé það, sem fínnst mér kvöð að skrifa, þín minning bregður tærum hlátri á haustið og hennar vegna er skemmtilegt að lifa. (Matthías Johannessen.) Guð styrki ykkur öll. Birna Guðmundsdóttir. Elsku vinkona og bekkjarsystir. í dag kveðjum við þig eftir allt of stutt kynni, en þau hófust haustið 1994 þegar við settumst á skólabekk í Fósturskóla íslands. Fljótlega kom í ljós að þú féllst vel inn í þennan sundurleita hóp sem bekkurinn var, enda ekki við öðra að búast þar sem þú áttir svo auðvelt með að kynnast fólki með þitt vinalega viðmót, alltaf jafn brosmild, róleg og yfirveguð. Alltaf varstu boðin og búin til að að- stoða okkur og miðla þinni þekkingu og reynslu sem þú hafðir til að bera. Þrátt fyrir hina ýmsu erfiðleika sem þú hefur þurft að takast á við í gegn- um þann tíma sem við höfum þekkt þig varstu alltaf eins og þú áttir að þér að vera, bjartsýn og ákveðin í að takast á við orðinn hlut, enda var viðhorf þitt til lífsins að best væri að lifa fyrir daginn í dag. Víst er þetta löng og erfið leið, og lífið stutt og margt, sem út af ber. En tigið gegnum tál og hverskyns neyð skín takmarkið og bíður eftir þér. Hve oft þú hrasar, oft þig brestur mátt, hve undarlega er gott að sitja kyrr. Samt kemstu á fætur, réttir höfiiðið hátt, og hraðar þér af stað sem áður fyrr. Svo styttist þessi ganga smátt og smátt, og seinast stendur einn við luktar dyr. (Steinn Steinarr.) Elsku Sirrý, við kveðjum þig með söknuði um leið og við vottum fjöl- skyldu þinni okkar dýpstu samúð. Þórdís, Svanlaug og Olga. Elsku Sirrý mín. Nú er komið að kveðjustund. Frá því að við kynntumst fyrst á Suður- landsbrautinni höfum við fylgst að í gegnum lífið, gegnum súrt og sætt, þótt við væram ekki alltaf sammála gat ekkert haggað vináttu okkar. Alltaf var hægt að leita til þín í gleði og sorg. A þessari stundu verður mér hugsað til liðinna daga þegar við voram ungar og horfðum björtum augum til framtíðarinnai-. Fjörutíu ár era langur tími, en í minningunni sem örskotsstund. Sirrý mín, nú er baráttunni lokið, það verður tómlegt að koma í Dverghamrana og sjá þig ekki sitja við eldhúsborðið með tebollann. Eg sakna þín kæra vinkona. Takk fyrir allt og allt. Birna. Frágangur afmælis- og minning- argreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.- is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali era nefndai’ DOS- textaskrár. Þá era ritvinnslu- kerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úr- vinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, mið- að við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnai’nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.