Morgunblaðið - 21.10.1999, Side 49

Morgunblaðið - 21.10.1999, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 4^* + Anna Guðrún Árnadóttir fæddist á Akureyri 29. niaí 1941. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 8. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Árni Árnason húsasmiður, f. 23. janúar 1908, d. 16. ágúst 1990, og Guð- rún Jakobsdóttir húsmóðir, f. 8. októ- ber 1909, d. 19. ájgúst 1992. Systkini Önnu voru ellefu: Baldur, Bragi (látinn), Þór Sig- ursveinn, Óðinn Jakob, Stefán Ragnar (látinn), Sigríður Árnína, Hörður (látinn), Jenný Lind, Olöf Hallbjörg, Hulda Lilý og Sonja Lind (Iátin.) Árið 1962 kynntist Anna eft- í dag kveð ég mína ástkæru tengdamóður. Það var fyrir um tíu árum að ég kom inn í þína fjöl- skyldu. Mín fyrsta tilfinning er ég gekk inn á þitt heimili var hversu mikla hlýju ég fann frá þér og Gumma, manninum þínum. Gleði þín og kátína vai- allsráðandi þar til veikindin smám saman heltóku þig sem þú barðist við í mörg löng ár. Þú vannst margar orrustur í þínu lííl en undir niðri vissum við hvern- ig stríðinu myndi lykta. Samverustundir okkar voru margar í Kjósinni við vatnið sem leiddi til þess að ég eignaðist hús í nánd við þig. Það voru forréttindi að hafa kynnst þér, Anna mín. Lífs- gleði þín og atorka voru engu lík. Eg þakka fyrir þær minningar sem þú skilur eftir. Elsku Gummi, Tóta, Heiða og Nóni. Við vitum öll að henni líður vel núna og huggum okkur við það. Megi Guð og englar vaka yfir þér, elsku Anna. Þinn tengdasonur, Birgir. Elsku amma mín. Nú ertu farin frá mér. Söknuður minn er mikill og sár. Nú er Móhóll fátækari eftir, amma mín. Æskuminning mín um þig, amma, er um ferðalög okkar upp að Meðalfellsvatni í sumai’bú- staðinn ykkar afa. Þetta vai’ mikið ferðalag frá sjónarhóli barns og þegar beygt var inn afleggjarann að bústaðnum var bíllinn stöðvaður og ég fékk að koma fram í til þín. Grjónagrauturinn þinn var sá besti í öllum heimi og eftir að búið var að elda grautinn voru settar rúsínur í hann því þú sagðir að það mætti ekki sjóða þær með, því þá yrðu þær svo súrar. Ég á oft eftir að koma í heimsókn yfir í bústaðinn til afa og þá eiga minningar mínar um þig eftir að streyma fram, hluti sem þú hand- lékst á ég eftir að snerta og hugsa til þín. Eg sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Elsku afí minn. Ég sæmi þig minni persónulegu Fálkaorðu fyiir allan þann dugnað og orku sem þú gafst henni ömmu. Eg veit að þú átt góða að, bæði fjölskyldu og vini. Amma mín, sofðu rótt og njóttu friðarins. Minningin um þig mun alltaf lifa. Þinn Guðmundúr Örn. Þegar leiðir skilja bærast með mér hugsanir um hvernig lífið hafi irlifandi eiginmanni sínum, Guðmundi Antonssyni, f. 11. febrúar 1943, og fluttist hún í Kópa- vog með dóttur sína, Þórunni Huld, f. 22. apríl 1960, sem gift er Jóhanni Bjarnarsyni. Börn Önnu og Guðmund- ar eru tvö: Aðal- heiður, f. 12. júlí 1964, gift Birgi Sig- urðssyni, og Jón Viðar, f. 8. ágúst 1967, sambýliskona Kristrún Jónsdóttir. Barnabörn Önnu eru sex: Guðmundur Örn, Anna Lind, Árný Guðrún, Sædís Huld, Telma Ýr og Tinna Dögg. Útför Önnu fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. nú gengið fyrir sig og upp kemur sú hugsun hve fljótt rennur niður úr stundaglasinu og hugurinn reik- ar yfir farinn veg. Hversu fljótt rennur niður úr stundaglasinu er þó afstætt en segja má að hún Ánna, mágkona mín, hafi lifað það hvort tveggja að fljótt hafi það gerst og svo að aldrei hafi ætlað að liðast niður úr hinu sama stundaglasi. Anna mágkona fæddist á Akur- eyri og var næstyngst í tíu systkina hópi. Þegar ég var ungur sagði hún mér oft sögur um hvernig lífið gekk fyrir sig í Þorpinu á Akureyri þá er hún ólst þar upp og minntist þá oft á frískleikann og strákapörin hjá bræðrum sínum enda oft þröngt setinn bekkurinn í eldhúsinu í Hjarðarholti en svo nefndist hús foreldra Önnu. Þennan frískleika bar Anna líka með sér og ekki er ég alveg grun- laus um að sá kostur Önnu hafi heillað Gumma bróður minn er þeirra fundum bar fyrst saman er hann vann við raflínustörf þar nyrðra. Anna og Gummi giftu sig og fluttust í Kópavoginn og bjuggu þar alla sína tíð, lengst af í Fögru- brekku 32 en nú síðast í Hlíðar- hjalla 45. Börnin urðu tvö, þau Að- alheiður og Jón, en fyrir átti Anna dótturina Þórunni. Anna bjó þeim myndai’heimili þar sem handavinn- an hennar prýddi flesta veggi. Barnabörnin eru sex. Anna mágkona var fíngerð, dug- leg og hress kona en veikindi áttu eftir að verða henni níðþungur baggi sem mótaði allt hennar og hennar fjölskyldulíf en hún greind- ist með sykursýki á háu stigi skömmu áður en þau Gummi giftu sig fyrir um 37 árum. Dugnaði Önnu í öllum þessum veikindum var við brugðið. Sjálfur varð ég vitni að litlum kafla á hennar þrautagöngu er ég fór með þeim til Danmerkur fyrir átta árum er hún fékk ígrætt nýra sem Þór, bróðir hennar, gaf henni. Öll héldum við að nú tæki við betra líf en því miður tók fljótt að halla undan fæti og nú hin síðari ár var hún bundin við rúmið inni á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Nærgætni, hugulsemi og um- hyggja Gumma í veikindum Önnu vai’ slík að fá lýsingarorð ná þar yfir og allar þær helgar sem hann fór með Önnu sína upp í sumarbústaðinn þeirra en það var henni einna dýr- mætast. Einnig stendur mönnum í Ijósu minni síðasta ferð Önnu til síns heimabæjar Akureyrar en dugnaður þein-a beggja þá var mikill. Anna lést tíu dögum síðar á ní- ræðisafmæli móður sinnar hefði hún lifað. Anna var södd lífdaga og þráði það oft orðið að fá að losna úr fjötrum líkama síns og fá notið ann- arra vídda. Kæra Anna, megi Guð þig geyma. Þinn mágur Óniar F. Hraundal og fjölskylda. Það var að kvöldi föstudagsins 8. október sl. áð síminn hringdi og mér var sagt að hún Anna mágkona mín væri dáin. Hún hafði barist hetjulega í mörg ár fyrir lífi sínu, en loksins fengið hvíld. Minningarnar þjóta hjá um hana „másu“ mína, eins og við systkinin kölluðum hana oft. Ég minnist hennar fyrst heima hjá mömmu og pabba á Kársnesbrautinni, lítillar, glaðlyndrar og glæsilegrar konu. Þar, í kjallaranum, stofnuðu hún og Gummi bróðir sitt fyrsta heimili. Ekki var það stórt, en alltaf hreint, hlýlegt og snyrtilegt. Ég man að Önnu fannst svo skrítið, en gaman, að eiga mágkonu ári yngri en dótt- ur sína, Tótu. Ég var daglegur gestur hjá þeim á uppvaxtarárum mínum, því við Tóta lékum okkur alltaf saman, og vorum eins og systur. Fjölskylda þeirra stækkaði, Heiða og síðar Nóni fæddust. Heimili þeirra stækkaði að sama skapi og var það sama hvert fjöl- skyldan flutti, alltaf tókst Önnu að búa þeim fallegt og snyrtilegt heimili. Anna var mjög mikil hannyrða- kona, og eru ófáar saumaðar mynd- ir til eftir hana, hver annarri fal- legri. Margar peysui-nar prjónaði hún um ævina, og þótti mér alltaf jafn gaman að fylgjast með þegar hún prjónaði þær, því hún byrjaði þar sem aðrir enduðu og endaði alltaf á stroffunum, bæði á bol og ermum. Mása mín var mikið jólabarn og vandaði ævinlega vel undirbúning þeirra. Sú hefð ríkti í stórfjölskyld- unni að halda jólaboð á jóladag og var skipst á að halda þau. Þegar kom að Önnu brást það ekki að borðin svignuðu undan góðgæti, þrátt fyrir mikil veikindi hennar. Eftir að ég flutti til ísafjarðar og kom suður í heimsókn brást það aldrei að Anna og Gummi voru heimsótt. Þeirra dyr stóðu alltaf opnar fyrir okkur hvenær sem var. Síðustu árin voru þrautaganga hjá másu minni blessaðri, en hún barðist hetjulega. Oft hitti ég hana heima hjá Heiðu, þar sem var hennar fasti punktur fyrir utan Skjól, og varð hún alltaf jafn glöð að sjá okkur, þó einkum börnin. Hún elskaði öll bömin og vildi helst alltaf hafa þau í kringum sig. Anna var aldrei ein, því fólkið hennar stóð þétt við bakið á henni og veitti henni styrk. Gummi bróðir og Heiða fóru til hennar á hverjum degi og tóku hana oft út til að létta henni stundirnar. Einnig stóðu Tóta og Nóni henni nærri og voru alltaf tilbúin að létta undir hjá henni. Við sem hjá stóðum undruð- umst ki-aftinn í þessu fólki, enginn er þeim líkur. Elsku Gummi, Heiða, Tóta, Nóni og fjölskyldur. Tómarúmið er mik- ið, en ég veit að Önnu líður vel núna og það var tekið vel á móti henni fyrir handan móðuna miklu. Ég bið algóðan guð að styrkja ykkur þessa erfiðu daga og um ókomna tíð. Elsku Anna mín, hafðu þökk fyrir allt og guð geymi þig. Þín mágkona, Berglind. Mín kæra vinkona, Anna Árna- dóttir, er látin, langt fyrii’ aldur fram. Ég kynntist Ónnu fyrir um það bil 20 ámm. Vinskapurinn hófst þegar mennimir okkar, Gummi og Láki, lentu saman í stjórn sumar- bústaðafélagsins við Meðalfells- vatn. Ég fann strax að við myndum ná vel saman, enda áttum við margt sameiginlegt. Mæður okkar áttu sama afmælisdag, við áttum báðar mörg systkini, ég níu og hún tíu, við vorum báðar í Sinawik og mennirn- ir okkar í Kiwanis og við nutum þess mest af öllu að vera í Kjósinni, útiverunnar og að koma saman í góðum vinahópi. Það myndaðist ákveðinn kjarni af vinum við vatnið, en á milli okkai’ Önnu var eitthvað sérstakt. Á veturna fórum við á gönguskíði saman og að einu skipti höfðum við sérstaklega gaman, þegar haft var á orði af þeim sem til okkar sáu, hvað við værum orðnar flinkar, við fórum svo óvenjuhratt eftir túninu, en þá áttum við fullt í fangi með að halda jafnvægi vegna hvassviðris. Ég minnist þess er við sátum úti á verönd í sólinni og skárum 400 pylsubrauð fyrir hreinsunarhátíð við Meðalfellsvatn og hituðum pylsur um kvöldið og afgreiddum úr tjaldi, þetta var ár- legur viðburður í mörg ár. Við fór- um til Glasgow í viku og rifjuðum við Anna stundum upp þá ferð sem var mjög skemmtileg eins og þegar við tókum ekta enskan leigubíl, við Anna sátum aftur í og leið okkur eins og drottningum og veifuðum við til vegfarenda og hlógum mikið. Gummi og Láki sögðu stundum: „Hvað eru Anna og Sigga nú að bralla?“ Síðasta gönguferðin sem við fórum saman var inn í Botnsdal og upp að fossi, fyrir um átta árum. Þá var annar fóturinn á Önnu ekki alveg nógu hlýðinn. Elsku Anna mín var mikill sjúk- lingur síðustu ár og voru þau henni erfið. Hún dvaldi á Hjúkrunar- heimilinu Eir og síðustu þrjú árin á Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Anna var mjög lífsglöð. Anna var lágvax- in, falleg og snaggaraleg í hreyf- ingum og svörum með hlý brún augu. Hún lifði lífinu lifandi og sagði: „Svo verður það bara búið,“ en það fór öðruvísi því hún var með sykursýki frá 22 ára aldri, rúmlega fimmtug fær hún nýra gefins frá bróður sínum, Þór, og allt virtist ætla að ganga vel. Ári seinna byrj- ar hún að fá blóðtappa sem skerða heilsu hennar smátt og smátt uns hún gat ekki gengið eða borðað eðlilega og var hún í hjólastól og nærðist í gegnum slöngu beint í magann úr poka sem hékk á stöng. Stöngina kallaði hún „viðhaldið sitt“. Þetta hefur verið erfiður tími fyrir fjölskyldu hennar, en Gummi hugsaði vel um Önnu sína, hann hreinlega bar hana á höndum sér og gerði allt fyrir hana sem hægt var. Hann sótti hana á Skjól á föstudögum og fór með hana í Kjós- ina flestar helgar ef mögulegt var og var Heiða, dóttir þeirra, stoð og stytta og ómetanleg í sinni hjálp og veit ég ekki hvernig Gummi hefði farið að án Heiðu. Anna lifði fyrir þessar stundir, að vera með barna- börnunum, fjölskyldu og vinum. Við söknum Önnu og minnist ég þess er hún leit á mig og sagði: „Sigga, ég vil fá að fara.“ Ég veit að hún var tilbúin, hún var búin að fá nóg. Hún lést að kveldi 8. október á afmælisdegi mæðra okkar beggja en þær eru báðar látnar. Élsku Gummi, Heiða, Þórunn, Jón Viðar og fjölskyldan öll, við vottum ykkui’ innilega samúð. Megi Guð styrkja ykkur og styðja í fram- tíðinni. Sigríður og Þorlákur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Já, mai-gs er að minnast, sakna og þakka, nú þegar vinkona mín er borin til hinstu hvílu. Minningarnar hrannast upp og ég brosi í gegnum tárin, því hlátur, ríkuleg kímnigáfa og lífsgleði voru aðalsmerki Önnu. Hún var glæsileg kona með mikla útgeislun. Ég minnist þess þegai- hún kom á fyrstu skemmtunina hjá Kiwanis- klúbbnum Eldey, eftir að hafa þeg- ið nýra frá bróður sínum. Það var klappað þegar hún gekk í salinn, hún var svo geislandi glöð, brosti að þessu og þakkaði fyrir. Anna var sérstaldega opin, greið- vikin og barngóð. Hana munaði ekkert um að leyfa þremur börnum að dvelja hjá sér í nokkra daga þeg- ar foreldrai’ þeirra brugðu sér af ANNA GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR bæ. Síðan þá var dóttir mín, Hanna Sigga, vön að kalla hana Önnu mömmu og minnist nú með sér- stöku þakklæti samverustundanna í Kjósinni. Ég minnist heilsuátaksins forð- um þegar við, ásamt Lilju vinkonu okkar, ákváðum að fara í göngu- ferðir um Kópavog og Fossvog einu sinni í viku. Þessar ferðir end- uðu oftar en ekki á því að kíkt var í búðir og skoðaðir fallegir hlutir. í afmælisdagbók minni er afmælis- barn 29. maí sagt með næma feg- urðartilfinningu, heimiliselsku og vera sá sem leggur metnað sinn í að heimilið sé sem veglegast. Á þessi lýsing vel við Önnu, sem hafði yndi af að hafa fallegt í kringun^, sig og var heimili Önnu og Guð- mundar einstaklega fallegt og smekklegt. Minnisstæðar eru jólaferðir okk- ar niður Laugaveginn, oft var dóttir mín með í för. Sérstaklega minnis- stæð er ein slík ferð þegar sjúkdóm- ar þeirra beggja herjuðu á þær. Þó að þær berðust við ólíka sjúkdóma vora einkennin svipuð. Ánna tók nærri sér að horfa á dóttur mína og sagðist þarna hafa í fyrsta skipti gert sér grein fyrir því hvað Gummi og bömin hennar hefðu þurft að ganga í gegnum með hennar eigin sjúkdóm og hve erfitt það hlyti að hafa verið og væri fyrir þau að búa við þetta, en Anna var með sykur-*r sýki á háu stigi frá tvítugsaldri. Anna var mikil gæfumanneskja í einkalífi sínu. Það má segja að Gummi, eiginmaður hennar, hafi borið hana á höndum sér, svo mikla ást og umhyggju sýndi hann henni alla tíð. I miklum veikindum henn- ar síðustu fjögur árin hefur Gummi staðið eins og klettur við hlið henn- ar. Þórann, Aðalheiður og Jón Við- ar, yndislegu börnin þeirra, vöktu strax við fyrstu kynni aðdáun okkar hversu tillits- og umhyggjusöm þai»— hafa verið frá unga aldri. Stundum þyrmdu veikindi henn- ar þó yfir hana. I eitt skipti er ég kom spurði hún, með alvöratón, hvort ég væri nokkuð með svartan raslapoka með mér, líðanin væri þannig að hún væri raslapokamat- ur, alveg ónýt - en það var stutt í hláturinn. Eftir að hafa lesið mér mikið til um sykursýki fyrir rit- gerðarsmíð, fór ég til hennar með allai’ upplýsingarnar og fór fram á það að hún lifði nú eftir ákveðinni formúlu til þess að geta betur hald- ið sjúkdómnum niðri. Nei, hún hélt nú ekki, hún ætlaði sko að lifa lífinu lifandi og skemmtilegu meðan hún lifði. Það gerði hún Anna Árna sv^ sannarlega, var ætíð hrókur alls fagnaðar þar til veikindin hertóku hana. Þegar Anna var flutt á Eir og síðar á Skjól var það hennar mesta gleði að fara upp í sumarbústað þeirra hjóna við Meðalfellsvatn. Það var ómetanlegt hversu dugleg þau Gummi og Heiða, dóttir þeirra, vora við að hjálpa henni við það. Elsku Gummi, Heiða, Þórunn, Nonni og fjölskyldur, innilegar samúðarkveðjur frá okkur Stefáni og börnum okkar. Anna. Skilafrestur minningar- greina EIGI minningargrein að birtast á útfai-ardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laug- ardagsblað þarf gi-einin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum *. dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er út- runninn eða eftii’ að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins t tiltekna skilafrests.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.