Morgunblaðið - 21.10.1999, Side 50

Morgunblaðið - 21.10.1999, Side 50
FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ PÁLÍNA a ÞORSTEINSDÓTTIR + Pálína Þor- steinsdóttir, húsmóðir á Akra- nesi, fæddist í Þor- steinshúsi á Stöðv- arfirði 28. janúar 1908 en ólst frá fjögrirra ára aldri upp hjá afa sínum og ömmu, séra Guttormi Yigfús- syni, í Stöð í Stöðv- arfirði, og Þórhildi Sigurðardóttur frá Harðbak á Sléttu. Hún lést á Akranesi 13. október síðast- liðinn. Foreldrar Pálínu voru Þorsteinn Þorsteinsson Mýr- mann, f. 12. maí 1874, d. 28. september 1943, frá Slindur- holti í Ausíur-Skaftafellssýslu, kaupmaður og bóndi á Óseyri í Stöðvarfirði, og k.h., Guðríður Guttormsdóttir, f. 30. apríl 1883, d. 27. janúar 1975, hús- freyja. Þorsteinn Mýrmann var sonur Þorsteins, b. í Slindur- holti á Mýrum í Austur-Skafta- fellssýslu, Þorsteinssonar. Móð- ir Þorsteins í Slindurholti var Sigríður Jónsdóttir, prests á Kálfafellsstað, Þorsteinssonar. Móðir Þorsteins Mýrmanns var Yalgerður Sigurðardóttir, Ei- ríkssonar, Einarssonar. Móðir Eiríks var Þórdís, systir Jóns Eirikssonar konferensráðs. Móðir Valgerðar var Valgerður Þórðardóttir, systir Sveins, afa Þórbergs Þórðarsonar. Guðríð- ur var dóttir Guttorms prófasts á Stöð, Vigfússonar, pr. í Ási, Guttormssonar, prófasts í Vallanesi, Pálssonar. Móðir Guttorms var Björg Stefáns- dóttir, prófasts á Valþjófsstöð- um, Árnasonar, pr. í Kirkjubæ í Tungu, Þorsteinssonar. Móðir Stefáns var Björg Pétursdóttir, sýslumanns á Ketilsstöðum á Völlum, Þorsteinssonar. Móðir Guðríðar var Þór- hildur Sigurðardótt- ir, b. á Harðbak á Sléttu, Steinssonar, b. á Harðbak, Hákon- arsonar. Móðir Steins var Þórunn Stefáns- dóttir, prests á Prest- hóium, Scheving. Móðir Þórhildar var Friðný Friðriksdótt- ir, b. í Klifshaga, Árnasonar og Guð- nýjar Björnsdóttur, b. í Haga í Reykjadal. Móðir Guðnýjar var Sigurlaug Arngríms- dóttir, b. á Hrafnabjörgum í Hlíð, Runólfssonar, b. í Hafrafells- tungu, Einarssonar, „galdra- meistara" og pr. á Skinnastað, Nikulássonar. Móðir Arngríms var Björg Arngrímsdóttir, sýslu- manns á Stóru-Laugum í Reykja- dal, Hrólfssonar. Systkini Pálínu eru: Skúli Þorsteinsson, f. 24. desember 1906, d. 1973, skóla- stjóri á Eskifirði og námsstjóri, var kvæntur Önnu Sigurðardótt- ur, forstöðukonu Kvennasögu- safnsins, látin; Friðgeir Þor- steinsson, f. 15. febrúar 1910, d. 1999, útvegsbóndi og fyrrv. úti- bússtjóri Samvinnubankans á Stöðvarfirði, var kvæntur Elsu Sveinsdóttur, sem er látin; Hall- dór Þorsteinsson, f. 23. júlí 1912, d. 1983, vélvirki á Akranesi, var kvæntur Rut Guðmundsdóttur, látin; Anna Þorsteinsdóttir, f. 8. apríl 1915, prófastsfrú, gift Kristni Hóseassyni, fyrrv. pró- fasti í Heydölum; Björn Þor- steinsson, f. 22. maí 1916, d. 1939; Pétur Þorsteinsson, f. 4. janúar 1921, d. 1993, sýslumaður í Búð- ardal, var kvæntur Björgu Rík- arðsdóttur. Pálína giftist 1934 Guðmundi Björnssyni, f. 24. mars 1902, d. 1989, kennara. Hann var kennari í Miðfirði 1921-33 og einnig eftir- í dag er til moldar borin tengda- móðir mín frú Pálina Þorsteinsdóttir, dóttir hjónanna Þorsteins Mýrmann, útvegsbónda og kaupmanns á Óseyri, og konu hans, Guðríðar Guttorms- dóttur frá Stöð. Þorsteinn var ættað- ur úr A-Skaftafellssýslu, en Guðríður var komin af helstu mennta- og prestaætt í Múlasýslum. Faðir Guð- ríðar var séra Guttormur Vigfússon •^jrófastur, annálaður fræðimaður og málamaður. Hygg ég að Pálína hafi erft gáfur móðurafa síns í ríkum mæli, enda var hún afar vel gefin kona og minnug svo af bar. Hún las mikið, var vel hagmælt og kunni mik- Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Svemr Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 ið af kvæðum. Vitnaði hún oft í fagur- bókmenntirnar í viðræðum við gesti og gangandi. Pálína ólst upp hjá móðurafa sín- um, séra Guttormi, frá fjögurra ára aldri og fram undir fermingu og stundaði hjá honum hefðbundið nám. Hún var síðan einn vetur í unglinga- skóla á Fáskrúðsfirði og eftir það tvo vetur í Hvítárbakkaskóla í Borgar- firði. Gerðist hún síðan kennari í Breiðdal og á Fáskrúðsfirði, en 1933-34 var hún farkennari í Miðfirði í V-Húnavatnssýslu, þar sem hún kynntist ungum kennara, Guðmundi Bjömssyni, ættuðum frá Núpsdals- Stofnað 1990 Útfararþjónustan ehf. Aðstoðum við skrif minningarrgreina Rúnar Geirmundsson, útfararstjóri Sími 567 9110 Útfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuöborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu á kístuframleiðslu. Alúðleg þjónusta sem byggir á langri reynslu. kirkjugaðanna ehf., Vesturhlíð 2 * Fossvogi - Sími 551 1266 - wvw.utfarastofa.com r Utfararstofa MINNINGAR litskennari í Vestur- Húnavatns- sýslu 1932-33 en kenndi eftir það á Akranesi, við Bamaskól- ann og Iðnskólann. Guðmundur var sonur Björns Jónssonar, f. 21. nóvember 1866, d. 4. maí 1938, bónda í Núpsdalstungu í Miðfirði, og k.h., Ásgerðar Bjarnadóttur, f. 24. ágúst 1865, d. 26. september 1942, hús- freyju. Börn Pálínu og Guð- mundar em Ormar Þór, f. 2. febrúar 1935, arkitekt í Reykja- vík, kvæntur Kristínu Valtýs- dóttur ferðaráðgjafa og em böm þeirra Sif, Harri, Orri Þór og Björk; Gerður Birna, f. 2. apríl 1938, snyrtifræðingur í Reykjavík, gift Daníel Guðna- syni lækni og em börn þeirra Guðríður Anna, Guðni Páll, Guð- mundur og Þórhildur Margrét; Björn Þorsteinn, f. 13. júlí 1939, lagaprófessor í Reykjavík, kvæntur Þómnni Bragadóttur deildarstjóra og era synir þeirra Guðmundur og Bragi; Ásgeir Rafn, f. 18. maí 1942, fram- kvæmdastjóri á Akranesi, kvæntur Fríðu Raguarsdóttur bankamanni og em böm þeirra Ragnheiður, Pálína og Ásgeir; Atli Freyr, f. 3. apríl 1948, skrif- stofústjóri í viðskiptaráðuneyt- inu, búsettur í Reykjavík, maki hans er Þorgerður Jónsdóttir læknaritari og em böm Atla Freys og fyrri konu hans, Ha- línu Bogadóttur, þau Svava Mar- ía og Guðmundur Páll en dóttir Þorgerðar er Sigríður Arna. Af- komendur Pálínu og Guðmund- ar em nú fjörutíu og þrír talsins. Pálína stundaði heimanám hjá afa sínum, séra Guttormi, var einn vetur í unglingaskóla á Fáskrúðsfirði þegar hún var sextán ára, stundaði nám við 2. og 3. deild Hvítárbakkaskóla 1926-28 og sótti tíma í KÍ 1928- 29. Pálína kenndi í Breiðdal og á Stöðvarfirði 1929-30 og var einnig farkennari í Miðfirði 1933-34. Þá gifti hún sig og var síðan húsmóðir á Akranesi. Útför Pálínu fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. tungu í sömu sveit. Gengu þau síðan í hjónaband 1934 og fluttust sama ár á Akranes. Bjuggu þau þar alla sína hjúskapartíð, en Guðmundur kenndi þar við barna- og unglingaskólann og Iðnskólann. Ég kynntist Pálínu 1956, þegar dóttir þeirra hjóna, Gerður Birna, kynnti mig fyrir foreldrum sínum. Var ekki laust við að dálítils kvíða gætti hjá mér fyrir þessi fyrstu kynni mín af væntanlegum tengdaforeldr- um, en sá kvíði reyndist með öllu ástæðulaus, enda var mér strax tekið opnum örmum af þeim góðu hjónum, Pálínu og Guðmundi. Ekki spillti það heldur fyrir, þegar Guðríður, móðir Pálínu, sem þá var einmitt gestkom- andi hjá þeim hjónum, upplýsti mig um það eftir að hafa fengið að vita um ættemi mitt, að móðir mín hefði verið skírð í höfuðið á Þórhildi, móð- ur sinni og móðurömmu Pálínu, en afi minn og amma í móðurætt höfðu einmitt búið að Stöð fyrstu búskapar- ár sín. Pálína var afar fríð kona útlits, með ljóst liðað hár, sem aldrei grán- aði þótt árin liðu. Hún var ætíð vel tilhöfð, hugsaði alltaf vel um að vera snyrtilega til fara og hafði fágaða og tígulega framkomu. Hún var afskap- lega myndarleg húsmóðir, bæði hvað varðaði matargerð og hannyrðir alls konar. Mér er t.d. minnisstætt hversu fljót hún var að útbúa veislu- mat, ef gesti bar skyndilega að garði, en oft var mjög gestkvæmt hjá þeim hjónum. Hún lét sig ekki muna um að prjóna vettlinga og sokka á barna- bömin hvert af öðru, en þau urðu alls 15, og síðan barnabarnabörnin. Ekki má heldur gleyma öllum dúkunum, sem hún heklaði af mikilli snilld. Pálína tók ásamt Guðmundi manni sínum virkan þátt í starfi Norræna félagsins og oft voru norrænir gestir hjá þeim hjónum í sambandi við vina- bæjamót, sem haldin voru með nokk- urra ára millibili. Einnig sóttu þau hjón mörg slík mót á hinum Norður- löndunum. Guðmundur, maður Pálínu, lést fyrir tíu árum. Bjó Pálína eftir það í eigin íbúð, fyrst á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi, en síðustu árin í eigin íbúð á Dalbraut 20 í Reykjavík. Undi hún hag sínum vel þar og var heimili hennar mjög vistlegt og nota- legt. Gott var að heimsækja Pálínu á Dalbrautina og fá sér kaffisopa hjá henni eftir sund í Laugardalslaug- inni. Þá sagði hún oft frá bemsku- og uppvaxtarárum sínum fyrir austan og sýndi gjaman gamlar myndir úr myndaalbúmum sínum, en hún gætti þess vel að varðveita gamlar minn- ingar í máli og myndum. Fyrir einu ári fluttist Pálína svo aftur á Dvalarheimilið Höfða á Akra- nesi, enda var þá svo komið, að hún átti erfitt með að sjá um sig sjálf. Þetta síðasta ár var henni erfitt og þá sérstaklega fyrir þær sakir að hún átti afar erfitt með að tjá sig svo fólk skildi. Hafði hún þungar áhyggjur af þessu og tók það mjög nærri sér að geta ekki blandað geði við fólk á eðli- legan hátt, enda hafði hún frá mörgu að segja og minnið í fullkomnu lagi allt til síðustu stundar. Heilsu hennar fór ört hrakandi síðasta árið og hún fékk hægt andlát að morgni 14. októ- ber sl. Ég kveð kæra tengdamóður mína með söknuði. Megi hún hvíla í friði. Daníel Guðnason. Ein fyrst minningin sem upp kem- ur við fráfall ömmu minnar, Pálínu Þorsteinsdóttur, er þegar ekið var uppá Akranes til að dvelja hjá ömmu og afa yfir helgi. Við systkinin sátum aftur í bílnum og þegar við nálguð- umst bæinn var hrópað: „Ég sé Akranes, ég sé Akranes." Spenning- urinn í algleymingi. Þá brást heldur sjaldan að skammt fyrir utan bæinn mættum við uppáklæddum manni með hatt og staf sem var tekinn upp í bílinn. Það var afi sem hafði þann sið að fá sér göngutúr á móti, er hann vissi af gestum á leiðinni, ellegar hann stóð á tröppunum á Jaðars- brautinni og rétti fram hendumar þegar við komum. Eftir situr í minn- ingunni ilmurinn af steiktu lambslæri sem lá í loftinu og amma Pála, eins og við kölluðum hana, faðmaði og kyssti okkur börnin á þann einstæða og hlýlega hátt sem aðeins ömmum virðist unnt að gera. Á uppvaxtarár- um mínum þótti mér fátt skemmti- legra en að fara með Akraborginni uppá Skaga og dvelja þar í lengri eða skemmri tíma. Heimili ömmu og afa var heimur útaf fyrir sig. Hægt var að fara inn um litlar dyr í risinu og skríða um með vasaljós hringinn í kringum súð- ina. Þar voru staflar af gömlu dóti sem hægt var að gramsa í og rann- saka og fara í leiki. Afi átti geymslu í kjallaranum þar sem geymd voru gömul verkfæri og annað sem taka mátti til handargagns. Hinum megin við götuna dældu skipin sandi í gryfju sementsverksmiðjunnar og var þá oft handagangur í öskjunni hjá okkur krökkunum að tína sandsíli og annað það sem skolaðist með og atast í mávinum. Afraksturinn var síðan borið heim við misjafnar undir- tektir. Langisandur og næsta ná- grenni ævintýraland. Að dveljast á Jaðarsbrautinni hjá ömmu og afa var eins og að vera á fínu hóteli. Alltaf nóg að bíta og brenna og uppábúin rúm á kvöldin. Enginn mátti fara svangur í háttinn og því var gjarnan raðað í sig bananatertum, randalín- um og brúnkökum áður en gengið var til náða. Síðan spurði amma hvað maður vildi fá í matinn daginn eftir. Dásamlegir dagar. Amma Pála ólst upp í byrjun ald- arinnar. Þegar hún var fjögurra ára gömul var hún send í fóstur hjá afa sínum og ömmu, séra Guttormi Vig- fússyni í Stöð í Stöðvarfirði og Þór- hildi Sigurðardóttur. Amma leið aldrei skort og lét alltaf vel af þess- um árum og hafði hún gaman af að rifja upp bernsku sína. Séra Gutt- ormur kenndi henni að lesa og var amma orðin fluglæs á fimmta ald- ursári. Amma var vel menntuð og upplýst kona sem hafði áhuga á lestri góðra bóka og eins og hjá mörgum voru þeir Halldór Kiljan Laxness og Gunnar Gunnarsson í miklum metum hjá henni. Amma var gamansöm og hláturmild og kunni svo sannarlega lagið á sínu fólki. Mér er minnisstæð saga sem hún sagði mér af óknytta- pilti einum, sem hún sá henda tveim- ur eggjum í eldhúsgluggann hjá sér og taka svo til fótanna. Amma þekkti stráksa og skömmu síðar hóaði hún í hann og sagði honum að einhver hefði verið að henda eggjum í rúðuna hjá sér og hvort hann væri nú ekki til í að þrífa rúðuna fyrir sig þar sem hún næði ekki almennilega til henn- ar. Það þarf varla að taka það fram að pilturinn sá gekk strax til verks og aldrei sáust egg á eldhúsglugganum hennar Pálínu eftir það. Amma var einstök kona, einstök amma og alltaf fannst mér eins og ég hlyti að vera uppáhaldsbarnabarnið hennar, eins og hún dekraði mig á allan hátt. Áttaði mig auðvitað ekki á því fyrr en síðar að öll barnabörn hennar héldu það sama um sig. Þannig virtist amma ætíð geta gefið óendanlega af sér af hlýju, ást og um- hyggju. Aldrei heyrði ég hana tala illa um nokkurn mann og veit ég að hún amma mín var vel metin af sam- ferðafólki sínu, þekkt af rausnarskap og góðri lund. Eru enn í minnum hafðar hangikjöts- og spagettíveisl- urnar sem þau hjónin héldu mér og skólafélögum mínum þegar við kom- um á Akranes til að horfa á knatt- spyrnuleiki. Eftir að afi dó fyrir tíu árum kærði amma sig ekki um að sitja aðgerðar- laus lengi á elliheimili, heldur fluttist til Reykjavíkur og keypti sér snotra íbúð rétt hjá heimili mínu í austur- bænum. Það var eins og að hún væri áð hefja nýtt líf, þó komin væri yfir áttrætt, alltaf að laga til og breyta. Amma var alla sína ævi stök reglu- manneskja en þó brást það aldrei að hún ætti sérríflösku inn í skáp og var gjarnan boðið í eitt eða tvö staup þegar gesti bar að garði. Til hennar var ætíð gott að koma og sem fyrr vora það börnin sem áttu hug hennar allan. Skömmu efir að við hjónin eignuðumst son okkar á síðasta ári, bað ég ömmu að finna nafn á dreng- inn. Amma hugsaði sig ekki um tvisvar og ákváðum við að hafa nafn- giftina okkar á milli fram á síðustu stundu. Er ég viss um að henni var skemmt þegar fólk var að velta uppi nöfnum á drenginn og aðeins hún vissi. Ég mun ætíð sakna ömmu minnar en minnast hennar með mikilli gleði og ánægju, því þannig voru stundirn- ar sem við áttum saman. Ég veit að hún er hvíldinni feginn eftir langan ævidag og að við himnahliðið stendur afí og réttir fram hendurnar til að taka á móti henni. Guð blessi ömmu Pálu og varðveiti. Harri Ormarsson. Okkur langar til að minnast henn- ar föðurömmu okkar, ömmu Pálu. Fyrstu æviárin ólumst við systkinin upp á neðri hæðinni í húsi ömmu og afa á Jaðarsbrautinni og vorum að sjálfsögðu daglegir gestir uppi hjá ömmu. Við minnumst þess að hafa ótal sinnum hjálpað til við rabbar- barasultugerð, kleinubakstur og bakstur á hennar víðfrægu ástar- pungum. Sem börn héldum við jól með ömmu og afa, borðuðum svið og heimatilbúið kartöflukonfekt. Það var líka hjá ömmu og afa á Jaðars- brautinni sem við ,Akurnesingarnir“ hittum börn föðursystkina okkar. Þá var oft glatt á hjalla enda stór barna- hópur á svipuðu reki samankominn. Háaloftið var okkar ævintýraheimur, þar lékum við okkur löngum stund- um óáreitt. Ótal krókar og kimar sem fullorðna fólkið varla vissi um var hluti af okkar veröld. Við héldum tombólur og sædýrasýningar í bíl- skúrnum að ógleymdum stórkostleg- um grímuböllum innandyra og alltaf sýndi hún amma þessu brölti okkar bæði þolinmæði og skilning. Þegar við uxum úr grasi gerðum við okkur grein fyrir því að hún amma okkar var um margt einstök kona. Hún var ákaflega vellesin og fróð, hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og hefur sennilega verið ein fyrsta kvenrétt- indakonan sem við kynntumst. Við efumst ekki um að hefði hún amma haft tækifæri til þá hefði hún gengið menntaveginn. Enda skarpgreind kona. Hún amma hafði yndi af ferða- lögum og ferðaðist mikið bæði innan- lands og utan. Meðan hún hafði heilsu til lagði hún ósjaldan land und- ir fót og heimsótti og dvaldi um lengri eða skemmri tíma hjá barna- börnum sínum víða um heim. Til dauðadags hélt hún amma reisn sinni og glæsileika. Hún gætti þess

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.