Morgunblaðið - 21.10.1999, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 51
að líta alltaf vel út og þó að líkaminn
væri þrotinn af kröftum héldust and-
legir kraftar hennar óskertir. Afram
fylgdist hún grannt með öllum sínum
afkomendum og vissi jafnframt
mætavel af öllu því sem gerðist í um-
heiminum. Síðasta æviárið dvaldi hún
amma á dvalarheimilinu Höfða hér á
Akranesi þar sem hún naut frábærr-
ar umönnunnar.
Nú þegar ævi ömmu okkar er á
enda er okkur efst í huga þakklæti
fyrir allt það góða sem hún kenndi
okkur og alla hlýjuna sem hún sýndi
okkur barnabömunum og bömum
okkar.
Lífi ömmu hér á þessari jörð er
lokið en minningin um hana mun lifa
um ókomin ár.
Ragnheiður, Pálína og
Ásgeir Ásgeirsbörn.
Elsku langamma mín. Það er
skrýtið að hugsa til þess að sjá þig
aldrei aftur en ég hugsa að þér líði
vel núna. Þú varst orðin gömul og
áttir erfítt með að tala og ganga en
þegar ég kom í heimsókn til þín þá
fann ég hvað þú varst glöð. Það var
notalegt að koma til þín og ég fékk
alltaf diet-kók og konfekt.
Eg man hvað þú varst dugleg að
prjóna, hekla og sauma út og ég man
líka að þú prjónaðir fullt af ullarsokk-
um handa mér og hálfgerðum inni-
skóm handa afa Geira.
Þegar mamma sagði Frey litla
bróður mínum að þú værir dáin sagði
hann: „Nú er amma Pála í Nangijala
qg þar geta allir talað og hlaupið.“
Eg er viss um að það er rétt hjá hon-
um og ég veit að afi Gumm bíður þar
spariklæddur eftir þér.
Eg mun sakna þín mikið.
Þín
Ásgerður.
Það var mildan, Ijúfan júnídag í
sumar að við hjónin keyrðum Hval-
fjarðargöngin í fyrsta sinn. Það var
ótrúlegt að upplifa þetta mikla mann-
virki. I göngunum sem virtust enda-
laus, birtust mér ótal myndir liðinna
ára. Akranes. Já, Akranes hefur
alltaf átt stóran sess í hjarta mínu
vegna fjölskyldunnar sem bjó í hús-
inu Jaðarsbraut númer 9.
í mínum huga var fjölskyldan á
þeim bæ ekkert venjuleg fjölskylda.
Þar bjó Guðmundur föðurbróðir
minn og hans góða kona, hún Pálína.
Húsið virtist fullt af gleði og galsa
sem fylgdi strákunum þeirra fjórum
og Gerði einkadóttur þeirra.
Það var ævintýri fyrir mig sem var
nánast alin upp sem einbimi, að kom-
ast í frændsystkinaskarann á Jaðars-
brautinni. Hvað mér fannst gaman -
hvað frændur mínir gátu verið íyndn-
ir og góðir við mig. Ævintýrin voru
ekki bara innandyra, heldur lokkaði
Langisandur okkur krakkana ógur-
lega. Þar fannst mér við vera í fram-
andi landi, með þessum makalaust
hvíta sandi og endalausa sólskini.
Heimilinu stýrði falleg kona - hún
Pálína, konan hans Guðmundar
frænda, Pálína sem við kveðjum í
dag. Eg sé hana fyrir mér - glæsi-
lega með sitt fallega ljósa hár og him-
inþlá augun, full af kímni og elsku.
Þegar ég hugsa til þessara ára
bernskunnar finnst mér eins og Pá-
lína hafi alltaf verið með stóra, skín-
andi hvíta svuntu, eitthvað að rétta
fram úr lúgunni milli eldhússins og
borðstofunnar á Jaðarsbrautinni.
Þessi lúga hafði mikið aðdráttarafl,
það var svo spennandi að fylgjast
með eldhússtörfunum í gegnum hana
og sjá hvaða góðgæti kæmi svo í Ijós.
Við endann á stóru borðstofuborði
sat húsbóndinn, Guðmundur frændi
minn, glaður og geislandi, ánægður
með barnahópinn sinn og stóru ást-
ina sína, hana Pálínu, rétt innan seil-
ingar. Það er fræg saga í fóðurfjöl-
skyldunni minni, sagan um Guðmund
frænda, þá nýtrúlofaðan ungan
bóndason í Miðfirðinum.
Það var sólbjartur sumardagur og
Guðmundur lá makingalega í
brekkunni fyrir neðan Núpsdals-
tungu með stóra ljósmynd af unnustu
sinni. Hann hélt myndinni hátt,
þannig að hún bar við himin og lofaði
Guð fyrir þennan „grip“ - konuefnið
hans. Myndin var auðvitað af Pálínu
Þorsteinsdóttur, eiginkonu hans og
lífsfórunaut.
Eg trúi því að ástin þeirra hafí vel
endurspeglast í samheldninni og ást-
úðinni sem ríkti alla tíð í þessari fal-
legu, öflugu fjölskyldu á Jaðars-
brautinni.
Þar var ekkert kynslóðabil - Pá-
lína og Guðmundur voru miðja og
kjarni bama sinna og bamabarna
alla tíð. Þau voru börnunum sínum
ekki bara uppalendur, heldur líka
þeiira bestu vinir.
A Jaðarsbrautinni kysstist fólk og
faðmaðist af hjartans lyst. Allir fengu
að finna kærleikann og ástina sem
þar ríkti. Pálína var ótrúlega falleg
sumardaginn í júní þegar ég hitti
hana síðast.
I borðsalnum í Höfða var auðvelt
að koma auga á Pálínu. Ljósa hárið
hennar lýsti leiðina að borðinu henn-
ar. Þar sat Pálína, glæsileg sem fyrr,
þó „Elli kerling“ hafi auðvitað náð að
setja sitt mark á hana.
Eg kveð Pálínu Þorsteinsdóttur,
húsmóðurina á Jaðarsbrautinni, með
hjartans þökk fyrir allar góðu,
ógleymanlegu stundirnar sem hún
gaf mér og mínum.
Nú sé ég Pálínu fyrir mér á
Langasandi eilífðarlandsins og ég sé
Guðmund föðurbróður minn, þar sem
hann gengur fagnandi á móti henni í
hvítum sandi og sólargeislar umvefja
þau bæði tvö.
Helga Mattína Bjömsdóttir,
Grímsey.
Pálína Þorsteinsdóttir er ein af
þeim manneskjum sem mér hefur
þótt vænst um að kynnast. Hún sam-
einaði alla þá kosti sem best mega
prýða góða konu. Strax við fyrsta
augnatillit sendi hún frá sér hlýja
strauma góðvildar og allar götur síð-
an fannst mér eins og hún vildi allt
fyrir mig gera. Ég gleymi aldrei
þessum fallegu augum sem sáu allt
og skildu allt. Það var eins og hún
gæti með augnaráðinu einu saman
lesið manns leyndustu hugsanir. En
stundum horfði hún líka dulúðug og
dreymandi út yfir flóann og þá eins
og hún væri ekki af þessum heimi.
Þótt ekki hafi alltaf farið mikið fyr-
ir henni í hópi fyrirferðarmikilla
barna og bónda síns, sem var höfð-
ingi heim að sækja, duldist engum að
Pálína var gáfuð og sérlega geðug
kona, sem lagði allt í sölurnar fyrir
þá sem henni stóðu næstir. Þannig
fannst mér eins og hún væri reiðubú-
in að ganga mér í móðurstað ef svo
bæri undir. Og það var gott að vita af
henni í nálægð sinni. Innileg snerting
handarinnar af og til sagði allt sem
segja þurfti. Hjartað var hlýtt.
Að Pálínu stóðu styrkir austfirskir
stofnar. Hún ólst upp á menningar-
heimili og allt sitt líf lagði hún sig
fram um að mennta og efla sín fimm
dugmiklu börn og síðar öll barna-
börnin sem nutu vel umhyggju henn-
ar. Pálína var vel lesin, fjölfróð og
vitur. Það var sama hvar gripið var
niður, bókmenntir, ljóð, þjóðleg
fræði, uppeldismál og trúarbrögð,
alls staðar var hún jafn vel heima.
Þess vegna var gaman að eiga við
hana orðræður, ekki síður en að
horfa með henni í þögn uppí himin-
blámann. Þá reikaði hugurinn oftar
en ekki til fjallanna og fegurðar
heimaslóðanna á Stöðvarfirði.
Það var oft mikið um að vera á
Jaðarsbrautinni á Akranesi, þar sem
þau Pálína og Guðmundur Björnsson
höfðu búið sér fallegt heimili. Snyrti-
mennska og höfðingsskapur var þar í
fyrirrúmi. En þegar boðið var til
samkomu var það yfirleitt svo að hús-
bóndinn, synirnir og aðrir viðstaddir
spekingar voru frekir til orðsins,
enda ætluðu þeir flestir að frelsa
heiminn. Pálína hlustaði á allt þetta
fánýta hjal af umburðarlyndi. Svo ég
vitni til orða vinar míns Gunnars Dal
frá því í sumar um grasið: „Grasið er
mesti taó-spekingur lífríkis jarðar.
Með mýktinni sigrar það hið harða,
með smæð sinni sigrar það hið
sterka, með veikleika sínum og und-
anlátssemi sigrar það Hina sterku."
Auðvitað var frú Pálína sigurvegar-
inn í öllum þessum kappræðum með
því að segja ekki mikið, en brosa því
meir út í annað munnvikið. Hún hafði
hlutverki að gegna sem hún sinnti af
alúð og hlýtur nú að launum frið og
íognuð hjá frelsara mannsins. Henn-
ar er Guðs ríki. Far þú í friði Pálína
Þorsteinsdóttir.
Baldur Óskarsson.
• Fleirí minniugargreinar uni
Pálínu Þorsteinsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
ÓSKAR BENEDIKT
PÉTURSSON
+ Óskar Benedikt
Pétursson, gnll-
smiður, fæddist í
Reykjavík 13. mars
1909. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 10. október
siðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Pétur Gunnarsson
frá Hundadal í Mið-
dölum, f. 16. desem-
ber 1882, d. 5. apríl
1972, og Sigríður
Bjarnadóttir frá
Ytri-Njarðvík, f. 15.
september 1868, d.
30. september 1967. Systkini
Óskars voru Ásta Bjarney Pét-
ursdóttir, f. 18. maí 1910, d. 24
ágúst 1939, og Ingvi Magnús
Pétursson f. 23. ágúst 1912, d.
1977.
Hinn 11. október 1941 kvænt-
ist Óskar Ásdísi Magnúsdóttur
og bjuggu þau á Karlagötu 15
alla tíð. Ásdis var fædd á Mið-
húsum i Biskupstungum hinn
10. september 1915, hún lést í
Reykjavík hinn 30. júní 1996.
Foreldrar hennar voru Magnús
Gislason frá Efstadal í Laugar-
dal, f. 18. ágúst 1872, d. 1943, og
Guðrún Brynjólfsdóttir frá Mið-
húsum, f. 20. ágúst 1886, d.
1976. Dætur Ásdísar og Óskars
eru: 1) Ásta B., f. 24. ágúst 1947,
Elsku afi, mikið á ég eftir að
sakna þín og heimilisins sem þú og
amma byggðuð ykkur á Karlagötu
15. Það verður einkennilegt að í
framtíðinni verður það ekki til,
heldur fallegur draumur, yfii-fullur
af minningum um þig og ömmu.
Ég man svo vel eftir verkstæð-
inu þínu í kjallaranum og þeim
stundum sem ég eyddi þar með
þér. Aldrei var ég rekin upp fyrir
að trufla þig, heldur léstu mig fá
silfurbút til að búa eitthvað til úr.
Skemmtilegast þótti mér að valsa
bútinn fram og til baka í stóra
handsnúna valsinum eða sitja við
skrifborðið og teikna myndir og
þykjast fylla út eyðublöð fyrir
næsta kúnna. Ég gat líka staðið
tímunum saman og horft á þig búa
til litlu kúlurnar og snúa upp á vír-
inn svo úr urðu allavega krúsidúll-
ur, lemja með litla hamrinum mörg
pínulítil högg og úr þessu komu
síðan listavelgerðir víravirkisskart-
gripir.
Hvemig er hægt að minnast þín
án þess að nefna sundið, sem var
svo stór þáttur í þínu lífi? En á
hverjum degi fórst þú í sund frá því
þú varst ungur maður og gekkst í
Sjálfsbjörgu. Þetta var hluti af þín-
um lífsstíl. Líkaminn var musteri
sem átti að rækta og hugsa vel um.
Hreyfing, hollur matur og sólböð
var það besta sem hægt var að gera
að þínu mati. Oft fékk ég að fljóta
með í sund, að ógleymdum öllum
ferðunum í Heiðmörk og Bollann á
góðum sumardögum. Þá fórum við
alltaf í göngutúra með kíki og tók-
um nokkrar öndunaræfingar eftir
Muller.
Mikið óskaplega hafðir þú gaman
af því að ferðast um landið, og
margar urðu líka ferðimar sem við
fórum til Akureyrar, í Borgarfjörð,
Vaglaskóg, Skaftafell og svo mætti
lengi telja. Að ferðast var það
skemmtilegasta sem þú gerðir.
Alltaf var nú stutt í prakkarann í
þér og gleymi ég aldrei þegar þú
hengdir klemmu í ömmu og lést
hana ganga með hana um allan bæ-
inn, og þú sást líka allar spaugilegu
hliðamar í lífinu. Þú tókst alltaf upp
hanskann fyrir litla manninn og
máttir aldrei sjá neinn níðast á
minni máttar. Að safna auði og pen-
ingum var aldrei þitt takmark í líf-
inu, þér fannst því ætti að skipta
jafnt mili allra.
Elsku afi, nú kveð ég þig með
söknuði en ég veit að þú ert kominn
til hennar ömmu. En hún var ástin í
þínu lífi og því veit ég að þú ert
gift Þórði Ág. Hen-
rikssyni, f. 27. júní
1942. Börn þeirra
eru Linda Björk, f.
4. mars 1968, gift
Herði Magnússyni f.
21. febrúar 1965; og
Henrik Óskar, f. 19.
júlí 1969, kvæntur
Elínu Hlíf Helga-
dóttur, f. 14. nóvem-
ber 1969. 2) Sigrið-
ur Ósk, f. 22. febrú-
ar 1952, gift Snorra
Jóhannessyni, f. 8.
febrúar 1952, d. 5.
október 1994. Synir
þeirra eru Jóhann Davíð, f. 9.
júní 1971, unnusta hans er Val-
dís Ólafsdóttir, f. 9. september
1976; og Ingvi Pétur, f. 8. mars
1977, sambýiiskona hans er Ás-
dís Erla Jónsdóttir, f. 7 septem-
ber 1978.
Óskar nam gullsmíðar hjá Guð-
laugi Magnússyni og starfaði
hjá honum við iðnina í nokkur
ár eftir að hann lauk námi. Síð-
ar starfrækti Óskar sitt eigið
verkstæði í kjallaranum á
heimili sínu, á Karlagötu 15 í
Reykjavík, til starfsloka. Helstu
áhugamál Óskars voru sund og
útivist. Hann fór daglega í sund
fram á síðasta dag.
Útför Óskars fór fram í kyrr-
þey að hans eigin ósk.
kominn á þinn stað. Vertu blessaður
afi, vertu blessaður afinn minn.
Þín afastelpa,
Linda Björk.
Óskar B. Pétursson mágur minn
er látinn, eftir langa og farsæla ævi.
Óskar rak gullsmíðaverkstæði í
mörg ár, þar til hann hætti fyrir
aldurs sakir. Hann var sérlega fær
á fíngerða hluti, svo sem víravirki,
og allt var handunnið.
Ég get ekki minnst Óskars án
þess að geta systur minnar, Ásdís-
ar, sem lést 30. júní 1996. Þessi hjón
voru mjög samstiga. Þau voru nátt-
úruunnendur og höfðu yndi af að
ferðast, þótt vegir og farartæki
væru ekki eins fullkomin og nú til
dags. Margar tjaldferðirnar fórum
við með þeim og drengjunum okkar
ungum að árum og síðari ár í styttri
ferðir um helgai-.
Þau voru gestrisin og komu
margir við á þeirra hlýlega heimili á
Karlagötu 15. Þau voru með af-
brigðum ræktai-söm og hélt Óskar
því áfram eftir hennar dag. Hann
kom í öll stórafmæli hjá okkur
systkinunum, sem öll höldum þétt
saman.
Óskar var lánsamur maður. Hann
gat stundað sitt aðaláhugamál, sem
var sund, og daglega fór hann í
sund, þótt níræður væri, og hélt
fullri reisn fram á síðasta dag.
En Óskar stóð ekki einn. Hann
átti dætur sínar tvær, Ástu og
Siggu, og þeirra fjölskyldur, sem
umvöfðu hann og voru bans stoð í
einu og öllu. Síðasta ferð okkar
Óskars var í sumar, er við fórum að
skoða Bláa lónið í yndislegu veðri.
En ekkert varir að eilífu og nú er
komið að leiðarlokum og vil ég
þakka fyrir allar góðu stundimar.
Ég bið guð að blessa alla hans
ástvini.
í guðs friði,
Hulda Magnúsdóttir.
Mánudaginn 18. október kvödd-
um við kæran vin, Óskar B. Péturs-
son gullsmið, Karlagötu 15 í
Reykjavík. í mínu hjarta er hann
mér nákominn ættingi. Þó er hann
ekkert skyldur mér. Hann var mað-
urinn hennar Dísu, móðursystur
minnar, en hún lést fyrir fáeinum
árum. Nú eru þau saman á ný, Ósk-
ar og Dísa, sem í mínum huga hafa
alltaf verið sem einn maður. Þetta
sterka samband sem dauðinn einn
fær sundur skilið.
Mér er það mjög minnisstætt
þegar ég heimsótti Öskar eftir lát
Dísu á Karlagötuna að hann fór að
sýna mér myndir af henni ungri og
segja mé frá þeirra fyrstu kynnum
á tombólu í Reykjavík fyrir stríð. Þá
skynjaði ég þessa einu sönnu ást
sem alltaf verður ung til endaloka.
Óskar var af þessari kynslóð
Reykvíkinga sem lifði hvað mestar
breytingarnar og mundi tímana
tvenna þegar Reykjavík var lítill
bær þar sem flestir þekktust. Hann
kunni skil á mönnum og málefnum
frá þessum tímum þegar menn
klæddu sig upp og gengu með hatta
og máttu vera að því að fara í heim-
sóknir og hafa hugsjónir. Hann
hafði eldbeitar skoðanir á flestum
hlutum og lá ekki á þeim. Hann var
félagslyndur og glaðlyndur.
Á Karlagötu 15 byggðu Óskar og
Dísa sér einstaklega hlýlegt og fal-
legt heimili. Það má segja að Oskar
hafi lifað borgaralegu lífi. Hann
lærði gullsmíði og rak um árabil
gullsmíðaverkstæði og var virtur
gullsmiður. Hann þótti með þeim
bestu á landinu í víravirki og ávann
sér traust og virðingu í sinni grein.
Fjölskyldan var honum afar kær og
skipaði ávallt fyrsta sæti í hans
huga. Hann eignaðist ungur að ár-
um bifreið en það var ekki algengt á
þeim tíma og ég man að mér þótti
mikið til þess koma. Óskar og Dísa
nutu þess að ferðast um landið og á
hverju sumri fóru þau í sumarfrí.
Þau unnu landinu sínu og heimsóttu
oft sömu staðina aftur og aftur og
áttu sínar lautir og bolla þar sem
var tekið upp nesti og notið stund-
arinnar. Þau lifðu hamingjuríku lífi í
faðmi fjölskyldunnar.
Óskar var fastagestur í sundlaug-
unum áratugum saman, fyrst í
gömlu laugunum og síðan í þeim
nýju, og var gerður heiðursfélagi í
sundlauginni í Laugardal. í sund-
laugunum sótti hann sér heilsubót á
sál og líkama. Óskar var einstak-
lega heilbrigður í hugsun og æðru-
laus þrátt fyrir að vera töluvert fatl-
aður, en hann hafði orðið fyrir slysi
ungur drengur og er það aðdáunar-
vert hvað hann bar það vel og tók
lífinu eins og það kom fyrir.
Það var oft glatt á hjalla þegar
fjölskyldan kom saman, en ðskar
og Dísa voru einstaklega ræktar-
söm og áttu stóran þátt í samstöðu
fjölskyldunnar og okkur systkina-
börnunum sýndu þau einstaka um-
hyggju. Öll afmælin og fermingar,
alltaf voru Óskar og Dísa komin og
það eru ófáir krossarnir og hring-
amir sem þau komu með færandi
hendi, seinna giftingar og síðan
skírn okkar barna, alltaf sama
ræktarsemin og góðvildin. Fyrir
þetta er ég afar þakklát og mun =
geyma í minningu minni.
Við kveðjum nú gamla tímann,
heimilið á Karlagötunni, sem staðið
hefur svo til óbreytt í meira en hálfa
öld, fastur punktur í síbreytilegri
tilveru er horfinn, jólakortin verða
ekki stíluð lengur þangað, kveðju-
stundin er komin. Og nú þegar
haustlaufin falla, kveð ég þig með
þakklæti fyrir allt og læt fylgja með
síðasta erindið úr kvæði Jónasar
Hallgrímssonar, Ferðalok. Það á
svo vel við ykkur Dísu.
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg,
en anda, sem unnast,
fær aldregi
eilífð að skilið.
Ég sendi mínar einlægar samúð-
arkveðjur til ykkar, Ásta mín og
Sigga, og til fjölskyldna ykkar.
Guðrún Axelsdóttir (Lillý).
H
H
H
H
H
H
Erfisdrykkjur
P E R L A N
H
Sími 562 0200
ÍÍTmxm r 11 r rxx
H ».
H
H
H