Morgunblaðið - 21.10.1999, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 21.10.1999, Qupperneq 60
60 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Sigurveraramir í íslandsmótinu í einmenningi ásamt fyrrverandi for- seta Bridssambandsins. Talið frá vinstri: Kristján Kristjánsson, en hann afhenti verðlaunin, Sigurbjöm Haraldsson Islandsmeistari, Stefán Garðarsson og Runólfur Jónsson. Sigurbjörn Haraids- son Islandsmeistari í einmenningi BRIDS Hróðmar Sigurbjörnss. - Gunnl. Kristjánss. 573 -------------------- Jón Alfreðsson - Eiríkur Jónsson 563 B r i d s h ö 11 i n B-riðill ÍSLANDSMÓTIÐ í EINMENNINGI 1999 84 þátttakendur - 15.-16. október SIGURBJÖRN Haraldsson frá Bridsfélagi Akureyrar sigraði með nokkrum yfirburðum í Islandsmót- inu í einmenningi sem fram fór um síðustu helgi. Sigurbjörn hlaut sam- tals 2328 stig en meðalárangurinn var 1980 stig. Mótið hófst á föstudagskvöld og var spilað í sjö tólf manna riðlum. Eggert Bergsson leiddi mótið eftir fyrsta hlutann en strax í fyrstu lot- unni á laugardag fékk Sigurbjörn 118 stig af 120 mögulegum og eftir það héldu honum engin bönd. Annar andstæðinga Sigurbjörns í þessari lotu var Jón Stefánsson sem ekki var meðal efstu manna fyrr en í síðustu lotunni, en þá skoraði hann 853 stig þar sem meðalskor er 660. Skor Jóns er tæplega 65% og vantaði hann að- eins 10 stig til að ná öðru sæti móts- ins. Fyrir þriðju lotuna, en mótið var spilað í þremur lotum, hafði Jón ver- ið í 44.-45. sæti. Fleiri spilarar skoruðu grimmt í lokaumferðinni. Sigtryggur Sigurðs- son skoraði mjög í lokalotunni eða 831 stig en það var langt á toppinn því hann var í 51. sæti fyrir síðustu lotuna. Lokastaða efstu manna: Sigurbjöm Haraldsson 2328 Stefán Garðarsson 2166 Runólfur Jónsson 2165 Jón Stefánsson 2157 Sigfus Þórðarson 2152 Hrólfur Hjaltason 2150 Gísli Haíliðason 2140 Sigríður Hrönn Elíasd. 2120 Sigtryggur Sigurðsson 2119 Sverrir Armannsson 2112 Stefán Garðarsson og Runólfur Jónsson spiluðu báðir í A-riðlinum í lokaumferðinni en 12 efstu menn fyrir síðustu umferð spiluðu í þeim riðli. Stefáni gekk afleitlega í lokalot- unni en Runólfi vel, en góð staða Stefáns fyrir lokaumferðina gaf hon- um silfrið. Sveinn Rúnar Eiríksson sá um keppnisstjórn og útreikninga. Stefaía Skarphéðinsdóttir var móts- stjóri en Kristján Kristjánsson, fyrrverandi forseti Bridssambands- ins, afhenti verðlaunin í mótslok. Sjö kvölda hausttvímenningnr BR Annað kvöldið af sjö var spilað með Hipp-hopp tvímenningi. 48 pör spila í 2 Mitchell riðlum. Meðalskor kvöldsins var 459 og efstu pör voru: A-riðill NS BjömTheodórsson7PáljBergsson 517 Rúnar Einarsson - ísak Öm Sigurðsson 509 Hafþór Kristjánss. - Andrés Asgeirss. 507 AV Jóhann Stefánsson - Birkir Jónsson 633 NS Helgi Sigurðsson - Helgi Jónsson 575 Guðm. Þ. Gunnarsson - Runólfur Jónsson 550 Jóhanna Siguijónsdóttir - Una Amadóttir 549 AV DröfnGuðmundsd.-AsgeirAsbjömss. 503 Guðrún Jóhannesd. - Bryndís Þorsteinsd. 496 Efstu pör eftir 2 kvöld eru: Oddur Hjaltason - Hrólfúr Hjaltason 1136 Jóhann Stefánsson - Birkir Jónsson 1089 HelgiSigurðsson-Helgi Jónsson 1061 DröfnGuðmundsd.-ÁsgeirÁsbjömss. 1044 Garðar Garðarsson - Óli Þór Kjartansson 1029 Hróðmar Sigurbj.ss. - Gunnl. Kristjánss. 1014 Miðvikudaginn 13. október var spilaður eins kvölds tölvureiknaður Mitchell tvímenningur með forgefn- um spilum. 20 pör spiluðu 9 umferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 216 og efstu pör voru: NS Frímann Stefánss. - Daníel M. Sigurðss. 281 Guðrún Jóhannesd. - Sævin Bjarnason 249 Haraldur Ingas. - Jón V. Jónmundss. 233 AV Jóhannes Guðmannss. - Unnar A Guðm.ss. 246 Friðjón Þórhallsson - Hrólfur Hjaltason 244 Sigtryggur Jónss. - Guðmundur Ágústss. 229 14 pör tóku þátt í Verðlaunapott- inum. Guðrún og Sævin fengu 1. Verðlaun, 4.500 kr og Friðjón og Hrólfur fengu 2. Verðlaun, 2.500 kr. BR er með eins kvölds tvímenn- inga í allan vetur á miðvikudags- og fostudagskvöldum. Spilaðir eru Mitchell og Monrad Barómeter tví- menningar til skiptis. Spilamennska byrjar 19:30 á miðvikudögum en 19:00 á fostudögum. Á miðvikudög- um gefst pörum kostur á að taka þátt I Verðiaunapotti og á föstudögum er Miðnætursveitakeppni strax eftir að tvímenningnum lýkur. Spilarar sem eru 20 ára og yngri spila frítt á mið- vikudögum og föstudögum. Reykjavíkurmótið í tvímenningi 1999 Reykjavíkurmótið í tvímenningi 1999 fer fram laugardaginn 23. októ- ber. Spilaður verður Barómeter eða Monrad Barómeter eftir því sem þátttaka leyfir. Spilamennska byrjar kl. 11:00 og er reiknað með að móts- iok verði í kringum kvöldmatarleyt- ið. Efsta sætið gefur rétt til að spila í úrslitum í Islandsmótinu í tvímenn- ingi 1999. Þátttökugjald er 4000 kr. á par. Tekið er við skráningu hjá BSÍ, sími 587-9360. Bridgedeild FEBK í Gullsmára BRIDGEDEILD FEBK í Gull- smára spilaði tvímenning mánudag- inn 18. október. Fjórtán pör mættu til leiks. Stjórnandi var Hannes Al- fonsson. Efst urðu: NS Amdís Magnúsd. - Karl Gunnarsson 146 Guðmundur Pálsson - Sigurþór Halldórss. 135 Þorgerður Sigurgeirsd. - Stef. Friðbjamars. 130 AV Dóra Friðleifsd. - Guðjón Ottósson 156 Sigríður Ingólfsd. - Sigurður Bjömsson 154 Haldór Jónsson - Þórhallur K. Amason 150 I DAG VELVAKAMD Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Góð þjónusta hjá Félagi eldri borgara ÉG efast um að aldrað fólk viti almennt hve frábæra þjónustu það getur fengið hjá Félagi eldri brogara þurfi það á ráðleggingum að halda við starfslok. Ég er að verða 67 ára og á því rétt á ellilífeyri en get fengið að vinna til sjö- tugs. Nú er úr vöndu að ráða og var ég í mikium vafa um hvað ég ætti að gera. Þá benti vinkona mín mér á að ég skyldi fara til Félags eldri borgara því þar skiptust 2 konur á að veita upplýsingar um tryggingamál, Margrét Sigurðardóttir og Mar- grét Thoroddsen. Ég fór þangað í viðtal og fékk þær bestu viðtökur sem ég get hugsað mér. Var tekið á móti mér af alúð og reiknaðir út alls konar möguleikar. Fór ég þaðan alsæl og þurfti jafnvel ekkert að greiða fyrir þjónustuna, þar sem ég er félagi í Félagi eldri borg- ara. Fanney. Myndir eftir Sölva Helgason MYNDIR eftir Sölva Helgason eru til hjá mörg- um einstaklingum víða um land. Af skiljanlegum ástæðum er ekki jafnauð- velt að vita hvar þær eru niðurkomnar og ef um op- inbera aðila væri að ræpa (t.d. Þjóðminjasafn Is- lands). Þetta er tilkynning til þeirra einkaaðila sem eiga myndverk eftir Sölva Helgason í fórum sínum. Undirritaður er væntan- legur útgefandi bókar um myndlist Sölva og væri mjög þakklátur fyrir að fá upplýsingar um myndir hans, þær sem eru í einka- eign. Bið ég þá sem málið er skylt vinsamlega að hafa samband við Ólaf Jónsson, pósthólf 7077,127 Reykjavík eða í síma 895 9852. Beðið er um nafn, heimilisfang og síma- númer viðkomandi og upp- lýsingar um myndverkið (helst ljósrit af því). Þakkir fyrir greinar ÉG vil þakka Morgunblað- inu fyrir birtingu á grein- um um samkynhneigð sem birst hafa undanfarnar vikur. Sérstaklega vil ég þakka Ragnari Fjalari fyr- ir hans skrif í blaðið. Ég hef fylgst með umræðunni um samkynhneigð undan- farnar vikur og fagna því að komin er málefnaleg umræða um þessi mál og vona að hún haldi áfram. Ég hef velt þessum málum fyrir mér og skoðað þessi mál enn frekar eftir um- fjöllunina, því þar hafa birst upplýsingar sem ég vissi ekki um áður og fmnst mér gott að geta les- ið um þessi mál. Guðmundur Ólafsson. Tapað/fundið GSM-sími týndist GSM-sími týndist líklega á Gauk á Stöng eða í mið- bænum sl. laugardags- kvöld. Skilvís finnandi hafi samband í síma 566 6492 eða 696 4836. Dýrahatd Hvíta læðu vantar heimili VANTAR heimili fyrir hvíta 5 mánaða læðu vegna ofnæmis á núverandi heimili. Upplýsingar í síma 567 8188. Köttur týndist frá Háteigsvegi BRÖNDÓTT læða, svört og brún, merkt á eyra R 7172 týndist sunnudaginn 17. október frá Háteigs- vegi 18. Hún er með rauða ól og fer inn um alla glugga og inn í allar komp- ur, svo hún gæti verið læst inni. Þeir sem hafa séð til hennar vinsamlegast hafi samband við Auði eða Ra- kel í síma 562 0141. Svört læða týndist frá Hverfísgötu SVÖRT læða, 6 mánaða, týndist frá Hverfisgötu 39 sl. þriðjudag. Hún er ómerkt og ólarlaus. Læðan er inniköttur. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 6954220. Jón. Á h'nuskautum. Morgunblaðið/Jim Smart Víkverji skrifar... NÝLEGA var tekin í notkun brú yíir Miklubraut í Reykjavík við Skeiðarvog. Þetta er fallegt og þarft mannvirki. Veggjakrotarar hafa greinilega rennt hýru auga til brúarinnar því að þeir hafa krotað á hana, sem er til mikillar óprýði. Borgaryfirvöld hafa reynt að hamla á móti því að brúin verði vettvang- ur veggjakrotara með því að þrífa krotið af brúnni, en þeir virðast vera fljótir að mæta á svæðið með úðabrúsa sína. Flestum er mikill ami að veggjakroti, sem setur víða leiðinlegan svip á hús og mannvirki. Vonandi geta Reykvíkningar sam- einast um að láta veggjakroturum ekki líðast að skemma nýju brúna. xxx ARANGUR nýliða Hamars frá Hveragerði í úrvaldsdeild karla í körfuknattleik er í senn glæsilegur og óvæntur. Liðið hefur unnið alla þá fjóra leiki sem félagið hefur leikið í deildinni og er núna í efsta sæti. Liðið hefur lengst af verið í annarri deild, en hefur á fá- um árum unnið sig upp um tvær deildir og leikur núna við bestu körfuknattleikslið landsins. Fyrir- fram var því spáð að liðið myndi þurfa að heyja erfiða baráttu í vet- ur við að halda sér í deildinni. Nú lítur út fyrir að liðið ætli sér að blanda sér í toppbaráttuna. Fróð- legt verður að fylgjast með hvernig liðinu vegnar í næstu leikjum, en þá þarf liðið að takast á við félög sem fyrirfram var reiknað með að myndu berjast um toppsætin. Hamar er reyndar ekki fyrsta körfuknattleiksfélagið sem kemur á óvart í úrvalsdeild karla. ísfirðing- ar komu mjög á óvart í fyrra þegar liðið náði mjög góðum árangri, en liðið var þá að koma upp úr fyrstu deild. Það er athyglisvert að af tólf körfuknattleiksliðum sem keppa í úrvalsdeild kemur aðeins eitt úr Reykjavík, en það er KR. Hin fé- lögin koma annaðhvort af Suðu- nesjum, Hafnarfirði eða af lands- byggðinni. Fróðlegt væri að vita hver skýringin er á þessum slaka árangri Reykjavíkurfélaganna. VÍKVERJI hefur oft furðað sig á hve lítið er um að afgreiðslufólk beri saman undirskriftir á korta- kvittunum við undirskriftir á kredit- og debetkortum. Reynsla Víkverja er sú að algengast sé að afgreiðslufólk skili kortinu til við- skiptavinar áður en hann er búinn að skrifa undir kvittun til staðfest- ingar á því að viðskiptin hafi farið fram. Raunar er orðið algengt í mörgum stórmörkuðum að fólk sem vinnur á afgreiðslukössum sé farið að stimpla inn vörur frá næsta viðskiptavini áður en sá sem er á undan er búinn að skrifa undir greiðslukvittun. Greinilegt er á öllu að stjórn- endur verslana leggja áherslu á við starfsfólk sitt að flýta af- greiðslu sem mest má vera. Hætt er við að það geti í einhverjum til- vikum verið á kostnað öryggis í viðskiptum. Raunar virðist Vík- verja sem álag á starfsfólk stór- markaða sé mjög mikið og ber- sýnilegt að margir vinna langan vinnudag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.