Morgunblaðið - 21.10.1999, Side 61

Morgunblaðið - 21.10.1999, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 61 í DAG BRIDS Árnað heilla I iusjiín (iuðmundur l'iíll Aruurson Landsliðsmaðurinn ungi, Sigurbjörn Haraldsson, varð íslandsmeistari í ein- menningi um síðustu helgi. Hér er spil úr mótinu, þar sem Sigurbjörn sýnir listir sínar sem sagnhafi í fjórum hjörtum: Vestur gefur; AV á hættu. Norður ♦ 983 ¥ D96532 ♦ K7 ♦ 102 Vestur Austur AKD VK7 ♦ D109852 *865 A 10752 ¥ 1084 ♦ G4 * DG74 Suður AÁG64 ¥ ÁG ♦ Á63 + ÁK93 pT /\ÁRA afmæli. í dag, V/fimmtudaginn 21. október, verður fimmtugur Guðfinnur S. Halldórsson bifreiðasali. Hann er stadd- ur erlendis á afmælisdaginn ásamt sinni heittelskuðu Bergþóru Bertu Guðjóns- dóttur nema. Ljósmynd: Albert. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. júlí sl. í Knotten- ried í Þýskalandi af sr. Sol- veigu Láru Guðmundsdóttur Guðríður Elísa Jóhanns- dóttir og Kjartan Örn Stein- dórsson. Heimili þeirra er í Múnchen í Þýskalandi. Vestur Norður Austur Suður Pass Pass Pass 2 grönd Pass 3tíglar* Pass 3hjortu Pass 4 hjörtu Allirpass Vestur kom út með tígul- tíu og Sigurbjörn tók slag- inn í blindum á kóng til að svína hjartagosa. Vestur drap á kónginn og spilaði næst tígulníu yfir á gosa austurs og ás suðurs. Eftir að hafa tekið á hjartaás reyndu margir sagnhafar að komast inn í borð með því að trompa tfgul, en þá yfirtrompaði austur. En Sigurbjörn „las“ tígulstöð- una og ákvað að spila frek- ar ÁK í laufi og trompa þriðja laufið. Inni í borði tók hann á hjartadrottn- ingu og lét síðan spaðaátt- una rúlla yfir á drottningu vesturs. Nú eru tíu slagir öruggir og baráttan um ellefta slag- inn hafm. Vestur spilaði tígli um hæl, sem blindur trompaði, og austur henti spaða. Þetta var upplýsandi og þegar Sigurbjörn tók nú síðasta trompið varð austur að halda eftir hæsta laufinu og fara niður á spaðatíuna blanka. Sigurbjörn þóttist þá viss um að spaðamir væru 1-1 eftir á höndum mótherjanna og felldi spaðakónginn stakan fyrir aftan ásinn. Spaðagosinn varð þannig ellefti slagur- inn. SKAK Uinsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp í undan- rásariðli Evrópukeppni skákfélaga sem fram fór í Abufeira í Portúgal um mánaðamótin. Bretinn Stuart Conquest (2.555) • sem teflir fyrir Parísarfélagið Clichy hafði hvítt og átti leik gegn Igor Efimov (2.445), sem teflir fyrir CS Surya frá Ítalíu. 22. BxfS! - Rxf6 23. Rg5+ - Kg8 24. Dxf6 - Hf8? (Svart- ur varð að reyna 24. - Df8) 25. He8! og svartur gafst upp, því mátið blasir við. Beer-Sheva frá Israel lagði Clichy að velli í spenn- andi úrslitaviðureign og komst í úrslit. Með morgunkaffinu Ast er... ...að hafa alltaf tíma til að tala við hana í síma. TM Reg. U.S. P l — «B nghts rescrvod (c) 1999 Los. ■geles Times Syndicale HÖGNI HREKKVÍSI LJOÐABROT STÖKUR 21. desember 1844 Enginn grætur íslending einan sér og dáinn. Þegar allt er komið í kring, kyssir torfa náinn. Mér er þetta mátulegt, mátti vel til haga, hefði ég betur hana þekkt, sem harma ég alla daga. Lifðu sæl við glaum og glys, gangi þér allt í haginn. I öngum mínum erlendis yrki ég skemmsta daginn. Sólin heim úr suðri snýr, sumri lofar hlýju. Ó, að ég væri orðinn nýr og ynni þér að nýju. Jónas Hallgrímsson STJÖRIVUSPA eftir Frances Itrake VOG Afmælisbarn dagsins: Þú kannt vel að meta lífsins gæði en sérstaklega þó að hlusta á góða tónlist með sælkeramat á borðum. Hrútur (21. mars -19. apríl) Nú er rétti tíminn til þess að fara í gegnum sambönd þín við aðra. Sum mega deyja út en önnur þarftu að styrkja. Einbeittu þér að þeim. Naut (20. aprfl - 20. maí) Vinir og vandamenn treysta á þig sér til stuðnings. Reyndu að hjálpa þeim eftir bestu getu en varastu að ganga of nærri sjálfum þér. Tvíburar t ^ (21. maí - 20. júní) 'A A Þú færð hverja hugmyndina á fætur annam svo þú átt erfitt með að henda reiður á þeim öllum. Gefðu þér tíma tíl að vinsa þær bestu úr. Krabbi (21. júnl - 22. júlí) Fjarlægðin dregur og þig langar til að leggjast í ferða- lög. Kannaðu fjárhaginn og sjáðu hvað er á þínu færi. Annað lætur þú þig dreyma um áfram. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þig langar til þess að deila gleði þinni með öðrum en það er vandi að gera það svo vel fari. Peningar koma þessu ekkert við. Meyja (23. ágúst - 22. september) ©ÍL Það hefur ekkert upp á sig að berja höfðinu við steininn. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarkinu. Vog m (23. sept. - 22. október) && Þú þarft að ná tökum á tilfinn- ingalífi þínu því það er ekki hægt að jafnvel smæstu hlutir komi slíku róti á það að þú sért ekki mönnum sinnandi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Fylgdu eðlisávísun þinni jafn- vel þótt aðrir eigi bágt með að skilja gjörðir þínar. Þú munt standa uppi með pálmann í höndunum í lokin. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Það getur verið nauðsynlegt að hafa öll smáatriðin á hreinu en stundum er líka nauðsynlegt að gefa sér tóm til að virða fyrir sér heildar- myndina. Steingeit (22. des. -19. janúar) mB Það er margt hægt að læra af samferðamönnum sínum ef maður er vel á varðbergi og vinsar aðeins það úr sem já- kvætt er og gott. Vatnsberi , (20. janúar -18. febrúar) CíiR Stundum getur manni orðið það ofviða að taka þátt í lífi vina og vandamanna. Þá er ráðið að draga sig í hlé og byggja sig upp til áframhald- andi athafna. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) )W Lífið getur verið harður hús- bóndi en alltaf má nú finna einhverja stund til að gleðjast yfir þeim góðu hlutum sem manni era gefnir. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár a f þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Allir gamlir og nýir vidskiptavinir velkomnir í MFR losun Slökunarnudd Bandvefsnudd, Djúpvefjanudd Sjúkranudd Triggerpunktameöferö íþróttanudd SJÁLFSDÁLEIÐSLA EINKATÍMAR/NÁMSKEIÐ Nániskeiðið hefst 2. nóvember STYRKUR fjf/ Þ»r i»í Bamamyndatökur á kr 5000,00 Upppantað í október framlengt fram í nóv. Ljósmyndastofan Mynd súni: 565 42 07 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 30 20 r Eg er farirw að nudda í Mecca Spa Nýbýlavegi 24-26, síma 564 1011 Sími 694 5494 Með dáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða uppbyggingu á öllum sviðum. Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur. Eiríkur Sverrisson C.M.T. ^Boulder^School^ofJlassage^hera^^Co^JSA^^^^^jvww^simneLis/emkiirs^ Kynnum nýju vetrartískuna frá OROBLU í dag kl. 14-18 20% kynningar- afsláttur af öllum OROBLU sokkabuxum I tilefni I árs afmælis veröum viö meö ýmis tilboð næstu daga Komdu og geröu góð kaup! b@ylEÍi<gp@ Laugavegi 46 s. 561 4465

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.