Morgunblaðið - 21.10.1999, Page 64

Morgunblaðið - 21.10.1999, Page 64
64 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Stutt Bíótónleikar í Háskólabíói í kvöld og á laugardag - Illa farið með mann eða dýr? ►REIÐIR dýraverndunarsinnar í Kaliforníu kröfðust þess að móts- haldarar glimukeppni milli manns og skógarbjarnar, sem fram fór á dögunum, yrðu kærð- ir fyrir illa meðferð á dýrum. j „Þetta er enn eitt dæmið um hvernig maðurinn ætlar sér að græða á kostnað dýranna," sagði Ava Park forstöðumaður sam- takanna Orange County People for Animals. Ekki voru þó allir á sama máli því björninn, sem nefndur er Dakota, fór létt með að hafa glímukappann, Dominic Menaldi, undir þrátt fyrir að sá síðar- nefndi vægi rúmlega 131 kíló. Menaldi sagði enga ástæðu til að vorkenna birninum því hann hefði barið sig í klessu og haft gaman af. Ekki nóg með það heldur hefðu áhorfendur greini- lega haldið með birninum ef I marka mætti hvatningarópin á meðan á ghmunni stóð. Sýnt þótt allir hætti ►ÞEGAR ópera Mozarts „Cosi fan Tutte“ verður frumsýnd í Chile 28. október næstkomandi getur verið að hvorki kórinn né hljómsveitin muni vera á svæðinu. ' En þrátt fyrir þann augljósa ann- marka segir Paz Maria Ricard for- svarsmaður Municipal-leikhússins í Santiago að sýningin muni verða eins og ekkert hafi í skorist. Meðlimir kórsins og hljómsveitar- innar eru nú á 19. degi verkfalls vegna óánægju með launakjör. „Óperan verður sýnd eins og hún er, án hljómsveitar og kórs, en al- þjóðlegir söngvarar sem hafa verið ráðnir munu syngja verkið við undirleik píanóleikara. Pele slapp með skrekkinn. Gátu ekki rænt átrún- aðargoðið ►VOPNAÐIR ræningjar sem reyndu að stela bíl í Sao Paulo í Brasilíu hættu allsnarlega við þegar þeir uppgötvuðu að fyrr- verandi knattspyrnugoðið Pele sat í aftursæti bflsins. Bfll Pele f hafði stöðvað á rauðu ljósi í hverfi borgarinnar þar sem vel- megun ríkir. Þjófarnir stukku á bflinn og beindu byssu að bflstjóranum og skipuðu honum að opna glugg- ann. En þegar þeim varð litið í aftursætið og sáu Pele urðu þeir ^. furðu lostnir, báðust afsökunar og hlupu í burtu. Borgarljósin tendruð Ungur og reyndur stjórnandi, Frank Strobel, stýrir Sinfóníuhljómsveit Islands í kvöld við flutning tónlistarinnar úr Borgarljósum Chaplins og á laugardag við flutning tónlistar úr Drengnum og Iðjuleysingjanum. Pétur Blöndal hitti hann eftir æfíngu. ^ Morgunblaðið/Sverrir Frank Strobel á æfingu með Sinfóníuhljómsveit íslands í gær. FRÓÐLEGT er að fylgjast með Frank Strobel að störf- um á palli hljómsveitarstjór- ans, - inn á milli laga fer hann yfir hvað má bæta og má heyra hljóð- færin pískra glaðhlakkalega hvert í sínu homi. Svo upphefja þau raust sína og flækingurinn byrjar að vappa um hvíta tjaldið. Blaðamaður freistaði þess að tala við manninn sem er vanur að tjá sig með heilli sinfóníuhljómsveit. Strobel er enginn nýgræðingur í tónlist þótt hann sé aðeins 33 ára og hefur hann einkum fengist við nú- tímatónlist, auk leikhúss- og kvik- myndatónlistar. Margar uppfærslur Strobels hafa verið sýndar hjá þýskum sjónvarpsstöðvum í beinni útsendingu. Auk þess að starfa sem tónlistarmaður, hefur hann með höndum umsjón tónlistardeildar þýska kvikmyndasafnsins í Frank- furt og leiðbeinir við skipulagningu kvikmyndahátíða, þar sem sýndar eru þöglar myndir með tónlistar- flutningi. „I fyrsta skipti sem ég stjómaði hljómsveit við ópem var ég átján ára,“ segir Strobel. „Ég vissi snemma hvert hugur minn stóð. Ég byrjaði í píanónámi en fór að vinna með hljómsveitarstjórum þegar ég var 14 ára. Auðvitað verður maður aldrei fullnuma sem hljómsveitar- stjóri en ég hef komið víða við. Þeg- ar ég var 16 ára setti ég upp mitt fyrsta verk í kvikmyndatónlist og var það fyrir tvö píanó við þöglu stórmyndina Metropolitan. Þetta var árið 1983 og var það flutt yfir 100 sinnum um heim allan, m.a. hér- lendis árið 1995.“ Strobel hefur stýrt verkum við 35 þöglar kvikmyndir og mörgum upp- tökum við nýjar kvikmyndir. Hann var aðalstjórnandi þýsku kvik- myndahljómsveitarinnar Babels- berg þar til í fyrra, en það er eina hljómsveit Vestur-Evrópu sem sér- hæfir sig í og flytur eingöngu kvik- myndatónlist. Nú er hann hins veg- ar orðinn eigin húsbóndi og enn sem áður hugfanginn af verkefnum á borð við það sem hann stjómar í kvöld kl. 20, tónlistinni við Borgar- ljós Chaplins, og á laugardag kl. 17, tónlistinni við Drenginn og Iðju- leysingjann. „Ég elska kvikmyndir," segir hann. „Ég fór snemma að stunda kvikmyndahús og Drengurinn var fyrsta mynd sem ég horfði á. Amma var einleikari á píanó og foreldrar mínir unnu í kvikmyndum og ef til vill er það þess vegna sem ég hef alltaf verið hugfanginn af samspili ímyndar og tónlistar, í ballett, óp- eru og kvikmyndum. Margir skilja ekki hlutverk og mátt tónlistar í kvikmyndum og alla þá möguleika sem eru fyrir hendi. Mig langaði og langar enn að virkja þetta afl.“ Chaplin var ekki aðeins aðalleik- ari, stjórnandi kvikmyndatöku, leik- stjóri, framleiðandi og handritshöf- undur mynda sinna heldur samdi hann líka tónlistina. „Chaplin hafði skýrar hugmyndir um hvaða ferli tónlistin ætti að fylgja í kvikmynd- um og byggjast tónsmíðar hans, einkum í Di-engnum og Iðjuleysingj- anum, á því að undirstrika það sem fram fer á tjaldinu," segir Strobel. „En síðar meir, t.d. í Borgarljósun- um, þróaðist tónlistin enn frekai-, m.a. út í að gera sögupersónurnar skiljanlegar. Hann vissi hvað hann vildi segja og þótt hann útsetti ekki tónlistina sjálfur lýsti hann upp- byggingunni og laglínunni fyrir tón- listarmönnum sem útfærðu hana nánar. Þessar tónsmíðar eru ekki flóknar en gífurlega áhrifamiklar; í því felst snilligáfa Chaplins." Strobel segist ánægður með hvemig til hefur tekist með Sinfón- íuhljómsveit Islands. „Það vita allir hversu góð sveitin er en þó kom mér á óvart hversu afbragðs vel hún spilar og hversu sveigjanleg hún er, sem er afar mikilvægt í kvikmynda- tónlist þar sem allt þarf að koma heim og saman við atburðarásina á hvíta tjaldinu. Á æfingum er vina- legt og gott andrúmsloft, meðlimir sveitarinnar vinna hratt og eru ein- beittir. Ég segi þejtta ekki oft þar sem ég kem, en Islendingar eiga mjög góða sinfóníuhljómsveit." KVIKMYNDIR/Bíóborgin frumsýnir myndina Októ Cooper og Lauru Dern í leikstjórn Joes Johnstoi himin eða „October Sky“ með Jake Gyllenhaal, Ch Á vit ævin- týranna námumaður þar til hann leit upp til himins einn daginn og sá inn í fram- tíð sína. Hann ákveður ásamt þrem- ur vinum sínum að gera ævintýraleg- ar tilraunir gegn vilja föður síns, harðákveðinn í að takast á við sjálfan sig, innblásinn af geimöld, sem ný- lega er gengin í garð. Með aðalhlutverk í myndinni fara, auk Jakes Gyllenhaal, Chris Cooper, Natalie Canerday, Chris Owen og Laura Dern, sem fer með hlutverk kennara Homers. Leikstjóri er Joe Johnston. „Það gerist ekki oft en stundum les maður sögu sem hefur sterk til- finningaleg áhrif á mann og þetta er ein af þeim,“ er haft eftir honum. Þekktustu myndir Johnstons eru „Jumanji“ og „The Rocketeer". Sag- an birtist fyrst sem grein í Smith- sonian-tímaritinu þar sem Hiekam rakti hvernig var að alast upp í Coalwood og sagði frá tilraunum sín- um og vina sinna með geimflauga- Geimflaugadrengirnir í Coalwood; úr bandarísku myndinni Október- hiniinn. gerð. Hickam vann bók úr grein sinni sem hann kallaði „Rocket Boys“ og kom út árið 1998. „Ég hef aldrei vitað hlutina ganga eins hratt fyrir sig við nokkra mynd,“ segir Johnston. „Það tók minna en ár fyrir mig að gera hana og það eru aðeins tvö ár síðan Homer skrifaði tímarits- greinina." Handritshöfundurinn Lewis Colick vann með Homer Hickam við gerð kvikmyndahandritsins og var áhersla lögð á að vanda valið í hlutverk Hickams. „Jake tókst á við hlutverk- ið af einurð og krafti," segir Johnston um Jake Gyllenhaaþ sem fer með hlutverk Homers. „Ég hafði aldrei hitt hann áður en sá strax að hann var rétti maðurinn í hlutverkið." Þekktustu leikararnir í myndinni eru án efa Laura Dern og Chris Cooper. Dern hefur leikið í myndum eins og „Rambling Rose“ og Júra- garðinum en Cooper hefur leikið m.a. fyrir John Sayles í myndinni „Lone Star“ og svo fór hann með hlutverk í Hestahvíslaranum á móti Robert Redford. Frumsýning DRENGJANNA í kolanámu- bænum Coalwood í Vestur- Virginíu á sjötta áratugnum bíður ekki annað en vinna í kola- námunum og svo er einnig um Homer Hickam (Jake Gyllenhaal); hann hefur enga ástæðu til þess að ætla annað en að hann muni feta í fótspor föður síns og vinna við kola- námurnar. Hann er of lágvaxinn til þess að hljóta ruðningsboltastyrk við háskóla og sér enga leið til að betrumbæta líf sitt. Þar til sovéska farið Spútnik flýgur yfir októberhim- ininn og breytir öllu í lífi hans. Ver- öld Homers verður skyndilega öllu stærri. Októberhiminn eða „October Sky“, sem frumsýnd er í Bíóborg- inni, er byggð á sannri sögu Homers Hickams yngri frá Vestur-Virginíu, sem ólst upp í kolanámubæ og bjóst ekki við öðru en hann yrði kola-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.