Morgunblaðið - 21.10.1999, Page 72

Morgunblaðið - 21.10.1999, Page 72
Trausti íslenska murvorui Síðan 1972 |g Leitið tilboða! ■■ steinpi MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN l, 103 REYKJAVIK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKSIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBLJS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Kaupmáttur verslunar- fólks meiri en í Danmörku Vígsla með viðhöfn í Berlín ^RÁÐSTÖFUNARTEKJUR starfs- fólks í þjónustugreinum eru í flest- um tilvikum orðnar hærri hér á landi en í Danmörku, öfugt við það sem var fyrir fjórum árum. Kemur þetta fram í könnun sem Hagfræði- stofnun Háskóla íslands hefur gert fyrir Verslunarmannafélag Reykja- víkur. I skýrslu með niðurstöðum könn- unarinnar er gerður samanburður á lífskjörum hér á landi og í Dan- mörku. Fram kemur að verg lands- framleiðsla á mann er hærri hér en í Danmörku og hefur svo verið allan áratuginn. Hins vegar er vinnutími mun lengri hér. Athugun á ýmsum öðrum mælikvörðum bendir til að lífskjör séu góð hér á landi. Dagvinnulaun lægri Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur vaxið mun meira hér á landi en í Danmörku frá árinu 1995. Kemur það meðal annars fram í samanburði sem gerður er á ráð- stöfunartekjum starfsfólks í ýmsum þjónustugreinum. í flestum starfs- hópum eru ráðstöfunartekjumar nú hærri hér á landi en í Danmörku. Aftur á móti eru dagvinnulaunin í öllum tilvikum enn hærri í Dan- mörku. SENDIRÁÐ Norðurlandanna fimm í Berlín, höfuðborg Þýska- lands, voru opnuð með viðhöfn í gær. Meðal gesta voru allir þjóð- höfðingjar landanna ásamt Eber- hard Diepgen, borgarstjóra Berlínar, og Johannes Rau, for- seta Þýskalands. Johannes Rau sagði meðal annars í ræðu sem hann hélt af því tilefni að hér væri á ferðinni þýsk-norræn frumsýning sem yrði sögufræg. Olafur Ragnar Grímsson, for- seti íslands, flutti ávarp fyrir hönd Norðurlandanna og sagði að hinar nýju sendiráðsbygging- ar væru tileinkaðar hugsjónum um órofinn frið, velsæld og lýð- ræði handa íbúum Evrópu. ■ Norðurlöndin/4 Byggða- kvóta úthlut- n * að á tveim stöðum BYGGÐAKVÓTANUM sem sveit- arfélögunum á Bakkafirði og Borg- arfirði eystra var úthlutað fyrr í haust hefur verið ráðstafað. Borgfirðingar fengu í sinn hlut 112 tonn og hefur honum nú verið skipt í þrennt. Fjömtíu tonn skipt- ast jafnt á milli smábáta sveitarfé- t - aUagsins. Fiskvinnslan á staðnum fær ^álíka mikið í sinn hlut og það sem eftir stendur fá þeir sem ætla að hefja útgerð. Stærsti hlutur byggðakvóta Bakkfirðinga, eða um 40 tonn, fer til fiskvinnslunnar Gunnólfs ehf. Auk þess mun Geir ÞH frá Þórshöfn veiða hluta kvótans ásamt níu öðr- um bátum frá Bakkafirði. I Óvissa/24 * Hitinn í október yfír með- altali OKTÓBERMÁNUÐUR hef- ur verið í mildara lagi og með- alhitinn það sem af er mánuð- inum nokkuð yfir meðaltali síðustu ára, að sögn Haralds Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofu íslands. Hann sagði að rekja mætti hitann til hins hlýja lofts sem borist hefði til landsins sunnan úr höfum. Meðalhitinn í Reykjavík fyrstu 19 daga mánaðarins var um 6,2 gráður, en 4,7 gráður á Akureyri, að sögn Haralds. Meðalhitinn í Reykjavík í venjulegum októbermánuði er hins vegar um 4,4 gráður og 3 gráður á Akureyri. Ef meðaltalið verður það sama í lok mánaðarins og það er nú verður þetta hlýjasti októbemánuður frá árinu 1985. Reuters Þjóðhöfðingjar Norðurlanda og Þýskalands stilltu sér upp fyrir myndatöku í tilefni af vígslu sendiráðanna í Berlín. Orðsending bandariska varnarmálaráðuneytisins til fslenskra stjórnvalda Island ekki á lista yfir lönd með kjarnorkuvopn DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra skýrði frá því við utandag- skrárumræður á Alþingi í gær að varnarmálaráðuneyti Bandaríkj- anna hefði staðfest að fréttir bandarískra fjölmiðla í gær, þess efnis að kjarnorkuvopn hefðu ver- ið geymd á Islandi á árunum 1956-59, væru rangar. Nafn ís- lands væri ekki að finna á lista yf- ir lönd þar sem kjarnorkuvopn hefðu verið geymd eins og haldið hefði verið fram. Fréttimar birtust í nokkrum fjölmiðlum, þar á meðal stórblöð- unum Washington Post og New York Times. Voru þrír bandarískir fræðimenn bornir íyrir þessu, þar á meðal William Arkin sem margoft áður hefur tjáð sig um þetta málefni hér á landi. Skýrsla höfundanna þriggja er byggð á lista yfir erlend ríki og bandarísk stjórnsýslu- og verndar- svæði sem kjarnorkuvopn voru flutt til á árunum 1945 til 1977. Lista þennan tók bandaríska varn- armálaráðuneytið saman árið 1978 og var leynd létt af hluta hans fyrr á árinu. Á honum er að finna nöfn þriggja erlendra ríkja, Kúbu, Vest- ur-Þýskalands og Bretlands. Nöfn annarra ríkja hafa verið afmáð. Listinn er tvískiptur. Annars vegar er um að ræða ríki utan Atl- antshafsbandalagsins og síðari hluti hans er birtur undir yfir- skriftinni „NATO Evrópu“. Höf- undamir álykta hins vegar að nafn Islands eigi að vera að fínna á fyrri hluta listans en ekki með NATO- ríkjunum. Morgunblaðið spurði Robert S. Norris, einn höfunda skýrslunnar, hvers vegna nafn íslands væri ekki, samkvæmt ályktunum höf- undanna, að finna á listanum yfir NATO-ríki heldur á þeim hluta listans sem tæki til ríkja utan bandalagsins. Kvaðst Robert S. Norris ekki geta svarað því. Er hann var spurður hvort þetta væri ekki gild spurning og hvort hann teldi að ekki hefði mátt álykta að nafn Islands væri að finna í hópi annarra NATO-ríkja, væri það á annað borð að finna á téðum lista, sagði hann: „Eg hef ekki hugleitt þetta. Ég tel að þetta sé gild ábending." Ekki staðsett á íslandi Valur Ingimundarson sagn- fræðingur, sem rannsakað hefur samskipti Islands og Bandaríkj- anna á tímum kalda stríðsins, hef- ur undir höndum skjal frá 1960 þar sem er að finna umfjöllun inn- an bandaríska stjórnkerfisins um hvort og hvernig samráði skuli háttað við íslensk stjórnvöld ef til þess kæmi að Bandaríkjamenn vildu flytja kjarnorkuvopn til ís- lands. Þar segir að kjarnorkuvopn séu ekki staðsett á Islandi og að eingöngu séu til áætlanir um flutning kjarnavopna, til íslands á stríðstímum. Valur hefur einnig komist yfir minnisblað til George McBundy, öryggismálaráðgjafa Bandaríkja- forseta, frá árinu 1961, þar sem fjallað er um hvers konar samn- inga Bandaríkjamenn hafi um beit- ingu kjarnorkuvopna frá herstöðv- um Bandaríkjahers í nokkrum löndum. I umfjöllun um Island, Noreg og Taívan segir að engar sérstakar ráðstafanir virðast nauð- synlegar, en tekið er fram að ís- lensk, norsk og taívönsk stjórnvöld yrðu að gefa samþykki sitt fyrir- fram ef nota ætti herstöðvarnar við beitingu kjarnorkuvopna. ■ Kjarnorkumál/12,lB/B6/37

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.