Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 23 ÚRVERINU Grétar Mar Jónsson formaður FFSÍ Morgunblaðið/Steinþór Guðjón A. Kristjánsson, fráfarandi forseti FFSÍ óskar eftirmanni sínum, Grétari Mar Jónssyni góðs gengis. Mikið verk framundan GRÉTAR Mar Jónsson frá Sand- gerði var kjörinn formaður á 39. sambandsþingi Farmanna- og fiskimannasambands Islands, sem lauk í gær. Utlit var fyrir kosningu en þegar til kom gaf Guðjón Arnar Kristjánsson ekki kost á sér til end- urkjörs og Bjarni Sveinsson dró íramboð sitt til baka á síðustu stundu. Grétar Mar sagði að kjörið hefði í raun ekki komið sér á óvart. „Ég vissi að það voru ýmsar hugmyndir í gangi og menn voru að spá í spilin. Það hefur ekki verið kosning um forseta í 16 ár þannig að ég átti al- veg von á að þetta færi svona. Bjarni hefði sjálfsagt ekki dregið sig til baka nema vegna tilkomu áskorunarlista til Guðjóns Arnars." Hann sagði að mikið verk væri framundan. „Nú tekur við mikil vinna. Við munum reyna að gera það sem til þarf til að ná árangri í því sem við höfum verið að vinna að í gegnum tíðina. A næstunni hefjast viðræður við útvegsmenn um kaup og kjör, en lögin sem voru sett á okkur fyrir tveimur árum renna út 15. mars á næsta ári. Auk þess eru fjölmörg verkefni, stór og smá, sem þarf að sinna og skoða.“ A stjórnarfundi fyrir þingið var samþykkt að þingið yrði lokað fjölmiðlum og öðrum •utanaðkom- andi og sagðist nýkjörinn forseti vera á móti slíkum vinnubrögðum. „Mér fínnst fáránlegt að hafa svona fundi lokaða. Farmanna- og fiski- mannasambandið á að starfa fyrir opnum tjöldum og menn eiga að vita hvað er að gerast þar.“ Rétt ákvörðun að hætta Guðjón Arnar Kristjánsson, sem hefur verið formaður FFSI síðan 1983, gaf ekki kost á sér og sagðist ekki hafa stuðlað að því að Grétar Mar yrði sjálfkjörinn. „Það var ekki að mínu undirlagi. Menn tóku þá ákvörðun sjálfir á eigin forsend- um.“ Hann sagðist hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér vegna anna sem þingmaður. „Ég var kjörinn til starfa fyrir Vestfjarðakjördæmi, við erum bara tveir í þmgflokknum og það er ærið starf. Ég vil reyna að sinna því starfi vel eins og ég vona að ég hafi gert í forsetastarfi Farmanna- og fiskimannasamban- dsins undanfarin 16 ár.“ Spurður hvort ákvörðun hans væri fordæmi fyrir aðra þingmenn í ámóta stöðu sagði Guðjón Amar: „Ég veit það ekki. Hins vegar finnst mér að menn sem eru í trún- aðarstörfum og taka að sér að vinna fyrir landið á löggjafarsamkomunni taki það sem fullt starf. Samt er ekkert á móti því að menn sinni sín- um áhugamálum ef þeir treysta sér til þess. Fyrir sjálfan mig mat ég það þannig að það hafi verið rétt ákvörðun að víkja úr stóli forseta Farmanna- og fiskimannasam- bandsins og fá hlutina í hendur öðr- um mönnum sem félagar mínir kysu til þess.“ Guðjón sagðist ekki vera hættur afskiptum af sambandinu þrátt fyr- ir þessi tímamót. „Ég geri ráð fyrir að fá fráhvarfseinkenni. Ég hef verið lengi í þessu starfi og ætli það verði ekki svipað að skipta út þess- um starfsvettvangi eins og það var að skipta út skipstjórastarfinu á sama tíma. Það munu örugglega koma þær stundir að mér að mér finnist ég þurfa að setja mínar skoðanir fram. Auðvitað get ég ekki ráðið stefnumálum en ég get haft mínar skoðanir og geri örugglega grein fyrir þeim annað slagið. En það er nú einu sinni þannig að þeg- ar maður yfirgefur starfsvettvang sem maður hefur sinnt lengi og þótt gaman af verður alltaf eftirsjá að honum." Ekki rétta umhverfið Bjarni Sveinsson frá Akranesi hafði gefið kost á sér í forsetaem- bættið en dró framboð sitt til baka rétt áður en átti að fara að kjósa. Skömmu áður höfðu undirskriftar- listar gengið á milli manna til stuðnings þess að Guðjón Arnar yrði áfram. „Ég var kominn inn í umhverfi sem ég var ekki sáttur við. Raun- verulega stóðum við frammi fyrir þvi, nokkrum mínútum fyrir kosn- ingar, að það var í raun búið að kjósa. Þá kom á daginn að Guðjón var tiltækur fengi hann til þess nægan stuðning. Búið var að safna mönnum á lista og standa ófélags- lega a;l málum og það hentar mér ekki. Ég tel mjög mikilvægt í þessu starfi sem forseti, þar sem í raun er stokkið út í ljónagryfju að sumu leyti, að menn séu þokkalega bi-ynj- aðir. Viti það að þeir hafi almennan stuðning úti í félögunum. Far- mannasambandið er auðvitað regn- hlífarsamtök margra félaga og ef maður er ekki þokkalega brynjaður nær maður ekki að vinna að málum með þeim hætti sem þarf.“ Alþjóðlegi tæknisjóður Kaupþings hf. í dag, 12. nóvember 1999, stofnar Kaupþing alþjóðlegan verðbréfasjóð, Kaupthing GlobalTechnology Class, sem verður skráður í kauphöllinni Lúxemborg og fjárfestir eingöngu í tæknifyrirtækjum. Áhættusækinn tæknisjóður GlobalTechnology Class er áhættusækinn sjóður og hentar þeim fjárfestum sem sækjast eftir hárri ávöxtun, en eru jafnframt tilbúnir að sætta sig við meiri áhættu. Sjóðurinn mun fjárfesta í fyrirtækjum sem þróa vörur og þjónustu í tæknigeiranum. Áhersla verður lögð á stór og meðalstór félög og alþjóðlega dreifingu hlutabréfasafnsins. Sjóðurinn verður í vörslu Banque Privée Edmund De Rothschild Luxembourg og skráður í verðbréfahöllinni í Lúxemborg. Tæknibylting og nýtt hagvaxtarskeið Fjárfestingarstefna sjóðsins byggir á þeirri trú að tæknibyltingin, sem oft er kennd við upplýsingatækni, muni leiða heiminn inn í nýtt hagvaxtarskeið. Spáð er áframhaldandi framleiðniaukningu sem kann að hafa meiri áhrif á umhverfi okkar en tilkoma járnbrautanna og símans. Global Technology Class mun fjárfesta í fyrirtækjum sem bera þessa byltingu uppi. Möguleikar á tæknimörkuöum Á undanförnum árum hafa orðið miklar hækkanir á flestum hlutabréfa- mörkuðum heims. Tæknifyrirtæki hafa leitt þessa hækkun og hefur t.a.m Nasdaq-vísitalan, sem fylgist með mörgum tæknifyrirtækjum, hækkað meira en S&P 500, sem er mun víðtækari vísitala. Eins og sést á meðfylgjandi mynd eru sveiflur á tæknimörkuðum mun meiri en á öðrum hlutabréfamörkuðum, en það er trú aðstandenda sjóðsins að séu menn reiðubúnir til að fjárfesta til lengri tíma megi einnig búast við hærri ávöxtun. Samanburður á Nasdaq og S&P 500 300% 0% 1997 1998 1999 Þrír alþjóðlegir verðbréfasjóöir GlobalTechnology Class er þriðji alþjóðlegi hlutabréfasjóðurinn sem Kaupþing stofnar og stýrir. Sá fyrsti, Einingabréf 6, var stofnaður 1993. Global Equity Class, alþjóðlegur hlutabréfasjóður Kaupþings í Lúxemborg var stofnaður haustið 1996. Með GlobalTechnology Class eykur Kaupþing vöruúrval sitt og býður upp á heildstæðari mynd ávöxtunar og áhættu á alþjóðavettvangi. Góöur árangur í stýringu sjóða Árangur alþjóðlegra sjóða Kauþþings sýnir að fyrirtækið þýr yfir þekkingu og reynslu til þess að stýra slíkum sjóðum frá íslandi. Gloþal Equity Class í Lúxemborg er nú stærsti verðbréfasjóður í íslenskri umsjón. Með stofnun GlobalTechnology Class heldur Kaupþing áfram þróun fjármálaafurða tilað mæta þörfum viðskiptavina. m KAUPÞING Kaupþing hf. • Ármúta 13A • Reykjavík sími 5151500 • fax 5151509 • www.kaupthing.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.