Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Líf og fjör á vímuvarnadegi í Menntaskólanum 1 Kópavogi Víma er gríma Kópavogur NEMENDUR og kennarar Menntaskólans í Kópavogi skemmtu sér saman á vímu- varnadegi skólans í gær. Veitt voru verðlaun í rit- gerðasamkeppni sem tengd- ist forvarnastarfi skólans og nemendur stigu á svið með hljóðfæraleik og söng, auk þess sem kennarar iðkuðu fótmennt með nemendum. I haust voru þau Hannes Hilmarsson og Þórunn Tóm- asdóttir Gröndal ráðin sem fomvarnafulltrúar MK, en þau eru jafnframt kennarar við skólann. Vímuvarnadag- urinn er liður í þeirra stai’fí, sem þau segja að snúist fyrst og fremst um að stuðla að hugarfarsbreytingu meðal nemenda skólans varðandi vímuefni. Hannes og Þórunn stóðu ásamt öðrum að fyrsta vímu- varnadegi skólans í febrúar á síðasta vetri. Þá kom fram slagorðið „VÍMA ER GRÍMA“ sem þau segja að hitti beint í mark. Þau eru daglega með viðtalstíma fyrir nemendur og einnig hafa for- eldrar leitað mikið til þeirra með spumingar og leitað hjá þeim ráða. Fyrr á önninni stóðu þau fyrir námskeiði í því að hætta að reykja, en Þómnn segir að því miður sé það nokkuð stór hópur nem- enda sem reyki. Þá var skipulögð sérstök fræðsla ný- nema, sem lauk með því að foreldrum var boðið á kynn- ingarfund. Hannes og Þór- unn segja að vímuvarnadag- urinn sé hápunktur forvarna- starfsins á þessari önn. Aðalheiður Erla Davíðs- dóttir hlaut bókarverð- laun fyrir ljóð um reyk- ingar og Anna Bergljót Thorarensen bar sigur úr býtum í ritgerðasam- keppni í tilefni af vímu- varnadeginum. Forðast hræðslupredikanir Að sögn Hannesar eru forvarnir flókið fyrirbæri þar sem hægt sé að taka á vandanum á ýmsum stigum. Hann segir að starf þeirra Þórunnar tengist ekki með- ferðum eða eftirliti, heldur séu þau fyrst og fremst að reyna að hafa jákvæð áhrif á viðhorf nemendanna frá byrjun. Leitast sé við að gera það á jákvæðum nótum en ekki hafa uppi áróður eða hræðslupredikanir. Vímu- varnadagurinn dregur dám af þessum áherslum, þar sem nemendur og kennarar eru fyrst og fremst að skemmta sjálfum sér og öðr- um, en um leið að minna á að til eru betri valkostir en vímuefni. Þórunn segir að starfið skili árangri og að krakkarnir séu sér betur meðvitandi um þessi mál og ræði þau frekar. I tengslum við forvamastarf- Þeir voru hressir krakkarnir í MK ið var haldin ritgerðasam- keppni í skólanum, þar sem umfjöllunarefnið var vímu- efni og afleiðingar þeirra. A vímuvarnadeginum tilkynnti Margrét Friðriksdóttir skóla- meistari hverjir hefðu haft sigur í þessari samkeppni og veitti þeim vegleg verðlaun. Fyrstu verðlaun hlaut Anna Bergljót Thorarensen, nem- andi á 2. ári á hagfræðibraut, fyrir ritgerð sína „Afstaða mín til vímuefna". Hún hlaut í vinning utanlandsferð fyrir tvo í boði Heimsferða. Önnur verðlaun fóru til Aðalheiðar Erlu Davíðsdóttur fyrir ljóð sem hún samdi og heitir „Hættu að reykja“ og hlaut hún bókaverðlaun fyrir. Lífið á að vera skemmtilegt I ritgerð sinni ræðir Anna Bergljót um það hvernig notkun vímuefna blasir við henni, en hún telur hana vera sívaxandi þjóðfélags- vandamál. Sjálf telur hún sig lánsama að hafa alltaf verið í vinahópi sem forðast hefur vímugjafa og hafi aldrei sjálf þurft að standa frammi fyrir þessum vanda. „Það skrýtnasta við þetta allt saman er að það virðist engum sem notar þessi efni líða betur heldur en hinum sem gerir það ekki. Þegar maður lítur yfír skólakrakk- ana og veit hverjir eru Morgunblaðið/Halldór Kolbeins A myndinni eru frá vinstri talið Margrét Friðriksdóttir skóla- meistari, Hannes Hilmarsson, Þórunn Tómasdóttir Gröndal og Helga Braga Jónsdóttir sem var kynnir á skemmtuninni. á vímuvarnadegi skólans í gær. þekktir fyrir neyslu sína virðist sem þeir hafi það verst. Þeir standa sig oftast verr í skólanum, eiga oft færri vini og gefast fyrr upp á skólanum heldur en þeir sem halda sig frá efnunum. í tímum eru þeir oft þreyttir og einbeitingarlausir, þeir eru mun stressaðri og upp- stökkari og eru í allri fram- komu óöruggari." Vandamálið er þó ekki auð- leyst að mati Önnu og verður líklega seint leyst. „Þjóðin þyrfti sjálfsagt öll að fara á eitt heljarinnar námskeið. Vímuefni eru af hinu illa en samt notar stærsti hluti þjóð- arinnar þau á einhvem hátt. Afengi, sígarettur, eiturlyf, alit þetta dregur okkur smátt og smátt til dauða og veldur ekki nema stundaránægju. Lífíð er til þess að lifa því og hafa gaman af. Það hlýtur að vera skemmtilegra að eyða því hraustur og heilbrigður." Hættu að reykja Hættu að reykja! Hættu í dag! Heimsku þína sjáðu. Komdu hjarta og heilsu í lag, hreinsaðu lungun þjáðu! Lengdu heldur lífsins kveik, lungu og æðar kvarta. Burt með ösku, burt með reyk, burt með tjöru svarta! Aðalheiður Erla Davíðsdóttir Ný íþróttamiðstöð Hauka rís af grunni á Ásvöllum Gjörbreytir að- stöðu til íþrótta- iðkunar í bænum Hafnarfjörður NÝ íþróttamiðstöð og fé- lagsheimili Knattspyrnufé- lagsins Hauka er þessa dag- ana að rísa af grunni. Að sögn Lúðvíks Geirssonar, formanns Hauka, er þetta stærsta framkvæmd sem fé- lagið hefur ráðist í og með tilkomu þessarar íþrótta- miðstöðvar komi öll íþrótta- aðstaða í Hafnarfirði til með að stórbatna. Lúðvík segir ekki veita af, því eftirspurn- in sé mikil og öll íþróttahús í bænum þéttsetin. Hann segir að þrátt fyrir að framkvæmdin sé í nafni Hauka eigi þessi aðstaða að nýtast öllu fólki í bænum sem áhuga hefur á íþrótta- iðkun. Miðstöðin öll verður um 5.300 fermetrar og skipt- ist í þrjá hluta. Iþróttasalur- inn verður 45x46 metrar og rúmar þær íþróttagreinar sem helst eru stundaðar inn- anhúss, þar sem gert er ráð fyrir útdregnum áhorf- endapöllum sem rúma 2.000 manns. Við hlið salarins verða 10 búningsherbergi, en tvö búningsherbergi verða í suðurenda hússins við karatesalinn. Þau nýtast einnig þeim sem nota gervi- grasvöllinn. I félagsmiðstöð- inni verða skrifstofur félags- ins ásamt starfsaðstöðu og geymslum fyrir hverja deild. Þar verður einnig fundar- herbergi ásamt veislusal fyrir 120 manns með fram- reiðslueldhúsi. Með því að fella niður veggi og bæta við karatesalnum er hægt að taka á móti 250 veislugest- um. Gert er ráð fyrir að taka íþróttasalinn í notkun næsta haust og munu þá körfuknattleiks- og hand- knattleiksdeildir Hauka spila heimaleiki sína í nýju húsi á næsta keppnistíma- bili. Miðstöðin verður síðan öll vígð 12. apríl árið 2001 á 70 ára afmæli félagsins. Lúðvík segir að nú sé í fyrsta skipti í 70 ára sögu fé- lagsins verið að sameina allt starfíð á einum stað. Hann telur að veruleg framsýni hafi ráðið ferðinni við skipu- lagingu svæðisins og hönnun á íþróttamiðstöðinni. Heildarkostnaður rúmar 500 milljónir AIls er Haukasvæðið á Ásvöllum rúmlega 16 hekt- arar og er gert ráð fyrir fjöl- breyttu íþróttastarfi á svæð- inu. Auk æfingaaðstöðu og knattspymuvalla er á skipu- laginu reiknað með þremur tennisvöllum ásamt sund- Morgunblaðið/Eiríkur P. Ný íþróttamiðstöð Hauka rís nú af grunni þessa dagana. Á myndinni eru þeir Pétur Vil- berg Guðnason eftirlitsmaður með framkvæmdum, Lúðvík Geirsson formaður Knatt- spyrnufélagsins Hauka og Sigurfinnur Sigurjónsson verkstjóri frá verktakafyrirtækinu RIS ehf. sem sér um framkvæmdir. Vinstra megin á myndinni sér í horn íþróttasalarins og í baksýn eru menn að vinna í verðandi búningsherbergjum. laugarbyggingu á tveimur hæðum með 50 metra útisundlaug og heitum pott- um. Þá er einnig gert ráð fyrir göngu- og hlaupaleið- um um svæðið sem tengjast nágrenni Astjarnar og um Ásíjall. Aætlað er að kostnaður við nýju íþróttamiðstöðina verði rúmar 500 milljónir króna. Af því greiðir Hafn- arfjarðarbær 80% en Hauk- ar leggja fram 20% af kostn- aðinum. Lúðvík segir að þetta sé auðvitað erfiður baggi fyrir félagið og að þetta hefði reynst ógjörn- ingur ef félagið hefði ekki átt húseignir við Flata- hraun, sem renna upp í kostnaðarhluta Haukanna. Engu að síður vantar tals- vert fé ennþá og sagði Lúð- vík að á næstu dögum yrði farið af stað með söfnunará- tak í Hafnarfirði og fólki gefinn kostur á að styrkja framkvæmdir við þetta glæsilega mannvirki og stuðla um leið að uppbygg- ingu íþrótta- og æskulýðs- starfs í Hafnarfírði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.