Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 T------------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ævar Hrafn ís- berg fæddist að Möðrufelli í Eyja- firði 30. apríl 1931. Hann lést á líknar- deild Landspítalans að morgni 3. nóvem- ber1999. Foreldrar hans voru hjónin Guðbr- andur Isberg, fyrr- verandi sýslumaður í Húnavatnssýslum, f. 28. maí 1893, d. 13. j'anúar 1984, og Ár- nína Hólmfríður Jónsdóttir, hús- freyja, f. 27. janúar 1898, d. 3. október 1941. Systkini Ævars eru: 1) Gerður Ólöf, f. 20. mars 1921, maki Jó- hannes Halldórsson, f. 15. apríl 1917, 2) Guðrún Lilja, f. 28. sept- ember 1922, maki Þórður Gunn- arsson, f. 8. júlí 1918, d. 21. nóvem- ber 1996, 3) Jón Magnús, f. 24. apríl 1924,_maki Þórhildur Guð- jónsdóttir ísberg, f. 1. desember 1925, 4) Ari Guðbrandur, f. 16. Nýliðið haust var Ævari ísberg erSí.t. Hann hafði undanfarna mán- uði glímt við óvæginn sjúkdóm. Þótt ekki væru miklar batahorfur var fréttin um andlát hans samt óvænt. Frétt um lát manns kemur svo oft á óvart þótt við slíku megi búast. Ævar Isberg var aðeins rösklega þrítugur þegar hann varð skattstjóri Reykjanesumdæmis á árinu 1962 þegar miklar breytingar urðu á skipulagi skattkerfisins með fækkun skattstjóra og skattanefnda. Það ár voru embætti skattstjóra í Kópa- yggi, Hafnarfirði og Keflavík sam- einuð í eitt skattstjóraembætti og varð Ævar fyrsti skattstjóri Reykj- anesumdæmis eftir þær breytingar. Að nokkrum árum liðnum flutti hann sig um set til ríkisskattstjóra- embættisins til Sigurbjöms Þor- bjömssonar ríkisskattstjóra og fé- laga hans. Varð Ævar vararíkisskattstjóri á árinu 1967. Jaíniramt var Ævar einnig varafor- maður ríkisskattanefndar og sinnti ýmsum störfum fyrir nefndina. Samstarf þeirra Ævars og Sigur- bjöms stóð í tæpa tvo áratugi. Undir þeirra stjóm urðu miklar og marg- háttaðar breytingar á skipan skatt- framkvæmdar og starfshátta skat- tyfirvalda. Þar bar hæst miklar bfieytingar á tækniumhverfi með tölvuvæðingu skattkerfisins sem kallaði á endurskoðun vinnubragða svo og ný löggjöf á þessum áram sem gerði meiri kröfur til skattyfir- valda og atvinnurekstraraðila en áð- ur höfðu tíðkast. Þegar Garðar Valdimarsson varð ríkisskattstjóri hélt Ævar áfram störfum sem var- aríkisskattstjóri um nokkuiTa ára skeið. Ævar kaus að láta af störfum var- aríkisskattstjóra á árinu 1990 eftir farsælan feril en hélt áfram að starfa hjá ríkisskattstjóraembætt- inu þar til hann lét af störfum fyrir ári vegna veikinda. Þekldng Ævars á skattumhverfi, skattarétti og , sðgulegu samhengi hinna ýmsu lagaákvæða var gríðarlega yfir- gripsmikil. Hann tók meira eða minna þátt í flestum skattalaga- breytingum um rúmlega þijátíu ára skeið og þekkti forsögu ákvæða og fyrra réttarástand ótrúlega vel. Hann var sérfræðingur í tekjuskatti og öðram beinum sköttum. Þau vora mörg erfiðu úrlausnarefnin í skatta- málum hjá ríkisskattstjóraembætt- inu sem komu fyrir augu Ævars í einni eða annarri mynd. Samstarfs- menn hans fundu fljótt þegar hann hafði látið af störfum hve bagalegt þSfi var að geta ekki leitað álits hjá honum í erfiðum málum. Auk úr- lausna í skattamálum hvíldi um all- langt skeið að miklu leyti á hans herðum fjárhagslegur rekstur emb- ættis ríkisskattstjóra og ýmis sam- eiginleg útgjöld skattkerfisins. Ævar rak embættið af ráðdeild og skynsemi en gætti þess um leið að september 1925, d. 27. júní 1999, maki Hall- dóra Kolka, f. 3; sept- ember 1929,5) Ásta, f. 6. mars 1927, 6) Nína Sigurlína, f. 22. nó- vember 1929, 7) Sig- ríður Kristín Svala f. 1936, látin sama ár, 8) Amgrímur Óttar, f. 31. maí 1937, maki Bergljót Thoroddsen, f. 20. desember 1938. EHnn 5. október 1957 kvæntist Ævar Vilborgu Jóhönnu Bremnes, f. 4. júlí 1932, dóttur Johans Bremnes, f. 29. júní 1894, d. 7. júlí 1950, versl- unarmanns og bónda, og Svan- borgar Ingvarsdóttur Bremnes, húsfreyju, f. 3. júlí 1896, d. 4. júní 1981. Böm Ævars og Vilborgar em: 1) Svanborg, f. 25. nóvember 1957, maki Ingólfur Hreiðarsson, f. 8. september 1958, böm: Ævar Hrafn og Hrafnhildur Magnea og Hildur Yr, faðir: Ingi Bæringsson, dóttir hennar: Margrét Rún nýjungar og ný tækni festi rætur þegar það átti við. Um árabil annað- ist Ævar stjóm á vélvinnslu álag- ningar opinberra gjalda hjá skatt- stjóram. Það verk reyndi mjög á samráð og samstarf ýmissa ólíkra stofnana sem að því verki komu. Vinnudagurinn varð því oft langur og krefjandi hjá Ævari og félögum hans þegar álagningin stóð yfir. Skapferli Ævars, jafnlyndi hans og jákvætt viðhorf hans til sam- starfsfólks og gjaldenda var ein- stakt. Hann leysti öll mál á yfirveg- aðan hátt án fums eða taugaveiklunar. Hann var úrræða- góður, réttsýnn og sanngjam maður sem lagði sig fram um að leysa úr vandamálum þeirra sem leituðu til hans. Hann skipti aldrei skapi á vinnustað og alHr samstarfsmenn hans virtu hann og dáðu. Hann var hlýr í viðmóti, drengur góður sem var gæddur ríku skopskyni, einfald- lega skemmtilegur félagi sem okkur samstarfsmönnunum þótti öllum vænt um. Sem embættismaður var hann milt yfirvald er gætti að vandaðri ákvarðanatöku sem byggðist á jafn- ræði og meðalhófi. Hann leitaðist við að greiða götu þeirra gjaldenda sem til hans leituðu og tókst oft á tíðum með lagni að leysa vandamál fólks og jafnframt gætti hann þess að skýra ákvörðun þannig að gjaldend- um væra Ijósar forsendur hennar. Það var ekkert sérstaklega auð- velt að verða sporgöngumaður Æva- rs í vararfldsskattstjóraembættinu en óneitanlega var það léttara að vita af honum á næstu grösum. Það var heldur ekki ósjaldan sem til hans var Htið um ráð og fá ábending- ar til úrlausnar aðsteðjandi álitaefn- um, enda var Ævar góður leiðbein- andi. I hugann laust oft; hvað skyldi Ævar segja við þessu? Oftsinnis átt- um við Ævar saman af margháttuð- um tíleftium löng samtöl. Þá vora vandamálin brotin til mergjar á rökstuddan hátt þar til niðurstaða var fengin eða málið varð skýrara. Það var enda ríkari maður sem fór af hans fundum. Sömu sögu má segja þegar við Garðar glímdum sameiginlega við einhver vandamál, aftur og aftur var ákveðið að leita eftir sjónarmiðum og ráðleggingum Ævars. Við samstarfsmenn Ævars til margra ára kveðjum hann með virð- ingu og þökk íyrir leiðsögn og að- gæslu á undanfömum áram en ekki síður iyrir að hafa verið okkur sam- ferða í gegnum árin. Ævar var gæddur miklum persónutöfram og var samfylgd með honum því bæði gefandi og skemmtileg. Hófsemi og hreinlyndi var hans aðalsmerki, hann var sannrn- öðMngur. Ævar var ríkur maður, e.t.v. ekki sérstaklega af veraldlegum gæðum, en hann átti góða eiginkonu i Vil- borgu og þau eignuðust sjö böm. Styrmisdóttir, 2) Jóhann, f. 3. febrúar 1959, dóttir: Fríða Jó- hanna, móðir: Anna Lilja Mars- hall, 3) Ámi, f. 6. nóvember 1960, maki Bára Hafsteinsdóttir, f. 6. maí 1962,_ böm: Vignir, íris og Silja, 4) Ásta, f. 4. ágúst 1962, maki Ámi Einarsson, f. 9. apríl 1960, böm: Amar Hrafn, Vilborg Ásta og Dagur, 5) Ari, f. 31. maí 1964, maki Guðrún Lilja Jóhanns- dóttir, f. 6. júní 1971, synir: Jörvar og Daníel, 6) Guðrún, f. 26. sept- ember 1965, maki Helgi Hjálmar- sson, f. 17. ágúst 1966, sonur: Ey- þór, dóttir Helga: Hrefna, 7) Ævar, f. 11. febrúar 1968, maki Ásdís Káradóttir, f. 18. september 1971, dóttir: Karítas. Ævar varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1953 og lauk cand. oecon.-prófi frá viðskipta- fræðideild Háskóla fslands 1958. Hann starfaði í Framkvæmda- banka íslands frá 1958 til 1962 er hann var skipaður skattstjóri Reykjanesumdæmis. Árið 1967 tók Ævar við starfi vararíkisskatt- stjóra og gegndi því til 1990. Eftir það vann hann að sérverkefnum hjá ríkisskattstjóra þar til hann lét af störfum vegna veikinda 1999. Utför Ævars verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það er sannkallað ríkidæmi. Missir eiginkonu og bama er mikill. Þeim og öðram aðstandendum era sendar hugheilar samúðarkveðjur og hlýjar hugsanir. Nú er bróðir okkar horfinn til austursins eilífa. Megi hæsti höfuð- smiður tendra fyrir hann ljósið og leiða hann inn á veg þess. Skúli Eggert Þórðarson. Við m'ðum vinir haustið 1948, báð- ir að hefja nám í 2. bekk Mennta- skólans á Akureyri. Hann kom frá Blönduósi til vetrardvalar, ég nýl- ega fluttur til Akureyrar frá Siglu- firði og þekkti fáa í nýju umhverfí. Samskiptí okkar Ævars urðu mikil og góð, fyrst á menntaskólaáranum, síðar á háskólaáram, enn síðar á starfsvettvangi sem skaraðist nokk- uð, þótt ekki væram við á sama vinnustað. Því miður fækkaði sam- fundum eins og oft vill verða þegar aldur færist yfir. En fyrir liðlega hálfrar aldar kynni og trygga vináttu er nú þakk- að þegar Ævar er kvaddur hinstu kveðju. Hann laut í lægra haldi sem svo margir aðrir eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Minningar leita á hugann. Þau vora vissulega Ijúf, menntaskólaárin fyrir norðan. Kunningsskapm- varð að vináttu, samverastundir við nám og leik. Margt var brallað á þessum áram, en allt sýnist það í minning- unni hafa verið fremur saklaust gaman. Fyrir utan námið var farið á skíði í Utgarð, stundum á skauta á PolMnum, gengið á Súlur, setið yfir molakaffi kvöldin löng á KEA eða Lindinni og þá stundum pantaður einn molakaffi en fjórir bollar, þegar við mættum saman Stebbi Jóns, Stebbi Scheving og við Ævar. Og við þessir fjórir héldum löngum hópinn, þótt kunningjahópurinn væri miklu stærri. En við hittumst Mka stundum að sumri til. Sérstaklega er mér minn- isstæð ferð sem við fóram þrír sam- an sumarið 1951, þá 19 og 20 ára gamlir, við Ævar og bekkjarbróðir minn frá Siglufirði, Gunnar Skarp- héðinsson, sem þá var við nám í út- varpsvirkjun á Akureyri. Ævar hafði fengið lánaðan sýslumann- sjeppann og við ákváðum að fara í ævintýraferð, kanna landið og fara suður Kjöl. Á þeim áram vora slíkar ferðir fátíðar og tæpt að treysta slóðum á hálendinu. Við héldum upp úr Sléttárdal og á Auðkúluheiði. Skyggni var ekki gott og þar kom að við töpuðum slóðinni þegar komið var suður undir HveravelM. En áfram héldum við og Gunnar var að- al-„navigatörinn“. Fundum um síðir að við voram á „réttum Kili“. Við minntumst þess síðar hversu stór- fengleg okkur þótti KerHngafjöllin, Hvítárvatnið og Jarlhettur. Við náð- um háttum á Selfossi og gistum í Tryggvaskála. Fóram síðan þjóð- veginn heim með viðkomu í Reykja- vík. Ogleymanleg ferð fyrir unga menn á þeim tíma. Nú er þetta snertispölur, tekur vart meira en 3-4 tíma milli byggða. Ævar var góður félagi, Ijúfur og trygglyndur, lítið fyrir að trana sér fram. En hann gat verið afar fastur fyrir og ef honum mislíkaði eitthvað gat hann orðið reiður mjög, en hann var hins vegar manna fyrstur til að sættast. Og svo Mðu menntaskólaárin með stúdentsprófi 66 ungmenna hinn 17. júní 1953, í hinu fegursta veðri og umhverfi sem Akureyri einn staða býður. Við tóku háskólaárin. Við deildum saman herbergi í kjaHaranum á Nýja Garði fyrsta veturinn, 1953- 1954. Ævar lauk prófi í viðskipta- fræði vorið 1958 en ég prófi í lög- fræði 1960. Samskiptin héldu áfram. Ævar starfaði í Framkvæmdabanka íslands til 1962 og á þeim tíma starf- aði kona mín einnig þai'. Svo varð hann skattstjóri í Reykjanesum- dæmi til 1967 og síðan vai'aríkis- skattstjóri. A þessu tímabiM var ég sveitarstjóri í Garðahreppi og hafði þá margvísleg samskiptí við skatt- stjórann, síðar varamaður í ríkis- skattanefnd til 1972 og þá á tíðum fundum með vararíkisskattstjóran- um. Mér er kunnugt að Ævar var aHa tíð mjög vinnusamur maður. Nánh' samstarfsmenn hans höfðu orða á því hversu mjög hann legði sig fram við vinnuna, og raunar langt um- fram það sem til væri ætlast. En það var ekki aðeins í embættum sínum sem Ævar sýndi svo einstaka vinnu- semi. Hann áttí fyrir stórri fjöl- skyldu að sjá, bjó þröngt fyrstu árin í húsi tengdamóður á Digranesveg- inum, byggði við það hús með eigin hendi, og síðar nýtt og glæsilegt ein- býMshús við Hrauntungu í Kópa- vogi. Við þessar framkvæmdir lagði hann fram ómælda vinnu. En þannig varÆvar. Hann var af traustu fólki kominn og var næstyngstur í hópi átta systkina. Móður sína misstí hann að- eins 10 ára gamall. Það hefur verið sár lífsreynsla fyrir svo ungan dreng, og raunarsystldnahópinn all- an og föðurinn. Ég man föður hans, Guðbrand Isberg, sýslumann Húna- vatnssýslu, _ höfðinglegan mann og vel virtan. Ég kynntist einnig systk- inum Ævars, misjafnlega mikið þó, en allt var það og er mikið mann- kostafólk. Fyrr á þessu ári lést Ari, lögfræðingur, einn bræðranna. Hin lifa þessa bræður sína. Ævar kvæntist hinn 5. október 1957, heitkonu sinni Vilborgu Bremnes. Um það leyti stundaði hún einnig nám við Háskóla Islands. í þessi fjöratíu og tvö ár lifðu þau í farsælu hjónabandi og bjuggu allan sinn búskap í Kópavogi. Þau áttu einstöku bamaláni að fagna, eignuðust sjö böm sem öM hafa komið sér vel áfram í lífinu og orðið foreldram sínum til hins mesta sóma. AHir sem einhver kynni höfðu af Ævari sakna hans mjög. Hann var drengur góður í þess orðs bestu meridngu, velvíljaður, traustur og ósériflífinn. Ég votta Vilborgu, bömum, tengdabömum og bamabömum, systkinum og fjölskyldum þeirra dýpstu samúð mína og konu minnar og bið Guð að blessa þau öU og minn- ingu Ævars. Þessi orð veit ég að stú- dentahópurinn frá Menntaskólan- um á Ákureyri 1953 vill gera að sínum. Ég kvaddi bróður minn með orð- um Hannesar Péturssonar, skálds. Mér finnst þau eiga við nú einnig. Sásemlifir deyrþeimsemdeyr enhinnlátnilifir ílyartaogminni mannaerhanssakna. Þeir eru himnamir honum yfir. Ólafur G. Einarsson. Ég kynntist Ævari fyrst fyrir tæpum aldarfjórðungi þegar ég þurftí að fá aðgang að gögnum ríkis- skattstjóraembættísins vegna rit- gerðar sem ég var að vinna í Dan- ÆVAR H. ÍSBERG mörku um skattamál. Ég hafði aldrei hitt hann fyrr þegar ég kom til hans fyrirvaralaust sumarið 1975 á skrifstofuna á Skúlagötu 57 og leit- aði ásjár hans, en hann var þá vara- rfldsskattstjóri. Það var auðsótt mál og ég fékk án nokkurrar umhugsun- ar af hans hálfu aðgang að gögnum embættisins og aðstöðu til þess að vinna þau, eftir að hafa undirritað drengskaparheitið hjá Kristjáni. Mig grunaði ekki þá að ég ætti eftír að vinna með Ævari öll þessi ár en þetta litla atvik er einkennandi fyrir þá hjálpsemi og elskulegheit sem Ævar sýndi öllum sem til hans leit- uðu, þarna var ekkert spurt heldur strax sýndur áhugi, hvatning og uppörvun. Á þeim áram sem í hönd fóra eftir að ég var skipaður skattr- annsóknarstjóri haustið 1976 áttum við Ævar langa og giftudijúga sam- vinnu. Á þeim áram stóð yfir sú end- urskoðun skattakerfisins sem lauk í byrjun níunda áratugarins og fól meðal annars í sér gerð nýs fram- talseyðublaðs með tölvutæku nú- tímasniði. Þá var ennfremur unnið að ýmsum skipulags- og tæknimál- um ásamt byrjun á tölvuvæðingu inn á skattstofunum sjálfum. Ævar var potturinn og pannan í aUri þess- ari vinnu, ásamt öðram góðum mönnum, þar sem fyrstan má telja Jón Zóphaníasson sem þá vann hjá Skýrr, en síðar hjá rfldsskattstjóra. Ævar var aUtaf tHbúinn að ræða við alla og hlífði sér hvergi og er ég hræddur um að þá þegar hafi hann gengið nærri heilsu sinni og ekki farið að þeim ráðum sem hann gaf öðram. Ævar lét af störfum vararík- isskattstjóra árið 1990 og hafði þá gegnt því embætti samfellt frá árinu 1967. Þegar embættið flutti inn á Laugaveg, var ég svo lánsamur að geta haft Ævar nærri mér á skrif- stofunni og naut ég ráðgjafar hans og leiðsagnar meðan heilsa hans og þrek leyfðu. Betri manni hef ég ekki kynnst. Það var gaman að vera með Ævari utan skrifstofunnar og við BrynhUdur minnumst með hlýhug og þakklæti þeirra stunda sem við áttum saman með honum og VU- borgu á skattstjórafundum úti á landi, en af mörgum góðum samver- ustundum era okkur einna minnis- stæðastar þær sem við áttum með þeim sumarið 1997 í Stykkishólmi. Eftír að ég setti niður fyrirtæki hér í Kópavoginum stóð alltaf tU að Ævar kæmi á skrifstofuna í heimsókn, en af því varð aldrei vegna veikinda hans og ræddi ég síðast við hann í síma nú í sumar. Við Brynhildur sendum Vilborgu og bömum þeirra Ævars okkar inni- legustu samúðarkveðjur og biðjum æðri mátt að styrkja þau og leiða í sorginni. Garðar Valdimarsson. Það era fáir menn sem ég hef hitt um ævina sem ég ber meiri virðingu fyrir en Ævari. Ævar var sterkur persónuleiki, hlýi', traustur og vand- aður maður. I framkomu var hann hæglátur og orðvar og flíkaði ekki tilfinningum sínum en bjó yfir ák- veðni og staðfestu. Fjölskyldan var Ævari aUt og hvergi sást það betur en í samskipt- um hans við bamabömin sem hann sýndi einstaka alúð. Þau löðuðust að honum og vUdu helst aUtaf vera í fangi afa síns eða nálægt honum og var þeim það ávallt velkomið. Hann var fjölskyldu sinni klettur í hafinu og var alltaf boðinn og búinn að rétta hjálparhönd og veita góð ráð ef á þurfti að halda. Það hefði ekki ver- ið í anda Ævars að hafa of mörg orð um hann. Með þessum fáu orðum langar mig að minnast hans og þakka fyrir að hafa kynnst þessum mæta manni. Hann er einn af þeim sem með nær- vera sinni bætir fólk og gerir lífið bjartara. Ég vU einnig votta öUum þeim sem misst hafa svo mikið með fráfalH hans samúð mína og þá sér- staklega VUborgu konu hans sem sýnt hefur mikinn styrk á erfiðum tímum. Ámi Einarsson. • F/eiri minningargreinar um Ævar H. ísberg bíða birtingar og munu birtast íblaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.