Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Níu mánaða uppgjör Pharmaco hf. Hagnaður eftir skatta 241 milljón Pharmaco hf. 9 mánuðir 6 mánuðir 9 mán. uppgjör 1999 31/91999 oi/6 1999 Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöldr 2.580,4 2.489,2 1.650,8 1.608,1 Rekstrarhagn. fyrir fjármagnsliði 91,1 42,7 5,6 48,2 Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) Hagn. af reglu. starfsemi fyrir skatta 6,0 97,1 Hagn. af reglu. starfsemi eftir skatta Aðrar tekjur eftir skatta 54,1 187,0 26,3 174,8 Hagnaður tímabilsins 241,1 201,0 HAGNAÐUR Pharmaco hf. af reglulegri starfsemi eftir skatta nam 54,1 milljón króna fyrstu níu mánuði ársins 1999, en hann var 26,3 milljónir á fyrstu sex mánuð- unum. Hagnaður þriðja ársfjórð- ungs af reglulegri starfsemi eftir skatta nam því um 27,9 milljónum. Sala Pharmaco fyrstu níu mán- uði ársins nam 2.580,4 milljónum króna og jókst um 18,8% miðað við sama tímabil í fyrra, þegar salan nam 2.171 milljón króna. Gert er ráð fyrir að hagnaður af reglulegri starfsemi eftir skatta verði um 80 milljónir króna, segir í fréttatil- kynningu frá Pharmaco. Sindri Sindrason, framkvæmda- stjóri Pharmaco, segir í samtali við Morgunblaðið að aukinn hagn- að fyrirtækisins á þriðja ársfjórð- ungi megi meðal annars rekja til samruna lyfjafyrirtækjanna Astra í Svíþjóð og Seneca í Bretlandi. Pharmaco var áður með umboð fyrir Astra og yfírtók 1. ágúst síð- astliðinn þann hluta vörulínu Astra Seneca sem áður tilheyrði Seneca. „Það var einnig einhver slaki í sölu í upphafí árs, sem við vitum ekki hvað olli, því venjulega er sal- an fremur góð í lyfjum á fyrstu mánuðum ársins,“ segir Sindri. „Einnig getur haft áhrif yfír- taka okkar á tveimur fyrirtækjum, sem eru snyrtivöruhluti heild- verslunar Rolf Johansen og heild- verslun David Pitt. Það fylgdi því talsverður kostnaður á fyrri hluta ársins, þegar kostnaður skilaði sér fyrr en tekjur. Við erum með þessu að breikka okkar viðskipta- vinahóp og vöruval.“ Að sögn Sindra voru óregluleg- ar tekjur á fyrri hluta ársins eftir skatta, en þær námu um 175 millj- ónum króna, aðallega vegna sölu- hagnaðar á hlutabréfum í Opnum kerfum hf., en óreglulegar tekjur á þriðja ársfjórðungi eftir skatta námu um 12,2 milljónum króna. Fundur um málefni VÞI Samstarf við er- lendar kauphallir „Netið og önnur tæknibylting er ógnun við hinar hefðbundnu kaup- hallir. Sjálfstæð viðskiptakerfi eru farin að undirbjóða þær og því er spáð að tæknin muni ryðja í burtu milliliðum á milli fjárfesta og út- gefenda verðbréfa, sem eru þing- aðilarnir og kauphallirnar sjálfar." Þetta kom fram í erindi Stefáns Halldórssonar, framkvæmda- rstjóra Verðbréfaþings íslands, á fundi um málefni þingsins sem haldinn var á Hótel Loftleiðum í gær. A fundinum var rædd möguleg tenging VÞÍ við erlendar kauphall- ir en forkönnun þess konar teng- ingar hefur þegar farið fram og kynnti Stefán niðurstöður hennar. „Helstu valkostir í samstarfi sem við kynntum okkur voru NOREX, sem er samstarf smárra kauphalla á Norðurlöndum, kauphöllin í Frankfurt, sem er stór kauphöll í miðpunkti Evru-landsins, kaup- höllin í París, sem er með mjög gott viðskiptakerfí, og loks er kauphöll- in í London, sem er sú stærsta í Evrópu. Stjórn Verðbréfaþings hefur rætt þessi mál og að undangeng- inni þessari forkönnun varð niður- staðan sú að tveir þessara kosta verða kannaðir nánar. Það er ann- ars vegar NOREX og hins vegar kauphöllin í Frankfurt. Hinar eru einfaldlega of skammt á veg komn- ar í þróun slíks samstarfs", sagði Stefán. Hann að þessir kostir yrðu skoð- aðir nánar á næstu mánuðum en ár- éttaði að ekki væri búið að taka ákvörðun um hvort af slíkri teng- ingu verður. Þá nefndi hann að ekki væri kostur á tengingu við Banda- ríkin vegna þarlendra laga um tengingar við erlendar kauphallir. Avinning af slíkri tengingu sagði Stefán meðal annars vera öflugt viðskiptakerfi með alþjóðlegum viðskiptaháttum, að seljanleiki ís- lenskra verðbréfa myndi aukast þar sem um væri að ræða stærri hóp fjárfesta og að aðgengi íslend- inga að erlendum mörkuðum myndi batna. Sigrún Helgadóttir, starfsmaður kauphallarinnar í Osló sem fór í samstarf við kauphallimar í Stokk- hólmi og Kaupmannahöfn, sagði að mikill þrýstingur væri á breytingar hefðbundinna kauphalla og hinn hefðbundni markaður væri að fær- ast yfir í viðskipti í gegnum við- skiptanet. Hún tók jafnframt undir þau orð Stefáns að söguleg þróun sýndi að kauphallir væru hættar að þjóna lokuðum heimamarkaði, en þess í stað hefði fjaraðild rutt sér rúms. Þetta gerði það að verkum að myndast hafí samstarfsklasar kauphalla víða um heim. Mannauður í Gæðaviku STJÓRNUN manna- uðs var yfírskrift þriðju ráðstefnu í Gæðaviku Gæða- sljómunarfélags Is- lands sem haldin var í gær. Páll Skúlason háskólarektor setti ráðstefnuna og hald- in voru fjögur erindi. Guðfinna S. Bjama- Morgunblaðið/Kristinn Guðfínna S. Bjarnadóttir dóttir, rektor Viðskiptaháskólans í Reykjavík, ræddi um þátttöku starfsmanna í árangursstjóraun, Ásta Bjamadóttir frá ís- lenskri erfðagreiningu ræddi viðdvöl fólks í starfi og brotthvarf og spurði: Hvemig höldum við í gott fólk? Hafsteinn Bragason frá Gallup fjallaði um fyrir- tækjarannsóknir og Svanbjörn Thoroddsen, framkvæmdastjóri hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins talaði um tenginu á árangri starfs- manna og hagsmunum eigenda. HONNUN / SMIÐI / VIÐGERÐIR / ÞJÓNUSTA = HÉÐINN = Stórás 6 »210 Garðabæ sími 569 2100 • fax 569 2101 JEL Námstefna Stjórnunarfélags íslands Arangursmat í fyrirtækjum STJÓRNUNARFÉLAG Islands heldur námstefnu næstkomandi þriðjudag um notkun EVA-greiningar (Economic Value Added) við árangursmat í fyrir- tækjum. Fyrirlesarar verða Svanbjörn Thoroddsen, Jóhannes Ingi Kolbeinsson og Patrick Finegan. „Það sem er sérstakt við þessa aðferð er að hún tek- ur fullt tillit til alls kostnað- ar vegna fjárbindingar, hvort sem það er fjárbind- ing þeirra sem lána félag- inu eða eigendanna", segir Svanbjörn Thoroddsen, framkvæmdastjóri markað- sviðskipta hjá FBA og einn fyrirlesara námstefnunnar. Hann bætir við: „EVA er í raun mælikvarði á það sem eftir stendur þegar þessir aðilar hafa fengið það sem þeir gera kröfur um. Vegna þessa fyrirkomu- lags tel ég að þessi mælik- varði tengi saman, betur en nokkur annar mælikvarði, ákvarðanir stjórnenda og starfsmanna annars vegar og hagsmuni hluthafanna hins vegar.“ Svanbjöm segir að FBA hafi verið eitt fyrsta fyrirtækið á Isl- andi sem tileinkaði sér aðferðir EVA-greiningar. „Þetta eru aðferðir sem við höf- um verið áhugasöm um og fylgst lengi með en fljótlega eftir að bankinn tók til starfa var farið að undirbúa þetta. Snemma á síðasta ári réðum við til okkar ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í E VA og þeir störfuðu með okkur við innleiðinguna. A námstefnunni mun ég fjalla um hvernig við not- um aðferðir EVA-grein- ingar til að meta árangur í rekstri FBA. Ennfremur útskýri ég með hvaða hætti við notum þetta kerfí sem grunn að árang- urstengdu launakerfí okk- ar,“ segir Svanbjörn að lokum. Auk Svanbjörns tala þeir Patrick Finegan, framkvæmdastjóri Fineg- an & Company og frum- kvöðull í notkun EVA, og Jóhannes Ingi Kolbeins- son rekstrarráðgjafi hjá PriceWaterhouseCoop- ers. Finegan mun fjalla um þróun EVA-aðferða- fræðinnar og notkunar- möguleika hennar auk þess sem hann fjallar um aðrar tengdar aðferðir. Jóhannes Ingi fjallar um notkun- armöguleika EVA-greiningar í ís- lensku atvinnulífi, kosti og galla að- ferðarinnar, hlutverk ráðgjafans og framtíðarþróun aðferðarfræð- innar. Jóhannes Ingi Kolbeinsson Svanbjörn Thoroddsen Patrick Finegan Bónus í stað Nýkaups í Rjörgarði VERSLUN Nýkaups í Kjörg- arði við Laugaveg hefur ver- ið lokað og stefnt er að opnun Bónusverslunar á sama stað í byrjun desember. Að sögn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, telur stjórn Baugs meiri gmndvöll fyrir rekstri Bónusverslunar á staðnum. „Það er þekkt erlendis að reka afsláttarverslanir í Nykaup gongu- götum og við teljum þetta styrkja Laugaveginn," sagði Jón Asgeir í samtali við Morgunblaðið. „Þetta hús- næði hentaði ekki fyrir rekst- ur Nýkaups þar sem það er frekar lítið. Framtíðar- Nýkaup þarf stærra húsnæði. Það er stefna Baugs að nýta hvert húsnæði sem best og hagræða þannig í rekstrin- um.“ Að sögn Jóns Ásgeirs mun apótek e.t.v. verða opn- að við hlið Bónuss í Kjörg- arði. Með breytingunum verður tólfta Bónusverslunin opnuð en Nýkaupsverslanir verða alls fimm talsins. Verslanir Nýkaups í Hólagarði og Hverafold í Grafarvogi hafa verið seldar Kaupási og Nóatúnsverslun hefur þegar verið opnuð í Hólagarði. Verslun Nýkaups í Hverafold verður lokað á næsta ári og ný Nýkaupsverslun opnuð í Spönginni í Grafarvogi. Islensku gæðaverð- launin afhent í dag DAVIÐ Oddsson forsætisráð- herra mun afhenda íslensku gæðaverðlaunin á hátíðarfundi Gæðastjórnunarfélags Islands sem hefst kl. 16 í dag í íslensku óperunni. Islensku gæðaverðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi gæði á svicSi reksturs og stjórnunar. í fréttatilkynningu frá Gæða- stjórnunarfélagi íslands segir að með verðlaununum sé verið að vekja athygli á mikilvægi skipu- legs og markviss gæðastarfs fyrir samkeppnishæfni fyrirtækja í landinu og hagsæld þjóðarinnar, og jafnframt vekja athygli á þeim fyrirtækjum sem skara fram úr á þessu sviði. „Það er von þeirra sem standa að Islensku gæðaverðlaununum að þessi viðurkenning fyrir raun- verulegan árangur á sviði rekst- urs og stjórnunar verði þeim er hana hljóta, sem og öðrum fyrir- tækjum og stofnunum, hvatning til að setja sér skýr markmið og meta reglulega stöðu sína og ár- angur,“ segir í tilkynningunni. Hafa ástundað góða stjórnun til lengri tima Fram kemur að árangur þeirra fyrirtækja sem hlotið hafa gæða- verðlaun í öðrum löndum, og þeirra sem hlotið hafa Evrópsku gæðaverðlaunin, megi fyrst og fremst rekja til þess að fyrirtækin hafi ástundað góða stjórnun til lengri tíma. Þessi fyrirtæki hafi aldrei gefist upp í sókninni, heldur tileinkað sér og notað bestu að- ferðir og verkfæri á hverjum tíma með það að markmiði ná hámarks- árangri. íslensku gæðaverðlaunin eru samstarfsverkefni Alþýðu- sambands íslands, forsætisráðun- eytisins, Gæðastjórnunarfélags Islands, Háskóla Islands, Sam- taka atvinnulífsins og Viðskipta- blaðsins. Stjórn verðlaunanna skipa Eyj- ólfur Sveinsson framkvæmda- stjóri Frjálsrar fjölmiðlunar f.h. GSFÍ, formaður stjórnar, Ari Edwald framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, Grétar Þor- steinsson, formaður Alþýðusam- bands Islands, Guðrún Ragn- arsdóttir gæðastjóri íslandsbanka f.h. GSFÍ, Ingjaldur Hannibalsson prófessor við Háskóla Islands, Ól- afur Davíðsson ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, og Orn Valdimarsson framkvæmdastjóri Viðskiptablaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.