Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 64
6,4 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ár aldraðra Jenna Jensdóttir „Reyndur veit þó betur“ Við skriðum öll saman upp tré hvert eftir öðru eins og þykk skán á berkinum §tundum væri gaman að doka við jafnvel snúa til baka væri það hægt. (Anna Kr. Brynjúlfsdóttir.) SUMIR greina lífssannindi betur en aðrir. Þeir hafa vakið at- hygli á því að gott og fróðlegt sé að líta til baka eftir langa leið, ef það er gert af sáttfýsi og góðvild. En þótt dokað sé við í minningunum, er ekki hægt að snúa við eða breyta því sem gerst hefur í lífi einstaklings. Það blasir við eins og stór varða á vegi, hvort sem trú eða trúleysi býr í vitundinni, að kærleikur og fordóma- leysi eru stór skerfur til góðs fyrir þá sem á eftir koma. Og hver vill ekki afkomendum allt hið besta? Þeim sem gefst það að geta htið Hin andstæðu öfl - gott og til átta með óskertri vitund á j||t - eru á fullu um yfirráð gamals aldri er gefið meira en j þjóðlífi okkar nú. orð fá lýst. Þeir eiga lífsreynslu sem geymir dýrmætan lærdóm handa þeim sem yngri eru. Hann Jón Arsæll Þórðarson er gott dæmi um fyrst nefndan hóp manna. Honum hefur nánast ekki komið tO hugar að hann viti betur en þeir sem lifað hafa mörg árin, sem hann á eftir. Samskipti hans við aldraða eru á forsendum virðingar og manngæsku, sem lítur forsjárhyggju og sálarstýringu smáum augum. Þai- sem Jón Arsæll er þekktur fjölmiðlamaður er Ijóst að þessi lífsmáti hans spannar yflr allt það er hann hefur að segja um og við meðsystkini sín. , Stjórnendur þáttarins „Island í bítið“ hafa ljóstrað því upp hvað Jón Ársæll aðhefst á „ári aldraðra". Hin andstæðu öfl - gott og illt - eru á fullu um yfirráði í þjóðlífi okkar nú. Hópur eðallyndra er stór og lífsreynslan hefur sýnt að þótt hann nötri um stundir hefur hann engu að tapa. lÓLflHLflÐBORP í IHOÓLFSSKflLfl Á komandi aðventu býður Ingólfsskáli upp á íslenskt jólahlaðborð í einstöku umhverfi . sem hæfir sönnum íslendingum. Komið og njótið íslenskrar gestrisni í eina Víkingahúsi landsins þar sem langborðin svigna undan ljúffengum réttum, og ljúfir lifandi tónar hljóma. V Pantanir og upplýsingar INGÓLFSSKÁLIVEITINGAHÚS S: 483-4160 / 483-4666 Fax: 483-4099 e-mail: basinn@islandia.is Gífurlegt úrval af nyjum jólaefnum VIRKA Mörkin 3 - Sími 568 7477„ Opið Minud.-föstud. kl. 10—18 Laugard. kl. 10—16 til 20/12 ÞÞ &co Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 5S3 8640 & 568 6100 Ifeldu rétta efnið - veldu Rutland! 'Hutland þéttir, bætir og kætir þegar þakið fer að leka ÞAKVIÐGERÐAREFNI Á -ÞÖK - VEGGI - GÓLF Rutland er einn helsti framleiðandi þakviðgerðarefna í Bandaríkjunum BOÖF C0ATINS sua KIRKJUSTARF Holtskirkja í Önundarfirði Safnaðarstarf Holtskirkja í Önundarfirði 130 ára HÁTÍÐARGUÐSÞJÓNUSTA verð- ur sunnudaginn 14. nóvember kl. 14 í Holtskirkju í Önundarfirði. Minnst verður 130 ára afmælis kirkjunnar. Herra Sigurður Sigurðsson, vígslu- biskup Skálholtsstiftis prédikar. Talið er að kirkja hafi verið reist í Holti fljótlega eftir árið 100, er kristni var lögtekin á Islandi. Holts- kirkja var í kaþólskum sið helguð heilögum Lárensíusi píslarvotti. Annexíur eru á Flateyri og Kirkju- bóli í Valþjófsdal. Núverandi kirkja er upphaflega timburhús, reist árið 1869 að frum- kvæði sr. Stefáns Stephensens (1829-1900), prests og prófasts í Holti 1855-1884. í Holti fæddist 1605 Brynjólfur Sveinsson, biskup í Skálholti 1639- 1674, einn mestur kirkjuhöfðingi í lútherskum sið, mikill lærdómsmað- ur og safnari fornra handrita. Hann gaf Friðriki II Danakonungi Flat- eyjarbók, en Danir skiluðu ís- lendingum þessari gersemi árið 1971. Á 300. ártíð Brynjólfs árið 1975 reistu Lionsmenn á Flateyri honum minnisvarða á hólnum norð- an við kirkju og kirkjugarð. Frá sr. Sveini, föður Brynjólfs biskups, eru kertastjakar tveir af kopar á altari Holtskirkju. Áletrun á stjökunum: Sera Sveinn Simons- son Anno salutis 1604. Kaleikur kirkjunnar frá 1897 er gjöf norska hvalveiðimannsins Hans Ellefsen, þess er reisti húsið á Sólbakka við Flateyri, sem nú er ráðherrabústaðurinn í Reykjavík. Rautt altarisklæði, með krossi af bútasaum, er unnið af Heidi Kristi- ansen, gjöf Kvenfélags Mosvalla- hrepps, keypt fyrir fé, sem sr. Jón Ólafsson, fyrrum prófastur í Holti gaf féiaginu til minningar um eigin- konu sína, frú Elísabetu Einars- dóttur (1906-1985). Fimm prestar hafa setið Holt á þessari öld: Sr. Janus Jónsson (1884-1908), sr. Páll Stephensen (1908-1929), sr. Jón Ólafsson (1929- 1963), sr. Lárus Þ. Guðmundsson (1963-1989) og sr. Gunnar Bjöms- son frá 1989. Gunnar Bjömsson, sóknarprestur. Kotstrandar- kirkja 90 ára HINN 14. nóvember nk. verður þess minnst að liðin eru liðin 90 ár frá vígslu Kotstrandarkirkju í Ölf- usi. Guðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 14, en þar prédikar biskup Is- lands, Herra Karl Sigurbjörnsson. Kirkjan var byggð eftir að sam- einaðar höfðu verið Reykja- og Am- arbælissóknir en sóknarkirkjur vom áður á báðum þeim stöðum. Amarbæliskirkja var orðin hrörleg, svo vart svaraði kostnaði úr að bæta og Reykjakirkja skekktist illa á grunninum í óveðri haustið 1908. Varð því að ráði að sameina sókn- imar og byggja nýja kirkju á Kot- strönd, sem var í miðri sveit og í al- faraleið - fjölfarinn áningar- og samkomustaður. Rögnvaldur Ólafsson, húsameist- ari, gerði uppdrátt kirkjunnar og ber hún mörg höfundareinkenni hans, sem sjá má á fleiri guðshús- um, sem hann teiknaði á fyrsta ára- tug aldarinnar. Kirkjusmíðina ann- aðist Samúel Jónsson frá Hunku- bökkum á Síðu, faðir Guðjóns, síðar húsameistara ríkisins. Komið hefur í Ijós, þegar unnið hefur verið að viðhaldi kirkj- unnar á undan- förnum ámm, að hún er vandað hús að efni og allri gerð, og er að töluverðu leyti byggð af nýtilegum viðum gömlu kirkn- anna á Reykjum 1065© degisguðsþjónustumar standa yfir í kirkjunni og kirkjugestir og sunnu- dagskólabörn hittast í safnaðar- heimilinu eftir þessar guðsþjónust- ur. Einu sinni í mánuði fer fram fjölskylduguðsþjónusta sunnudaga- skólanna í kirkjunni. Þá sækja einnig sunnudagskólabörn úr Hval- eyrarskóla og fjölskyldur þeirra kirkjuna. Fermingarböm setja reglubundið upp helgileiki í árdeg- isguðþjónustunum. Taizemessur og tónlistarguðs- þjónustur fara fram síðdegis og hefjast kl. 17.1 þeim er lögð áhersla á ljúfa tónlist og bænaandrúmsloft. I mánaðarlegum kvöldmessum sem hefjast kl. 20.30 er jafnan boðið upp á létta sveiflu og nýjungar í tón- list og heigihaldi. Sú er von okkar KRISTIN TRU í ÞÚSUND ÁR ÁRIÐ 2000 og í Amarbæli. Heita má að allt ytra byrði kirkj- unnar hafi verið endumýjað og bættir viðir, þar sem þurfti. Búnað- ur og gripir kirkjunnar era einnig margir úr gömlu kirkjunum og jafn- vel nokkuð af innréttingum. Kotstrandarkirkja er fagurt guðshús í öllum hlutföllum sem ljá henni ytra sem innra sérstæðan þokka og hógværa helgitign. Kirkjustæðið er áberandi vel valið. Kirkjugarðurinn vel hirtur og fal- lega hlaðinn hraungiýtisveggur hans er til frekari prýði. Kotstrandarkirkja á ýmsa vel- unnara, sem hafa styrkt hana á margan hátt í áranna rás og látið hana njóta höfðingsskapar. Kotstrandarkirkja er enn sem fyrr mjög í alfaraleið og vekur aðdá- un vegfarenda. Þeir unna sér þó fæstir þess að leggja þá lykkju á leið sína, sem er til hennar af þjóð- vegi, og njóta þessa fagra helgistað- ar. Hafa margir undrast þá leti sína, eða óþol í dagsins önn og látið í ljós löngun til bæta þar úr. Afmælisguðsþjónustan verður, sem áður sagði kl. 14, sunnudaginn 14. nóvember og kirkjukaffi í veit- ingahúsinu Básnum í Ölfusi eftir messu. í sóknarnefnd era: Guð- mundur Baldursson, Kirkjuferju, Eyrún Rannveig Þorláksdóttir, Krossi og Þorlákur Gunnarsson, Bakkaárholti. Núverandi sóknar- prestur er séra Jón Ragnarsson, í Hveragerði. Sóknarnefnd. Morgun- og síðdegismessur í Hafnar- fjarðarkirkju ÁKVEÐIÐ hefur verið að bjóða aft- ur upp á guðsþjónustur bæði fyrir hádegi og síðdegis í Hafnarfjarðar- kirkju. Hefjast þær kl. 11 og kl. 17, líkt og tíðkaðist í fyrravetur, en kvöldmessur fara fram í stað síð- degisguðþjónustna einu sinni í mán- uði. Sunnudagskóli fer fram í Hásöl- um Strandbergs á sama tíma og ár- að þetta skipulag sem gefur kost á því sækja kirkju árdegis og síðdegis henti vel og laði fólk að kirkjunni. Prestar Hafnarfjarðarkirkja. Myndband frá tónleikum Ron Kenoly LOFGJÖRÐARVAKA verður á föstudagskvöldið 12. nóvember kl. 20. Stendur kristniboðssambandið fyrir sérstakri „lofgjörðarvöku" eins og endranær á föstudagskvöld- um. Á dagskrá eru tónleikar með lofgjörðarleiðtoganum Ron Kenoly undh- yfirskriftinni „Sing Out“. Ron er mjög þekktur víða um heim sem lofgjörðarleiðtogi og söngvari. Myndband frá þessum tónleikum verður sýnt á stóram skjá í aðalsal húss KFUM og K við Holtaveg. Margir frægir tónlistarmenn koma fram og risastór kór syngur, auk dansara og hljómsveitar. Þetta er einstök tilbeiðslu- og tónlistampp- lifun. Allir em hjartanlega vel- komnir. Kristniboðssambandið. Langholtskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 11-13. Létt hreyfing, slökun og kristin íhugun. Kyrrðar- og bænastund í kirkjunni kl. 12. Orgelleikur, sálmasöngur. Fyrir- bænaefnum má koma til sóknar- presta og djákna. Kærleiksmáltíð, súpa, salat og brauð eftir helgi- stundina. Laugarneskirkja. Morgunbænir k. 6.45. Mömmumorgunn kl. 10-12. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplif- un fyrir böm. Kl. 20. Minning lát- inna. Arviss bæna- og minningar- stund í kirkjuskipi þar semsóknar- prestur les upp nöfn þeirra sem hann hefur jarðsungið á liðnu ári. Fúslega er tekið við fleiri nöfnum frá syrgjendum á skrifstofunni í síma 588 9422. Að stundinni lokinni er boðið upp á heitan sopa og fræðsluerindi um sorg og sorgarvið- brögð í safnaðarheimilinu. HafnarQarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.