Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ
.1-6 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999
FOLKI
Pottþétt á toppnum
POTTÞÉTT17 er ennþá á toppi
Tónlistans eins og í síðustu viku,
en nýja platan frá Rage Against
the Macliine, „Battle of Los Ang-
eles“, fer beint í annað sætið, en
umfjöllun um sveitina sem heim-
sótti okkur íslendinga á sínum
íúna, má finna hér annars stað-
ar á síðunni. í þriðja sætinu eru
Sálarmenn ineð tónleikaplötu
sfna 12. ágúst 1999 þar sem ailt
var tekið úr sambandi og ný
hyóðfæri prófuð i bland við þau
hefðbundnu. I kjölfar þeirra er
nýja platan með Emilíönuu
Torrini, „Love in the Time of
Science". Islenska rappsveitin
Quarashi er með nýju plötuna
sína „Xenesis" í 10. sæti listans.
Af öðrum nýjuin plötum á
lista vikumiar má telja nýju plöt-
una með Maus, „f þessi sekdndu-
broti sem ég flýt“ en hdn er í 8.
sæti. Platan með kvikmynda-
tónlistinni dr kvikmyndinni
„South Park“ er í 15. sæti og
nýja platan hennar Tinu Tum-
er, „Twenty Four Seven“, er í
22. sæti listans. Tvær aðrar
söngkonur em með nýjar plötur
á listanum, en það era þær Mary
J Blige og Mariah Carey.
Nr.; var | vikur; Diskur
; Pottþétt 17
i Flytjondi
I Ýmsir
Pottþétt
jSony
3:3:4:12AflúsM999 ■ Sdlin Hons JónsMíns : Spor
4. : 2 : 2 ! love ln The Time Of Sdence • Emiliana Torrini iETHljómpl.
5. 8. : 6 Distance To Here j Live ; Universal fj
6. 4. • 18 • Baby One More Time i Britney Speors EMI
7. | 7. : 2 | Sælustundir 2 ; ýmsir i Pottþétt
8. ; Ný; 1 ; j þessi sekúndubrot sem ég flýt ;tóaus i Sprotí 1
9. : 14. i 8 ; Humon Clay ; Creed ; Sony 1
10.: 6. i 2 i Xeneizes : Quoroshi : Japís
11.: 10.: 22 : Ágætis byrjun ! Sígurrós : Smekkleysa 1 :;i: : ■ :■ ■
12.’, 5. :l4:Sogno i Andrea Bocelli i Universol
13. 15.: 20 | Significant Other : ömp Bizkit : Universol
14. i 17. j 8 j Writings On The Wall i Destinys Child : Sony
15. j Ný ; 1 ; Bigger Longer & Uncut OST i South Purk ; Worner
16. ’; 37. j 3 j Supernotural isontono ÍBMG
17.; 9. ; 4 i Moke Yourself : Incubus : Sony
18.; 13.; 6 ; Brand New Dny ÍSting : Universol
19.i 25.: 14 i Notting Hill ! Úr kvikmynd i Universol
20.: 11.1 ó : Relood * Tom Jones ÍV2
21. 16.| 6 : Hours ; David Bowie iEMI
22. j Ný • 1 ; Twenty Four Seven ÍTinoTumer IEMI
23.; 28. j 41 ; My Love Is your Love i Whitney Houston ÍBMG
24.; 26. j 22 j Californication ; Red Hot Chili Peppers i Worner
25. i 24. i 2 i Science Of Things : Bush : Universal
26.; 32.; 13 i ComeOn Over : Shonia Twain I Universal
27.! 12. i 6 ! Fragile Inin : Universal
28.: Ný j 3 : Mory ItóoryJ Blige i Universal |
29. | Ný : 1 : Roinbow ■ Moriah Corey .iSony
30.: 19.: 14 : A little Bit of Mombo iLou Bego i BMG 1
Háværir með
meiningar
Unnið qf PricewoterhouseCoopers í somstorfi við Somband hljómplötuframleiðenda og Morgunblaðið.
NYJASTA plata sveitarinnar Rage
Against the Machinem „The Battle
of Los Angeles" er í öðru sæti Tón-
listans þessa vikuna, en platan hef-
ur verið að gera það gott erlendis
og er núna í toppsæti Billboard-list-
ans. Þetta er þriðja plata hljóm-
sveitarinnar, en áður hafa komið út
plötumar „Rage Against the
Machine" árið 1992 og „Evil Emp-
ire“ árið 1996. Hljómsveitin kom til
Islands fyrir nokkrum árum og
héldu tónleika í Kaplakrika í Hafn-
arfirði og var þá mál manna að
keyrslan hafi verið fádæma þétt og
mikið fjör í Firðinum.
Ekkert miðjumoð
Auk keyrslunnar hefur hljóm-
sveitin getið sér orð fyrir einstak-
lega beinskeytta pólitíska texta
eins og reyndar lesa má úr nafni
sveitarinnar, en það er söngvarinn
Zack de la Rocha sem semur alla
texta sveitarinnar, en auk hans era
í hljómsveitinni þeir Tom Morello á
gítar, Tim Bob á bassa og Brad
Wilk á trommur. í textum Zack er
fjallað um hungur í heiminum,
dauðarefsingar og ýmis þjóðfélags-
mál og er ekkert verið að skafa ut-
an af hlutunum en í laginu „Guerilla
Radio“, fyrsta smáskífulagi plöt-
unnar, æpir Zack: „Allir árar hel-
vítis geta ekki stöðvað okkur
núna!“
Eins og gestir úr Firðinum
forðum muna virkar þetta viðhorf
blandað saman við kröftuga rokk-
keyrsluna eins og vettvangur út-
rásar allra neikvæðra tilfinninga
áheyrenda sprottnar vegna órétt-
lætis í umhverfinu. Reiðin er hrá og
laus við allt miðjumoð og í einu lagi
plötunnar „Voice of the Voiceless"
er fanginn Mumia Abu-Jamal haf-
inn upp til skýjanna, en hann hlaut
dauðadóm árið 1981 fyrir morð á
lögreglumanni í Philadelphia. Abu-
Jamal, sem var blaðamaður og
meðlimur Svörtu pardusanna rétt-
indasamtaka blökkumanna vestan-
hafs, hélt stöðugt fram sakleysi
sínu. Samúð sveitarinnar með Abu-
Jamal hefur verið mjög umdeild
vestanhafs, en þeir láta þá gagn-
rýni ekkert á sig fá heldur rokka
bara þéttar og hafa hærra.
Ástin aldrei fjarri
Þegar Zack er spurður um text-
ana segir að hans helsta markmið í
textagerð sé að vekja fólk til um-
hugsunar um ákveðin mál sem
hann telji þarfnast meiri umræðu.
Hann segist vera undir áhrifum frá
hljómsveitum eins og Public Ene-
my og rithöfundum eins og James
Baldwin og Eduardo Galeano. „Öll
uppreisn er sprottin af ást,“ segir
Zack aðspurður í blaðinu Time um
hvort einhverra ástarlaga sé að
vænta af hans hálfu, en margir
gagnrýnir tónlistarmenn eins og
Bob Marley hafí alltaf haft róman-
tískar ballöður inni á milli ágengra
þjóðfélagsádeilna. „Þar með eru öll
lögin sem ég hef samið ástarlög."
VERSLUNIN HÆTTIR
ALLT Á AÐ SEUAST
Dæmi um verö:
Regnjakkar 990 - Skór 990 - Bolir 990 - Síóbuxur 990 -
Bakpokar 1490 - Úlpur 2990 - íþróttagallar 1990
Eigum til skó í stæröum 47-49
Vorum að taka upp nýjar vörur
Nýtt kortatímabil
OpÍÖ:
Mán.-fös. 10-18,
lau. 10-16, sun. 13-17.
iþrótt
Skipholti 50d, sími 562 0025.
/23izina
Stutt
Rausnar-
legur
hraðbanki
VIÐSKIPTA VINIR hraðbanka
Woolwich í Cambridge duttu held-
ur betur í lukkupottinn á dögunum
þegar vélin fór að dæla dt 20 punda
seðlum í stað 10 punda seðla.
Hraðbankinn var svona rausna-
rlegur um fimm klukkutíma skeið
og fóra margir viðskiptavinir með
tvöfaldar þær upphæðir sem þeir
höfðu beðið um, án þess að það
kæmi fram á bankayfirliti. Þegar
lögreglan var kölluð á staðinn til að
kanna málið kom í ljós að mistök
höfðu orðið á siðustu fyllingu
hraðbankans og 20 punda seðlar
settir í stað 10 punda seðla. Bdist er
við að bankinn hafi tapað um 2000
pundum á þessum mistökum.
Listrænn
götusópari
GÖTUSÓPARINN Rudolph Men-
doza fékk listamannsdraum sinn
uppfylltan þegar gallerí í London
hélt sýningu á höggmyndum hans.
Þetta gullna tækifæri kom í hendur
Mendoza þegar hann var að sópa
stétt með einum af sínum hand-
gerðu kústum og fór að spjalla við
búðareiganda um listir. Síðan bjó
hann til trégrímu sem sýnd var í
galleríi í hverfinu og seldist hún
fyrir 500 pund eða tæpar sextíu
þúsund krónur.
Mendoza var þekktur íyrir högg-
myndir sínar í heimalandi sínu
Trinidad og sagði í samtali við
Evening Standard að þrátt fyrir
sýninguna ætlaði hann ekki að
hætta starfi sinu sem götusópari,
þótt listin ætti hjarta hans og huga.
Frá Hvíta hús-
inu á mótorhjóli
ÞEGAR Bill Clinton Banda-
ríkjaforseti yfirgefur Hvíta hdsið
eftir að valdasetu hans lýkur vill
hann fara á
Harley David-
son-mótorhjóli.
„Flestir forsetar
fara um borð í
forsetaflugvél-
ina og fljdga í
burtu, en
kannski mun ég
bara bregða
mér á bak Har-
ley-mótorhjóli,“ sagði Clinton
sem klæddist leðurjakka með
vængjuðu merki Harley Davidson
í heimsókn sinni til fyrirtækisins í
Pennsylvaníu. „Ég er ekki hættur
í embætti ennþá, en þegar ég
hætti mun ég fá mér mótorhjól,"
sagði Clinton við sama tækifæri.
Aukin greind
við meðgöng’u?
ALLAR mæður vita um neikvæðar
hliðar meðgöngu, eins og þyngdara-
ukningu, þreytu og morgunógleði,
en færri vita að meðganga getur
örvað námshæfileika og minni. Cra-
ig Kinsley, prófessor í Richmond-
háskólanum í Virginíu, hefur gert
rannsókn á rottum sem sýnir að
hormón sem leysast úr læðingi við
meðgöngu stuðla að langvarandi
framförum í námsgetu og minni. A
rannsóknarstofunni í Virginíu kom í
ljós að þær rottur sem höfðu eignast
unga sýndu mun betri hæfni tO að
læra nýja hluti en þær sem ekki
höfðu getið af sér afkvæmi. Niður-
stöður rannsóknarinnar birtust í
vísindaritinu Nature og telja aðst-
andendur að líklegt megi telja að
niðurstöðumar eigi einnig við
mannfólkið. „Menn eru spendýr og
hormónakerfi þeima á meðgöngu er
svipað og hjá öðrum spendýrum og
heilaviðbrögð eru sambærileg hjá
mönnum og öðrum spendýrum, eins
og rottum," sagði Kinsley í símavið-
tali við Reuters-fréttastofuna.