Morgunblaðið - 12.11.1999, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 12.11.1999, Qupperneq 76
MORGUNBLAÐIÐ .1-6 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 FOLKI Pottþétt á toppnum POTTÞÉTT17 er ennþá á toppi Tónlistans eins og í síðustu viku, en nýja platan frá Rage Against the Macliine, „Battle of Los Ang- eles“, fer beint í annað sætið, en umfjöllun um sveitina sem heim- sótti okkur íslendinga á sínum íúna, má finna hér annars stað- ar á síðunni. í þriðja sætinu eru Sálarmenn ineð tónleikaplötu sfna 12. ágúst 1999 þar sem ailt var tekið úr sambandi og ný hyóðfæri prófuð i bland við þau hefðbundnu. I kjölfar þeirra er nýja platan með Emilíönuu Torrini, „Love in the Time of Science". Islenska rappsveitin Quarashi er með nýju plötuna sína „Xenesis" í 10. sæti listans. Af öðrum nýjuin plötum á lista vikumiar má telja nýju plöt- una með Maus, „f þessi sekdndu- broti sem ég flýt“ en hdn er í 8. sæti. Platan með kvikmynda- tónlistinni dr kvikmyndinni „South Park“ er í 15. sæti og nýja platan hennar Tinu Tum- er, „Twenty Four Seven“, er í 22. sæti listans. Tvær aðrar söngkonur em með nýjar plötur á listanum, en það era þær Mary J Blige og Mariah Carey. Nr.; var | vikur; Diskur ; Pottþétt 17 i Flytjondi I Ýmsir Pottþétt jSony 3:3:4:12AflúsM999 ■ Sdlin Hons JónsMíns : Spor 4. : 2 : 2 ! love ln The Time Of Sdence • Emiliana Torrini iETHljómpl. 5. 8. : 6 Distance To Here j Live ; Universal fj 6. 4. • 18 • Baby One More Time i Britney Speors EMI 7. | 7. : 2 | Sælustundir 2 ; ýmsir i Pottþétt 8. ; Ný; 1 ; j þessi sekúndubrot sem ég flýt ;tóaus i Sprotí 1 9. : 14. i 8 ; Humon Clay ; Creed ; Sony 1 10.: 6. i 2 i Xeneizes : Quoroshi : Japís 11.: 10.: 22 : Ágætis byrjun ! Sígurrós : Smekkleysa 1 :;i: : ■ :■ ■ 12.’, 5. :l4:Sogno i Andrea Bocelli i Universol 13. 15.: 20 | Significant Other : ömp Bizkit : Universol 14. i 17. j 8 j Writings On The Wall i Destinys Child : Sony 15. j Ný ; 1 ; Bigger Longer & Uncut OST i South Purk ; Worner 16. ’; 37. j 3 j Supernotural isontono ÍBMG 17.; 9. ; 4 i Moke Yourself : Incubus : Sony 18.; 13.; 6 ; Brand New Dny ÍSting : Universol 19.i 25.: 14 i Notting Hill ! Úr kvikmynd i Universol 20.: 11.1 ó : Relood * Tom Jones ÍV2 21. 16.| 6 : Hours ; David Bowie iEMI 22. j Ný • 1 ; Twenty Four Seven ÍTinoTumer IEMI 23.; 28. j 41 ; My Love Is your Love i Whitney Houston ÍBMG 24.; 26. j 22 j Californication ; Red Hot Chili Peppers i Worner 25. i 24. i 2 i Science Of Things : Bush : Universal 26.; 32.; 13 i ComeOn Over : Shonia Twain I Universal 27.! 12. i 6 ! Fragile Inin : Universal 28.: Ný j 3 : Mory ItóoryJ Blige i Universal | 29. | Ný : 1 : Roinbow ■ Moriah Corey .iSony 30.: 19.: 14 : A little Bit of Mombo iLou Bego i BMG 1 Háværir með meiningar Unnið qf PricewoterhouseCoopers í somstorfi við Somband hljómplötuframleiðenda og Morgunblaðið. NYJASTA plata sveitarinnar Rage Against the Machinem „The Battle of Los Angeles" er í öðru sæti Tón- listans þessa vikuna, en platan hef- ur verið að gera það gott erlendis og er núna í toppsæti Billboard-list- ans. Þetta er þriðja plata hljóm- sveitarinnar, en áður hafa komið út plötumar „Rage Against the Machine" árið 1992 og „Evil Emp- ire“ árið 1996. Hljómsveitin kom til Islands fyrir nokkrum árum og héldu tónleika í Kaplakrika í Hafn- arfirði og var þá mál manna að keyrslan hafi verið fádæma þétt og mikið fjör í Firðinum. Ekkert miðjumoð Auk keyrslunnar hefur hljóm- sveitin getið sér orð fyrir einstak- lega beinskeytta pólitíska texta eins og reyndar lesa má úr nafni sveitarinnar, en það er söngvarinn Zack de la Rocha sem semur alla texta sveitarinnar, en auk hans era í hljómsveitinni þeir Tom Morello á gítar, Tim Bob á bassa og Brad Wilk á trommur. í textum Zack er fjallað um hungur í heiminum, dauðarefsingar og ýmis þjóðfélags- mál og er ekkert verið að skafa ut- an af hlutunum en í laginu „Guerilla Radio“, fyrsta smáskífulagi plöt- unnar, æpir Zack: „Allir árar hel- vítis geta ekki stöðvað okkur núna!“ Eins og gestir úr Firðinum forðum muna virkar þetta viðhorf blandað saman við kröftuga rokk- keyrsluna eins og vettvangur út- rásar allra neikvæðra tilfinninga áheyrenda sprottnar vegna órétt- lætis í umhverfinu. Reiðin er hrá og laus við allt miðjumoð og í einu lagi plötunnar „Voice of the Voiceless" er fanginn Mumia Abu-Jamal haf- inn upp til skýjanna, en hann hlaut dauðadóm árið 1981 fyrir morð á lögreglumanni í Philadelphia. Abu- Jamal, sem var blaðamaður og meðlimur Svörtu pardusanna rétt- indasamtaka blökkumanna vestan- hafs, hélt stöðugt fram sakleysi sínu. Samúð sveitarinnar með Abu- Jamal hefur verið mjög umdeild vestanhafs, en þeir láta þá gagn- rýni ekkert á sig fá heldur rokka bara þéttar og hafa hærra. Ástin aldrei fjarri Þegar Zack er spurður um text- ana segir að hans helsta markmið í textagerð sé að vekja fólk til um- hugsunar um ákveðin mál sem hann telji þarfnast meiri umræðu. Hann segist vera undir áhrifum frá hljómsveitum eins og Public Ene- my og rithöfundum eins og James Baldwin og Eduardo Galeano. „Öll uppreisn er sprottin af ást,“ segir Zack aðspurður í blaðinu Time um hvort einhverra ástarlaga sé að vænta af hans hálfu, en margir gagnrýnir tónlistarmenn eins og Bob Marley hafí alltaf haft róman- tískar ballöður inni á milli ágengra þjóðfélagsádeilna. „Þar með eru öll lögin sem ég hef samið ástarlög." VERSLUNIN HÆTTIR ALLT Á AÐ SEUAST Dæmi um verö: Regnjakkar 990 - Skór 990 - Bolir 990 - Síóbuxur 990 - Bakpokar 1490 - Úlpur 2990 - íþróttagallar 1990 Eigum til skó í stæröum 47-49 Vorum að taka upp nýjar vörur Nýtt kortatímabil OpÍÖ: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-16, sun. 13-17. iþrótt Skipholti 50d, sími 562 0025. /23izina Stutt Rausnar- legur hraðbanki VIÐSKIPTA VINIR hraðbanka Woolwich í Cambridge duttu held- ur betur í lukkupottinn á dögunum þegar vélin fór að dæla dt 20 punda seðlum í stað 10 punda seðla. Hraðbankinn var svona rausna- rlegur um fimm klukkutíma skeið og fóra margir viðskiptavinir með tvöfaldar þær upphæðir sem þeir höfðu beðið um, án þess að það kæmi fram á bankayfirliti. Þegar lögreglan var kölluð á staðinn til að kanna málið kom í ljós að mistök höfðu orðið á siðustu fyllingu hraðbankans og 20 punda seðlar settir í stað 10 punda seðla. Bdist er við að bankinn hafi tapað um 2000 pundum á þessum mistökum. Listrænn götusópari GÖTUSÓPARINN Rudolph Men- doza fékk listamannsdraum sinn uppfylltan þegar gallerí í London hélt sýningu á höggmyndum hans. Þetta gullna tækifæri kom í hendur Mendoza þegar hann var að sópa stétt með einum af sínum hand- gerðu kústum og fór að spjalla við búðareiganda um listir. Síðan bjó hann til trégrímu sem sýnd var í galleríi í hverfinu og seldist hún fyrir 500 pund eða tæpar sextíu þúsund krónur. Mendoza var þekktur íyrir högg- myndir sínar í heimalandi sínu Trinidad og sagði í samtali við Evening Standard að þrátt fyrir sýninguna ætlaði hann ekki að hætta starfi sinu sem götusópari, þótt listin ætti hjarta hans og huga. Frá Hvíta hús- inu á mótorhjóli ÞEGAR Bill Clinton Banda- ríkjaforseti yfirgefur Hvíta hdsið eftir að valdasetu hans lýkur vill hann fara á Harley David- son-mótorhjóli. „Flestir forsetar fara um borð í forsetaflugvél- ina og fljdga í burtu, en kannski mun ég bara bregða mér á bak Har- ley-mótorhjóli,“ sagði Clinton sem klæddist leðurjakka með vængjuðu merki Harley Davidson í heimsókn sinni til fyrirtækisins í Pennsylvaníu. „Ég er ekki hættur í embætti ennþá, en þegar ég hætti mun ég fá mér mótorhjól," sagði Clinton við sama tækifæri. Aukin greind við meðgöng’u? ALLAR mæður vita um neikvæðar hliðar meðgöngu, eins og þyngdara- ukningu, þreytu og morgunógleði, en færri vita að meðganga getur örvað námshæfileika og minni. Cra- ig Kinsley, prófessor í Richmond- háskólanum í Virginíu, hefur gert rannsókn á rottum sem sýnir að hormón sem leysast úr læðingi við meðgöngu stuðla að langvarandi framförum í námsgetu og minni. A rannsóknarstofunni í Virginíu kom í ljós að þær rottur sem höfðu eignast unga sýndu mun betri hæfni tO að læra nýja hluti en þær sem ekki höfðu getið af sér afkvæmi. Niður- stöður rannsóknarinnar birtust í vísindaritinu Nature og telja aðst- andendur að líklegt megi telja að niðurstöðumar eigi einnig við mannfólkið. „Menn eru spendýr og hormónakerfi þeima á meðgöngu er svipað og hjá öðrum spendýrum og heilaviðbrögð eru sambærileg hjá mönnum og öðrum spendýrum, eins og rottum," sagði Kinsley í símavið- tali við Reuters-fréttastofuna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.