Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Hamfarasvæðin á Indlandi Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna RTiiiT 'þú fterð ekki betra > Búið að grafa upp 2.000 lík í Kosovo Reuters Unnið er að því hörðum höndum á flóðasvæðunum í Orissa að grafa og breima lík og hræ af dauðum búpeningi. Er það gert til að draga úr líkum á farsóttum. Minni líkur á farsóttum Astarang. Reuters. DREGIÐ hefur úr ótta manna við farsóttir í kjölfar fellibylsins, sem fór yfir Austur-Indland fyrir næst- um hálfum mánuði. Tala látinna af völdum hans er farin að nálgast 8.000 en óttast er, að hún eigi eftir að hækka mikið enn. Yfírmenn alþjóðlegs hjálpar- starfs í Orissa-ríki, sem varð verst úti í fárviðrinu, segjast raunar furða sig á, að ekki skuli vera meira um sjúkdóma en raun ber vitni. Kann skýringin að vera sú, að margt fólk hefur flúið burt af mestu flóðasvæðunum til að verða ekki hugsanlegum sjúkdómum að bráð. I flóðvatninu eru víða rotnandi lík og mikið af hræjum dauðra hús- dýra og því er hættan á sjúkdóm- um mikil. Til þessa hafa tæplega 8.000 manns sýkst af sjúkdómum í meltingarfærum og 28 hafa látist. Hundruð eða þúsundir smá- þorpa þurrkuðust út í fárviðrinu og flóðunum, sem það olli, en nú er uppbygging hafín á þeim svæðum, sem eru orðin þurr. Reuters Francisco Labastida.forsetaefni stjómarflokksins í Mexíkó, brosir til ijölmiðlamanna eftir að hafa greitt atkvæði í forkosningum flokksins. Labastida hlutskarpastur Mexíkdborg. AP. FRANCISCO Labastida, fyrrum innanríkisráðherra Mexíkó, fór með sigur af hólmi í forkosningum stjórnarflokksins RPI vegna væntanlegra forsetakosninga. RPI hefur farið með völd í landinu í 70 ár og því eru taldar miklur líkur á að frambjóðandi flokksins í forseta- kosningunum verði jafnframt næsti forseti landsins. Sigur Labastida í forkosningun- um var afgerandi en hann er talinn njóta stuðnings Emesto Zedillos, sitjandi forseta. Um tíu milljónir manna tóku þátt í forkosningunum og sagði Labastida að þessi mikla þátttaka sýndi að flokkurinn hefði tekið miklum breytingum. „Frá og með deginum í dag mun ásýnd Mexíkó aldrei verða sú sama. Flokkur okkar er nú þáttur í al- gjöru og öflugu lýðræði,“ sagði Labastida. Talinn miðjumaður Hingað til hafa frambjóðendur RPI verið skipaðir af fráfarandi forseta og var sú ákvörðun að efna til forkosninga talin til marks um að flokkurinn hefði ákveðið að breyta um ímynd. Tabastida tilheyrir miðju mexík- anskra stjómmála á milli markað- ssinnaðra „nýfrjálshyggjumanna" og „risaeðlanna" en svo eru þeir stjórnmálamenn kallaðir í landinu sem vilja efla hlut ríldsins í efna- hagslífínu. Talið er að skæðasti keppinautur Labastida í forsetakosningunum verði Vicente Fox, frambjóðandi miðjuflokks, sem nýtur mikils fylg- is samkvæmt skoðanakönnunum. Til þessa hefur þó stjómarandstöð- unni ekki tekist að sameinast um einn frambjóðanda og því stefnir í að atkvæði andstæðinga RPI muni dreifast á marga frambjóðendur. Sameinuðu þjóðunum. AP, Reuters. SVISSLENDINGURINN Carla del Ponte, aðalsaksóknari stríðs- glæpadómstóls Sameinuðu þjóð- anna, segir að búið sé að grafa upp og bera kennsl á 2.108 lík fórnarlamba átakanna í Kosovo og séu flest af Albönum en einnig sé nokkuð um lík Serba. A fundi með fulltrúum í öryggisráði samtak- anna í gær og síðar á blaða- mannafundi sagði hún að sér- fræðingar frá alls 14 löndum hefðu kannað 195 fjöldagrafír undanfarna fímm mánuði. Fullyrt hefði verið að í gröfunum væru yf- ir 4.000 lík en þau hefðu reynst færri. Del Ponte sagði embættismenn, fjölmiðla og ættingja hafa skýrt frá um 11.300 manns sem grafnir hefðu verið á alls 529 stöðum, yf- irleitt í fjöldagröfum. Oft hefði komið í ljós að hróflað hefði verið við gröfunum. „ I allmörgum gröfum er ekki hægt að slá neinu föstu um fjölda líkanna. Þar hefur verið reynt að fela vísbendingar," sagði hún. Talsmenn Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, giskuðu á sínum tíma á að 10.000 Albanar hefðu verið grafnir í fjöldagröfum í Kosovo en tölur sérfræðinga dóm- stólsins nú þykja benda til þess að raunverulega talan sé lægri. Saksóknarinn sagði að megin- verkefni dómstólsins væri hins vegar ekki að rannsaka grafirnar heldur að safna upplýsingum sem tengdust ásökunum á hendur Slobodan Milosevic Serbíuforseta og öðrum um glæpi gegn mann- kyninu. Hún sagði að starfsmenn emb- ættisins væru einnig að kanna hugsanlega stríðsglæpi af hálfu liðsmanna Frelsishers Kosovo, KLA. Herinn, sem skipaður er Al- bönum, barðist gegn her og lög- reglu Júgóslavíu með skæruhern- aði. „Við vitum um glæpamenn sem eru múslimar og komu úr röðum KLA. Meira get ég ekki sagt ykk- ur.“ Del Ponte hvatti liðsmenn frið- argæsluliðsins í Kosovo til að gera meira af því að leita að og hand- taka 30 manns sem eru þar á flótta, sakaðir um stríðsglæpi. Sumir þeirra væru í Serbíu og huga þyrfti sérstaklega að landa- mærum Kosovo og lýðveldis Serba í sambandsríkinu Bosníu vegna þess að margir reyndu að flýja þangað. Rússar saka del Ponte um hlutdrægni Saksóknarinn bað öryggisráðið um að fjármagna starf tveggja sérfræðinga er ættu að reyna að leggja hald á eignir flóttamann- anna. Hún þyrfti mjög á öflugum stuðningi ráðsins að halda í starfi sínu, einkum í viðleitni sinni til að fá stjómvöld í Júgóslavíu og Króatíu til að framselja þá sem stríðsglæpadómstóllinn hefði ákært. Flestir fulltrúar í ráðinu lýstu fullum stuðningi við starf del Pon- te að Gennadí Gatílov, fulltrúa Rússa, undanskildum. Hann sagði dómstólinn vera hlutdrægan í til- raunum sínum til að ákæra Milos- evic og einnig með því að einbeita sér að stríðsglæpum gegn Albön- um en ekki Serbum. Del Ponte vísaði þessum ásökunum á bug. Forkosningar í stjórnarflokki Mexíkó Eftirtal Akraxiess Apótek Apótek Keflavíkur Apótek Suðurnesja Árbæjaraþótek Borgar Apótek Borgarness Apótek Fjarðarkaups Apótek Graíárvogs Apótek Háaleitis Apótek Iðunnar Apótek Laugarnesapótek Nesapótek Rima Apótek Sauðárkróksapótek m ■ Lyf&heilsa Lb LYFJA LyQa Lágmúla • Hafnarfirði ‘Kópavogi Verslanir KÁ Lyf & heilsa Kringlunni, Glæsibæ, Háteigsvegi, Hellu, Hveragerði, Hvolsvelli, Hraunbergi, Melhaga Þorlákshöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.